Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974 29 ROSE~ ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOO JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 23 M: Og ég segi: Þér hljótið að hafa gert eitthvað. Voruð þér með einhverjum. Eriksson renndi fingrum í gegnum hárið, og svipurinn gaf til kynna, að hann væri nánast að sálast úr leiðindum. ^M: Huesið vður um. IHvað gerðuð þér? E: Ég skil ekki tilganginn með þessu kjaftæði. Hvað ætli maður geti gert á svona skítadalli. Nei, ætli maður hafi getað gert annað en fara í koju og fara að sofa. M: Hittuð þér einhvern daginn sem báturinn lá í Roxen: E: Já, ég hitti Brigitte Bardot? Eruð þér ánægður. Ög hvernig ætti ég að muna, hvort ég hitti einhvern þennan dag. Það er óra- tími síðan. M: Allt í lagi. Við byrjum þá aftur á byrjuninni. Þegár þér voruð um borð i „Díönu" í sumar sem leið kynntust þér þá ein- hverjum farþeganna? E: Nei, engum. Og reyndar er bannað, að maður sé að kássast upp á þá. Og enda þótt manni hefði verið það frjálst, hefði ég ekki haft neina lyst á því. Svona drulludót eins og þessir ferða- menn eru. M: Hvað heitirþessi félagiyðar, sem var líka á „Díönu"? E: Því spyrjið þér? Hvað á þetta eiginlega að þýða? Við höfum ekki gert neitt af okkur. M: H vað heitir hann? E: Roffe. M: Fornafn og eftirnafn. E: Roffe Sjöberg. M: Hvar er hann niðurkominn nú? E: Hann er á einhverjum þýzk- um dalli. Ég veit það ekki, fjára- kornið. Hann getur verið á tunglinu fyrir mér. Martin Beck gafst upp. Hann slökkti á segulbandinu og reis upp. Eriksson ætlaði að gera það sama. — Sitjið kyrr, sagði Martin með þrumuraust. Þér sitjið kyrr, þangað til ég leyfiyður annað. Hann hringdi inn til Ahlbergs, sem kom að vörmu spori. — Standið upp, sagði Martin Beck og gekk á undan honum út úr skrifstofunni. Þegar Ahlberg kom aftur inn í skrifstofu sina sat Martin við skrifborðið. Hann leit upp og yppti öxlum. — Nú förum við út og fáum o.kkur að borða, sagði hann. — Svogeri ég aðra atrennu. 15. kafli Klukkan hálf niu morguninn eftar sendi Martin eftir Eriksson í þriðja sinn. Yfirheyrslan stóð i tvær klukkustundir og árangurinn var enginn frekar en fyrr. Þegar Eriksson var farinn út úr skrifstofunni í fylgd með ungum lögreglumanni, stillti Martin tæk- iðogþeir Ahlberg spiluðu bandið. — Hvað heldur þú ? — Það er ekki hann, sagði Martin. — Ég er næstum handviss um það. Hann er heldur ekki nærri nógu slunginn til að géta dulið neitt. Hann veit hreinlega ekki skapaðan hlut, um hvað málið snýst. Ég held, að það sé rétt tilgetið. — Mjög trúlegt, sagði Ahlberg. — Við vitum að vísu ekki mikið um Roseönnu McGraw. En ég á erfitt með að trúa því, að hún hefði af fúsum vilja gefið sig að Eriksson. — Já, það held ég líka. Hún var að vísu upp á. karlhöndina, en henni var ekki sama hver var. En er nokkur kominn til með að segja, að hún hafi gert það af fúsum og frjálsum vilja? — Já, ég segi það. Það hlýtur að hafa gengið þannig fyrir sig. Hún hitti einhvern á bátnum, sem hana langaði til að vera með, og þegar að þvi kom, hefur hún sennilega gert sér grein fyrir i hvert óefni var komið. Og þá var allt um seinan, En það var ekki Karl Ake Eriksson. — Það getur líka hafa gengið öðru vísi fyrir sig, sagði Ahlberg hikandi. — Hvernigþá? I þessari kytru? Þú átt kannski við, að einhver hafi rifið upp dyrnar og kastað sér yfir hana? Hún hafi streitzt á móti og öskrað af öllum lifs og sálar kröftum. — Hann gæti hafa ógnað henni. Með hníf eða kannski byssu. Martin leit á Ahlberg og kinkaði kolli. Svo reis hann snögglega á fætur og gekk út að glugganum. Hinn fylgdi honum með augunum. — Hvað eigum við að gera við hann? sagði Ahlberg. — Eg get ekki haldið honum hér endalaust. — Eg ætla að tala við hann einu sinni í viðbót. En í alvöru talað held ég ekki, að hann viti, hvers vegna hann er hér. En nú segi ég honum það. Ahiberg reis úr sæti og fór í jakkann. Svo gekk hann. Martin lét kalla á Eriksson. — Hvað á þetta að þýða? sagði Eriksson með þjósti. — Eg hef ekkert af mér gert. Þið getið ekki' haldið mér hér, fyrst ég hef ekkert gert. — Steinþegið, þangað til ég leyfiyður aðtala. Þér skuluð bara svara spurningum minum, það er allt og sumt, sagði Martin. . Hann tók myndina af Roseönnu McGraw fram og rétti hana að Eriksson. — Þekkið þér þessa konu, sagði hann. — Nei, 'sagði Eriksson. — Hvaða ómynd er nú þetta? — Lítið almennilega á mynd- ina, áður en þér svarið. Hafiðþér séð þessa konu áður? — Nei. — Eruð þér alveg vissir um það? Eriksson hallaði undir flatt og virti myndina fyrir sér. *— Já. Eg hef aldrei séð hana áður. — Roseanna McGraw. Segir nafnið yður eitthvað? — Það var þá líka nafn. Er hún leikkona? — Hafið þér heyrt nafnið áð- ur? — Nei. — Þá skal ég segja yður dálítið. Konan á myndinni er Roseanna McGraw. Hún var bandarísk og var farþegi á „Diönu" frá Stokk- hólmi þann 3. júlí. A þeirri ferð tafðist Díana vegna vélarbilunar. Hafsteinn Kristinsson. Hafsteinn Kristins- son formaður Ingólfs Aðalfundur sjálfstæðisfélags- ins Ingólfs var haldinn að Hótel Hveragerði 22. janúar sl. Hall- grimur Egilsson, sem verið hefur formaður sl. 4 ár, baðst undan endurkjöri og var Hafsteinn Kristinsson kosinn formaður. Hallgrími voru þökkuð vel unn- in störf með góðu lófaklappi. Núverandi stjórn félagsins skipa, auk formanns: Bragi Ein- arsson, Guðrún Lúðvíksdóttir, Stefán Magnússon, Sigurður Frí- mannsson, Lárus Kristjánsson og Snorri Baldursson. A fundinum gengu 12 manns í félagið og ríkir mikill áhúgi í þvi um þessar mundir. Leiðtogafundur NATO í apríl? Brussel, 2. febr. NTB. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Briissel í dag, aS Nixon forseti Bandaríkjanna muni sennilega stefna að því, að haldinn verði leiðtogafundur að- ildarríkja Atlantshafsbandalags- ins í Briissel í lok aprílmánaðar nk. i tilefni 25 ára afmælishátíða- halda NATO. Er talið, að forset- inn muni vinna að því af kappi á næstunni, að unnt verði að undir- rita nýja stenfuvflýsingu um samvinnu Atlantshafsbandalags- rfkjanna á þessum fundi. Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Þökk sé póststjórninni og Árna Helgasyni póstafgreiðslumanni Stykkishólmi fyrir réttláta afgreiðslu mála. Magnús Sigurðsson fyrrv. skólastjóri skrifar: „Miðvikudaginn 30. jan. 1974 birtist í Velvakanda ömakleg grein eftir Ölaf Markússon, Stykkishólmi, um póstþjónustuna i landinu og þó sérstaklega Árna Helgason póstafgreiðslumann i Stykkishólmi. Vitað er, að báðir þessir aðilar vinna verk sitt af mikilli kost- gæfni. Greinin snýst um það, að laug- ardaginn 29. des. sl. féíl áætlunar- ferð póst- og fólksflutninga til Stykkishólms niður vegna ófærð- ar, en greinin er svo heimskulega skrifuð, að greint barnaskólabarn mundi varla setja slíkt á prent. Sama dag, eftir hádegi, fer flug- vél frá Vængjum h.f. til Stykkis- hólms, en áður átti hún að fara til Hellissands og Ólafsvíkur. Að sögn greinarhöfundar var símað frá Umferðarmiðstöðinni, sem mun hafa átt að afgreiða þennan póst til Arna Helgasonar, og hann spurður, hvort hann vildi afgreiða þann póst, sem sendur yrði. Þeir vissu á Umferðarmiðstöð- inni, að póstafgreiðslur eru lokað- ar á laugardögum, eftir hádegi, og á sunnudögum og voru þvi svo tillitssamir að tala við póstaf- greiðslumanninn og vita, hvort hann vildi vinna þessa auka- vinnu. Hér var alls um 314 kg af bögglapósti að ræða, til allra stað- anna á Snæfellsnesi. Samkvæmt viðtali við Vængi h.f. var efazt um, að vélin gæti tekið allan póstinn í einni ferð. Vélin lenti fyrst á Hellissandi og í Ólafsvík. Það varð því að samkomulagi á milli póstafgreiðslu Umferðar- miðstöðvarinnar og Arna Helga- sonar, að bögglapósturinn til Hell- issands og Ólafsvíkur yrði sendur með flugvélinni svo og blaða- og bréfapóstur til allra staðanna. Þar sem líkur væru á, að bögglapóstur Stykkishólms kæm- ist ekki allur, þá yrði hann látinn bíða næstu ferðar. Meiri Iíkur voru og til þess, ef ekki yrði flugveður áfram, að bíll kæmist til Stykkishólms en til Hellissands og Ólafsvíkur. Ég held, að almenningi, sem lítur hlutlaust á málið, einnig Stykkishólmsbúum, þyki það drengilegt af Árna Helgasyni að hafa ekki viljað láta sig og sína nágranna sitja i fyrirrúmi með póstflutningana. Greinarhöfundur talar um það, til að sverta hlut Á, H., að í pökk- unum hefðu getað verið nauðsyn- leg lyf, sem fólki hefði bráðlegið á, en hann gleymir að geta þess, að i Stykkishólmi eru tjæði lyfja búð og sjúkrahús, sem hvorugt hefur orð4 sér fyrir vanrækslu. A Hellissandi og Ólafsvik gat fólk einnig og ekki síður vantað lyf. Eg held, að allir sanngjarnir menn vildu heldur standa í ™nr. um póststjórnarinnar í Umferðar- miðstöðinni og Árna Helgasonar en í sporum ádeilanda. Ef svo væri, að gremja út af töf þessara póstsendinga kynni að vera mest hjá mönnum, sem áttu von á pökkum frá Á.T.V.R., þá veit ég, að það eru miklu fleiri, sem þakka Arna en hallmæla hon- um fyrir að vilja afstýra tárum, böli og óhamingju, sem víninu fylgja. Reykjavik, 31. jan. 1974. Magnús Sigurðsson.“ % Elliheimilið Grund — mótmæli vegna viðbyggingar Ingibjörg Arný Eyþórsdóttir skrifar: „Ég heyrði nýlega, að forstjóri Elliheimilisins Grundar hefði fest kaup á lóð, sem er við hliðina á Minni-Grund, en lóð þessi er á bak við húsin, sem standa við Ásvallagötu sunnanverða. Það fylgdi þessari sögu, að þeg- ar fréttist um þessi lóðarkaup, hefðu íbúar í húsunum við Ás- vallagötu farið að safna undir- skriftum til þess að mótmæla þvi, að þarna yrði byggt hús fyrir gamla fólkið. Ég vildi tæplega trúa þessu vegna þess, að eins og allir vita horfir til stórvandræða vegna mála gamalmenna her. Skyldu þessir íbúar við Ásvallagötu aldrei hugsa til þess, að þeir eiga eftir að verða gamlir sjálfir. Nær væri að safna undirskrift- um til að þakka forstjóranum, sem stjórnar þessu stóra heimili af svo mikilli hagsýni og myndar- skap, að fátítt er hér hjá okkur. Ingibjörg Arný Eyþórsdóttir.“ Já, það gerist margt skrýtið hér á þessu Iandi, Ingibjörg sæl. Fyrir helgi hafði Mbl. samband við Gísla, og staðfesti hann sannleiks- gildi þessarar sögu og sagði um leið, að væri skilningur almenn- ings hér á sömu lund og þeirra, sem nú safna undirskriftum til að mótmæla þeirri byggingu, sem fyrirhuguð er, þá væri ekki von að hægt væri að gera mikið til að ráða bót á því neyðarástandi, sem ríkjandi væri í málefnum aldr- aðra hér. En áreiðanlega er þessi undirskriftasöfnun ekki annað en frumhlaup fárra einstaklinga, og fullvíst er, að skoðanir þeirra, sem þarna búa, eru skiptar um þetta mál. Það vill svo til, að Vel- vakandi er nágranni þeirra, sem á Grund búa, og ákjósanlegra ná- grenni er vart hægt að hugsa sér. Gisli Sigurbjörnsson hefur unn- ið merkilegt brautryðjendastarf i málefnum aldraðra hérlendis, og hefur hann notið þar stuðnings góðviljaðra manna, sem betur fer. Skilningur almennings á þess- um málum fer sífellt vaxandi hér á landi sem annars staðar, og ætti því ekki að þurfa að óttast það, að framhaldið verði ekki í rétta átt. En þessum málum verður ekki vel fyrir komið með skilningi og góðvild einni saman fremur en öðrum nauðsynjamálum. Þess vegna ættu allir að leggjast á eitt um að búa eins vel að elztu borg- urunum í þjóðfélaginu og frekast er kostur, og það verður ekki gert með því að reyna að leggja stein í götu þeirra, sem stuðla að fram- förunum. Bátur keyptur til Akraness Akranesi — 2. febrúar. V.S. REYNIR ÁR-18 hefur verið keyptur til Akraness. Kaupendur og útgerðarmenn eru Birgir Jóns- son skipstjóri, Ásgeir Samúelsson vélstjóri og Hafsteinn Engilberts- son stýrimaður. Útgerðarfélagið heitir s/f Reynir. Báturinn fór í fyrstu veiðiferð sína með þorskanet í morgun, og er sá fyrsti, sem leggur þorskanet hér í Flóa. Nú eru bátar á vestur- leið með loðnufarma, og er búizt við því, að Víðir og Bjarni Ólafs- son komi hingað i dag til löndun- ar. — JÚIÍUS. Viðgerð lok- ið á Júní SKUTTOGARI Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Júní, kom til heimahafnar að lokinni viðgerð í Færeyjum á fimmtudag. Eins og kunnugt er, skemmdist skipið töluvert, er það bakkaði á hafnar- bryggjuna í Hafnarfirði í b.vrjun desember sl. Einar Sveinsson framkvæmda- stjóri B.Ú.H. sagði i samtali við blaðið, að viðgerð áskipinu i Fær- eyjum hefði gengið mjög vel og | hefði það haldið til veiða á föstu- ■ dag og virtist allt vera í stakasta * lagi um borð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.