Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1974 Geysilegar bilanir á síma- og raflínum vegna ísingar f LJÓS hefur komiS, að bilanir á raflínum og símalínum hafa verið mun meiri og alvarlegri en talið hafði verið f fyrstu eftir norð- anhríðarveðrið, sem gekk yfir vestur-, norður- og austur- hluta landsins á dögun- um. I gær var að mestu lokið könnun á bilununum og við- gerðir hafnar á sumum stöðum, en Ijóst er, að langan tíma tekur að gera við allar Ifnurnar. Mikið hefur verið um línuslit vegna ís- ingarinnar og á sumum svæðum hafa fsingin og snjóflóð brotið staura. Mest hefur brotnað af rafmagnsstaurum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæ- 1,5 milljarð- ar í tekjur NETTÓTEKJUR íslendinga af varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli voru árið 1972 1.430 milljón- ir króna, en árið 1971 1.295 millj- ónir króna. Þessar upplýsingar er að finna i nýútkomnu.riti Seðla- banka íslands, sem nefnist Hag- tölur mánaðarins. Þar kemur enn- fremur fram, að á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 1973 eru tekjur þessar 1.330 milljónir króna. Tekjur þessar eru m.a. af sölu á ýmissi þjónustu til varnarliðs- ins, svo sem eins og olíusölu og sölu á matvælum, en einnig munu þar vera atvinnutekjur manna, sem hjá varnarliðinu vinna. fellsnesi, um 50 staurar og auk þess 20 símastaurar, í Önundar- firði hafa brotnað 60 —70 raf- magnsstaurar, í Fljótunum í Skagafirði hafa brotnað um 50 staurar og í Eyjafirði hafa brotn- að um 100 staurar, þar af um 70 á Grenivfkurlfnu og um 20 áDalvík og f nágrenni. Sfmabilanir hafa verið miklar, mestar á Vestfjörð- um, Ströndum og f N-Þingeyjar- sýslu. Könnun bilananna hefur gengið erfiðlega vegna ófærðar og ljóst er, að viðgerð mun taka Loðnumjöl lækkar í verði en verðið telst þó hátt enn HEIMSMARKAÐSVERÐ á mjöli hefur lækkað nokkuð að undan- fömu, en ekki er þó hægt að telja það lágt, þar sem það er enn langt fyrir ofan það verð, sem hæst fékkst í fyrra. Mjölseljendur gera sér vonir um, að hér sé aðeins um tfmabundna lækkun að ræða og mjölið eigi eftir að hækka á nýj- an leik. Það er margt, sem bendir til þess, að mjölið geti hækkað á ný. Loðnuveiðar helztu keppi- nauta Islendinga í mjölsölu í Evrópu, Norðmanna, hafa gengið ákaflega illa og þegar sfðast frétt- ist, höfðu aðeins veiðzt um 60 þúsund lestir af loðnu f Noregi. Perúmenn, sem undanfarin ár hafa verið mestu mjölframleið- endur heimsins, hafa aðeins leyft veiði á 500 þús. lestum af ansjósu, en úr því magni fá þeir 100 þús. lestir af mjöli. Þessi 500 þúsund tonn, sem Perúmenn ætla nú að veiða, eru aðeins brot af þvf magni, sem þeir veiddu fyrir nokkrum árum, en þá veiddu þeir allt að 12 millj lesta á ári. Hæst komst mjölverðið í 10.80 dollara proteineiningin í desem- ber og byrjun janúar s.l., en um þessar mundir er verðið hæst tæpir 8 dollarar proteineiningin. Gunnar Petersen hjá Bernhard Petersen h.f. sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að engar söl- Framhald á bls. 20. lengri tíma en ella vegna sam- gönguerfiðleikanna. Talið er, að tjónið á raflínunum nemi um 8—10 milljónum króna. Þeir tveir staðir, sem verst hafa orðið úti af völdum Ifnubilan- anna, eru Ólafsfjörður og Greni- vfk. Á Ólafsfirði er rafmagnslaust með öllu, nema hvað lítilsháttar rafmagn fæst frá gamalli vatns- aflsvirkjun skammt frá bænum og nægir það til að halda símstöð- inni og hitaveitudælu gangandi. Ekkert rafmagn er til ljósa eða matargerðar. i frystihúsinu eru um 7 þús. kassar af frystum fiski og er mikil hætta á, að þeir skemmist, ef ekki fæst rafmagn innan tíðar. Matvæli, sem ekki þurfa suðu, eru nú á þrotum f verzlunum á Ölafsfirði, því að ekki hafaverið neinar samgöngur til kaupstaðarins i viku, hvorki á Framhald á bls. 20. Lúðvík vildi eigna sér annarra verk! a sunn- Rafmagnslaust anverðu Snæfellsnesi Borg, Miklaholtshreppi, 13. febr. A MANUDAGSKVÖLD skall hér á norðanofsaveður, samfara snjó- komu, en frostlftið var. Veðurofsi þessi hélzt alla þriðjudagsnótt og allan þriðjudaginn. Verulegar truflanir hafa orðið á samgöngum í þessu veðri, þvl að hálka er víða á vegum hér og þvf ekki unnt að aka í veðurofsanum. Símahilanir hafa verið nokkrar, en bilanir á raflínum miklar. Hefur því verið rafmagnslaust f öllum sveitum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Munu vera, eftir því sem ég bezt veit, um 50 staurar brotnir í Breiðuvík og Staðarsveit og óvíst er, hvenær rafma^n kemst hér á aftur. i gær voru á leið hingað vestur viðgerðannenn frá rafveitunni í Reykjavik. Þegar þeir voru ámilli Stóru-Þúfu og Grafar, fauk annar bíll þeirra út af og fór heilan hring, en kom niður á hjólin. Komust mennirnir heim að Gröf ogsluppu ómeiddir. Þá hefur orðið tjón á mann- virkjum. í Stóru-Þúfu fauk hluti af þaki á nýju íbúðarhúsi og einn- ig tók plötur af verkfærageymslu. 1 Miklaholti fauk hluti af hlöðu- þaki. Heimilisfólkið í Straum- fjarðartungu varð að flýja íbúðar- húsið á mánudagskvöldið vegna veðurs og gisti það í Borgarholti. Ekki komst það heim aftur til gegninga fyrr en síðdegis á þriðjudag, þá með hjálp veghef- ils, svo mikill var veðurofsinn. Áætlunarbifreið frá Reykjavík seinkaði nokkuð, en komst þó um Kerlingarskarð í fylgd veghefils. Sfðari hluta sl. laugardags kom upp eldur í gömlu samkomuhúsi í Görðum í Staðarsveit. Mikill stormur var þennan dag og engu hægt að bjarga og brann þar allt, sem brunnið gat. Ekki er mér kunnugt um eldsupptök. — Páll Pálsson. EINS og kunnugt er hafa verk- smiðjurnar, sem bræða loðnuna hér suðvestanlands, ákveðið að taka ekki á móti frekari loðnu til bræðslu vegna yfirvofandi verk- falls, enda mundu mikil verðmæti liggja undir skemmdum ef loðna væri eftir i þróm verksmiðjanna, er til verkfalls kæmi. Hins vegar náðist samkomulag um það milli verksmiðjanna og frystihúsanna, að verksmiðjurnar héldu áfram að taka á móti úrgangi frá frysti- húsunum til þess að hægt væri að halda áfram loðnufrystingu. Þegar Lúðvík Jósepsson, sjávar- útvegsráðherra hafði fregnir af þessu samkomulagi, setti hann sig í samband við forráðamenn verk- Vatnsleiðslan tengd I GÆRKVÖLDI var lokið teng- ingu stærri vatnsleiðslunnar frá landi til Vestmannaeyja og voru hafnar þrýstiprófanir á henni. Var gert ráð fyrir, að vatni yrði hleypt á hana í morgun. Að sögn Páls Zóphaníassonar bæjartækni- fræðings er þetta endanleg við- gerð og þrefaldast nú það vatns- magn, sem Vestmannaeyingar fá til sfn ofan úr Landeyjum. smiðjanna og ðskaði eftir þvf, að þeir létu þess getið, að þetta sam- komulag væri gert að ósk ríkis- stjórnarinnar, enda þótt ríkis- stjórnin eða ráðherrann hefði þar hvergi nærri komið!! Er bersýni- legt, að ráðherranum þykir mikið við liggja að eigna sér annarra verk. Benny Ander- sen til Islands DANSKA skáldið Benny Andersen mun koma fram f Norræna húsinu þann 17. febrúar n.k. ásamt vfsna- söngvaranum Povl Dissing. Þeir koma hingað f boði Norræna hússins og Det danske selskab. Sömuleiðis koma þeir fram á árshátfð Det danske selskab. Benny Andersen er með þekktari rithöfundum dönsk- um og hefur sérstaklega getið sér orð fyrir barnabækur og ljóðagerð. Nýjasta bók hans kom út á s.l. ári og heitir „Undskyld hr. hvor ligger naturen?" og er það framtíðar- saga og gerist um næstu alda- mót, þegar nánast ekkert er eftir af hreinni og ómengaðri náttúru. Benny Andersen hefur komið áður til Islánds, hann kom hingað síðast í janúar 1969 ásamt þremur öðr- um skáldum, Klaus Rifbjerg, Jörgen Gustava Branrít og Inger Christensen og lásu þau upp úr verkum sínum við ágætar undirtektir. Taka við loðnunni fram að verkfalli VERKALÝÐSFÉLAGIÐ á Nes- kaupstað hefur boðað verkfall frá og með 20 febr. nk. Síldar- vinnslan hf. á Neskaupstað, sem rekur bæði loðnuverksmiðjuna og frystihús, ætlar sér að taka á móti loðnu til vinnslu allt fram á síðasta dag, að þvf er forstjóri fyrirtækisins tjáði Asgeiri Lárus- syni fréttaritara Mbl. f gær. Síldarvinnslan er nú búin að taka á móti um 20 þús. lestum af loðnu til bræðslu og hefur hún gengið mjög vel, afköstin verið 7—800 lestir á sólarhring og engar tafir. Þá hefur löndun loðnunnar gengið mjög hratt og hefur t,d. verið landað 800 lestum úr Berki á 4 tímum. — Nú á að fara að hefja frystingu loðnu, ef hún fæst og er ætlunin að vinna vaktavinnu allan sólarhringinn í frystingunni, þannig að frysta megi um 40 lestir á sólarhring. Verður þannig unnið næstu 2—3 vikur, eða á meðan loðna fæst, en skuttogararnir Barði og Bjartur munu sigla með sinn afla til sölu erlendis á meðan. Herstöðvaandstæðingar saka kommúnista um undanslátt: Formaður Alþýðubanda- lagsins hrökklaðist af fundi Bronstein tefl- ir fjöltefli SOVÉZKI stórmeistarinn Dav- id Bronstein teflir fjöltefli f skákheimilinu við Grensásveg f kvöld, og hefst það kl. 8. Teflir hann við allt að 40 menn, og er þátttökugjald 500 krónur. Væntanlegir þátttak- endur verða að hafa með sér töfl. SAMTÖK herstöðvaandstæðinga hafa sakað Alþýðubandalagið um undanslátt f varnarmálunum. A svonefndum liðsfundi samtak- anna hinn 8. febr. sl. var sam- þykkt ályktun, þar sem „fundur- inn hafnar þeim undanslætti, sem felst í ályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins frá 28. jan. sl.“, og „samtökin gagnrýna einn- ig þann undanslátt forystu Al- þýðubandalagsins að Ijá máls á áframhaldandi hernaðaraðstöðu NATO hér á landi“. A fundi þessum mætti formað- ur Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, og gerði hann tilraun til að skýra stefnu flokksins f varn- armálunum. Ræðu hans var tekið með almennum hlátri fundar- manna og hrökkl- aðist Ragnar Arnalds af fundin- um. áðnr en hnnum var lokið. Á fundinum héldu fjölmargir ræðumenn, m.a. úr hópi stúdenta, uppi harðri gagnrýni á afstöðu Alþýðubandalagsins til varnar- málanna. 1 ályktun fundarins seg- ir m.a.: „Fundurinn hafnar þeim undanslætti, sem felst i ályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins frá 28. jan. sl. og bendir á, að ályktunin brýtur í bága við ákvæði málefnasamningsins og yfirlýsta stefnu Alþýðubandalags- ins um brottför hersins á kjör- tímabilinu. Þessu til áréttingar skal hér vísað til leiðara Þjóðvilj- ans frá 15. des. sl., en þar segir: „En Þjóðviljinn vill í því sam- bandi mínna á, að Framsóknar- forystan hefur aldrei gert tilraun til þess að mótmæla eða véfengja þær túlkanir á ummælum forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra, að herinn eigi að fara úr landinu á kjörtímabilinu. Þannig hafa herstöðvaandstæðingar í öllum flokkum staðið í þeirri trú til þessa dags, að við þessi fyrirheit yrði staðið og það væru svik og ekkert annað, ef nú, þegar endur- skoðunartiminn er meira að segja útrunninn, væri reynt að venda seglum og beita til annarrra átta.“ Samtökin gagnrýna einnig þann undanslátt forystu Alþýðubanda- lagsins að ljá máls á áframhald- andi hernaðaraðstöðu NATO hér á landi og fallast þannig á, að ísland hafi skuldbindingar við NATO. Sá undansláttur er i beinni andstöðu við þá margyfir- lýstu skoðun sömu manna, að kvaðir Islendinga við NATO séu engar aðrar en þær, sem felast i samningsákvæðinu frá 1949, að hér skuli ekki vera erlendur her né herstöðvar á friðartímum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.