Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1974 Anwar Sadat forseti á blaðamannafundi. Eftir John de St. Jorre Sadat kœfir gagnrýnina Þegar Muhammad Heykal var vikið úr starfi aðalritstjóra Al-Ahram — aðalmálgagns egypzku stjórnarir.nar — í fyrri viku, var hann ekki fyrsta fómarlambið í valdabarátt- unni, sem hófst þar i landi eftir októberstríðið, þótt brottvikn- ing hans hafi vakið mesta at- hygli. Iiklegt er, að áframhald verði á þessari valdastreitu. Hún hefur þegar orðið ýmsum þekktum mönnum að falli, og fleiri geta fylgt. Stjórnvöld í Egyptalandi hafa lengi átt erfitt með að þola andstöðu, og vandamálin i sambandi við frið- arsamninga við ísrael hafa valdið miklum erfiðleikum. Allt frá því að Sadat forseti fór með sigur af hólmi í keppn- inni um forsetaembættið I maí 1971 hefur hann sýnt óvænta herkænsku. Þar sem hann skortir það mikla aðdráttarafl og álit, sem fyrirrennari hans — Nasser — hafði til að bera, hefur Sadat sýnt meira litillæti I afstöðu sinni í þjóðarinnar og þá ekki síður í garð annarra Arabaleiðtoga, þótt hann hafi aldrei látið neinn efast um það, hver ræður i raun. Af þessum sökum hefur stjórn Sadats fengið á sig orð fyrir meira umburðarlyndi en fyrri stjórnir, þótt ekki hafi enn verið komið á því frjálslyndi, sem hann gaf fyrirheit um f kosningabaráttunni 1971. I hvert sinn, sem Sadat hefur talið sér ógnað, hefur hann ver- ið fljótur að grípa til gagnráð- stafana. Þegar Aly Sabry leið- togi vinstrisinna virtist orðinn hættulegur keppinautur um vötdin, lét Sadat handtaka hann og nánustu samstarfs- menn hans í desember 1971. Ári seinna, í október 1972, rak hann yfirmann hersins, Sadek hershöfðingja, úr embætti. Sadek, sem byggði upp herinn, sem ári siðar hertók Bar-Lev varnarlínu Israela, var orðinn of valdamikill og vinsæll að dómi Sadats. Fyrir stuttu rak svo Sadat annan vinsælan hershöfðingja, Shazly, sem var forseti herráðs- ins. Shazly hafði réttilega við- urkennt, að hann ætti nokkra sök á því, að hersveitum ísraela tókst að ráðast yfir á vestur- bakka Súez-skurðarins i októberstriðinu, en sennilegt er, að pólitískar og persónuleg- ar ástæður hafi verið undir- staða ákvörðunar forsetans. Stúdentar, verkamenn og vinstrisinnaðir menntamenn hafa hverjir í sínu lagi gripið til mótmælaaðgerða gegn stjórn- inni. Þótt Sadat hafi þá jafnan brugðið við með festu, hefur hann ekki sýnt óþarfa hörku. Á sama tima og hann hefur haldið góðum tengslum við herinn og bætt kjör borgarastéttarinnar, hefur hann hreisað til í öllum stofnunum landsins, eins og í eina stjórnmálaflokki landsins og þinginu. Eina undantekning- in var Al-Ahram, en blað þetta var i rauninni aðeins einn mað- ur — Muhammad Heykal. Heykal er góður blaðamaður (þótt ekki sé hann sérlega skemmtilegur penni), og jafn- vel enn betri stjórnmálamaður. Hann var þegar valdamikill og naut sérstakra forréttinda á dögum Nassers, og hann var sannfærður um enn meiri frama undir leiðsögn Sadats. Þegar Sadat var að hreinsa til meðal keppinauta sinna i maí 1971, gat Heykal átt von á því að falla með forsetanum, tækist hreinsunin illa, því að báðir eru þeir fylgjendur hægri arms flokksins. Eftir að Sadat hafði tryggt sig í sessi sneri Heykal sér að því að gera Al-Ahram að rlki í ríkinu og notaði blaðið til að túlka eigin skoðanir og gagn- rýna stefnu stjórnarinnar. Sadat lét þetta viðgangast, jafnvel þótt Heykal væri bendlaður við margt það, sem Sadat var ekki að skapi. Þrátt fyrir allt var Heykal hæfur ráð- gjafi og þægilegur félagi. En á síðasta ári fór að bera á ágrein- ingi þeirra á milli, bæði varð- andi stefnu og stjórnmál. Ágreiningsefnin eru aðallega þrjú. Þeir eru ósammála um Nasserisma, Gaddafi forseta Lfbýu og ákafar tilraunir hans til að sameina Arabaríkin í eitt ríki og um stefnu Bandarikj- anna varðandi Mið- Austurlönd. I öllum þessum málum hefur Heykal komið fram sem harðlinumaður, en Sadat sýnt meiri sveigjanleika, og, að því er Bandaríkin snert- ir, sérstakt, jafnvel blint, traust. Heykal hafði verið vinveittur hershöfðingjunum Sadek og Shazly og tekið undir með „haukunum" innan hersins, sem voru andvigir vopnahléinu og samningum Kissingers um aðskilnað herja Egypta og Isra- ela. Ágreiningur hafði lengi ríkt milli Heykals og dr. Abdul Kader Hatems upplýsingamála- ráðherra, sem nú er orðinn stjórnarformaður Al-Ahram. Það er grátbroslegt í sam- bandi við fall Heykals, að um langt skeið var hann talinn „maður Bandarikjanna" í Kaíró. Sadat hafði oft beitt hon- um sem milligöngumanni gagn- vart Bandaríkjunum, og þótt Heykal hafi verið gagnrýninn á stefnu Bandaríkjanna, var hann enn harðari í garð Rússa, og þeir höfðu mikla óbeit á hon- um. En honum samdi ekki við dr. Kissinger, og vinátta Sadat og bandaríska utanrikisráð- herrans blómstraði svo skjótt, að engin þörf er lengur fyrir neinn milligöngumann. Heykal er fallinn í bili, en sögu hans þarf ekki að vera lokið. Það er mikil teygja i egypzkum stjórnmálum, og ekkert nýtt, þó að fallin stjarna skíni á ný. En meðan Sadat er að þræða sprengjum stráða leið til friðar, er ljóst, að hann lætur enga andstöðu viðgangast heima fyrir. HESTAMENN. Er kaupandi að góðum hesti Vin- samlegt hringið I síma 36946. ÞORRAMATUR — VEIZLUMAT- UR Matarbúðin, Hafnarfirði sér um þorramatinn í þorrablótin, 1 6 teg- undir innifaldar. Einnig köld borð og annan veizlumat. MatarbúSin, Hafnarfirði S. 51 186. VIL GJARNAN LÁNA eina milljón I eitt ár, gegn fast- eignaveði. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 20. febr merkt: „Viðskipti — 3337". BÁTUR ÓSKAST vantar 4—7 tonna trillu. strax. Ekki mjög gamla. Upplýsingar í sima 27447 eftir kl. 8 HAFNARFJ. OG NÁGRENNI. Úrvals saltkjöt, ódýrar rúllupylsur, ódýru dilkasviðin, bacon, ódýr á- vaxtasulta. Kjötkjall. Vesturbr. 12. BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 25891. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGR. Úrbeinað hangikjöt 495 kg. Nautabuff 495 kg Nautahakk 295 kg. Úrvals unghænur. Kjötkjall. Vesturbr. 1 2. SANDGERÐI Til sölu vel með farin 3ja herb íbúð Sérinngangur. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Fasteignasalan, Hafnargötu 27. Keflavlk, simi 1 420 GARÐUR Til sölu nýtt einbýlishús. 4 svefn- herbergi. Stórar stofur. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík, símar 1 263 og 2890. KEFLAVÍK Til sölu rúmgóð 2ja herb. ibúð með sérinngangi. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, sími 1420. TRJÁKLIPPINGAR og áburðardreifing. Þórarinn Ingi Jónsson. Sími 36870. CHEVROLET Vega G.T. 1972 til sölu Nýinn- fluttur frá U.S.A. uppl i sima 35200 og 21712og 13285. ADALFUNDUR Eyfirðingafélagsins verður haldinn í Kaffiteríunni, Glæsi- bæ fimmtudaginn 21. febrúar kl. 8.30. Stjórnin. Ævintýrahelmur húsmæora Kryddhúsið í verzl. okkar í Aðalstræti 9. Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýmsu kryddtegunda kl. 2-6 í dag. Verið velkomin. Matardeildin Aðalstræti 9. # # # HVERS VEGNA SKYLDU ALLAR UTSÝNARFERÐIR SELJAST UPP LÖNGU FYRIRFRAM? # # # SVARIÐ ÓSKAST SENT FERÐA- SKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN FYRIR KL. 5,18. Þ.M. OG VERÐUR ÞAÐ BIRT í NÝRRI FERÐAÁÆTLUN ÚTSÝNAR SEM KEMUR ÚT 24. Þ.M. VERBLAUN FYRIR BEZTA SVARIÐ: || I M ■ N f # # • ÓKEYPIS AUSTURSTRÆTI 17 2JA VIKNA FERÐ SÍMAR: 26611 MEÐÚTSÝN OG 20100. TILCOSTA DELSOL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.