Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1974 Halldór Blöndal: Vanda verður betur til úthlutunar viðbótarritlauna WlMi I FYRIRSPURNARTÍMA á Al- þingi sl. þriðjudag bar Halldór Blöndal (S) fram tvær fyrir- spurnir til menntamálaráðherra um úthlutun viðbótarritlauna. Sagði Halldór I ræðu, sem hann flutti, að fyrirspurnirnar væru bornar fram vegna þess að mikil gagnrýni hefði komið fram á út- hlutunina 1972. Eins og mönnum væri kunnugt hefði hugmyndin með viðbdtar- ritlaununum verið rökstudd fyrst og fremst með þvf, að ekki væri rétt, að söluskattur yrði greiddur af bókum frekar en af sölu ann- arra listrænna hugverka manna. Hefði verið ákveðið, að endur- greiða rithöfundunum fjárhæð, sem væri þvf sem næst jafnhá söluskattinum af sölu bókanna, þó þannig, að sérstök nefnd gerði tillögur um úthlutun fjárins. Engu að sfður væri Ijóst, að meg- inhugsun Aiþingis hefði ekki ver- ið, að rithöfundar yrðu dregnir f flokka eftir mati á verkum þeirra, eins og einn nefndar- manna hefði talið sér skylt að gera. Fyrri fyrirspurn Halldórs var svohljóðandi: 1. Hvað er áætlað, að söluskatt- ur af bókum hafi numið miklu árin 1970, 1971 og 1972? 2. Hvaða ástæður lágu til þess, að úthlutun fjár skv. 102 999 61 í fjárlögum fyrir árið 1973 var látin ná tilþriggja ára, en ekki eins? 3. Verður miðað einvörðungu við árið 1973 við úthlutun fjárins í ár, eða verður höfundum gefinn kostur á að sækja um viðbótarrit- laun vegna bdka útgefinna 1972? Taldi Halldór í framsöguræðu sinni upp allmarga höfunda, sem ekki hefðu gefið út bækur 1972, en engu að siður fengið viðbo'tar- ritlaun. Á hinn bóginn væru svo ýmsir, sem ekkert hefðu fengið, þrátt fyrir að þeir hefðu gefið út. Taldi þingmaðurinn, að nefndin, sem sjá ætti um úthlutunina, yrði að fylgjast með, hvaða bækur væru gefnar út á ári hverju, í stað þess að gera ráð fyrir, að rithöf- undar sæktu sérstaklega um við- bótarritlaunin i hvert skipti. Magnús Torfi Olafsson sagði, að ekki lægi fyrir, hver söluskattur af bókum hefði verið árin 1970 og 1971. Skv. upplýsingum frá hag- rannsóknadeild Framkvæmda- stofnunarinnar hefði söluskattur af innlendum bókum 1972 numið 21,7 milljónum kr. Ef þýddar bækur væru taldar með, væri þessi tala 38,3 milljónir. 2. tl. fyrirspurnarinnar svaraði ráðherra þannig, að í fjárlögum, þegar sett hefði verið inn ákvæði um viðbótarritlaunin, hefði verið gert ráð fyrir, að sérstakar reglur yrðu settar um úthlutun fjárins. Ekki hefðu verið talin til nein ártöl í því sambandi. Síðasta liðnum svaraði hann þannig, að reglur síðasta árs hefðu einungis átt við úthlutun- ina þá. Nú ynni nefnd að samn- ingu varanlegri reglna, sem beitt yrði í framtíðinni. Síðari fyrirspurn Halldórs var svohljóðandi: Eftir hvaða reglum var farið að úthlutun viðbótarritlauna, og hvað áttu margir höfundar rétt á viðbótarritlaunum samkvæmt þeim: a) árið 1972, b) árin 1970 og 1971? Ráðherra svaraði þessari fyrir- spurn þannig, að 23. okt. sl. hefðu verið gefnar út og staðfestar regl- ur aí menntamálaráðuneytinu, sem farið hefði verið eftir. Þessar. reglur hefðí nefnd samið, sem skipuð hefði verið fulltrúum rit- höfundafélaga auk fulltrúum frá ráðuneyti. Meginefni þeirra reglna hefði verið, að úthlutunin miðaðist við ritverk útgefin eða flutt opinberlega 1972, en einnig hefðu mátt koma til álita verk frá 1970—71. Þá hefði verið ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um viðbótarritlaun og síðan hefði þriggja manna nefnd séð um út- hlutunina. Halldór Blöndal kvaðst ekki hafa fengið svar við síðari hluta fyrirspurnarinnar um, hve marg- ir rithöfundar hefðu átt rétt á viðbótarritlaunum. Kjarni þessa máls váeri, að rit- höfundarnir fengju að njóta þessa fjár og ekki yrði þar reiptog um einstakar sálir. Þá ættu höf- undarnir ekki að þurfa að sækja um féð, heldur ætti úthlutunar- nefndin að fylgjast með, hvaða bækur væru gefnar út. Beindi Halldór því að lokum til ráðherra, að þau skáld, sem um viðbótarritlaun hefðu verið svík- in, fengju sinn hluta af fénu. Það væri sanngirniskrafa. Ellert B. Schram: Óeðlilegt að skerða samningsfrelsið ELLERT B. Schram (S) hefur flutt frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um verðtryggingu fjárskuldbindinga, þar sem hann leggur til, að við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóð- andi: „Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er heimilt að kveða svo á í kaup- og verksamningum um hús, hús- Fyrirspumatími Fyrirspurnatími var á Alþingi sl. þriðjudag. Verður hér sagt frá nokkrum fyrirspurnum, sem þá voru teknar fyrir og svörum ráðherra. Kennsla í fjölmiðlun Þá spurði Benedikt Gröndal (A) menntamálaráðherra, hvað ríkisstjórnin hefði gert til að kanna, hvort tök væru á að taka upp kennslu í fjölmiðlun við Háskóla islands, sbr. ályktun Alþingis30. marz 1973. Sagði Benedikt í framsögu, að hér væri um ört vaxandí starfssvið að ræða, og unnt ætti að vera að koma á kennslu í Háskólanum án mikils til- kostnaðar, þar sem nýta mætti mikið af núverandi kennslu- kröftum. Magnús Torfi Ólafsson sagði, að meðferð málsins væri stutt á veg komin. Hefði þingsályktun- in fyrir stuttu verið send Háskólanum til umfjöllunar. Fullorðins- menntun Stefán Gunnlaugsson (A) spurði menntamálaráðherra: Hvað líður athugun mennta- málaráðuneytisins á því, hvemig fullorðinsmenntun verði bezt fyrir komið? Sagði Stefán í framsöguræðu sinni, að þingsályktunartillögu sinni o.fl. á þinginu í fyrra hefði verið vísað til rikis- stjórnarinnar, þar sem upplýst hefði verið, að nefnd ynni að könnun málsins á vegum ráðu- neytisins. Væri hér spurt um, hvað þeirri könnun liði. Magnús Torfi Úlafsson sagði, að nefnd hefði verið skipuð í málið í okt. 1971. Nefndin hefði síðan starfað reglulega og aflað margvíslegra gagna um málið erlendis frá. Frumdrög nefndarinnar að frumvarpi hefðu verið send 28 aðilum til umsagnar. Þar hefðu komið fram ýmsar ábendingar. Nú hefði nefndin komið sér saman um endanleg drög að frumvarpi og yrðu þau send ráðuneytinu innan tíðar. Kvaðst ráðherra vona fastlega fyrir sitt leyti, að unnt yrði að leggja frumvarp um þetta efni fyrir þettaþing.' Iðnfræðsla og tæknimenntun Þórarinn Þórarinsson (F) bar fram eftirfarandi fyrir- spum til menntamálaráðherra: Hvað líður störfum nefnda þeirra, sem menntamálaráð- herra skipaði sl. vetur til að vinna að nýskipan iðnfræðslu og tæknimenntunar? Magnús Torfi Ólafsson sagði, að nefnd hefði verið skipuð í feb. 1973 til að fjalla um iðn- fræðslumálin. Ilefði farið fram viðamikil gagnasöfnun á vegum nefndarinnar, en ekki væri unnt að segja til um, hvenær vænta mætti nýs frumvarps um verkmenntun. Þá hefði um sama leyti verið skipuð nefnd til að fjalla um tæknimenntunína. Hefði hún þegar mótað stefnuna um menntun tækna, sem fram kæmi í reglugerð útgefinni sl. sumar. A hinn bóginn væri framtíð tæknifræði- og verk- fræðináms óljósari. Væri nefndin nú að ganga frá nefndaráliti sínu, sem sent yrði ráðuneytinu. Eftir umfjöllun um málið þar mundi nefndin siðan semja frumvarp. Fiskiskipasmiðar Að lokum spurði Stefán Jónsson (Ab) iðnaðarráðherra um, hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess, að við not- færum okkur tæknilegar fram- farir færeyskra skipasmíða. Sagði þingmaðurinn, að hér á landi væri beitt úreltum aðferð- um við smiði línuveiðara, þrátt fyrir miklar tækniframfarir við byggingu slíkra skipa hjá grönnum okkar i Færeyjum. Þar væri farið að byggja yfir- byggða línuveiðara með lokuðu vinnudekki, jafnvel upphituðu. Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra svaraði fyrir- spuminni í forföllum iðnaðar- ráðherra. Sagði hann, að fram hefði farið talsverð athugun á þessum færeysku teikningum, rætt hefði verið við Færeyinga, og væri málið m.a.s. komið svo langt, að innlend skipasmíða- stöð hefði gert tilboð í smiði skipa eftir þessum teikningum. Yrði unnið að málinu áfram, og væri við það miðað, að 2—3 bátar yrðu smíðaðir til að byrja með, ef samkomulag næðist við kaupendur. Jón Ármann Héðinsson (A) tók einnig til máls og taldi þetta mál vera hið athyglisverðasta. hluta eða önnur mannvirki, sem eigi eru fullgerð á samningsdegi, en seljandi eða verksali skuld- bindur sig til að afhenda fullgerð eftir minnst 12 mánuði, að sá hluti söluverðs, sem svarar til þess byggingarhluta, sem ófull- gerður er, skuli breytast í sam- ræmi við breytingar á verðlags- vfsitölu til afhendingardags." í greinargerð með frumvarpinu segirþingmaðurinn m.a.: „Af efni og forsendum laga nr. 71 frá 6. mai 1966, um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga, má ráða, að höfuðtilgangur þeirra var að skapa nauðsynlegan grundvöll að verðtryggingu lánsfjársamninga. Stefnt var að því að taka upp verðtryggingu að einhverju leyti við innlánsstofnanir, fjárfest- ingarlánasjóði og jafnvel lífeyris- sjóði. Jafnframt mun hafa verið reynt að taka öll tvímæli um laga- grundvöll verðtryggingar, en fram að setningu þeirra voru lög ekki afgerandi um heimildir til að beita verðtryggingu nema á tveimur sviðum. Annars vegar hafði veðdeild Landsbankans fengið almenna heimild til sölu vísitölutryggðra vaxtabréfa á al- mennum markaði vegna þarfa Byggingarsjóðs. Hins vegar höfðu lög, sett við gengisbreytingar krónunnar, jafnan endurtekið gamalkunnugt ákvæði, að óheim- ilt væri að lána fé með skilmála um breytileika á grundvelli skráningar krónu miðað við erlendan gjaldeyri, nema um endurlánað erlent lánsfé væri að ræða. Þó að tilgangur verðtryggingar- laga hafi fyrst og fremst verið sá, sem að framan grefnir, var þó, að því er virðist.gengið lengra í laga- setningunni, og er orðalag 1. gr. það víðtækt, að túlka má það svo, að það nái yfir allt fjármunasviðið nema löggerninga á sviði kaup- gjaldsmála. Reyndin hefur orðið sú, að lög- gjöfin hefur haft verulega þýð- ingu á sviði lánsfjársamninga, og má telja hana fyrst og fremst eðli- lega oggagnlega að því marki. Framhald á bls. 20. Akranesferja samþykkt Á fundi neðri deildar í gær var til atkvæðagreiðslu við 2. umræðu stjórnarfrumvarp um sjálfskuld- arábyrgð á lánum til kaupa á 10 fiskiskipum og 2 ferjuskipum, öðru fyrir Akurnesinga og hinu fyrir Vestmannaeyinga. Voru fiskiskipin og Vestmannaeyja- ferjan samþykkt samhljóða, en Akranesferjan var samþykkt með 26 atkvæðum gegn 4 að viðhöfðu nafnakalli. 4 þingmenn greiddu ekki atkvæði og 6 voru fjarver- andi. Þeir, sem atkvæði greiddu á móti, voru Björn Pálsson (F), Bjarni Guðnason (Ff), Pálmi Jónsson (S) og Pétur Sigurðsson (S). Umferðarlög o.fl. í efri deild var i gær til fyrstu umræðu frumvarp til breytingar á umferðarlögum, þar sem lagt er til að vátryggingarfjárhæðir lög- boðinna ábyrgðartrygginga skv. lögunum tvöfaldist. Þá hækki einnig sjálfsábyrgð bifreiðaeig- enda úr 7.500,00 kr. í 15.000,00 kr. Einnig er í frumvarpinu lagt til, að 1‘4% af iðgjaldatekjum trygg- ingafélaga vegna ‘ lögboðinna trygginga ökutækja renni til Um- ferðarráðs. Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra mælti fyrir frumvarp- inu. Þá tók Halldór Blöndal (S) til máls og taldi ákvæði frum- varpsins um hækkaða sjálfs- ábyrgð og sérstakan skatt á bif- reiðaeigendur til Umferðarráðs þurfa nokkurrar skoðunar við, áð- ur en þau yrðu samþykkt. Þá fór á þessum sama fundi frumvarp um breytingu á skipu- lagslögum í gegnum 2. umræðu og Steingrimur Hermannsson (F) mælti við fyrstu umræðu fyrir tveimur frumvörpum, sem hann flytur. Fjallar annað um vinnslu- stöðvar á sviði sjávarútvegs, en hitt um breytingu á lögum um Framkvæmdastofnun ríkisins. Varaþingmað- ur tekur sæti I GÆR tók sæti á Alþingi Alex- ander Stefánsson sveitarstjóri, sem er fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Vestur- landskjördæmi. Tók hann sæti í forföllum Ásgeirs Bjarnasonar, sem nú situr búnaðarþing. Alex- ander Stefánsson hefur átt sæti á Alþingi áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.