Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1974
25
Halldór Pétursson
Vopnafirði - Minning
Stórhrið og veður-
ofsi í Mývatnssveit
Björk, Mývatnssveit,
12. febrúar.
ALLA síðastliðna viku var hér
mjög umhleypingasöm tíð. Flesta
daga snjóaði eitthvað og einnig
var allmikill skafrenningur. Færð
á sumum vegum var stundum erf
ið, þó var reynt að halda þeim
opnum. Um hádegi á laugardag
brast á norðan stórhrið, mikii
fannkoma og véðurhæð t'ylgdu
þessu veðri, sem stóð þar til sið-
degis á sunnudag. Flestir vegir
urðu ófærir, enda víða feikna-
miklir skaflar.
í gær var svo sæmilegt veður.
Var þá vegurinn ruddur frá Húsa-
vík. Síðdegis komu flutningabilar
Kílisiðjunnar þaðan til að sækja
kísilgúr. Þegar búið var að lesta
bílana og átti að leggja af stað til
baka, var komið vitlaust veður og
vonlaust að fara út i slíkt. Bif-
reiðastjórarnir settust því að hér
og eru enn veðurtepptir enda allt
orðið ófært á bíl og ekkert hægt
að komast, nema með hjálp snjó-
ruðningstækja. Varla hefur séð út
úr augum hér i dag og ofsarok var
alla siðastliðna nótt. Snjóbíll hef
ur flutt mannskap i og úr vinnu
hjá Kisliliðjunni og svo hefur kóf-
ið verið mikið, að bilinn var næst-
um eina kukkustund i morgun að
fara þriggja kílómerta leið. Ekk-
ert hefur verið kennt hér i skólan-
um siðan fyrir helgi vegna óveð-
urs og ófærðar. Nokkrar truflanir
voru hér á rafmagni i morgun og
rafmagnslaust um tíma. Þá
hafa einnig orðið verulegar trufl
anir á útvarpi og sjónvarpi und-
anfarin þrjú kvöld. Hefur fólk
bókstaflega gefizt upp við að
horfa, enda allt á fleygiferð á
skerminum. Eru margir að vonum
heldur óhressir yfir þessu
ástandi.
— Kristján.
árum, komust ekki hjá því að
veita þessari vörpulegu konu eft-
irtekt, því að það sópaði að henni
hvar sem hún fór og röggsemi
hennar og skyldunækni í starfi
var einstök. Una gat virzt nokkuð
hrjúf og snögg upp á lagið og hún
lét í sér heyra, þegar á þurfti að
halda. En undir hrjúfu yfirborði
leyndist öðlings manneskja, sem
öllum vildi vel. Enda sýnir stór
vinahópur hennar, hvern mann
hún hafði að geyma.
Una var mjög félagslynd kona
og tók beinan þátt i ýmiss konar
félagsstarfssemi. Hún starfaði af
eldmóði í Kvennadeild Slysa-
varnafélags tslands meðan kraft-
ar og heilsa leyfðu. Málefni þess
félagsskapar stóðu hjarta hennar
nær, enda hafði hún kynnst sjón-
um og vályndi hans af eigin raun
áæskuárunum suður íGarði. Hún
missti tvo bræður og mág sinn í
sjóinn. A 75 ára afmæli sinu var
Una kjörin heiðursfélagi Kvenna-
deildarinnar og þá viðurkenningu
mat hún mikils.
Auk þessa var Una fulltrúi á
þingum Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja.
Una annaðist Kristinu Björns-
dóttur mágkonu sína blinda mörg
síðustu árin, sem Kristín lifði.
Hér hefur verið stiklað á stóru
um æviferii Unu Þorsteinsdóttur,
sem gæfi þó tilefni til margfalt
lengri greinar. En orð eru fánýt,
og minning okkar um Unu verður
varanlegri. Eiginleikar hennar
standa okkur ljóslifandi fyrir
sjónum. Una var stórbrotin í
skapi, hún var skaprfk og sagði
sína meiningu umbúðalaust
hverjum, sem í hlut átti. Hún var
oft á tíðum nokkuð fljótfær, þeg-
ar ákafinn bar hana ofurliði. En
þó að mönnum gæti sinnast við
hana af þeim sökum, var það
aldrei til frambúðar og það var
ekki hægt annað en að smitast af
glaðværð hennar og hressileika.
Una var með afbrigðum gestrisin
og veitti af rausn enda þótt efni
væru oft lítil framan af, og hjálp-
semi hennar var viðbrugðið.
Eftir langa og erfiða starfsævi
var Una orði n þrotin af kröftum,
og ég hygg að hún hafi orðið
hvíldinni fegin, þvi að hún vissi
að hún átti von góðrar heimkomu.
Af Meiðastaðasystkinunum eru
nú aðeins tvö á lifi, Halldór, út-
vegsbóndi í Vörum í Garði og
Hallbera húsfreyja i Reykjavik.
Ég votta þeim og öllum ættingjum
Unu mína dýpstu hluttekningu.
Blessuð sé minning hennar.
Ingvi Þorsteinsson.
MIG langar að senda kveðju
austur á Vopnafjörð. Þar var fyrir
skömmu jarðsunginn frá Hofs-
kirkju Halldór Pétursson frá
Hauksstöðum, en þar átti hann
lengst heima. Hann andaðist i
fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 24. janúar. Hann var fæddur
á Vakursstöðum 10/12 1914 sonur
hjónanna Elisabetar Sigurðar-
dóttur og Péturs Olafssonar.
Eg kynntist Halldóri ekki fyrr
en árið 1967. Þá var hann um tíma
á heimili mínu. Maðurinn minn
hafði verið í Reykjavík undir
læknishendi, og var nú kominn
heim, en óvinnufær. Eg hafði
ekki hjálp nema það sem góðir
nágrannar komu án þess þó að
hafa tima til, þvi í sveitinni hefur
venjulega hver nóg með sig.
Þá bauðst hann til að koma og
var hjá okkur meðan með þurfti.
Hann hefði ekki getað hugsað
Hildur i Þúfu, eins og hún var
daglega kölluð, var fædd 1. júní
1886 að Fljótakróki i Meðallandi,
foreldrar hennar voru Þuríður
Magnúsdóttir og Sveinn Einars-
son. Barn að aldri missti hún föð-
ur sinn, en dvaldist næstu tvö
árin með móður sinni, fór þá að
Ásum í Skaftártungu og ólst þar
upp hjá sira Sveini og konu hans,
þar taldi hún sér hafa liðið vel.
Hvað Hildur var lengi i Ásum
eða hvar hún dvaldist eftir það er
mér ekki fullkunnugt um, en að
Þúfu fluttist hún 1915, þá fyrir
stuttu gift eftirlifandi manni sín-
um Guðjóni Magnússyni frá
Fagradal í Mýrdal. Þau bjuggu í
Þúfu óslitið síðan þangað til á
siðastliðnu vori, að Guðjón brá
búi og fluttist að Hákoti í
Þykkvabæ til dóttur sinnar og
tengdasonar, en þangað hafði
Hildur flutzt fyrir rúmu ári sök-
um heilsuleysis, og naut hún þar
betur um skepnurnar en hann
gerði, þótt hann hefði átt þær
sjálfur. Dagfarsprúðari mann hef
ég ekki þekkt. Alltaf jafn hæg-
látur og prúður, en þó glaðvær.
Eftir þetta var Halldór heimilis-
vinur hjá okkur og mikill
auðfúsugestur, þegar hann kom.
sem hglzt var, ef hann átti leið
framhjá. Stundin var ekki alltaf
löng, en ánægjulegt fannst mér að
fá mér kaffisopa með honum í
eldhúsinu minu á Ljótsstöðum.
Skröfuðum við þá margt saman
og ég fann betur og betur, hver
ágætismaður hann var.
Við hjónin og dóttir okkar
sendum systkinum hans, sem öll
eru búsett á Vopnafirði og
heimilisfólkinu á Hauksstöðum
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Halldórs
Péturssonar.
Ragnhildur Gunnarsdóttir.
hinnar beztu umönnunar á þvi
góða heimili, þar sem allir keppt-
ust um að létta henni lífið. Ég,
sem þessi fáu orð rita, kom oft að
Þúfu mér til ánægju og man Hildi
létta á fæti og fljóta í hreyfingum,
en svo færðist aldurinn yfir og
fæturnir biluðu, hún sat I stóln-
um sínum blíð og brosandi,
fagnaði mér innilega, þegar ég
kom í eldhúsdyrnar og þakkaði
komuna, þegar kvatt var, slfkra
heimsókna er gott að minnast.
Eg kom líka að Þúfu eftir að
Hildur fór og naut þar alls góðs
eftir sem áður, en ósköp fannst
mér stóllinn hennar auður og
skarðið eftir hana stórt, en stærst
var það þó hjá manni hennar og
syni, sem nú voru orðnir einir
eftir. Ég vissi lika, að þeir fundu
vel tómleikann þó að þeir kvört-
uðu ekki, enda hvorugum þeirra
líkt að bera tilfinningar sinar á
torg.
Hildur var létt og glöð i lund og
heimilisrækin svo af bar, ekki var
hún heimtufrek eða kröfuhörð
um efni fram, enda alin upp á
þeim tima, sem ekki þýddi að
heimta alla hluti, en vel kunni
hún að meta siðari árin öll þau
þægindi, sem nútiminn krefst.
Þau Hildur og Guðjón eignuð-
ust 4 börn og eru 3 á lifi, döttur
sína Guðrúnu misstu þau á bezta
aldri og varð þeim sár harmur,
sem þau báru með æðruleysi.
Ekki var Hildur fyrir að láta
mikið bera á sér, þó var hún
mannblendin og gestrisin. Vinsæl
var hún i sínu nágrenni og bezta
húsmóðir þeim, sem hjá henni
dvöldu.
Fleira mætti gott um Hildi
segja, en þar sem þetta átti aðeins
að vera kveðja frá mér og fjöl-
skyldu minni fyrir löng og góð
kynni, votta ég manni hennar og
öllum aðstandendum mína inni-
legustu samúð.
H. Þ.
Pompidou
kominn á
ról á ný
Paris 11. febrúar — AP
GEORGE Pompidou, Frakklands-
forseti mun í dag hefja sín venju-
legu störf eftir inflúensuveikindi
sín, að því er heimildir innan
forsetahallarinnar hermdu í dag.
Segja heimildirnar, að Pompidou
hafi í veikindum sfnum haldið
áfram athugunum á plöggum og
málum forsetaembættisins eins
og ekkert hafi í skorizt, svo og
verið í stöðugu símasambandi við
helztu embættismenn sína. En
hann hefur tekið fyrir persónu-
lega fundi og hann felldi niður
ráðgerðar viðræður við Albert
Bernhard, forseta Gabon, sem er i
heimsókn f Frakklandi, svo og
hinn vikulega fund sinn með
Pierre Messmer, forsætisráð-
herra.
Heimildirnar segja, að eigin-
kona Pompidous, Claude, hafi
einnig veikzt af inflúensu.
Veikindi forsetans hafa valdið
miklum bollaleggingum i Frakk-
landi um að forsetinn verði að
segja af sér vegna heilsuleysis.
Einhildur Sveinsdótt-
ir Þúfu — Kveðja
Kiwanis-klúbburinn Hekla 10 ára:
Gaf líknar- og björg-
unarfélögum gjafir
KIWANIS-KLUBBURINN Hekla
varð 10 ára hinn 14. janúar síðast-
liðinn, en hann er elzti klúbbur
Kiwanis-hreyfingarinnar á Is-
landi og er hún þvf jafngömul
honum. I tilefni afmælisins
afhenti klúbburinn hinn 1. febrú-
ar síðastliðinn fimm góðgerðar-
félögum gjafir. Félögin, sem
gjafir hlutu, eru Flugbjörgunar-
sveitin, Heyrnleysingjaskólinn í
Reykjavík, Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra, Krabbameinsfélag
Islands og Iivalarheimili aldraðra
sjómanna. Um kvöldið 1. febrúar
var sfðan afmælishóf Heklu, en
þar var Einar A. Jónsson, aðai-
féhirðir gerður að heiðursfélaga,
en hann var aðalfrumkvöðull að
stofnun klúbbsins.
Fyrir 10 árum, þegar Einar A.
Jónsson stóð fyrir fegurðarsam-
keppni Islands, kynntist hann
Kiwanis-hreyfingunni i Talassee í
Flórída hjá Hilmari Skagfield.
Þegar heim kom, var fyrsti undir-
búningsfundur að stofnun klúbbs
ins Heklu, og sátu hann 30 menn
og skrifuðu 25 þeirra undir
umsóknarform að stofnun hans.
Var Kiwanis-klúbburinn Hekla
sjötti klúbbur Kiwanishreyfingar-
innar í Evrópu, en nú eru þar
starfandi hartnær 200 klúbbar.
Núverandi forseti Kiwanis-
klúbbsins Heklu er Magnús R.
Jónsson. Magnús tjáði Mbl, að
starf hreyfingarinnar á íslandi
hefði fyrst og fremst beinzt að
líknar- og menningarmálum.
Hefði klúbburinn veitt aðstoð til
margvislegra málefna, bæði til
félaga, stofnana og einstaklinga.
Auk þess hafa verið keypt og
gefin margvísleg lækningatæki,
má þar m.a. nefna 3 tæki til
Krabbameinsfélags íslands, tæki
til Landspitalans, fæðingar-
deildarinnar o.fl. Verðmæti
þessarar aðstoðar i peningum er
um 5,5 milljónir króna. Auk þess
hefðu klúbbfélagar unnið marvis-
leg störf í þágu þeirra, sem minna
mega sín, og eru því miður utan-
garðs vegna afskiptaleysis sam-
borgaranna.
Fjórir Heklu-félagar, bæði fyrr-
verandi og núverandi, hafa átt
sæti í Evrópustjórn Kiwanis-
hreyfingarinnar og var Páll H.
Pálsson m.a. forseti Evrópu-
stjómarinnar um skeið.
Þær gjafir, sem gefnar voru að
þessu sinni, eru þessar:
Flugbjörgunarsveitin fékk 20
þúsund króna framlag til yfir-
byggingar á bifreiðum þeim,
sem sveitinni voru nýlega gefnar.
Heyrnleysingjaskólanum i
Reykjavík voru afhentir 20 les-
lampar.
Styrktarfélagi lamaðra og
fatlaðra verða afhent kælingar-
tæki.
Krabbameinsfélag Islands fær
afhenta smásjá og Dvalarheimili
aldraðra sjómanna fær tæki til
hjartarannsókna.
Þá má geta þess, að eiginkonur
klúbbfélaga hafa stofnað eigið
félag, sem þær nefna Sinawik og
er sama nafn og orðið Kiwanis.—
aðeins lesið aftur á bak. Félags-
skapur þessi er fslenzkt fyrir-
brigði og starfar á sama grund-
velli og Kiwanis-hreyfingin. Er
mikil gróska í Sinavik-félags-
skapnum og áhugi kvennanna
mi kill.
Helztu fjáröflunarleiðir Ki-
wanis-hreyfingarinnar em herra-
kvöld, sem klúbbarnir halda, en
Hekla hefur einnig gefið út jóla-
merki til ágóða fyrir starfsemi
sína og einnig hafa félagarnir selt
páskaegg og flugelda. Fyrir
næstu páska mun Hekla koma
með á markaðinn sérstaka
kaninu, sem þeir kalla Kiwanis-
kanínuna.
IVIynd þessi er tekin, þegar
Kiwanis-klúbburinn Hekla
afhenti gjafirnar, sem klúbbur-
inn gaf í tiiefni 10 ára afmælis
síns. A myndinni eru frá vinstri
klúbbfélagar og gefendur: Leifur
Ársæisson, Amór Hjálmarsson,
Jón Grétar Guðmundsson, Rúnar
Björgvinsson fulltrúi Heyrnleys-
ingjaskólans, Eggert G. Þorsteins-
son, fulltrúi Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra, Páll Magnússon,
Jón K. Ólafsson, Egill Hjálmars-
son, Ólafur Bjarnason, formaður
Krabbameinsfélags tslands,
Ketill Jónasson, Jónfna Guð-
mundsdóttir, forstöðukona æf-
ingastöðvar Lamaðra og fatlaðra,
Arthur Stefánsson, Magnús R.
Jónsson. forseti Heklu, Magnús
Jensson, Sigurður M. Þorsteins-
son, formaður Flugbjörunar-
sveitarinnar, Vilhjálmur Sig-
tryggsson, Magnús Guðmundsson,
Pétur Sigurðsson, formaður
stjórnar DAS, Karl Þorsteinsson,
Axel H. Bender, Rafn Sigurðsson,
forstjóri DAS, og Axel Smith.