Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1974 3g
| ÍMIHTTAFItETTIR MORCUNBIABSI NS |
NÆR OG FJÆR
Belgíska
knattspyrnan
Úrslit leikja í 1. deildinni i
Belgíu urðu þessi um síðustu
helgi:
Waregem—Berchem 0—0
Brugge—St.Trond 7—1
Diest — Beveren 2—0
FC Malines — Lierse 2—0
Anderlecht — Standard
Liege 3—1
Beerschot —
RW Molenboek 0—2
Royal Andw— CS Brugge- 0—0
FC Liege — Beringen 3—2
Anderlecht hefur forystu í
keppninni, er með 30 stig,
Royal Andwerp og RV Molen-
beek hafa 24 stig og i fjórða
sæti er FC Malines með 23 stig.
Hollenzka
knattspyrnan
Úrslit ieikja í 1. deiidar
keppninni í knattspyrnu í Hol-
landi urðu þessi um síðustu
helgi:
PSV Eindhoven —
Feyenoord 0:2
Go Ahead—Hariem 1:0
Utrecht — AZ 67 2:1
Ajax — NAC 3:0
MWW — Twente 0:1
de Graafschapp — Nec 1:0
Sparta—Amsterdam 1:0
Telstar — Groningen 3:0
den Haag — Roda 0:5
Ajax hefur nú 37 stig f
keppninni, Feyenoord 36,
Twente 35, PSV Eindhoven 33,
Amsterdam 26 og Sparta 24.
Channon
markahæstur
MIKE Channon, hinn mark-
heppni leikmaður „Dýrling-
anna“, er nú markhæstur f
ensku 1. deildinni, hann hefur
skorað 19 mörk fyrir South-
ampton, 17 í deildinni, og sitt
hvort markið í deildar- og FA-
bikar. Bob Latchford, Birming-
ham, og Malcolm MacDonald,
Newcastle, hafa báðir skorað
17. John Richards, Wolves, og
Frank Worthington, Leicester,
hafa skorað 16 mörk hvor.
Monzon hættir
ósigraður
ARGENTlNSKI hnefaleikar-
inn Carlos Monzon hefur nú
ákveðið að hætta keppni. Monz-
on, sem keppir í millivigt, á að
baki stórkostlegan feril. Hann
hefur verið heimsmeistari í all-
mörg ár, og hefur enginn náð
að ógna honum á toppnum.
Sinn síðasta heimsmeistaraleik
keppti Monzon 1 Paris um helg-
ina og mætti þá mexikanska
hnefaleikaranum Jose Napoles.
Hafði Monzon algjöra yfirburði
í leiknum og í 6. lotu stöðvuðu
dómararnir hann, og dæmdu
heimsmeistaranum sigur á
„tæknilegu rothöggi".
Norskogdönsk
lyftingamet
EIVIND Rekustad setti nýtt
norskt met f yfirþungavigt f
lyftingum um sfðustu helgi
með því að lyfta samanlagt 335
kg. Hann setti einnig met í
snörun með því að lyfta 155 kg.
1 milliþungavigt setti öisteen
Smith Larsen norskt met, er
hann Iyfti samanlagt 312.5 kg.
Bezta árangri þessa móts, sem
fram fór f Kristiansand, náði þó
Leif Jensen, hann lyfti saman-
lagt 310 kg.
A józka meistaramótinu í
lyftingum, sem fram fór í Ala-
borg um sfðustu helgi, setti
millivigtarmaðurinn Varny
Bærentsens tvö dönsk met.
Hann snaraði 162,5 kg og í tvf-
þraut lyfti hann samanlagt 290
kg.
Osgood
til Spánar
HINN þekkti leikmaður
Chelsea-liðsins, Peter Osgood,
stakk af til Spánar um helgina,
ásamt félaga sínum Ian Hutch-
inson. Eru forráðamenn Chel-
sea liðsins að vonum óánægðir
með þessa framkomu Osgoods,
en sennilegt er talið, að hann
hafi farið til viðræðna við for-
svarsmenn Real Madrid, sem
sýnt hafa þvl mikinn áhuga að
fá Osgood keyptan.
Heimsmet 1
grindahlaupi
PÓLSKI grindahlauparinn
Rabsztyn bætti heimsmetið i 60
metra grindahlaupi innanhúss
um 1/10 úr sek. á móti, sem
fram fór í Varsjá urri helgina.
Hljóp hann á 7,9 sek. Á sama
móti jafnaði Irena Szewinska
heimsmetið f 60 metra hlaupi
kenna innanhúss, hljóp á 7,1
sek.
Milburn setti
heimsmet
ROD Milburn, Olympfumeist-
ari f 110 metra grindahlaupi
hefur nú gerzt atvinnumaður f
frjálsum fþróttum. Mun hann
byrja að keppa sem slfkur á
næstunni. A sfðasta mótinu,
sem hann keppti f sem áhuga-
maður, setti hann nýtt heims-
met f 55 metra grindahlaupi
innanhúss, en hann hljóp þá
vegalengd á 6,8 sek. og bætti
fyrra metið um 2/10 úr sek„ en
það var f eigu hans sjálfs og
Austur-Þjóðverjanna Frank
Siebeck og Reimund Bothge.
Milburn fékk harða keppni f
methlaupinu, þar sem Larry
Shipp varð annar á 6,9 sek. og
Willie Davenport þriðji á 7,0
sek.
A sama móti og Milburn setti
met sitt voru sett tvö Banda-
rfkjamet í 1500 metra hlaupi.
Byron Dyce, ættaður frá
Jamaica, hljóp á 3:40,7 mfn, og
Francie Larrieu setti kvenna-
met með þvf að hlaupa á 4:18,3
mfn.
Pri sigraði
í Hollandi
DANSKI badmintonmaðurinn
Svend Pri sigraði í einliðaleik í
opna hollenzka meistara-
mótinu, sem fram fór í Beverw-
ijk um s.l. helgi. í úrslitum
mætti hann Sture Johansson
frá Svíþjóð og fóru hrinurnar
15—7 og 15—7 fyrir Pri. Meðal
þeirra, sem Pri hafði sigrað
fyrr í keppninni, voru Derek
Talbot frá Englandi og Thomas
Kihlström frá Svíþjóð.
1 einliðaleik kvenna sigraði
Eva Stuart frá Sviþjóð Joke
van Beusekom frá Hollandi
7—11, 11—7 og 11—9.
Sigurvegarar I tvíliðaleik
karla urðu Englendingarnir
Ray Stevens og Mike Tredgett,
sem sigruðu landa sína Elliott
Stuart og Derek Talbot í úrslit-
um 12—15, 15—2 og 15—5.
Sigurvegarar i tvenndarkeppni
urðu Brigitte Stenden og
Marieluise Wackerow frá V-
Þýzkalandi.
1 liði fþróttafréttaritara eru margir snjallir handknattleiksmenn, en enginn jafnast þó á við Ómar
Ragnarsson, sem skorar úr vftakasti á meðfylgjandi mynd.
Handknattleikshátíð
í Laugardalshöllinni
ÞAÐ verður mikið um að vera í
Laugard alshöl linni á miðviku-
daginn f næstu viku. Þá verða á
ferðinni flestir af beztu hand-
knattieiksmönnum Islendinga
fyrr og síðar. Landsliðið leikur
við FH, úrval úr 2. deild leikur
gegn landsliðinu, sem gerði garð-
inn frægan árið 1964, og loks taka
blaðamenn dómara f kennslu-
stund.
Þessi mikla handknattleikshá-
tið hefst á því, að landsliðsmenn-
irnir, sem fara til AusturÞýzka-
lands, „marsera” inn á völlinn og
kyrja óð þann, sem þeir sungu
nýlega inn á hljómplötu, en áætl-
að er, að platan verði þá komin á
markað. Að söngnum loknum
hefst leikur landsliðsins ’64 og
úrvals leikmanna úr 2. deild. Ekki
er að efa, að marga fýsir að sjá
þessi lið leika saman. Landsliðið
’64 hefur leikið marga leiki og
oftast farið með sigur af hólmi, en
víst er, að úrvalið úr 2. deild, sem
nú leikur i fyrsta skipti saman,
kærir sig ekki um að tapa sínum
fyrsta leik.
Þá hefst leikur blaðamanna og
dómara, óþarfi er að hafa mörg
orð um þessi lið og leik þeirra.
Nóg er að minnast þess, að
iþróttafréttaritarar þykjast alltaf
vita hvað hefði átt að gera og
dómarar vita hvað ekki má gera.
Síðasti liður handknattleiks-
hátíðarinnar er svo leikur FH og
MJÖG Ifklegt er, að nýbakaðir
Islandsmeistarar FH f handknatt-
leik eyði páskahelginni f Færeyj-
um. Skömmu fyrir jól setti for-
maður fþróttafélagsins Kyndils f
Færeyjum sig f samband við FH-
inga og bauð þeim til Færeyja um
páskana. Hafa FH-ingar verið að
melta þetta tilboð með sér, en að
sögn Ingvars Viktorssonar for-
manns handknattleiksdeildar FH
landsliðsins. FH-liðið hefur ekki
tapað leik i islandsmótinu til
þessa og verður fróðlegt að sjá
hvort A-Þýzkalandsfararnir hafa
eitthvað i FH-inga að segja.
Landsliðsmenn FH—Hjalti, Viðar,
Meistaramótið
MEISTARMÓT Islands í frjálsum
íþróttum innanhúss 1974 fer fram
f Reykjavfk dagana 2. og 3. marz
n.k.
Keppt verður í eftirtöldum
greinum:
Fyrri dagur:
LaugardalshölI kl. 13.00:
Karlar: 800 metra hlaup, kúlu-
varp, hástökk með atrennu, þrí-
stökk án atrennu.
Konur: 800 metra hlaup og kúlu-
varp.
Baldurshagi kl. 16.00:
Karlar: 50metra hlaup, langstökk
með og án atrennu.
Konur: 50 metra hlaup, langstökk
án atrennu.
Seinni dagur:
Laugardalshöl I kl. 10.00:
Karlar: 1500 metra hlaup, boð-
hlaup 4x3 hringir, stangarstökk
Og hástökk án atrennu.
Konur: boðhlaup 4x3 hringir, há-
stökk.
Baldurshagi kl. 14.00:
eru allar líkur á þvf, að af
ferðinni verði.
— Við erum að athuga, hvort
við getum ekki boðið strákunum
og eiginkonum þeirra til Færeyja
um páskana. Þeir eiga það svo
sannarlega skilið og frúrnar ekki
síður, sagði Ingvar í viðtali við
Morgunblaðið í gær. Ef við förum
til Færeyja verðum við þar senni-
lega f vikutíma og leikum væntan-
lega 4 leiki.
Gunnar og Auðunn —■ leika með
liði sinu, en Hafnfirðingurinn
Geir Hallsteinsson mun leika með
landsliðinu. Hann er væntanlegur
heim til æfinga á sunnudaginn
kemur.
í frjálsum
Karlar: 50 metra grindahlaup,
þrístökk.
Konur: 50 metra grindahlaup og
langstökk.
Þátttökutilkynningar skulu
hafa borizt skrifstofu FRÍ í
íþróttamiðstöðinni í Laugardal,
simi 83386, eða I pósthólf 1099 i
síðasta lagi sunnudaginn 24. febr-
úar.
Þátttökugjald er kr. 50,00 i
hverja keppnisgrein og kr. 100,00
fyrir hverja boðhlaupssveit.
Gjaldið greiðist með þátttökutil-
kynningu. (Fréttatilkynning
frá FRÍ).
Göppingen
tapaði
Geir kemur heim
á miðvikudaginn
LIÐ Geirs Hallsteinssonar,
Göppingen, tapaði leik sfnuin f
1. deildinni í Þýzkalandi um
síðustu helgi. Leikið var gegn
næst neðsta liði deildarinnar,
Butsbach, á útivelli, leikurinn
var mjög jafn, en heimaliðið
vann með einu marki, 15:14.
Göppingen er þó engan veginn
úr leik, þvf að annað topplið
tapaði einnig, og af þeim
þremur liðum, sem eru efst f
deildinni, á Göppingen flesta
leikina eftir á heimavellL
Aætlað var, að Geir kæmi
heim til æfinga á sunnudag-
inn, en vegna veikinda sonar
sfns hefur hann ákveðið að
fresta heimferðinni fram á
miðvikudag.
FH-ingar í sigur-
ferð til Færeyja