Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRtJAR 1974
5
Valgarð Briem hrl.:
FRAMFARIIl
í TOGVEIÐUM
Kjarnorkuver
fyrir olíu
LAUGARDAGINN 9. þ.m. birtist
í Morgunblaðinu athyglisverð
grein með fyrirsögninni: Islend-
ingar kunna ekki að notfæra sér
flotvörpuna.
Grein þessi hlýtur að vekja til
umhugsunar um það hvort þjóðar
bú Islendinga hafi orðið af veru-
legum afla án auka tilkostnaðar
vegna þess að ekki hafi verið
fylgst með nýjungum í veiðar-
færagerð og notkun togveiðar.
1 grein þessari er vakin á þvi
athygli að veiðar með flotvörpu
hafi mjög rutt sér til rúms
meðal Norðmanna og Þjóðverja á
síðustu árum og þeir siðarnefndu
oft fengið geysilegan afla í flot-
vörpu, oft tugi tonna á stuttum
tima.
I greininni kemur fram að
Norðmenn veiði mikið i flotvörpu
í marz—april og I Hvitahafinu
veiði þeir í flotvörpu allt árið,
einkum þó i nóvember—desem-
ber.
Það sem hér hefur verið drepið
á úr nefndri grein leiðir hugann
rúmlega20 ár aftur í timann.
I apríl 1952 mátti í Morgunblað-
inu lesa frásögn af því að togar-
inn ,Jíeptúnus“ hafi komið til
Reykjavfkur með afla, sem senni-
lega væri einsdæmi. Hafði skipið
fengið 270 lestir af saltfiski á átta
dögum.
Skipstjóri í þessari ferð var
Bjarni Ingimarsson. Sagðist hann
i viðtali við fréttamann Morgun-
b aðsins hafa notað Breiðfjörðs-
v 'rpuna Sagðist hann aðallega
hafa fengið aflann uppi i miðjum
sjó þar sem gamla botnvarpan
náði ekki tiL Auk miklu meiri
afla hefðu veiðarfæri sparast því
að slitið á flotvörpunni væri
miklu minna en á botnvörpunni.
Höfundur þessarar vörpu, sem
svo frábæran árangur gaf var
Agnar Breiðfjörð, blikksmiða-
meistari. Sótti hann um einka-
leyfi á uppgötvun sinni og fékk
höfundarrétt sinn viðurkenndan
með útgáfu einkaleyfis.
Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað
geti valdið því að íslendingar,
sem þannig voru brautryðjendur í
notkun flotvörpu i apríl 1952,
hafa gætt svo illa vöku sinnar að
aðrar þjóðir hafa tekið þar frum-
kvæði og við ekki haldið til jafns
við þær um notkun afkastamestu
veiðitækjanna.
Hér virðist eitthvað vera að sem
þjóðarnauðsyn sé að lagfæra.
ífyrrnefndri blaðagrein i Morg-
unblaðinu 9. þ.m. segir frá því að
við tilraunir s.l. 5 ár hafi fundist
tæki til þess að sýna dýpi vörp-
unnar i sjónum til notkunar með
flotvörpunni.
Miðsvetrar-
sýning hjá
Listasafni ASÍ
LISTASAFN ASÍ hefur nú opnað
nýja sýningu á listaverkum, svo-
kallaða miðsvetrarsýningu, að
Laugarvegi 31. i fremri salnum
eru uppstillingamyndir eftir Jón
Stefánsson, Kjarval, Nínu
Tryggvadóttur, Þorvald Skúlason,
Snorra Arinbjarnar, Kristján
Davíðsson, Gunnlaug Scheving og
Ásgrim Jónsson og uppstilling
eftir Jón Engilberts frá árinu
1941. 1 innri salnum eru kaðla-
verk eftir Hrein Friðfinnsson,
vatnslitamyndir eftir Veturliða
Gunnarsson og Gunnar S.
Magnússon. Ennfremur olíumál-
verk eftir Gunnar og málverk eft-
ir Valtý Pétursson, Hafstein Aust-
mann, Gunnlaug Scheving.
Sýningin verður opin frá klukk-
an 15:00 til 18:00 alla daga nema
laugardaga næstu vikurnar.
Starfsmaður Simrad fyrir-
tækisins í Noregi segir m.a. í
viðtali við fréttamann Morgun-
blaðsins:
„Það er alveg furðulegt að ís-
lendingar hafa verið brautryðj-
endur hvað nótaveiði snertir um
margra áratuga skeið, en þegar
um togveiðar er að ræða þá sitja
þeir aftast á merinni. ..“
Síðan segir hann frá dýptar-
mæli, sem senn muni gjörbreyta
þessum veiðum.
1 viðtali við Agnar Breiðfjörð,
sem birtist í Morgunblaðinu 16.
apríl 1952, með fyrirsögninni
Stórkostleg nýjung f ísienzkri
veiðarfæragerð, er einmitt sagt
frá slíkum mæli, sem Agnar fann
upp með aðstoð Jóns Sveinssonar
rafvirkjameistara. Á þessari upp-
götvun sótti Agnar siðar um
einkaleyfi. Var þá þegar ljóst að
veigamikil forsenda þess að flot-
varpan gæfi æskilegan árangur
var, að unnt væri með nákvæm-
um mæli að fylgjast með dýpi
hennar i sjónum.
Svo virðist, þvi miður, að
íslendingar hafi tapað því frum-
kvæði, sem þeir áttu i gerð flot-
vörpu. Þar hafa aðrar þjóðir
komist framar með þeim árangri,
sem lýst er í áðurnefndri Morgun-
blaðsgrein.
Er ekki kominn tími til að við
tökum á ný forystu i þessum
efnum, sem svo mjög snerta af-
komu þjóðarbúsins?
Paris, 9. febrúar, AP.
FRAKKÁR munu reisa kjam-
orkuver fyrir 1,2 milljarða doll-
ara í tran samkvæmt vfðtækum
viðskipta- og samstarfssamningi.
Frakkar munu nú fá olíu fyrir
um einn milljarð dollara frá Iran
á ársgrundvelli.
Valery^ Giscard d’Estaing fjár-
málaráðherra Frakka sagði, er
hann undirritaði samninginn f
dag, að þetta væru víðtækustu
samningar, sem hefðu verið gerð-
ir milli oliuframleiðslulands og
iðnaðarlands síðan orkukreppan
hófst.
Frakkar munu reisa stálverk,
efnaverksmiðjur og fleiri verk-
smiðjur samkvæmt samningnum,
meðal annars til þess að hagnýta
jarðgas. Verðmæti þeirra mun
alls nema 4,5 til 5 milljörðum
dollara.
Heuchang Ansary efnahagsráð-
herra Irans sagði fréttamönnum,
að samningurinn sýndi, að löndin
hefðu ákveðið að eiga samvinnu
um langa framtið. Hann sagði, að
írart væri fyrsta olíuframleiðslu-
landið, sem reyndi að beizla ann-
an orkugjafa, það er kjarnorku,
enda væri olía talin of dýr til
lýsinga og upphitunar í Iran.
Faco föt ur riffluou flaueli * Terylene buxur ★
Gallabuxur mörg snið ★ Nýjar berra- og
kvenpeysur í miklu úrvall ★ Nýjar indverskar
búmullar drengjaskyrtur ★
Stúrkostiegt úrvai af DONEGAL
TWEED BIIXUM
mm*