Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1974 Jóhann Elíasson póstmaður — Minning Kveðja frá Póstmannafélagi íslands. Fæddur 18. júní 1908 Dáinn 3. febrúar 1974. JÓHANN E. Elíasson póstmaður hér í Reykjavík lézt 3. febrúar síðastliðinn eftir 7 mánaða dvöl í sjúkrahúsi. Hann var fæddur á Bergstöðum í Vestmannaeyjum 18. júní 1908, sonur hjónanna Bjargar ísaks- sonur hjónanna Bjargar ísaks- dóttir og Elíasar Sæmundssonar trésmiðs. Hann átti 6 systkini, og er ein systir hans á lífi, Margrét kona Jóns Þorsteinssonar kenn- ara á Akureyri. Jóhann var kvæntur Helgu Helgadóttur, en missti hana árið 1965. Þau voru barnlaus. Jóhann Elíasson kom í póstþjónustuna árið 1967 og vann þar sem bréfberi. Hann var hæglátur og dagfars- prúður svo af bar, sérstaklega samvizkusamur i starfi sínu og rækti það að öllu leyti vel. Hann var afskiptalaus við vinnufélaga sína og kynntist þeim því fremur lítið, en átti fáa vini og trygga. Jóhann Eliasson naut sin vel í starfi sem bréfberi. Vinnan var honum þjónusta, er hann lét i té við samfélagið og samborgarana. Bréfberastarfið í Reykjavík, eins og það er og hefur verið, er eitt af erfiðari störfum, sem unnin eru í þjóðfélaginu í dag, en vonandi er, að ráðamönnum fari að verða það Ijóst, hvers eðlis starfið er og þeir meti það að verðleikum, enda þarf mikinn dugnað til þess að inna það vel og samvizkusamlega af hendi. Jóhann Elíasson átti þessa kosti i -ríkum mæli. Meðan hann var bréfberi, var aldrei kvartað yfir starfi hans. Hann var þar sannur og heili og vann það af köllun og samvizkusemi. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN FRANZSON, sem lést 7. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 1 5. febrúar kl 1.30. Ragna Þorvarðardóttir Fróði Björnsson, Hólmfríður Kofoed-Hansen og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRARINN SÖRING, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 16 febrúar kl 13.30 Valgerður Einarsdóttir Söring og synir. vegna útfarar EINARS BALDVINS GUOMUNDSSONAR, hæsta- réttarlögmanns, verður skrifstofan lokuð í dag, fimmtu- daginn 1 4. febrúar. Hæstaréttarlögmenn: Ólafur Þorgrímsson, Kjartan Reynir Ólafsson, Háaleitisbraut 68. LokaÖ vegna jaröarfarar í dag 14. febrúar frá kl. 14.30. FERDASKRIFSTOFA N ORVAL PÓSTHÚSSTRÆTI 2, REYKJAVÍK SÍMI 2 69 00 Póstmannastéttin má vera þakklát fyrir að hafa átt jafn góðan félaga og Jóhann Elíasson. Hann var sannur maður, jafnt í starfi sínu sem stéttarfélagi. Samvizkusemi hans og trú- mennska gagnvart þjónustunni var sönn og heil. Við minnumst hans með þakk- læti og söknuði. Una Þorsteinsdótt- ir—Minningarorð í DAG verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Unu Þorsteinsdóttur, sem andaðist að Hrafnistu þ. 6 febrúar síðastliðinn. Með Unu er genginn litríkur persónuleiki, sem mig langar til að minnast með fáum orðum, sem mér er þó fullvel ljóst, að segja litið um Ianga, viðburðarika og oft storma- sama ævi þessarar frænku minn- ar. UnaGuðrún Þuríður Þorsteins- dóttir eins og hún hét fullu nafni var fædd 22. maí 1896 að Melbæ í Leiru í Gullbringusýslu. Foreldr- ar hennar voru Þorsteinn Gísla- son, Jakobssonar, Snorrasonar prests á Húsafeili og Kristín Þor- láksdóttir, sem ættuð var frá Hofi á Kjalarnesi. t Móðir mín SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR STRAUCH andaðist í Kaupmannahöfn í janúarmánuði s.l. Fyrir hönd vandamanna, Svanhvlt Rútsdóttir. Þegar Una var á fjórða ári brann íbúðarhúsið í Melbæ til kaldra kola og bjargaðist heimilis- fólkið mjög naumlega úr eldsvoð- anum, eða eins og Una orðaði það sjálf í blaðaviðtali fyrir nokkr- um árum: „Börnunum var grýtt út í snjóinn en öðrum tókst ekki að bbjarga." Stóðu for- eldrar hennar þá uppi allslaus með 10 börn, en alls eign- uðust þau 15 börn, 7 dætur og syni. Eftir þetta fluttist Þorsteinn með fjölskyldu sína að Meiðastöðum í Garði, sem þessi systkini voru síðan kennd við. Á Meiðastöðum ólst Una upp á fjöl- mennu og athafnasömu heimili og má nærri geta, að þar hefur oft verið glatt á hjalla, því að fjöl- skyldan var glaðvær og létt í lund, en á vertíðinni voru oft yfir 40 t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma GUÐMUNDA EIRÍKSDÓTTIR, Hverfisgötu 1 01 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 5 febrúar kl. 3 e.h. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins eða aðrar líknarstofnanir Ingimundur Guðmundsson HelgiG. Ingimundarson Birna Þórðardóttir Rósa E. Ingimundardóttir Halldór Þorsteinsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, TÓMASAR VIGFÚSSONAR Fyrir mina hönd, dætra, tengdasona, barnabarna og systkina hins látana, Katrin Vigfússon. manns i heimili á Meiðastöðum. Bræður Unu urðu kunnir at- hafnamenn til sjós og lands, en systurnar húsfreyjur á Suður- nesjum og I Reykjavík. Una giftist hinn 1. júní 1918 Guðmundi, kaupmanni í Gerðum, Björnssyni, Árnasonar ættuðum úr Eyjafirði konu hans Ragnhild- ar Guðmundsdóttur, prests Torfa- sonar, síðast á Torfastöðum í Biskupstungum. Eignuðust þau þrjár dætur, sem allar eru búsett- ar í Reykjavík, Ragnhildi, gifta Sigurði Gunnari Sigurðssyni, varaslökkviliðsstjóra. Eiga þau tvo syni. Birnu, bókavörð, sem á eina dóttur, sem ólst upp á heim- ili Unu og voru miklir kærleikar með þeím. Loks er Kristin, gift Guðmundi Ófeigssyni, skrifstofu- stjóra og eiga þau 4 börn. Guðmundur, maður Unu andað- ist fyrir aldur fram árið 1934, og stóð hún þá ein uppi með þrjár dætur sinar ungar. Ekki þarf að fjölyrða um, að þá hefur oft verið þröngt i búi hjá þeim mæðgum. Engin voru þá barnaheimilin og lítið um aðra opinbera aðstoð, sem nú er látin i té. Varð því hver að bjargast sem bezt hann gat. Enginn minnist þess þó að hafa heyrt Unu kvarta yfirþessum eða öðrum jarðneskum erfiðleikum. Það var ekki í eðli hennar að vera upp á aðra komin, og hún hafði til brunns að bera í rlkum mæli þann dugnað, atorku og sjálfs- bjargarviðleitni, sem einkenndi öll Meiðastaðasystkinin. Þegar yngsta dóttirin Kristín var 7 ára, tóku heiðurshjónin Bjarnfríður Sigurðardóttir og Jó- hann Guðnason, útvegsbóndi og kaupmaður á Vatnsnesi í Kefla- vík, hana í fóstur og reyndust henni sem beztu foreldrar. Sagði Una oft síðar, að það kærleiks- verk fengi hún seint fullþakkað. t Þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og jarðarför, MARKÚSAR BJÖRNSSONAR. frá Gafli. Systkini og aðrir vandamenn. t Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu mér samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, STEFÁNS CARLSSONAR, Stöðvarfirði, með minningargjöfum og ómetanlegri hjálp. Guð blessi ykkur öll. Nanna Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn. Sundhöll Reykjavíkur tók til starfa árið 1937. Réðst Una þá þangað og starfaði þar óslitið til ársins 1967, þegar hún lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Þeir, sem stunduðu Sundhöllina á þessum Sovétmenn hjálpa til Tel Aviv, 11. febr. — AP. ÍSRAEL skýrði frá því í gær, að Sovétríkin myndu reyna að koma því til leiðar, að Sýrlendingar af- hentu lista yfir nöfn ísraelskra strfðsfanga og leyfðu starfsmönn- um Alþjóða Rauða krossins að heimsækja þá. Þetta er grundvall- arskilyrðið, sem Israelar setja fyrir viðræðum við stjórnina í Damaskus um brottflutning herja. Þetta er í fyrsta sinn, að ísrael- ar hafa viðurkennt, að sovézk stjórnvöld taki virkan þátt í til- raununum til að fá meir en 100 ísraelskum föngum sleppt úr haldi hjá Sýrlendingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.