Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1974
Geysilegar
bilanir ;fr^sh2a,tl
sjó né landi vegna veðurs og ó-
færðar. Fyrir nokkrum dögum
gerði eitt mesta brim, sem sézt
hefur á Ölafsfirði síðan 1962, lok-
aði það nær höfninni með þara og
sandi, þannig að einungis minnstu
bátar geta athafnað sig þar.
Ekki er vitað me'ð vissu um bilan-
irnar á línunni til Ólafsfjarðar frá
Skeiðfossvirkjun, en ljóst er, að
snjóflóð við Bakka i Ölafsfirði
hefur brotið staura og línan einn-
ig slitnað vegna ísingar. Engin
dísilrafstöð er á Ölafsfirði, enda
hafa rafmagnstruflanir verið fá-
tiðar þar undanfarin ár.
I Grenivik hefur verið raf-
magnslaust með öllu síðan aðfar-
arnótt þriðjudags, en um 70 staur-
ar hafa brotnað á línunni frá
Fnjóská norður í Grenivík og er
allt Höfðahverfið rafmagnslaust.
1 frystihúsinu i Grenivík eru um
2000 kassar af frystum fiski, en
talið var, að þeir myndu ekki
skemmast, því að vona var á lítilli
dísilrafstöð með flóabátnum
Drangi frá Akureyri og átti hún
að komast í notkun í nótt sem leið.
Hún gefur rúm 100 kílówött og á
að sjá Grenivík fyrir rafmagni til
ljósa, hitunar og matargerðar og
frystihúsinu til að halda frosti á
frystigeymslum. Alveg er síma-
sambandslaust við Grenivík, en
talstöðvar notaðar í staðinn. Mik-
ið hefur fallið af snjóflóðum í
Dalsmynni og hafa þau m.a. tekið
af eina brú og fært veiðihús yfir
Fnjóská.
A Dalvík og nágrenni hafa um
20 staurar brotnað, en rafmagn
hefur þó verið á meginhluta þess
svæðis. Snjóflóð hafa brotið
staura i Öxnadal, og eru sveitabæ-
ir þar rafmagnslausir, einnig hafa
flóðin brotið staura í línunni, sem
i fyrra var lögð milli Eyjafjarðar
og Skagafjarðar að tilhlutan
Magnúsar Kjartanssonar orku-
málaráðherra, en hún hafði ekki
ennþá verið notuð til orkuflutn-
inga.
í Fljótunum í Skagafirði hafa
um 50 staurar brotnað og eru um
30—40 bæir þar rafmagnslausir.
Viðgerðarflokkar eru komnir
þangað, en samgönguerfiðleikar
hafa hamlað mjög starfi þeirra.
I Önundarfirði eru brotnir um
60—70 staurar og allt svæðið þar
fyrir norðan er því úr sambandi
við Mjólkárvikjun. Hins vegar
eru dísilstöðvar víða á svæðinu og
einungis nokkrir bæir i Önundar-
firði munu algerlega rafmagns-
lausir. Um 30 manns eru í við-
gerðum, en sækist starfið afar
seint vegna ófærðar.
A Snæfellsnesi voru um 50
staurar brotnir í Staðarsveit og
rafmagnslaust þar og í Breiðuvík.
Viðgerð er hafin þar.
Víða annars staðar var einnig
um bilanir að ræða, en þær voru
taldar minni háttar.
Símabilanir voru víða miklar,
bæði á landssímalínum og innan-
sveitarlínum. Mestar voru bilan-
irnar á Vestfjörðum, og var sjálf-
virka símasambandið rofið við
ísafjörð, Þingeyri, Flateyri, Bol-
ungarvík og Súðavík, en hægt að
hafa samband við þessa staði um
handvirkar línur við afar slæm
skilyrði þó. Ennfremur var síma-
sambandslaust að nokkru norður
á Ströndum, og við Hofsós, Greni-
vík, Kópasker, Raufarhöfn, sím-
stöðvar í Axarfirði og Þórshöfn.
Bilanirnar voru viðst hvar vegna
línuslits, en sums staðar höfðu
einnig brotnað staurar, m.a. 20 á
milli Hólakots og Hraunsmúla á
Snæfellsnesi. Hafizt var handa
um viðgerðir í gær, en mikil
ófærð' og skortur á farartækjum
munu hamla viðgerðum. Af
Landssímans hálfu er lögð
áherzla á viðgerðir á landssíma-
línum, en sveitasímalínur látnar
bíða, ef nauðsynlegt er.
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar síðdegis í gær var
fært öllum bílúm upp f Borgar-
fjörð og eins austur til Víkur í
Mýrdal, en austan Víkur var ein-
ungis fært stórum bílum og þá
allt til Hafnar í Hornafirði. Um
aðra hluta landsins, frá Snæfells-
nesi til Austfjarða, máttisegja, að
allar leiðir væru ófærar og erfitt
að reyna að ryðja þær, þar sem
ennþá snjóaði víðast hvar.
Augnabliksmyndir úr herbiiðum deiluaðila. Menn setjast niður og
stinga saman nefjum — ræða gang mála — eins og efri myndin ber
með sér, þar sem fulltrúar ASl sitja og spjalla. En á meðan kanna
vinnuveitendur tilboð ASl — eins og neðri myndin sýnir.
— Samninga-
málin
Framhald af bls. 36
prósentulegar hækkanir á kaupi.
Rætt er um breytta flokkaskipan
á grundvelli samninga verka-
mannafélaganna.
Viðræðufundir hófust á Hótel
Loftleiðum í gærdag klukkan 15,
en fundinum í fyrradag lauk að-
fararnótt gærdagsins klukkan 02.
Um sjöleytið í gærkvöldi var gefið
kvöldverðarhlé til klukkan hálf
níu og bjuggust samningamenn
við fundum fram eftir kvöldi eða
jafnvel fram á nótt.
Vinnuveitendur skoðuðu í gær
tilboð ASÍ, en i gærkvöldi hafði
VSÍ ekki lagt fram formlegt gagn-
tilboð, hins vegar hafði verið
hreyft nokkrum hugsanlegum
breytingum. Var í gærkvöldi unn-
ið að því meðal aðila VSl, að sam-
bandið legði fram nýtt gagntilboð.
Er Mbl. ræddi í gær við Björn
Jónsson sagði hann, að greinilega
hefði miðað í rétta átt síðustu
sólarhringana, en þó væri enn
mikið eftir óunnið.
— Ummælin
Framhald af bls. 36
væri um mjög alvarlegan atburð
að ræða, sem ekki væri unnt að
láta ómótmælt. Væri óhætt að
fullyrða, að slík framkoma yrði
ekki þoluð í neinu fullvalda sjálf-
stæðu riki. Hefði handtöku rithöf-
undarins verið mótmælt af al-
menningi og ríkisstjórnum um
víða veröld.
Geir Hallgrímsson tók mjög i
sama streng og sagði aðfarirnar
gegn Solzhenitsyn vera dæmi um
ástandið, eins og það væri i Sovét-
ríkjunum. Sjálfsagt hefði verið að
gera sérstakan sjónvarpsþátt um
ofsóknirnar gegn honum. Væri
slíkt til þess fallið að minna menn
á, að frelsi væri ekki sjálfgefinn
hlutur. Rakti hann, hvernig vinir
okkar í Finnlandi hefðu þurft að
láta undan skoðanakúgunar-
stefnu Sovétríkjanna og fagnaði
því, að íslendingar stæðu ekki í
sömu sporum og þeir.
Halldór Blöndal sagði hér ekki
einungis vera um að ræða velferð
eins manns, heldur viðhorfið til
einstaklingsfrelsisins, okkar
sjálfra. Væri Alþingi misboðið, ef
ráðherra lýsti því ekki yfir í þing-
inu, að umkvörtun hins sovézka
sendimanns yrði mótmælt. Ekki
bárust svör við þessu frá utan-
ríkisráðherra.
Stefán Jónsson taldi áhuga
„ihaldsmanna" á máli þessu vera
tengdan áhuga þeirra á, að annað
herveldi en Sovétríkin héldi
áfram óeðlilegri stöðu sinni í
landinu.
Jónas Árnason vakti eins og áð-
ur segir máls á þessu sama máli í
neðri deild og taldi óréttlæti
rússneskra yfirvalda gagnvert
Solzhenitsyn gefa okkur tilefni til
að taka á öðru ranglæti, eins og
því, sem beitt hefði verið í Banda-
rikjunum gagnvart Daniel Ells-
berg.
Ingólfur Jónsson sagði með-
ferðina á hinum rússneska höf-
undi minna okkur á, hversu þakk-
látir við mættum vera fyrir að
búa í landi, þar sem frelsi ríkti.
Ekki væri unnt að bera mál Solz-
henitsyns saman við það, sem
gerzt hefði i einstökum löndum í
hinum frjálsa heimi. T.d. væru nú
æðstu valdhafar í Bandaríkjunum
opinberlega undir rannsókn. Slíkt
gæti aldrei gerzt í Sovétríkjunum.
Matthías Á. Mathiesen tók und-
ir orð annarra þingmanna og lýsti
hryggð yfir örlögum hins rúss-
neska rithöfundar. Væri ekki
smekklegt að fjalla um þetta mál
á sama hátt og Jónas Árnason
gerði.
Benedikt Gröndal sagði ekki
nýtt, að kvartað væri af erlendum
aðilum undan efni blaða. Annað
gilti sjálfsagt um útvarpið. Lýsti
hann sömu skoðunum á málinu og
aðrir þingmenn.
— Þing
Framhald af bls. 16
Á hinn bóginn hafa lögin
skapað nokkra óvissu um gildi
löggerninga, sem mjög algengir
og mikilvægir eru í viðskiptum
manna, einkum húsaleigusamn-
inga, sölusamninga um húsnæði
og verksamninga. Eráratuga hefð
um visitöluviðmiðun í samning-
um þessum, einkum húsaleigu-
samningum, og verður að draga í
efa réttmæti þess að ógilda
notkun þeirra í því formi nú. Hef-
ur notkun vísitöluákvæða i
samningum þessum viðgengist
þrátt fyrir setningu laganna. Hafa
byggingaraðilar áskilið vísitölu-
kvöð í sölusamningum um íbúð-
ir, sérstaklega eftir að fram-
kvæmdalán Byggingarsjóðs ríkis-
ins komu til skjalanna."
Síðar segir:
„Það má draga mjög í efa, að
það samrýmist réttarvitund
HÍP vill ekki verkfall nú
FÉLAGSFUNDUR var f gær hald
inn f Hinu fslenzka prentarafé-
lagi og var þar tekin fyrir afstaða
trúnaðarmannaráðs félagsins til
synjunar um verkfallsboðun. I
upphafi fundarins kom fram, að
stjórn félagsins hafði verið þrf-
klofin f afstöðu sinni til verkfalls-
boðunar. Formaðurinn, Þórólfur
Daníelsson, vildi samstöðu með
ASl og verkfallsboðun hið skjót-
asta, tveir stjórnarmenn vildu
ekki verkfall og fjórir með skil-
yrðum, þ.e. að önnur bókagerðar-
félög hæfu samtfmis verkfall.
Eins og komið hefur fram í
fréttum sagði Þórólfur Daníels-
son af sér formennsku í félaginu
vegna ágreinings við trúnaðar-
mannaráðið. Á fundinum í gær
komu fram tvær tillögur. Annars
vegar að trúnaðarmannaráðið
endurskoðaði afstöðu sina til
verkfallsmálsins, og var hún felld
með 90 atkvæðum gegn 39, og
hins vegar tillaga um, að trúnað-
armannaráð HÍP sæi um samn-
ingamál félagsins þar til stjórnar-
kosning hefði farið fram. Sú til-
laga var samþykkl með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða.
Með þessum málalokum hefur
Prentarafélagið slitið samstöð-
Leiðrétting
í frétt um doktorsvörn Magga
Jónssonar í blaðinu urðu prent-
villur. Hann lauk prófi frá Sví-
þjóð 1960. Móðir hans hét Guðrún
Jóhannsdóttir.
unni, sem það hefur átt til þessa
með öðrum launþegafélögum, og
er orsökin m.a. sú, að félagsmenn
líta svo á, að sá tími, sem kjara-
baráttan fer nú fram á, henti fé-
laginu mjög illa.
Stjórnarkjör í Hinu Islenzka
prentarafélagi er nú á næsta leyti
og rennur framboðsfrestur til að
skila listum út hinn 18. febrúar
næstkomandi.
—_ ♦ ♦ ♦--------
Nægt rafmagn á
ný á Siglufirði
Siglufirði, 13. febr.
TVEIR skuttogarar lönduðu hér
afla í dag, Dagný 20 lestum og
Ólafur bekkur frá Ólafsfirði 30
lestum. Ólafur bekkur gat ekki
landað á Ólafsfirði, þar sem höfn-
in þar er viðsjárverð og einnig er
þar rafmagnsskortur.
Rafmagnsmálin hér á Siglufirði
eru komin í mjög viðunandi horf,
því að önnur Ijósavél síldarverk-
smiðjanna er komin í notkun til
viðbótar við disilrafstöðina, sem
fyrir var. Ástandið er því mjög
viðunandi, þótt 20—30 staurar á
linunni frá Skeiðfossvirkjun séu
brotnir og verði ekki starfhæfir
næstu dagana.
Veður hefur gengið mjög niður
hér síðari hluta dagsins í dag.
Götur bæjarins eru mjög erfiðar
yfirferðar, því að jarðýta bæjar-
ins hefur ekki komizt yfir að
ryðja þær allar. — Steingrímur.
— Solzhenitsyn
Framhald af bls. 36
kominn til Vestur-Þýzkalands:
— Eg trúi því ekki fyrr en ég
heyri í honum, fyrr en hann segir
mér það sjálfur. Ef hann er kom-
inn þangað þá hefur hann verið
fluttur burt með valdi. Hún
kvaðst ekkert geta sagt um eigin
áform á þessu stigi, hún þyrfti
að tala við mann sinn og ráðfæré
sig við hann og fá að vita, hvaf
væri eiginlega að gerast, áður er.
hún gæti tekið nokkra ákvörðun.
ÞEIR VERÐA AÐ
DREPA MIG
Áður en Solzhenitsyn var hand-
tekinn hafði hann raunar samið
yfirlýsingu, sem gaf ekki sovét-
stjórninni marga kosti varðandi
meðferðina á honum. í henni
sagði hann, að ef hann yrði send-
ur í vinnubúðir yrði þeir einfald-
lega að drepa sig, þvi að hann
myndi aldrei hlýða skipunum um
að vinna þá vinnu, sem þeir
fengju honum. Hann myndi
aldrei vinna með þeim og þeim
tækist aldrei að þagga niður í
honum nema með því að drepa
hann.
ERSAKHAROV
NÆSTUR?
Það fréttist fljótlega um
Moskvu, að Solzhenitsyn hefði
verið handtekinn, og vinir hans
flykktust til heimilis hans til að
vera konu hans til styrktar. Meðal
þeirra var eðlisfræðingurinn
manna að skerða nú samnings-
frelsi að þessu leyti á tímum mik-
illar verðbólgu, þegar ljóst er, að
verðákvörðun í upphafi samnings
getur ekki staðist fyrir seljanda
nema með fyrirvara um breyti-
leika verðs í samræmi við verð-
þróun á samningstíma. Banni við
slíkum ákvæðum er vonlítið að
framfylgja, og eru ávallt ráð til að
komast fram hjá slikum bönnum
með ýmsum ákvæðum, ef aðeins
vísitala eða hliðstæður verðmælir
er ekki nefndur.“
Þrír brezkir til
Norðfjarðar
ÞRlR brezkir togarar komu til
Norðfjarðar á þriðjudag, tveir
voru með veikan mann, en sá
þriðji kom vegna vélarbilunar.
Þeir héldu allir út aftur um nótt-
ina.
UPI
Andrei Sakharov
Andrei Sakharov, sem einnig hef-
ur verið óvæginn gagnrýnandi.
„Þetta er hefnd fyrir Gulag-
eyjahafið," sagði hann, „samvizka
heimsins verður að mótmæla þvi,
sem hefur gerzt. Við erum sorg-
mæddir vegna þessa. Við erum
sorgmæddir hans vegna, okkar
vegna og heimsins vegna. Við
höldum í hvert einasta skipti, að
nú hafi yfirvöldin gert sín síðustu
mistök og verði næst gáfulegri.
En þau koma okkur alltaf á ó-
vart.“ Sakharov sagði, að sér
kæmi ekki á óvart, þótt fleiri „óá-
nægðir“ yrðu teknir til meðferðar
á næstunni og hann væri ofarlega
á listanum.
TIL NORÐUR-
LANDA?
Ýmsir vinir Solzhenitsyns telja
ekki ólíklegt, að hann muni setj-
ast að á Norðurlöndum, líklegast i
Noregi eða Svíþjóð. Hann hafði
rætt við ýmsa vini sina um mögu-
leikana á því, að sér yrði vísað úr
landi og hvar hann ætti þá að
setjast að. Honum leizt bezt á eitt-
hvert Norðurlandanna, meðal
annars vegna loftslagsins.
— Loðnumjöl
Framhald af bls. 2
ur ættu sér nú stað á mjölmark-
aðnum. Danir hefðu nýlega selt
mjöl á 3.60 pund proteineining-
una eða um 8 dollara, og sölur
hefðu verið gerðar á enn lægra
verði.
„En,“ sagði Gunnar, „þarf eng-
inn að kvarta yfir þessu verði, þvf
það verð, sem nú fæst, verður að
teljast mjög gott, en er ekki hægt
að miða alltaf við það hæsta, sem
fengizt hefur.“
Hann sagði ennfremur, að
sennilega kæmist hreyfing á
mjölmarkaðinn aftur, þegar í ljós
kæmi hvernig loðnuveiðar Norð-
manna gengju og hvort Perú-
menn gætu veitt það magn af
ansjósu, sem þeir ætla sér.