Morgunblaðið - 14.02.1974, Blaðsíða 13
■1
Pétri Magnússyni og má segja, að
með því væri starfssvið hans
ákveðið. Hann lauk prófi sem
hæstaréttarlögmaður 22. desem-
ber 1935 og frá 1. ágúst 1935 til
dánardags rak hann mjög um-
fangsmikla og trausta málflutn-
ingsskrifstofu hér í Reykjavík,
fyrst með Pétri Magnússyni, síðar
fjármálaráðherra, og Guðlaugi
Þorlákssyni, skrifstofustjóra, en
síðar með Guðlaugi, Guðmundi
Péturssyni, hrl. (syni Péturs) og
Axel hrl. syni sinum.
Einar Baldvin var ágætur lög-
fræðingur, samvizkusamur, gjör-
hugull, ráðagóður og ráðhollur og
vildi hvers manns vandræði leysa.
Er því ekki að furða, þó að lög-
fræðistörf hans ykjust hröðum
skrefum og að á hann hlæð-
ust mörg og margvísleg
trúnaðarstörf. Hann var for-
maður Lögmannafélags ís-
lands starfsárið 1946—‘47,
er ég tók við formennsku í félag-
inu fyrir þrábeiðni hans. Hann
var meðdómandi í Merkjadómi
Reykjavikur og kosinn í Lands
kjörstjórn. Hann sat í stjórn ým-
issa félaga, var m.a. stjórnarfor-
maður Eimskipafélags íslands frá
1954 til dánardags. Munu aðrir,
mér kunnugri, skrifa um þessa
merkilegu hlið lífsstarfs hans.
Hnari Baldvin var í lifanda lífi
sýndur margs konar virðingar-
vottur. Hann var kjörinn heiðurs-
félagi Lögmannafélags íslands
1971. Hann var sæmdur riddara-
krossi fálkaorðunnar 1963 ogstór-
riddarakrossi hennar 1. janúar
1969. Heiðursborgari Winnipeg-
borgar var hann kjörinn 19.
febrúar 1964 og kommandör af
Dannebrog 11. desember 1969.
i einkalífi sínu var Einar Bald-
vin mikill gæfumaður. Hann
kvæntist 1. nóvember 1929 Krist-
ínu dóttur Ingvars kaupmanns í
Reykjavík Pálssonar og k.h. Jó-
hönnu Jósafatsdóttur. Bjó hún
manni sínum hið fegursta og frið-
sælasta heimili og var honum
styrk stoð, ekki sízt í veikindum
hans, sem að framan getur.
Eins og minnzt var á hér að
framan liggur hún nú á sjúkra-
húsi.
Þau eignuðust 3 börn og eru
þau: 1) Axel hæstaréttarlög-
maður, f. 15. ágúst 1931, einn af
aðal framámönnum f islenzku
íþróttahreyfingunni og samstarfs-
maður föður sins. Er hann kvænt-
ur Unni Öskarsdóttur verzlunar-
manns í Reykjavík Gunnarssonar
og k.h., Jónu Svanhvitar Hannes-
dóttur. Eiga þau 4 börn: a) Krist-
ínu, f. 25. febrúar 1958 b) Svan-
hviti, f. 8. febrúar 1960 c) Einar
Baldvin, f. 16. október 1965 og d)
Öskar Þór, f. 28. október 1973.
2) Jóhanna Jórunn, stúdent, f.
8. september 1937, gift Ólafi B.
Thors, lögfræðingi og aðstoðarfor-
stjóra og borgarfulltrúa, f. 31.
desember 1937, syni Hilmars
Thors lögfræðings, f. 7. júni 1908,
d. 10. júlí 1939 og k.h., Elísabetar
Ólafsdóttur ritstjóra Björnssonar.
Eiga þau einn son Hiimar, f. 3.
desember 1965 (á afmælisdegi
hins stórmerka langafa síns Thors
Jensen).
3) Kristín Klara, f. 4. júlí 1952,
sem stundar nám í meinatækni.
Maður hennar er Árni Indriðason
háskólanemi i sagnfræði. Foreldr-
ar hans eru Indriði Sigurðsson
starfsmaður hjá isbirninum og
k.h.,Erla Arnadóttir Hafstað.
Ég, sem þessar línur rita, átti
þvf láni að fagna að eiga vináttu
Einars Baldvins í rúma hálfa öld.
Leituðum við oft hvor til annars,
meðan við stunduðum báðir mála-
færslu um lögfræðileg vandamál,
sem fyrir okkur komu í starfi
okkar og hafði ég alltaf gagn af
samræðum við hann, því að auk
lögfræðikunnáttunnar og með-
fæddrar sanngirni bjó hann yfir
óvenjulega mikilli reynslu vegna
fjölþættrar starfsemi sinnar.
Ég kveð nú Einar Baldvin með
söknuði og efast ekki um góða
heimkomu hans. Ég votta konu
hans, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum innilega samúð
mina og konu minnar og sömu-
leiðis elskulegri systur hans
Kristfnu Ingveldi, ekkju merkis-
mannsins Ölafs Þorsteinssonar,
læknis, sem Einar Baldvin bjó hjá
alla sina skólatíð.
Það er þeirra mikla huggun, að
allt líf prúðmennisins Einars
Baldvins var þannig, að hann skil-
ur aðeins eftir sig ljúfar endur-
minningar.
Lárus Jóhannesson.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1974
13
ÞEGAR ég í dag kveð tengda-
föður minn, Einar Baldvin Guð-
mundsson, hinztu kveðju, er mér
efst i huga þakklæti til forsjónar-
innar fyrir að hafa fengið að
kynnast honum náið. Einar
Baldvin auðgaði umhverfi sitt af
kærleika, viti og mannkostum,
þeim eiginleikum, sem honum
sjálfum voru svo rikulega í blóð
bornir. Alls þessa naut fjölskylda
hans og börnin hans, tengdabörn
og barnabörn fengu í föðurgarði
það vegarnesti, sem öllu öðru er
mikilvægara.
Þrátt fyrir umfangsmikil og lýj-
andi störf, var enginn tími of dýr-
mætur fyrir fjölskylduna, hvort
sem um var að ræða eitthvað það,
sem okkur fullorðna fólkinu lá á
hjarta, eða þá að sinna smá-
fólkinu, því að mörg var sú sorg,
sem hvarf eins og dögg fyrir sólu,
þegar afi kom.
Tengdamóðir mín bjó honum
fagurt heimili óg var stoð hans og
stytta í öllu. Síðasta raeðan, sem
ég heyrði Einar Baldvin halda,
var haldin, þegar við börnin
dvöldumst með honum 28. desem-
ber s.l., en þann dag varð hann
sjötugur. Sú afmælisstund varð
með öðrum hætti en ráðgert hafði
verið, vegna veikinda húsmóður-
innar og fjarveru á sjúkrahúsi.
Þessi ræða var helguð henni, og
fegurri ræðu hef ég ekki heyrt.
Þannig var sambúð þeirra og
þannig munu ættingjar og vonir
minnast heimilisins að Víðimel
27.
Maðurinn deyr, en minningin
lifir. Minning Einars Baldvins
er heið og tær og þessi minn-
ing verður öllum, sem
elskuðum hann og virtum, það
sama leiðarljós sem hann
sjálfur var með lífi sínu og
starfi. Þessi minning mun létta
sorg elskulegrar tengdamóð-
ur minnar, sorg, sem fyrir-
varalaust bar að í erfiðum veik-
indum hennar. Guð gefi henni nú
þann styrk, sem þau Einar svo oft
veittu öðrum.
Sjálfur á ég Einari Baldvin
mikið að þakka, föðurlega um-
hyggju og fölskvalausa vináttu.
I þeim efnum sem og öðrum
gerði hann engan mun á börnum
og tengdabörnum. Kynni okkar
hófust, þegar ég var ungur laga-
nemi, og það voru ómetanleg for-
réttindi mér veitt að fá að ræða
við hann og fræðast af honum um
lögfræðina, þá fræðigrein, sem
hann helgaði líf sitt og var honum
alltaf hugleiknast umræðuefni.
„Þar sem góðir menn fara eru
Guðs vegir“ og ég trúi þvi, að
slikra manna sé ríki Guðs. Þvi
kveð ég Einar Baldvin, föður og
vin, fullviss þess, að hans bíður
góð heimkoma.
Ólafur B. Thors.
EINAR Baldvin Guðmundsson
hæstaréttarlögmaður varð bráð-
kvaddur á heimili sínu mánudag-
inn 4. febrúar síðastliðinn.
Með honum er genginn einn
virtasti og mest metni lögmaður,
sem þjóð vor hefur átt, og sterk-
asta stoð Eimskipafélags Islands
síðustu áratugina.
Þegar minnzt er Einars Bald-
vins, koma í hugann hin forn-
kveðnu orð: „Vitur var hann, heil-
ráður og góðgjarn." Hvort eiga
þau orð betur við um nokkurn
samtiðarmann vorn en Einar
Baldvin?
Einn af skólabræðrum Einars
Baldvins i Menntaskólanum i
Reykjavík hefur tjáð mér, að
þegar á skólaárunum hafi hinir
miklu mannkostir hans komið í
ljós, enda var hann valinn
„inspector scholae".
Einar Baldvin var hógvær og
hlédrægur. Hann var réttsýnn
maður, mannasættir og jafnan
hugleikið að leysa deilumál með
sátt og samlyndi, ef unnt reynd-
ist. En fumlaus var hann og
öruggur til stórræða, þegar á
reyndi. Varð það ásamt samvizku-
semi í undirbúningi mála og
drengilegum málflutningi tilþess
að vekja hvers manns traust.
Hann var með afbrigðum orðvar,
og aldrei heyrði ég hann leggja
illt til nokkurs manns.
Hinn 28. desember síðastliðinn
átti hann sjötugsafmæli. Var það
að hans eigin ósk, að hljótt var um
afmælið. Honum var leikin sú list
að lofa þann, sem vel gerði, en
láta fátt yfireigin afrekum.
Æviatriði Einars Baldvins
verða eigi rakin hér, þeirra
verður minnzt af öðrum.
Fyrstu kynni okkar voru fyrir
réttum 12 árum. Þá upphófst vin-
átta milli okkar og heimila okkar,
sem aldrei bar skugga á. Einar
Baldvin reyndist í senn réttsýnn
og góður yfirmaður, sannur félagi
og einlægur vinur.
Einar Baldvin Guðmundsson
var lögfræðilegur ráðunautur
Eimskipafélags Islands hátt á
fjórða áratug. Hann sat í stjórn
Éimskipafélagsins í rúm 23 ár og
var stjórnarformaður félagsins í
nærfellt 20 ár. Störf hans í þágu
Eimskipafélagsins verða aldrei
fullþökkuð. Þau vann hann, eins
og allt annað, sem hann tók að
sér, með einstakri alúð og ósér-
hlífni. — Ogþað, sem tekizt hefur
vel siðasta áratuginn, tel ég hon-
um öðrum fremur aðþakka. Hann
var alla tíð snortinn af þeim sam-
hug og þeirri samstillingu, sem
fram kom hjá islenzku þjóðinni
við stofnun Eimskipafélagsins, og
hafði einlægan áhuga fyrir vel-
gengni félagsins. Hann tók erfið-
leikum og andstreymi með þolin-
mæði, en gladdist hóflega i með-
læti. Þegar til álita kom, hvort
Eimskipafélagið gerði nægilega
mikið af því að kunngjöra þjóð-
inni áætlanir og framkvæmdir,
var viðkvæði hans, að bezt væri að
láta verkin tala.
Fyrir nokkrum árum stóð
Einari Baldvin til boða dómara-
sæti i hæstarétti, ein mesta
ábyrgðar- og virðingarstaða með
þjóð vorri. Að vel íhuguðu máli
hafnaði hann því tignarsæti og
ákvað að helga fremur starfs-
krafta sina Eimskipafélaginu.
Betur verður hugur hans til Eim-
skipafélagsins ekki sýndur.
Einar Baldvin sýndi íþrótta-
hreyfingunni alla tíð mikinn
áhuga. Hann var kjörinn heiðurs-
félagi i knattspyrnufélaginu Vík-
ingi og iðkaði sund fram á síðustu
ár. Einnig var hann í fremstu röð
bridgespilara hér á landi. Hann
naut vinsælda og trausts, hvar I
félagsskap sem hann var.
Skáldið segir: „Oft má af máli
þekkja, manninn, hver helzt hann
er.“ Líklega lýsa öllu öðru betur
hugarfari Einars Baldvins orð
hans sjálfs, sem hann flutti í
Rikisútvarpinu á 50 ára afmæli
Eimskipafélagsins hinn 17. janú-
ar 1964:
„Við Islendingar höfum um
aldaraðir deilt um margt og
stundum svo hart, að úr hófi
hefur verið. Fýrir rúmum aldar-
fjórðungi sagði eitt af góðskáld-
um okkar, Jón Magnússon, þessi
orð i kvæðinu Frelsi:
Litla þjóð, sem átt í vök
að verjast.
vertu ei við sjálfa þig
að berjast.
Við byggjum ægifagurt land, og
allir viljum við heill og heiður
hinnar islenzku þjóðar. Barátta
þjóðarinnar fyrir bættum lífs-
kjörum hefur verið ströng og
erfið, og svo mun verða um langa
framtið. Við erum svo fáir og við
verðum að gera okkur ljóst, að
samheldni og samhugur er okkur
lífsnauðsyn og Islendingar hafa
sýnt, að þeir geta staðið saman
sem einn maður. Þannig var það,
er lýðveldið var endurreist 17.
júní 1944, og þannig var það er
Eimskipafélag Islands var stofn-
að 17. janúar 1914.“
I einkalifi var Einar Baldvin
mikill gæfumaður. Hann hafði sér
við hlið hina ágætustu eiginkonu,
Kristinu Ingvarsdóttur, sem hann
kvæntist árið 1929. Átti hún rikan
þátt i hamingju hans fyrr og
siðar. Heimili þeirra var rómað
fyrir glæsibrag og gestrisni og bar
einkenni þess samhugar og sam-
stillingar, sem var með fjölskyldu
þeirra.
Við fráfall Einars Baldvins
Guðmundssonar hefur Eimskipa-
félagið, samstarfsmenn og vinir
misst mikið. Sárastur er þó sökn-
uður eiginkonu hans, frú Kristín-
ar, sem nú dvelur á sjúkrahúsi,
barna, tengdabarna, barnabarna
og systur.
Við hjónin sendum frú Kristínu
og öllum ástvinum innilegustu
samúðarkveðjur. — Megi fagrar
minningar veita þeim huggun og
styrk.
Frá Timburverzlun Árna Jónssonar
„Oregon-pine”
þurrkað „oregon-pine" væntanlegt í næstu viku.
Tekið á móti pöntunum í sírria 1 1 333 og 11 420.
Timburverzlun Árna Jónssonar.
Kvennadelld Rvd.
Rauða kross ísiands
Fræðslæ og kynningarfundir fyrir væntanlega sjúkravini
verða haldnir 4. og 1 1. marz n.k. kl. 20.30. Þátttaka
tilkynnist í síma 26722 og 1 4086 fyrir 22. febrúar n.k.
Stjórnin.
Háaleitishverfi
Flöfum í einkasölu vandaða 4ra herb. íbúð á 4. hæð um
1 1 0 fm. Sérhiti. Suður svalir. íbúðinni fylgir sameiginleg
3ja herb. íbúð í kjallara og um 17 fm. herb. íbúðin er
með harðviðarinnréttingum og öll teppalögð, i eldhúsi
fylgir þvottavél, þurrkari og uppþvottavél. Útb. 3,5 millj.
sem má skipta.
Samningarog Fasteignir Austurstræti 10 a 5. hæð
Sími 24850 — 21970. Heimasimi 37272.
w
1
ALTERMTORAR
bílabáta & vinnu vélar
*
söluumboó og viógeróarþjónusta
HAlIKlIR&dLAFIIR
ARMULA32 S.37700
EINKAUMBOÐ T. HANNESSON&CO.HF
Öttarr Möller.