Morgunblaðið - 19.02.1974, Side 6

Morgunblaðið - 19.02.1974, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974 OJtCBÓK í dag er þriðjudagurinn 19. febrúar, sem er 50. dagur ársins 1974. Árdegisflóð er kl. 05.10, síðdegisflóð kl. 17.29. Sólarupprás í Reykjavfk er kl. 09.11, sólarlag kl. 18.14. Á Akureyri er sólarupprás kl. 09.02, sólarlag kl. 17.52. Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera athvarf sitt. Hann er sem tré, sem gróðursett er við vatn og teygir rætur sínar út að læknum, sem hræðist ekki, þótt hitinn komi, og er með sígrænu laufi, — sem jafnvel í þurrkaári er áhyggjulaust, og lætur ekki af að bera ávöxt. (Jerynía 17. 7—8). Unga Akureyri, upplýsangarit um æskulýðsstarfsemi á Akur- eyri, 1. tbl. 5. árg. er komið út. Ritið er gefið út af æskulýðsráði Akureyrar, og eru i því fréttir af æskulýðsstarfsemi og bindindis- starfi ásamt öðru efni. Menntamál, tímarit um uppeld- is- og skólamál er komið út. Aðal- efni blaðsins er um grunnskóla, og eru birtar umsagnir um grunn- skólafrumvarpið frá Fóstrufélagi íslands, Sambandi íslenzkra barnakennara, Landssambandi framhaldsskólakennara og Fé- lagi háskólamenntaðra kennara. Auk þess er sagt frá umræðum um nokkur atriði grunnskóla- frumvarpsins, og birt minningar- orð um Skúla Þorsteinsson. Út er komið rit, sem nefnist JC Reykjavik, en það er kynningar- blað Junior C hamber i Reykjavík. Guðmundur Hallgrímsson, forseti Junior Chamber í Reykjavík, rit- ar inngangsorð þar sem hann gerir grein fyrir tilgangi samtakanna og starfsemi þeirra. Þar greinir hann m.a. frá því, að samtökin stefni að þvi að flytja íslenzka fánann inn í bárnaskólana, og vilji þau gera það að framlagi sínu til 1100 ára afmælis íslenzku þjóðarinnar árið 1974. Þá er í blaðinu viðtal við Birgi Isleif Gunnarson borgarstjóra, grein er um félagsþroska og kynning á starfsemi Verzlunarráðs Islands, Kaupmannasamtaka íslands, Fé- lags islenzkra stórkaupmanna og Verzlunarmannafélags Reykja- víkur. Af öðru efni í blaðinu, at- hyglisverðu sem nefna má er Reykjavíkurbréf, sem ritað er af Birgi Bragasyni. I Skinfaxa, tímariti Ungmenna- félags íslands, 5.—6. hefti 1973, eru fréttir frá starfsemi ung- mennafélaga, íþróttafréttir, o.fl. GEMGIÐ CENCISSKRANINC Nr. 32 - 18. febrúar 1974 Eining Kl.13.00 Sala 1 Banda ríVjadolU r 85. 40 85. 80 1 SterlinjjBpund 194,85 195. ?5 * 1 Kanadadollar 87, 60 88, 10 100 Danskar krónur 1 339. 85 1347,75 • 100 Norakar krónur 1498,35 1507, 15 100 Saenskar krónur 1843,40 1854,20 • 100 Finnsk mörk 2185,10 2197,90 * 100 Franskir frankar 1716.05 1726,05 *1> 100 Belg. frankar 211.15 212,35 * 100 Svissn. frankar 2700.55 2716,35 • 100 Gyllini 3044,15 3061,95 • 100 V. -Þýxk mörk 3163, 50 3182,00 » 100 Lfrur 13. 13 13,21 » 100 Austurr. Sch. 431, 10 433,60 • 100 Escudos 332, 40 334,40 • 100 Pesetar 145, 10 146.00 100 Yen 29, 28 29, 45 * 100 Reikningskrónur - Vöruskiptalönd 99, 86 100,14 1 Reikningsdollar- Vörusklptalönd 85,40 85, 80 * Brcytlng frm mCBustu akránlngu. 1) Gildir aCeina fyrir greiOelur tengdar Inn- og utflutnlngi á vórum. Eftirfarandi spil er frá leiknum milli Finnlands og Tyrklands í Evrópumótinu 1973. Norður S K H G-9-7 T D-10-9-6-4 L K-D-10-5 Vestur Austur S Á-D-8-5-2 S 9-7-6-3 H Á-K-6-3 H 8-2 T 7-2 T K-G-8 L 9-3 L G-7-4-2 S uður H G-10-4 H D-10-5-4 T Á-5-3 L Á-8-6 Við annað borðið sátu finnsku spilararnir N-S og þar varð austur sagnhafi i 3 spöðum. N-S tóku 2 fyrstu slagina á lauf, létu siðan út hjarta og sagnhafi fékk 8 slagi, varð einn niður og finnska sveitin fékk 100 fyrir. Við hitt borðið sátu finnsku spilararnir A-V og þar opnaði suð- ur á 1 grandi, vestur doblaði og norður sagði pass. Austur þorði ekki að láta sögnina standa og valdi að segja 2 lauf', sem varð lokasögnin, en ekki sú besta. Spil- ið varð 3 niður og tyrkneska sveit- in fékk 300 fyrir og græddi 5 stig á spilinu. Leiknum lauk með jafn- tefli 10-10. | SÁ MÆSTBESTI Á ritvélum eru stafirnir p og ð hlið við hlið og í flýti eiga blaðamenn — eins og aðrir — það til, að hitta ekki á rétta stafinn. Um daginn kom dálítið skemmtileg villa af þessari ástæðu — þannig að Henry Kissinger var titlaður „ut- anrfkisrápherra Banda- ríkjanna“. | FHÉTTIR 1 Aðalfundur kvennadeildar Slysavarnarfélags íslands f Reykjavík verður haldinn mið- vikudaginn 20. febrúar kl. 20.30 í Slysavarnarfélagshúsinu á Grandagarði. Á Fæðingarheimili Reykjavík- ur fæddist: Þórdísi Kristjánsdóttur og Valdimar Karlssyni, Hlaðbrekku 5, Kópavogi, sonur þann 3. febrú- ar kl. 07.05. Hann vó tæpar 16 merkur og var 51 sm að lengd. Nönnu Þorláksdóttur og Sæm- undi Sigurjónssyni, Lokastíg 28, Reykjavík, sonur þann 3. febrúar kl. 02.25. Hann vó ll!ó mörk og var 47 sm að lengd. Kolbrúnu Halldórsdóttur og Guðmundi Jónssyni, Hraunbæ 66, Reykjavík, dóttir þann 6. febrúar kl. 11.10. Hún vó rúmar 15 merk- ur og var 53 sm að lengd. Svanborgu Óskarsdóttur og Tony Peter Alsopp, Leifsgötu 21, Reykjavík, dóttir þann 6. febrúar kl. 01.00. Hún vó tæpar 15 merkur og var 52 sm að lengd. Höllu Elimarsdóttur og Frið- finni Friðfinnssyni, Gaukshólum 2, Reykjavík, dóttir þann 5. febrú- ar, kl. 19.40. Hún vó rúmar 14 merkur og var 49 sm að lengd. Bonnei Laufey Dupuis og Davíð Karli Andréssyni, Bárugötu 23, Reykjavík, dóttir þann 7. febrúar kl. 22.11. Hún vó rúmar 16 merk- ur og var 54 sm að lengd. Lilju Hallgrímsdóttur og Sigur- jóni Þórarinssyni, Mávahlíð 20, Reykjavík, dóttir þann 7. febrúar kl. 12.50. Hún vó rúmar 14 merk- ur og var 50 sm að lengd. Hildi Gunnarsdóttur og Guð- jóni Pétri Ólafssyni, Vesturbergi 140, Reykjavík, sonur þann 6. febrúar kl. 03.45. Hann vó tæpar 16 merkur og var 53 sm að lengd. Þann 2. febrúar gaf séra Þórir Stephensen saman í hjónaband 1 Dómkirkjunni Mögnu Fríði Birn- ir og Þorkel G uðbrandsson. Heim- ili þeirra er að Þverbrekku 2, Kópavogi. Það er fleira skemmtilegt í Reykjavík en mannlífið. Hér er æðarfuglinn að frí- lysta sig um helgina, og verður ekki annáð séð en að þarna sé bara hörku- partí! Þar sem skfðatfminn fer nú í hönd, er ekki ósennilegt, að þeir, sem fþróttina iðka að ein- hverju ráði, þurfi að huga eitt- hvað að klæðahurðinum. Þau, sem við sjáum hér, standa svo sannarlega ekki á nærklæðunum, en sennilega hafa þau ekki haft vit á því að útvega sér íslenzkt „föðurlaad", sem íslenzkum skíðamönnum þykir ómissandi. Stúlkan er í hvítum og svörtum fötum, en náunginn, sem með henni er, er eins og „gula hætt- an“, að vísu með svörtum rönd- um. Sextugur er 1 dag Þorsteinn Jó- hannesson, útgerðarmaður, Reynistað i G arði. Sjötugur er í dag Bjarni For- berg, bæjarsímstjóri, Nesvegi 19, Reykjavik. Varið land Undirskriftasöfnun gegn uppsögn varnar- samningsins og brott- vísun vararliðsins. Skrifstofan í Miðbæ við Háaleitisbraut 58—60 er opin alla daga kl. 14^-22. Sími 36031, pósthólf 97. Skrifstofan að Strandgötu 11 í Hafn- arfirði er opin alla daga kl. 10—22, sími 51888. Skrifstofan í Kópa- vogi er að Álfhólsvegi 9. Hún er opin milli kl. 17—20. Sími 40588. Skrifstofan í Garða- hreppi er í bókaverzl- uninni Grímu og er op- in á verzlunartíma. Sími 42720. Skrifstofan á Akur- eyri er að Brekkugötu 4, en þar er opið alla daga kl. 17—19. Sím- ar: 22317 og 11425. Á verzlunartíma er opið í Bókabúðinni Eddu, Hafnarstræti 100. Sími 11334. Skrifstofan í Kefla- vfk er að Hafnargötu 46, sími 2021. Opið 5—7og 8—10. SÖFNIN Landsbókasafnið er opið kl. 9— Borgarbókasafnið Aðalsafnið er opið mánud. — föstud. kl. 9—22, laugard. kl. 9—18, sunnud, kl. 14—18. Bústaðaútibú er opið mánud. — föstud, kl. 14—21. Hofsvallaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 16—19. Sólheimadtibú er opið mánud. — föstud. kl. 14—21. Laugard. kl. 14—17. Landsbókasafnið er opið kl. 9—19 alla virka daga. Ameríska bókasafnið, Nes- haga 16, er opið kl. 1—7 alla virka daga. Bókasafnið í Norræna húsinu er opið kl. 14—19, mánud. — föstud., en kl. 14.00—17.00 laugard. og sunnud. Árbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. Einungsi Árbær, kirkjan og skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið 10 frá Hlemmi). Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnud., þriðjud. og fimmtud. kl. 13.30—16.00. íslenzka dýrasafnið er opið kl. 13—18 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og mið- vikudögum kl. 13.30—16. Listasafn Islands er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud. fimmtud. og laugard. Náttúrugripasafnið, Hverfis- götu 115, er opið sunnud., þriðjud., fimmtu. og laugard. kl. 13.30—16. Sædýrasafnið er opið alla daga kl. 10—17. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud., fimmtud., laugard. Kjarvalsstaðir Kjarvalssýningin er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 16—22, og laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. ást er... ... að segja henni, að vinum þínum finnst þú hafa verið heppinn með eiginkonu TM Rig. U.S. Pot. Ofl —All righlt r.i.rved (C) 1973 by Loi Ang»l#i Tim#i Vikuna 15.—21. febrúar verður kvöld-, helgar- og næturþjónusta apóteka í Reykjavík í Ingólfsapóteki, en auk þess verður Laugar- nesapótek opið utan venju- legs afgreiðslutíma til kl. 22 alla daga vikunnar nema sunnudag. |KROSSGÁTA Lárétt: 1. vottar fyrir 6. vesæl 8. ílátin 11. fæða 12. lik 13. 2 eins 15. samhljóðar 16. hlóðir 18. jurtir Lóðrétt: 2. hrata 3. skordýr 4. tunnan 5. kofar 7. töfrar 9. sund 10. lærdómur 14. saurgi 16. sam- hljóðar 17. mynni Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1. fónar 5. ára 7. seim 9. OE 10. skrimti 12. AA 13. nets 14. agi 15. sinin. Lóðrétt: 1. fossar 2. náir 3. arm- ingi 4. rá 6. peysan 8. EKA 9. ótt 11. mein 14. ás TAPjAÐ-FUIMOIO Gráhröndóttur fressköttur í óskilum. Fannst í Reykjavík. Uppl. í sfma 42580. Grá- og svartflekkótt ung læða með hvítar tær og hvíta bringu fannst á Vesturgötu fyrir mánuði. Uppl. í síma 16380. Blöð og tímarit ÁRIMAÐ HEILLA IMVIR BQRGARAR | BRIPC5E

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.