Morgunblaðið - 19.02.1974, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.02.1974, Qupperneq 15
MORC.UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAOUR 19. KKBKUAK 1974 15 Matthías A. Mathiesen: Árásirnar á Norð- menn vöktu undran Stollhólmi, 18. febr. frá Birni Jóhannssyni. MATTHlAS A. Mathiesen, for- maður íslen/.ku sendinef ndar- innar í Norðurlandaráöi, sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag, að ræða Magnúsar Kjartanssonar sl. sunnudag hefði vakið undrun manna, einkum hefðu fulltrúar í ráðinu undrazt árásir hans á norsku ríkisstjörnina og norska stjórnmálamenn vegna orðsend- ingar rfkisstjórnar Lars Korvalds og komu norskra stjórnmála- manna til íslands. Matthías benti á, að aðeins einn ræðumaður hefði tekið undir orð Magnúsar, hinn norski flokks- bróðir hans, Finn Gustavsen, enda hefði ræða Magúsar ekki virzt koma Gustavsen á óvart. Það getur víðar blásið og hrimað en á íslandi. Þessi mynd var tekin í síðustu viku í Dawlish í Devon á Englandi, þegar hvassviðri mikið gekk þar yfir. Brimið kastaði upp á járnbrautarteinana grjóti og spýtnabraki og varð lestin fyrir verulegum töfum meðan það var hreinsað burt. 48 fórust Kairó 18. febrúar XTB 48 manns fórust og tugir slösuðust, er áhorfendapallar hrundu á knattspyrnuleikvangi í Kaíró. Völlurinn rúmar um 45 þúsund áhorfendur, en alls munu um 80 þúsund manns hafa ruðzt inn á leikvanginn til að sjá leik milli tékkóslóvakíska liðsins Dukla ög Kaíróliðsins Zamalek. Jevtusjenko refsað fyrir að láta í ljós áhyggjur af handtöku Solzhenitsyns Þá sagði Matthías, að það hel'ði vakið sórstaka athygli, er Olafur Jóhannesson, forsætisráðherra, hefði séð sig knúinn til þess að svara Magnúsi varðandi ummæli hans um Norðmennina. Ilefði ekki farið framhjá neinum sá skoðanamunur, sem rikir innan islenzku rikisstj órna ri nn ar. Matthías sagði, að í samtölum, sem hann hefði átt við norræna stjórnmálamenn, hefði komið fram mikil gagnrýni á framkomu Magnúsar Kjartanssonar á þinginu og ýmsir hefðu sett ræðu hans í samband við hina opinberu heimsókn Frydenlunds utanrikis- ráðherra Noregs til íslands. Matthias kvaðst vona, að norrænir stjórnmálamenn hefðu gert sér grein fyrir því, að Magnús talaði fyrir sjálfan sig, jafnvel ekki sinn eigin flokk, hvað þá aðra, enda hefði Gylfi Þ. Gislason gert grein fyrir því í svari þvi, er hann flutti. SOVÉTSKALDIÐ Jevgeni Jevtu- sjenko hefur skrifað bréf og feng- ið birt I ítalska blaðinu II Giorno, þar sem hann segir, að sovézk yfirvöld hafi beitt sig refsiaðgerð- um fyrir að lýsa áhyggjum sínum af handtöku rithöfundarins Alexanders Solzhenitsyns. Bréf Jevtusjenko, sem er dag- sett í Moskvu 16. íebr., birtist á forsíðu II Giorno á sunnudag. Þar segir, að hann hafi sent miðstjórn sovézka kommúnistaf lokksins bréf strax og hann frétti af hand- töku Solzhenitsyns og þar hafi hann, án allrar fordæmingar á yfirvöldum, látið í ljós áhyggjur af rithöfundinum og einnig af þeim áhrifum, sem handtaka hans kynni að hafa á orðstir Sovétríkjanna. Jevtusjenko kveðst hafa tekið fram i bréfi sinu til miðstjórnar- innar, að hann sé ekki sammála mörgum sjónarmiðum Solzhenit- syns. Engu að siður hafi sovézk yfirvöld brugðið við skjótt og af- lýst flutningi verka hans i út- varps- og sjónvarpsdagskrá, sem fyrirhuguð var á iaugardaginn. Jafnframt var hann kallaður á fund stjórnar sovézku rithöfunda- samtakanna og veittar ákúrur. Var farið það fram á það við Jevtusjenko, að hann gagnrýndi Solzhenitsyn opinberlega, en hann neitaði. Jevtusjenko var á sinum tima talinn í forystu ..ungra, reiðra manna“áSovétrikjunum en síðari ár hefur hann ‘skipað sveit viður- kenndra skálda og rithöfunda þar. Hearst vongóður um að fá dóttur sína heila á húfi Berkeley, Kaliforniu, 18. febr. AP BANDARÍSKI ritstjórinn og blaðaeigandinn Randolph A. Hearst vinnur nú kappsamlega að því að skipuleggja matvæladreif- ingu til bágstaddra Kaliforníu- búa eins og ræningjar dóttur hans hafa krafizt og gerir sér vonir um, að henni verði sleppt lausri á morgun, þriðjudag. Ræningjarnir hafa sent honum tvær segul- bandsspólur, þar sem hún hefur talað inn kveðju til föður síns og áskorun um að láta lögregluna ekki blanda sér í málið. Inn á síðari spóluna hafði einnig einn ræningjanna talað og sagði, að þeir myndu gera sig ánægða með að sjá fram á einlægan vilja Hearsts til að koma til móts við kröfur þeirra, sem upphaflega Pompidou til Moskvu Moskvu 18. febrúar. .AP. SOVÉZKA fréttastofan Tass skýrði frá þvf í dag, að Georges Pompidou Frakklandsforseti myndi koma i opinbera heimsókn til Sovétríkjanna fyrstu dagana í marz nk. Samkomufág um heim- sóknina náðist á fundi Pompidous og Grömýkós utanrikisráðherra Sovétríkjanna, sem nú er í Parfs. hljóðuðu upp á 400 milljónir doll- ara. Hearst hefur marglýst því yfir, að hann hafi ekki nokkur tiik á að greiða allt þetta fé, en hann skuli láta af hendi allt, sem hann geti. Samkvæmt kröfum ræningj- anna á matvæladreifingin að hefj- ast á morgun. Þeir hafa tilnefnt ákveðnar stofnanir til að annast hana og hefur verið sett á laggirn- ar nefnd þeirra undir forseti prests að nafni Cecil Williams, er starfar við Glide Memorial kirkj una f San Fransisco. Williams hefur lýst þvf yfir, að þeim aðil- um, sem ræníngjarnir tilnefndu, sé nauðugur einn kostur að verða við tilmælunum enda þótt þau viðurkenni á engan hátt slfkar ofbeldisaðgerðir. Byltingarsam- tök og vinstrisamtök í Bandarikj- unum hafa að sögn neitað að veita eða lýsa stuðningi við ræningj- ana, sem setjast tilheyra samtök um, er nefnist „Symbiosiski frelsisherinn". Haft er eftir sál- fræðingi við háskölann í Berkeley, dr. Bernard Diamond, að búast megi við, að ræningjarn- ir séu menn hættulegir og vísir til að standa við hótanir um að drepa Patriciu Hearst, verði ekki gengið til móts við þá. Segir læknirinn, að orðsendingar ræningjanna beri það með sér, að þeir séu barnalegir menn en líkiega ein- lægir og hafi lifað sig inn í bylt- ingardrauma. Blaðið, sem Hearst ritstýrir, „Examiner" i San Fransisco og „Okland Tribune" segja í dag, að lögreglan hafi lýst eftir tveimur mönnum vegna ránsins, Donald Davids DeFreeze og Thero M. Wheeler, sem báðir eru stroku- fangar um þritugt. 60 farast í flóðum Buenos Aires, 18. febr, AP. TALIÐ er, að a.m.k. 60 manns hafi beðið bana af völdum flöða, sem orðið hafa í tólf héruðum Argentínu. A þremur svæðanna hefur stjórnin lýst yfir neyðar- ástandi. Um hundrað þúsund manns hafa verið fluttir burt frá heimilum sínum vegna flóða- hættu. Juan Peron forseti hefur sett á laggirnar sérstaka stjórnarnefnd til að hafa umsjón með björgunar- starfi. Ástandið er verst i héruðunum Salta og Jujuy í norðurhluta landsins og Santiago del Estero i miðhluta þess. Flóðin stafa af völdum mestu rigninga, sem komiÁ hafa á þess- um slóðum árum saman. Norðurlandaráð: Verð- launin afhent Stokkhólmi. 18. febr. frá Birni Jóhannssyni. AFHENDING bókmenntaverð- launa og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fór fram við hátíðlega athöfn f ráðhúsinu hér sl. sunnudagskvöld. Danski rithöfundurinn, Willy Sörensen, sem hlaut bók- menntaverðlaunin að þessu sinni, gat ekki veitt þeim mót- töku sjálfur vegna veikinda, en framkvæmdastjöri Dan- merkurdeildar Norðurlanda- ráðs, Franz Wendt, tók við þeim fyrir hans hönd og flutti ávarp frá skáldinu. Danska ' tónskáldið Per Nörgaard hlaut tónlistarverð- launin að þessu sinni fyrir verk sitt Gilgamesh. Flutti hann ávarp, er hann veitti verðlaununum viðtöku. Bókmenntaverðlaunin eru veitt árlega, en tónlistarverð- launin annað hvert ár. Forseti Forseti Noröulandaráðs, Svf- inn Johannes Antonsson, af- henti verðlaunin. Þyrluflugið yfir Hvíta húsinu á sunnudagsnótt: Herinn fjallar um mál flugmannsins Washington 18. febr. AP—NTB HANDTFKINN var á sunnu dagsnótt tvítugur Bandaríkja- maður eftir övenjulegt þyrlu- flug, sem skaut fjölda manna skelk í bringu og lauk á fliit- inni fyrir sunnan Hvíta húsið eftir að ríkislögreglumenn höfðu neytt þyrluna með skot- hrfð til lendingar. Fftir yfir- hevrslu mannsins I gær og í dag var ákveðið, að saksóknari ríkisins felldi niður áka-ru á hendur honum og herinn fengi mál hans til meðferðar. Hann var við handtökuna sakaður um að fara í óleyfi inn á yfirráöa- sva‘öi forsetabústaðarins, en þar yfir er harðlega bannaö að fljúga. Riehard Nixon forseti og fjiil- skylda hans voru ekki í Hvíta húsinu, þegar þetta gerðisl.þau dveljast nú í Flórida. Upphaf þossa máls var, að siign talsinanna herstöðvarinn- ar f Meade i Maryland og lög- reglunnar i Washington, að þyrlu af gerðinni Bell Huoy var stolið frá Tiptonherllugvellin- um í Meade um miðnæturbil aðfararnótt sunnudags. 1 fyrstu sveimaði hún yfir húsakynnum hermanna í stööinni pn þegar þyrla n'kisliigreglunnar i Mary- land kom á yettvang, hélt stolna þyrlan til Dullesflugval 1- ar i N-Virginia. Þar fékk Inin ekki lendingarleyfi og næsl fréttist af henni, þar sem hún flaug lágt yfir bifreiðum, sem öku um þjóðveginn milli Washington og Baltimore og hélt iikumiinnum og ibútim nærliggjandi húsa i skelfingu. A þessuin slóðum lenti þyrlan Framhald á bls. .'U

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.