Morgunblaðið - 19.02.1974, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.02.1974, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974 23 Ellert K. Magnússon — Minningarorð Fæddur 1. maí 1897 Dáinn 8. febrúar 1974 Ef skrifa ætti sögu allra íslend- inga svo að gagn væri að, yrði það stór bók. Þjóðskrá okkar geymir fæst af því, sem lætur litið yfir sér, að margra sýn en er þó stór- virki í islenzkri þjóðarsögu, fram- kvæmdum þjóðarinnar og dugn- aði. Sum verkin nú svo smá, og ekki þess virði, að þeirra sé minnzt — og smæst þau, sem ein- staklingurinn hefir afrekað til uppbyggingar framtíðar þjóðar- innar, á éinn eða annan hátt. Oft er í ræðu og riti minnzt þeirra, sem nefnast „aldamóta- menn“, það er þeirra, sem fædd- ust á síðasta tug 19. aldarinnar og á fyrsta tug þessarar aldar. Einn þessara ,,aldamótamanna“ var Ellert Kr. Magnússon, sem í dag verður til moldar borinn eftir nær77 ára æviskeið. Ellert fæddist 1. maí 1897 að Syðri-Sýrlæk í Flóa, sonur hjón anna Magnúsar Snorrasonar frá Stóru-Sandvik í Flóa og Oddnýjar Jónsdóttur frá Bergþórshvoli í Landeyjum. Með þeim fluttist Ell- ert til Reykjavíkur árið 1902, en það ár andaðist Magnús, faðir hans. Stóð nú ekkjan uppi með 9 börn — það elzta 14 ára, Ellert var þá 5 ára, og 2 krónur í pening- um. Föðursystir Ellerts, Elin, tók hann þá til fósturs, en hennar naut ekki lengi við, og fór hann þá í fóstur til frænda síns, Snorra Welding, og konu hans, Sigriðar, sem hann síðan tignaði og dáði til æviloka. ,,Þau reyndust mér sém beztu foreldrar til æviloka þeirra," sagði hann oftsinnis. Árið 1917 fór hann þó aftur heim til móður sinnar, enda var hann þá byrjaður sinn sjómanns- feril, því að eftir áramótin 1910, þá 12 ára gamall, réðst hann á skútuna Önnu Breiðfjörð og varð það upphafið að hans sjómanns- ferli, því að í 20 ár var hann á skúlum, togurum og skipum Eim- skipafélags íslands, Gullfossi og Goðafossi, en jafnframt stundaði hann nám i Sjómannaskóla ís- lands og lauk þaðan prófi, hinu almenna farmannaprófi vorið 1921. Árið 1927 urðu þáttaskil i ævi hans, Það ár, þann 21. mai, kvænt- ist hann sinni frábæru eiginkonu, Guðríði Þorkelsdóttur frá Akri við Bræðraborgarstíg, sem alla tið hefir reynzt honum hinn traust- asti lifsförunautur, og í veikind- um hans sem hjúkrunarkona og oft læknir. Þau eignuðust 5 börn: 1. Elínu, hjúkrunarkonu, f. 1928, gift Paul Jóhannssyni, véltæknifræðingi í Váster í Sviþjóð, 2. Guðrúnu, f. 1930, gift Guðjóni Guðmundssyni yfirlækni við sjúkrahús Akra- ness. 3. dr. Ásgeir, yfirlæknir, f. 1933, kvæntur Guðlaugu Ragnars- dóttur. 4. Þorkell Steinar, skóla- stjóri á Eiðum, f. 1939, kvæntur Guðrúnu Bjartmarsdóttur, og 5. Magný, f. 1942, gift Jóhanni Gísla- syni tannlækni. Eftir að Ellert hætti sjó- mennsku, einkum sökum heilsu- brests, for hann að byggja hús, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Síðasta bygging hans var húsið nr. 73 við Snorrabraut, sem varð hans síðasta heimili og tveggja barna hans. Um skeið vann hann sem vagnstjóri hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur en hafði eftir það sinn eigin vörubíl, og var um langt árabil í þjónustu Reykjavík- urborgar, svo lengi sem heilsan leyfði, en síðastliðin 10 ár hefir hann ekkert getað unnið vegna liðagigtar, þrátt fyrir allar til- raunir, sem til bata gætu orðið. Ellert var félagslyndur mjög og tók þátt í öllum þeim félagsstörf- um á vegum Vörubilstjórafélags- ins „Þróttar", sem hann gat innt af hendi vegna heilsu sinnar. Hann hafði yndi af ljóðum og kveðskap, var söngvinn mjög og glaðastur allra í góðra vina hópi — sem bindindismaður þó, og skemmti sér þó ekki síður en aðr- ir í gleðihófum félaga sinna. Ellert var trúmaður mikill sótti helgar tíðir eftir beztu getu í Hall- gn'mskirkju. — A hverju kvöldi las hann upphátt þær bænir, sem hann hafði i bernsku numið og tóku kona hans og börn þátt i slákum helgistundum. — Mætti slík heimilisguðrækni tíðkast á fleiri íslenzkum heimilum. Ekki mundi þjóðlífið spillast við það. — 0 — Ellert var óvenju frændrækinn. Rúmum sólarhring áður en hann andaðist, kom hann á heimili okk- ar, sem oft áður — og harmaði hve langt væri síðan hann hafði heimsókt okkur, en tíðarfarið olli, snjór, hálka, stormar o.fl., en i stormi átti hann örðugt með gang. En nú væri hann að heim- sækja vini og frændur, þvi aldrei vissi maður hvenær síðasta stund- in kæmi. — 0 — Nú eru aðeins 4 systur eftir á lífi af öllum barnahóp foreldra hans. Þær allar, tengdasynir, bórn og barnabörn, kveðja vininn okkar allra með hugsunum og orð- um, sem ekki verða sögð. Að kvöldi 7. febrúar lagðist hann til I svefns ásamt konu sinni og fjöl- skyldu — eftir að hafa lesið sínar barnabænir að venju — upphátt. — Morguninn eftir vaknaði hann snöggvast, sneri sér og sagði: „Mig langar til að komast svolitið nær“. — Síðan lokaði hann aug- unum og opnaði þau aldrei aftur. En hvað sá hann, sem hann vildi sjá betur? Hvað var það, sem hann þráði að nálgast betur? Guð blessi minningu hans og alla ættingja, eiginkonu, börn og skyldulið þeirra og gefi þeim — og okkur öllum — náð til þess á dauðastundinni að þrá að komast nær þvf, sem við sjáum. Það hlýt- ur að vera fagurt og dýrðlegt og bjart. — Ella þráðum við það ekki. Guðbjörn Guðmundsson. í dag verður gerð frá Hallgríms- kirkju útför Ellerts K Magnús- sonar, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 8.2. sl. Ellert var fæddur 1.5. 1897 og var því á 77. aldursári, er hann lézt. Þegar ég í dag kveð Ellert, tengdaföður minn, er það með hrærðum huga og þakklæti í hjarta. Hann var gæddur mörgum þeim mannkostum, er auðga og bæta samferðamennina. Ellert átti siðasta aldarfjórðung ævi sinnar við vanheilsu að strfða en bar það með einstæðri karl- mennsku og æðruleysi. Sýndi hann þar viljastyrk, sem fágætur er. Þó að sjúkdómurinn yrði þess valdandi, meðal annars, að liðirn- ir stirnuði, þá gafst hann ekki upp, heldur hélt sér í stöðugri æfingu með ærnu erfiði. Með þessum viljastyrk og dugnaði, hamlaði hann á móti sjúkdómin- um meira en nokkur læknavísindi gátu gert. Síðustu árin fór sjónin einnig þverrandi, en það aftraði honum ekki frá því að fara allra sinna ferða fram á siðasta ævidag- inn. Hann fór í gönguferðir sínar þótt veður væru váleg og færðin hættuleg, jafnvel fyrir þá sem ungir voru og i fullu fjöri. Ellerti fannst óþarfi, að við hefðum áhyggjur af þessum ferðum hans i misjafnri færð og sýndi lika, að hann bjargaði sér með viljastyrk og dugnaði. Ellert gerði kröfur til annarra, en fyrst og fremst til sjálfs sin. Hann var dulur að eðlisfari og bar ekki tilfinningarnar utan á sér. Ég veit að hann var skapstór, en ljúfur var hann í lund og ég minnist þess ekki að hafa séð hann skipta skapi. Hann átti víða vini og var frændrækinn með af- brigðum og fáa hefi ég séð eiga jafn auðvelt með að umgangast fólk, bæði unga og aldna. Barna- börnunum var hann góður afi, sem lét sér annt um hag þeirra og velferð. Sérstaklega hændust litlu börnin að honum og fundu þau öryggiskennd og hlýju, er þau sátu hjá afa og hlýddu á hann segja sögur og þá gjarnan frá þeim tíma, er hann var til sjós. Ellert átti stérka barn,gtrú, sem hann glataði aldrei, en þroskaði með árunum. Hann talaði ekki mikið um trú sína, en gerði sér far um að lifa eftir kenningum Krists og fáa hefi ég þekkt jafn kirkjurækna og hann. Þótt við vitum að dauðinn sé eitt af lögmálum náttúrunnar, sem við mannanna börn verðum að sætta okkur við, þá setur að okkur söknuð og hryggð, er við kveðjum ástvini okkar. Þá er gott að eiga trú á lifandi Guð, sem hefur búið okkur stað handan við gröf og dauða, þar sem við eigum von um að hittast aftur um siðir. Guðjón Guðmundsson. Jón Guðmundsson Stóru-Avík - Minning Hinn 25. janúar siðastliðinn lést Jón Guðmundsson bóndi Stóru- Avík, 63 ára að aldri, eftir erfiða legu. Hann fæddist 13/9 1910. Var sonur hjónanna Önnu Benedfkts- dóttur og Guðmundar Jónssonar í Stóru-Ávík. Hann þls upp hjá foreldrum sin- um, og stundaði öll þau venjuleg störf eins og svo margir. Fór einnig i Bændaskólann á Hvann- eyri. Hann hóf búskap í Stóru- Ávik árið 1938 ásamt konu sinni Unni Aðalheiði Jónsdóttur frá Seljanesi. Bjó hann þar á móti föður sínum til 1958, en á allri jörðinni eftirþað. Árið 1971 flutt- ist hann suður á Akranes en undi sér þar ekki og kom norður aftur vorið 1972, og var þar i eitt ár en varð þá að fara suður á sjúkrahús vegna veikinda, og var þar mikið I tilþar tilyfirlauk. j Jón heitinn ogUnnur eignuðust 11 börn, sem öll eru á lifi, 4 syni og 7 dætur. Þar af eru 4 börn þeirra búsett i Árneshreppi. Jón var á margan hátt sérstæð- ur persónuleiki, skapmikill og gat verið nokkuð fljótfær þegar ákaf- inn bar hann ofurliði. En þó mönnum sinnaðist kannski stund- um við hann og honum við aðra, þá stóð það aldrei lengi. Hann var ekki langrækinn, en hann var svo hreinlyndur að hann varð að segja það sem honum bjó í brjósti umbúðalaust. Hann var raunbóð- ur, og mátti ekkert aumt sjá. og á ég þá sérstaklega við mann sem hann tók inn á heimili sitt fyrir nokkrum árum, og hefur verið þar síðan. Honum hefðu ekki aðr- ir reynst betur. Hann var mjög sjálfstæður i skoðunum og athöfn- um. Gat ekki hugsað til þess að nokkur ætti neitt hjá sér. Sem dæmi um það þá kom það fyrir að ég gerði stundum handarvik fyrir hann, þá vildi hann alltaf vera að borga sem maður tók að sjálf- sögðu ekki i mál. En til að gera eitthvað í staðinn þá gaf hann jafnan börnunum okkar lamb á hverju hausti. Jón átti lengi við mikla vanheilsu að striða, og hafði það vafalaust mikil áhrif á skaplyndi hans. Og að geta ekki stundað starf sitt eins og hann hefði viljað. En erfitt hefur það verið fyrstu búskaparárin og sjálfsagt lengur með mikla ómegð og stöðuga vanheilsu að koma þessu áfram. En þetta bjargaðist allt, þrátt fyrir erfiðleikana, og á Unnur kona hans þar stóran hlut. Eg held að það sé ekki ofsagt að þar hafi verið unnið afrek. Ég læt hér staðar numið, en margt er sem um Jón heitinn má segja. Um það eru aðrir færari en ég. Að lokum vil ég þakka honum vinsemd hans við mig, þar féll aldrei skuggi á. Blessuð sé minning hans. G.G.J. Sigurlaug Sigvalda- dóttir - Minningarorð SIGURLAUG varfædd að Heydal í Bæjarhreppi, Strandasýslu, 8. apríl 1886. Foreldrar hennar voru Sigvaldi Sigvaldason bóndi þar og kona hans, Lilja Lalila Jóhannes- dóttir. Sigvaldi var ættaður úr Húnavatnssýslu. Foreldrar hans, Sigvaldi Haraldsson og Margrét Guðmundsdóttir, bjuggu á Koti í Vatnsdal og síðar á Valdarási í Víðidal. Lilja var frá Heydal. For- eldrar hennar, Jóhannes Jónsson og Helga Björnsdóttir, bjuggu í Heydal i tæp 30 ár. Sigvaldi og Lilja bjuggu í Hey- dal í rúm 30 ár, en fluttust árið 1902 að Fremri-Brekku i Saur- bæjarhreppi, Dalasýslu, og bjuggu þar til æviloka. Þau hjón eignuðust 8 börn, sem öll náðu fullorðins aldri, og var Sigurlaug yngst þeirra systkina. Mikinn dugnað og ráðdeild hafa þau hjón haft til að bera að geta komið sínum stóra barnahópi hjálpar- laust til fullorðinsára. Erfitt hlýt- ur það að hafa verið, einkum á ísa- og harðindaárunum kringum 1880, en þá voru flest börnin í dmegð. Þeim auðnaðist það að sjá allan hópinn vaxa úr grasi og taka þátt i lífsbjargarviðleitni og dag- legum störfum þeirra tíma. Hey- dalssystkinin voru öll hin mann- vænlegustu og báru það ekki með sér, þó að efalaust hafi stundum verið þröngt í búi. Sigurlaug fluttist með foreldr- um sínum að Fremri-Brekku, þá 16 ára gömul. Hún dvaldist hjá þeim til 19 ára aldurs. Þann 22. september 1905 giftist Sigurlaug Eggert Theódórssyni frá Efri-Brunná i sömu sveit. For- eldrar hans voru Theódór Jóns- son gullsmiður og kona hans, Mar- grét Eggertsdóttir. Sigurlaug og Eggert hófu bú- skap í Litla-Holti árið 1906. Þar bjuggu þau í tvö ár, en fluttust þá á eignarjörð sína, Efri-Brunná, en þá jörð hafði Eggert fengið í arf eftir foreldra sína. Þar bjuggu þau i 12 ár, eða til ársins 1920. Hin ungu hjón, sem bæði voru greind og fróðleiksfús, tóku strax virkan þátt í uppbyggingu sveita- lífsins og létu sér ekkert óviðkom- andi, er orðið gæti til hagsböta fyrir sveit þeirra eða nágranna. Eggert var kvaddur til nokkurra trúnaðarstarfa, var meðal annars oddviti hreppsins siðari ár sin þar. Búskapurinn var rekinn með hagsýni og myndarbrag, og á heimilinu rikti glaðværð og gestrisni mikil. Þau brugðu búi árið 1920 og fluttust til Reykjavíkur, og er þangað kom festu þau kaup á húseigninni Njálsgötu 12. Eggert gerðist kaupmaður og rak verzlun í borginni um alllangt skeið. Eggert var skýr maður, hann las mikið og var fróður. Hann var léttur i máli og hnyttinn í tilsvör- um. Hann var töluvert pólitiskur. Þau mál bar stundum á góma, er ég leit við hjá honum, og þar sem skoðanir okkar í þeim efnum féllu ekki i sama farveg gat oltið á ýmsu, hvernig ræðan endaði, en við höfðum báðir gaman af. Mér eru minnisstæð ýmis tilsvör hans frá þessum timum. Sigurlaug var glæsileg kona, fríð sýnum og vel vaxin. Prúð í framkomu, en festa og alúð mótuð í svip hennar. Hún hafði ást á bókum, einkum ljóðabókum, og kynnti sér þær vel. Hún mun eitt- hvað hafa fengizt við ljóðagerð, en fór mjög dult með og vissu fáir um þennan hæfileika hennar. Mjög gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna að Njálsgötu 12. Ég kom þar oft,dvaldi þar einu sinni um tíma. Þar var iðulega hálffullt hús. Gamlir sveitungar, Saurbæ- ingar, er leið áttu i bæinn litu þar inn eða héldu til. Kunningjahóp- ur þeirra úr Saurbæ virtist vera stór og bendir það til þess, að þau hjón hafi verið vinsæl þar vestra. Þá voru sum systkinabörnin þar tíðir gestir, stundum um langan tíma. Öllum var tekið með alúð og umhyggjusemi, og sjálfsagt þótti að greiða götu þeirra eftir því sem við varð komið. Ég naut þess sjálfur og minnist þeirra hjóna með þakklátum huga fyrir margan greiða mér gerðan. Sigur- laug sem ekki var heilsuhraust, var sívinnandi. Gestir tóku mik- inn tfma, en annars féll henni aldrei verk úr hendi. Hún stund- aði saumaskap mikið og var eftir- sótt sem saumakona. Þó hafði hún aldrei átt þess kost að læra neitt á þessu sviði, en meðfædd hand- lagni, listhneigð og brennandi áhugi gerðu það að verkum, að allt virtist leika í höndum hennar, og tókst henni vel að leysa ýmis vandaverk á þessu sviði. Það er eftirtektarvert, að þegar Sigurlaug er 60 ára, ræðst hún i að sækja námskeið í málaraiðn, er aðallega var sótt af ungu fólki. Það þarf töluverðan kjark og skapfestu til þess að setjast á skólabekk á þessum aldri, ekki sízt þegar megin þorri nemenda er á allt öðru aldursskeiði. Eg get ekki annað en dáðst að frænku minni fyrir þetta framtak. Hún málaði töluvert á seinni árum og virtist sama snyrtilega hand- bragðið á því og öðru, sem hún lét frá sér fara. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Margréti Lilju, sem gift er Sveini Sveinssyni múrarameistara í Reykjavík. Margrét og Sveinn eignuðust fjögur börn. Er þau komust á legg gerðu þau sér tíðförult heim til afa og ömmu og voru þeim ein- staklega hlý og góð. Börnin urðu sólargeislar hinna öldruðu hjóna, er veittu birtu og yl inn í líf þeirra. Það varð þeim ólýsanlegur harmur, þegar elzta dótturbarnið, Ármann, hinn mesti efnismaður, dó sviplega aðeins22 ára gamall. Mann sinn, Eggert, missti Sigurlaug fyrir 2H ári tæplega m'ræðan að aldri. Síðustu árin dvaldi Sigurlaug á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hún var þá farin að heilsu og kröftum. Ég heimsótti hana stundum, en þó alltof sjaldan. Aldurinn var orðinn nokkuð hár, en þó hélt hún andlegum kröftum furðu vel. Hugurinn snerist aðal- lega um dótturina og börn hennar, sem hún bar mikla um- hyggju fyrir. Einnig virtust æsku- stöðvarnar vera ofarlega í huga hennar, hún virtist að hálfu leyti komin heim í dalinn sinn og sjá hann á ný með augum barnsins. Minningar skutu upp kollinum Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.