Morgunblaðið - 22.02.1974, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.02.1974, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22.-FEBRUAR 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Augiýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 22,00 kr. eintakið. Ríkisstjórnin læðir nú inn hverri skatta- hækkuninni á fætur ann- arri. Hún hefur heitið því að lækka tekjuskatt um 2600 milljónir, en á móti ætlar hún að hækka sölu- skatt um 3700 milljónir. Fyrirsjáanlegt er þó, að afrakstur ríkissjóðs af sölu- skattshækkuninni verður mun meiri. Ástæðan er sú, að því meiri, sem verð- bólgan verður, þeim inun hærri verða tekjur ríkis- sjóðs af söluskattinum. Þótt talið sé í dag, að hvert söluskattsstig gefi yfir árið í tekjur 700—800 milljónir króna, er ljóst, að þegar líður á árið og verð- hækkanir hafa orðið veru- legar, gefur hvert sölu- skattsstig mun hærri upp- hæð. Þannig á að svíkjast aftan að launþegum og sópa fé í ríkishítina með blessun helztu verkalýðs- foringja kommúnista með Eðvarð Sigurðsson í farar- broddi. Jafnframt ætlar ríkis- stjórnin að hækka launa- skattinn um 1% til þess að afla fjár í Byggingarsjóð, sem er á heljarþröm. Það eru að sjálfsögðu launa- greiðendur, sem verða að borga þennan aukna launa- skatt, sem talið er að muni gefa 400—500 milljónir króna á ári. En í raun og veru er hann sóttur í vasa launþega, vegna þess að at- vinnureksturinn getur þá borgað þeim mun minna í beinar kauphækkanir til launþega. Nú hafa Félag ísl. iðnrekenda og Lands- samband iðnverkafólks sameinast um að mótmæla þessari skattheimtu, þ.e. söluskattshækkuninni og launaskattinum. Benda þessir aðilar á, að hækkan- ir þessar geri að engu þær tollalækkanir á hráefnum og vélum til iðnaðarins, sem lofað hafði verið. En ríkisstjórnin er ekki af baki dottin í skatta- hækkunum. Hún græðir á verðbólgunni eins og að framan greinir varðandi söluskattinn og hún ætlar líka að græða á hækkun olíuverðs. Auknar tekjur ríkisins vegna olíuhækkun- ar munu nema um 300 milljónum króna. Þetta fé ætla ráðherrarnir að taka í hítina f stað þess að nota það til þess að lækka olíu- verðið. Mesta hneykslið í skatt- heimtu ríkisstjórnarinnar er þó sú staðreynd, að hún ætlar að innheimta toll og söluskatt af innfluttu Viðlagasjóðshúsunum. Þessi hús eru sem kunnugt er keypt fyrir gjafafé frá Norðurlöndunum og eru því f raun gjafahús. Þessa gjöf ætlar ríkisstjórnin að skattleggja, ríkissjóður ætlar beinlfnis að hagnast á hamförunum í Vest- mannaeyjum. Þessi fram- koma er þjóðinni til skammar gagnvart gefend- um, en hún sýnir, að fégræðgi ráðherranna eru engin takmörk sett. Hið furðulega við þessa gífurlegu skattheimtu ríkisstjórnarinnar er þó sú staðreynd, að stjórnarsinn- ar í verkalýðshreyfingunni virðast staðráðnir í að leggja blessun sína yfir hana og hafa raunar þegar samþykkt meiri söluskatts- hækkun en tekjuskatts- lækkun, og auk þess hækk- un launaskatts. Til við- bótar því að samþykkja þessa skattahækkun hafa þeir einnig samþykkt að taka áfengi og tóbak út úr vísitölunni. Fyrir þremur árum töldu þeir sjálfir slíkt vera vísitölurán og eitt helzta stefnumál nú- verandi ríkisstjórnar var að setja áfengi og tóbak aftur inn í vísitöluna. Fyrir einu ári taldi Björn Jóns- son, forseti ASÍ, það ekki koma til greina að taka þessa liði út úr vísitölunni. Nú beitir hann sér fyrir því og óskaði eftir því að auki, að hækkun benzín- skatts og þungaskatts yrði einnig' tekin út úr vísitöl- unni. Það var fellt í 30 manna nefnd ASf, en fjór- ir verkalýðsforingjar greiddu þvf þó atkvæði. Þessir fjórir voru: Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jóns- son, Guðmundur J. Guð- mundsson og Benedikt Davíðsson. Björn Jónsson hefur sagt, að venkfall V.R. hafi ekki byggzt á „faglegum" rökum, og Eðvarð Sigurðs- son hefur látið í það skína, að það sé af pólitískum rót- um sprottið. Þau ummæli eru að sjálfsögðu móðgun við fólk úr öllum flokkum, sem tók ákvörðun um þetta verkfall. Sönnu nær er, að afstaða þeirra beggja til núverandi samningavið- ræðna sé þrælpólitísk. Það sem þeir ekki máttu heyra nefnt, þegar flokkar þeirra voru utan stjórnar, leggja þeir nú sérstaka áherzlu á að fá fram. Þessi hræsni og óheiðarleiki er svo yfir- gengilegur að engu tali tekur. Þessir menn, sem þykjast vera að vinna í þágu launþega, miða allar gerðir sínar við það að gera ríkisstjórninni til þægðar. Þeir samþykkja milljarða- álögur á launþega og halda því fram, að ríkisstjórnin sé að auðvelda samninga, þegar hún íþyngir í senn atvinnuvegunum og laun- legum með þessum hætti. Mikið má vera, ef ekki kemur að skuldadögum þeirra fyrr en síðar. SKATTARNIR HÆKKA OG HÆKKA Victor Zorza: Stefna Kínverjar að vinslitum? TÖNNINN í hinni nýju herferð Kínverja gegn Vesturlöndum gæti verið fyrsta bendingin um vinslit við stjórnina í Washing- ton. í Moskvu hafa komið fram nýjar vísbendingar um ugg vegna þeirrar ógnunar sem Sovétríkj unum stafar frá bandalagi Kínverja og Banda- ríkjamanna. í Washington hef- ur sjálfur dr. Kissinger sýnt að það hafa verið innantóm orð þegar stjórnin hefur þráfald- lega neitað því að hún noti sam- bandið við Kínverja til þess að leggja fast að Sovétríkjunum. Það sem fyrir Nixon vakti var opinberlega dregið í efa í Kreml þegar hann fór til Pek- íng, en tortryggni manna í Moskvu var bersýnilega eytt með endurteknum fullvissun- um frá Washington þess efnis að Bandaríkin og Kína væru ekki að stofna til samblásturs gegn Sovétríkjunum. Nú kemur dr. Kissinger til skjalanna og í viðtali við Gyðingarithöfunda og prófess- ora, sem fara átti með sem einkamál en hefur nú birzt í megindráttum í Washington Post, segir hann bersýnilega þveröfugt við það sem hann hefur alltaf sagt opinberlega. Viðtal hans miðaði að því að fullvissa Gyðingaleiðtoga um afstöðu hans til ísraels. En hann sagði einnig að nýju sam- skiptin við Kína væru bráð- nauðsynleg til þess að Banda- rikin gætu lagt fast að Rússum. Nokkrir þátttakendanna, en þó ekki allir, minntust þess einnig að hann hefði sagt það vera nauðsynlegt að etja þeim sam- an. Dr. Kissinger gerði þessar at- hugasemdir í sama mund og vísbendingarnar frá Moskvu bentu þegar til þess að sá valda- hópurinn í Kreml, sem hefur alltaf dregið í efa að mark sé takandi á fullvissunum frá Washington um samskiptin við Kína, hefði fengið byr í seglin. Ritið Alþjóðalíf, sem áður hafði borið fram nokkrar nærgöngul- ar spurningar um samskipti Kínverja og Bandaríkjamanna, hefur á ný ráðizt fram til at- lögu. Það spyr aftur þeirrar spurningar, sem hefur legið í þagnargildi undanfarin tvö ár og flokksritarinn Leonid Brezhnev bar fram opinberlega skömmu eftir ferð Nixons til Peking. Brezhnev vildi vita hvað raunverulega gerðist í Peking. En, sagði hann, úr því að bandarískir og kínverskir for- ystumenn ,,ákváðu að halda leyndum" einstökum atriðum viðræðna sinna mundu athafnir þeirra í framtíðinni sýna hvað þeir voru að bralla. Alþjóðalíf hefur nú svarað spurningu hans. Eftir sex ferðir Kissing- ers til Pekings, sagði það, sýndi ,,frumárangurinn“ að samvinna Kína og Bandaríkjanna hefði orðið nánari I nokkrum alþjóða- málum og svæðamálum. „Staðreyndirnar" sýndu nú að Peking-stjórnin reyndi að fá Bandaríkin til liðs við sig í bar- áttu sinni gegn Sovétríkjunum og notaði nýja bandalagið „til þess að ýta efnahags- og hernaðarþróuninní í Kina fram á veg.“ Ritið sakar ráðamenn í Peking um að heyja „samvizkulausa stjórnmálaref- skák“ í þeim tilgangi að koma á laggirnar bandalögum sem stefnt sé gegn Sovétríkjunum. En að svo miklu leyti sem við- leitni Kínverja hefur borið árangur, gaf ritið í skyn, hljóta þeir að hafa notið heilshugar stuðnings Bandaríkjanna sem léki sama leik í eigin þágu. En í skilgreiningunni frá Moskvu var einnig bent á að ekki væru allir kínverskir for- ystumenn hlynntir banda- lagi Peking-stjórnarinnar við Bandaríkin. Endurteknar sov- ézkar umræður um slíkan ágreining í Peking jafngilda því að ýmsum kínverskum leið- togum er beinlínis boðið upp á að berjast fyrir endurvakningu þess sem Brezhnev kallaði í ný- legri ræðu „vináttu" við Sovét- rikin. Fyrstu teiknin um að valdahópur hliðhollur Sovét- ríkjunum og fjandsamlegur Bandarfkjunum hefði staðið af sér fall Lin Piaos, arftaka Mao Tse-Tungs sem beið bana í flug- slysi þegar hann reyndi að flýja til Sovétríkjanna, fóru að sjást eftir kínverska flokksþingið í sumar. Nú virðast þeir finna hljóm- grunn I Peking, að minnsta kosti að þvi marki að hnútur til Bandaríkjamanna eru farnar að fljúga í þeirri stórfelldu áróðursherferð sem kínverskir vinstrisinnar setja nú af stað í sambandi við nýja valdabaráttu innanlands. Svo virðist, segir Alþýðudagblaðið, að „vofa John Foster Dullesar loði enn- þá við fylkingu bandariskra heimsvaldasinna.“ Gæti það haft Kissinger í huga? Það hvetur til þess að afhjúpaður verði vestrænn „vinur“, sem taki þátt „í ósvífnum andkín- verskum samningum“ svo að hann geti ekki Iengur „svikið og blekkt.“ Og Owen Lattimore, bandaríski fræðimaðurinn sem snæddi með Chou En-lai þegar hann dvaldist í Kina, er nú kallaður alþjóðlegur njósnari. Þetta eru varla meira en hálmstrá. Hví skyldi telja að niðrandi orð um Bandaríkin, í grein með gagnrýni á ítalska kvikmynd um Kina — eftir leikstjórann Antonioni — eigi við um utanríkisstefnu Peking- stjórnarinnar? Af sömu ástæðu og fordæmingin á Konfúsíusi í kínverskum blöðum er talin innlegg í valdabaráttuna í Peking. í sjálfu sér má vera að lítið vit virðist i þeirri þróun, sem er að mótast i Peking, en ef hún er skoðuð með hliðsjón af þeim sólarmerkjum sem eru greinileg í Moskvu og Washington má sjá móta fyrir mynztri. Kremlverjar segja i raun réttri fyrir sitt leyti valdamönn- um i Washihgton, ctg vera má að það sem þeir telja bera vott um veikleika I bandarísku stjórn- inni auki þeim kjark, að þeir verði að hætta að etja Kínverj- um og Rússum saman. Jafn- framt svara þeir — eins og Brezhnev gerði i ræðu í septem- ber — málaleitunum sem Peking-stjórnin virðist hafa gert í fyrrasumar. Peking svaraði þeim síðan með árnaðaróskum á afmæli októ- berbyltingarinnar og sleppti skammaryrðum sem slíkum óskum hafa fylgt á fyrri árum. Orðsendingin átti greinilega að gefa mönnum í Moskvu bendingu. Hún var ekki birt í innanlands fjölmiðlum í Kína, aðeins lesin í útvarpssending- um til Rússlands. Nýlegar athugasemdir dr. Kissingers undirstrika þann hag sem Bandaríkin hafa haft af deilu Kínverja og Rússa. Hún kom honum að miklu Framhald á bls. 18 Hætta þeir að skálast?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.