Morgunblaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 32
IESIÐ orjimlílaí* DflGLEGn fHorpMMöMb nUGIVSinGHR ^n.22480 FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR 1974 Stöðugt flug landa á milli — þrátt fyrir verkfallið Fyrirhugaðar skattalagabreytingar: Ríkið hagnast um 4,7 milljarða króna Nýtt „millilandaflugfélag“ hef- ur risið upp í verkfalli verzlunar- manna. Það er Flugstöðin hf. sem hefur ekki undan að flytja fólk til Glasgow, Færeyja og Kaup- mannahafnar og þurfti jafnvel að skjótast til Parísar til að sækja varahluti í stóra vinnuvél. Þá hef- ur einnig verið svo mikið að gera f innanlandsflugi, að engin vél Flugstöðvarinnar hefur stanzað nema rétt til að taka eldsneyti og svo auðvitað farþega og farangur. I ferðinni til Parísar og í milli- landafluginu yfirleitt notar Flug- stöðin tveggja hreyfla, átta sæta vél af gerðinm Piper Navajo. Flugstjóri í Frakklandsferðinni var Önundur Jóhannsson, en aðstoðarflugmaður Bragi Helga- son. Þeir sögðu, að fyrst hefði verið flogið til Glasgow með fimm farþega og tók sú ferð um fjórar klukkustundir. Þar var farþegun- um hleypt frá borði og flogið áfram til Parisar. Ætlunin var að lenda á Orly, en þeir voru ekki komnir þangað fyrr en fimm mínútur yfir ellefu um kvöldið og var þá sagt, þeim til mikillar furðu, að alþjóðavöllurinn Iokaði kl. 23. Í staðinn lentu þeir á Le Bourget, eftir 2,40 klst. flug og Ráðstefnu SUS frestað RÁÐSTEFNU þeirri, sem halda átti um þessa helgi á vegum Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, hefur verið frestað þar tii laugar- daginn 9. og 10. marz n.k. Ráð- stefnan, sem fjalla mun um póli- tíska stöðu SUS, verður nánar auglýst síðar. Feikilegur vatnselgur herjaði á Þorlákshafnarbú a í gær og rann vatn inn í kjallara nokkurra húsa. Þá var símstöðin umflotin vatni og urðu menn að fara þangað á árahátum, en dýpt vatnsins var á annan metra. í rigningunum að undanförnu hefur mikið vatn safnazt sarnan í hrauninu fyrir ofan plássið, og þar sem fs er í jörðu eftir umhleypi ngana að undanförnu, flýtur vatnið ofan á í stað þess að sfga niður í hraunið. Úthlutunarnefnd listamanna- launa boðaði fréttamenn á sinn fund f gær f tilefni af úthlutun listamannalauna fyrir árið 1974. Að þessu sinni hljóta 119 lista- menn laun, þar af 12 í heiðurs- launaflokki, sem Alþingi veitir, 60 hljóta laun í efri flokki og 47 í neðri flokki. Á fundinum kom m.a. fram, að úthlutunarfé hefur hækkað úr tæpum 7,5 milljónum króna frá því í fyrra í 10 milljón- ir, sem gerir það að verkum, að sneru heim sömu leið daginn eft- ir. Auk Navajo-vélarinnar á Flug- stöðin þrjár minni tveggja hreyfla vélar, sem taka sex í sæti, eína fjögurra sæta Cessnu, eins hreyfils, og svo nokkrar litlar kennsluvélar. Félagið hefur fest kaup á annarri Navajo-vél og er flugmaður frá því nú í Banda- rfkjunum til að sækja hana. Hin litlu flugfélögin hafa einnig haft nóg að gera, þótt ekki stundi þau milliiandaflug. Vængir, sem eiga „stærstu litlu“ vélina, tuttugu sæta Twin Otter, vilja ekki setja hana í millilandaflug, þar sem félagið yrði þá að van- rækja hina ýmsu staði úti álandi, sem það heldur uppi áætlunar- flugi til. SKATTATILFÆRSLUR þær, sem verið er að framkvæma í þjóðfélaginu hafa í raun ekki ver- ið skýrðar fyrir almenningi og hafa menn því ekki getað gert sér Ijóst, hvað þær fela f sér. Morgunblaðið tók þessar skatta- tilfærslur saman í gær og kemur þá í ljós, að aukning skattaáþján- arinnar, sem verkalýðsfélögin Bullar það þar af leiðandi niður í plássið með fyrrgreindum afleið- ingum. Vatnselgurinn drap i kyndingu nokkurra húsa og í gær var stöðugt dælt vatni úr kjallara sím- stöðvarinnar til þess að sjálfvirka stöðin þar yrðí ekki fyrir skemmdum. Síðdegis í gær átti að rjúfa veginn til Þorlákshafnar til þess að hleypa vatnsflaumnum fram hjá plássinu. listamannalaun í efri flokki hækka úr90 þúsund krónum í 120 þúsund og úr 45 þús. í 60 þús. krónur í neðri flokki. Þá hefur listamönnum í efri flokki fjölgað frá því í fyrra úr 55 í 60. Hinir fimm nýju listamenn í efri flokki eru rithöfundarnir Jakobína Sigurðardóttir og Jón Óskar, list- málararnir Hringur Jóhannesson og Pétur Friðrik og Leifur Þór- arinsson tónskáld. Þeir 55 listamenn, sem voru í hafa svo mikið rætt um, nemur á ársgrundvelli 4,1 milljarði króna og hefur þá verið tekið tillit til tekjuskattslækkunar, sem nemur 2,5 milljörðum króna. Eru þá ekki taldar 603 milljónir í launa- skatt, svo að í raun má segja, að skattpfningin aukist ágrundvelli um 4,7 milljarða. Þessar niðurstöður skulu nú skýrðar nokkru nánar. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í fjármálaráðuneytinu í gær, lætur nærri að núvirði hvers sölu- skattsstigs nemi á ársgrundvelli 728 milljónum króna. Ríkisstjórn- in hefur í huga að hækka sölu- skatt um 5 stig, í 18%, og nemur því þessi söluskattshækkun á árs- grundvelli 3.640 milljónum króna. Eitt söluskattsstig af tveimur, sem áður rann í Viðlaga- sjóð, en verður nú látið renna í rikissjóð, þar sem myndaður verð- ur sérstakur olíusjóður, eykur tekjur ríkissjóðs á ársgrundvelli og miðað við núvirði um 728 milljónir króna. Vegna þessara breytinga mun því aukning tekna ríkissjóðs nema á ársgrundvelli 4.368 milljónum króna. Af þeim tekjuauka á þó að verja 500 milljónum til þess að bæta þeim upp söluskattshækkunina, sem efri flokki í fyrra, eru þar allir nú, enda hefð, að þeir, sem einu sinni eru komnir í þann flokk, haldi sæti sínu þar. Hins vegar hefur listamönnum í neðri flokki fækkað úr 56 í 47 og aðeins 26 af þeim, sem voru á listanum í fyrra, eru þar nú í ár. Af þeim 21 lista- manni, sem ekki var á lista i fyrra, eru 10, sem aldrei hafa hlotið listamannalaun fyrr, en þeir eru Arnar Jónsson leikari, Birgir Sigurðsson rithöfundur, ekki greiddu tekjuskatt áður. Vísitala neyzluvöruverðs hækk- aði á árinu 1973 um 34,3%, en SAMNINGAFUNDIR stóðu enn, er Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi og semjist ekki fyrir miðnætti í nótt, má búast við því að allsherjarverkfall skelli þá á. Samninganefnd ríkisfyrirtækj- anna reifaði tilboð sitt í gær við samninganefnd ASl, en það fékk mjög slæmar undirtektir. Var til- hoðið svipað því, sem samdist við BSRB, en óljóst að þvf leyti, að ekkert var fram tekið um lengd samningstfmans. Tilboð ríkisfyrirtækjanna, sem reifað var í 30 manna nefnd ASÍ í gær, var um kauphækkun í þrem- ur áföngum, 7%, 3% og 3%. Felur það í sér samanlagða prósentu, sem er 9,3%, en BSRB- samningarnir þýddu rúmlega Gunnar Örn Gunnarsson list- málari, Haraldur Guðbergsson teiknari, Indriði Ulfsson rit- höfundur, Ragnar Páll Einarsson listmálari, tónlistarfólkið Róbert A. Ottósson, Rut Ingólfsdóttir og Sigurveig Hjaltested og Unnur Eiriksdóttir rithöfundur. I heiðurslaunaflokki, sem nem- ur 250 þúsund krónum og veitt er af Alþingi, eru Ásmundur Sveins- son, Brynjólfur Jóhannesson, Framhald á bls. 18 þéssi vísitala, sem miðuð er bein- línis við verðlag, er bezti mæli- kvarði á söluskattshækkun vegna verðlagsbreytinga. Um áramót hefur því verðbólgan ein aukið tekjur rikissjóðs vegna þessara 6 söluskattsstiga um rétt tæplega 1.500 milljónir króna. Samanlögð Framhald á bls. 18 10%. I þessu tilboði frá í gær, sem var óformlegt, fylgdi einnig 700 kr. uppbót á mánaðarlaun. Siðasta tilboð vinnuveitenda áður en sérkröfur voru teknar til umræðu á samningafundunum var 5%, 3% og 3% og að auki 1500 kr. mánaðarleg launauppbót. Siðasta tilboð ASÍ eða krafa var um 28% kauphækkun á laun, allt að 30300 kr., en síðan átti sama krónutala að koma á hærri laun og 30300 krónurnar hækkuðu um. Sést af þessu, að enn ber mikið í Framhaid á bls. 18 Sameiginlegt skólahúsnæði í Eyjum MENNTAMÁLARAÐUNEYTIÐ og forsvarsmenn skólamála í Vestmannaeyjum eru nú að kanna möguleika á sameiginlegu húsnæði fyrir Stýrimannaskólann í Eyjum, Iðnskólann og Vélskól- ann. Húsnæði Iðnskólans er nýtt og er nú verið að kanna mögu- leika á að kaupa áhaldahús bæjar- ins, sem er við hlið Iðnskólans, og innrétta þar húsnæði fyrir Vél- skólann og Stýrimannaskólann. Að sögn Birgis Thorlaciusar ráðu- neytisstjóra hjá menntamálaráðu- neytingu eru þessi mál í frumat- hugun, en gert ráð fyrir, að hús- næðið fyrir skólana þrjá verði til- búið næsta haust.. Fóru á árabát í símstöðina r Uthlutun listamannalauna: Fimm nýir listameim í efriflokk Alkherjarverkfall á miðnætti?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.