Morgunblaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 19
MOKCiUNBLAÐIÐ, FÖSTUDACiUK 22. FKBKUAK 1974
19
— Sigölduvirkjun
Framhald af bls. 17
Beingödduðum jarðvegi og stórgrvti mokað á einn af stóru grjótflutn-
ingabílunum á virkj unarstað.
Þarna er verið að reyna að beisla Tungnaá ofan við Sigöldu með garð
út i ána og bílarnir aka grjóti í stíflugarðinn. Ljósm. E. Pá.
inn tæki og leiga einnig. í snjó
hreinsunina hefur verið notaður
snjóplógur og hefill, auk þess sem
nýttar eru ýtur og skóflur.
Þó kuldalegt sé úti \ið Búrfell
eru vinnubúðirnar hinar vistleg-
ustu. Landsvirkjun hafði keypt
húsin, sem notuð voru við Búrfell
og látið reisa þarna vinnubúðir
frá haustinu 1971 fram á sumarið
1973 fyrir 240 manns með mötu-
neyti. Skammt frá, \ið brúna, eru
vinnubúðir fyrir eftirlitsmenn
Landsvirkjunar og litið mötu-
neyti. Er húsnæði hitað með raf-
magni frá Búrfelli og ágætlega
hlýtt.
Þarna eru að sjálfsögðu konur i
mötuneytum, við símavörzlu og
skrifstofustörf, alls 10 talsins.
Nokkrar þeirra hittum við að
máli. Þær kváðust kunna vel \ið
sig. Vinna væri mikil. En f tóm-
stundum væri spilað og horft á
sjónvarp. Og i verktakabúðunum
leiki menn að auki borðtennis.
Framkvæmdastjóri verktak-
anna sagði fréttamannai, að Ener-
goprojekt mundi koma með fáa
starfsmenn frá Júgóslavíu, ekki
annað en verkfræðinga og tækni-
menn. Annars mundu þeir ráða
Islendinga. Þeir vonuðust til að fá
mannskap áíslandi.þarsem þeir
gætu boðið upp á samfellda vinnu
vetur og sumar f 2'i ár þö ekki
yrðu jafn margir allan timann.
Gert er ráð fyrir að 300 manns
vinm þarna, þegar mest verður
um að vera þ.e. í sumar og næsta
sumar. Hann sagði, að þeim líkaði
mjög vel við starfsmennina. Þetta
væri fölk, sem kynni sitt starf og
þyrfti ekki að segja því til i smá-
atriðum. Þetta væri gæða starfs-
kraftur, sem hefði áhuga á starfi
sinu.
Þarna við Sigöldu verður mikið
um að vera næstu 2—3 árin. Og
ekki verður alltaf svona kuldalegt
á öræfum. Landsvirkjunarmenn
hafa hug á að rækta á söndunum,
að því er þeir Páll Flygenring og
Rögnvaldur Þorláksson sögðu.
Eru raunar byrjaðir, þó þarna sé
450 metra hæð yfir siávarmáli.
Ætlunin er að bæta bændum upp
beitiland, sem fer undir vatn.
Einnig verður þarna byggð í
framtiðinni við stöðina. Ekki mik-
il að vísu, því til að gæta stöðvar-
innar verða aðeins tveir stöðvar-
menn með fjölskyldur sínar. Að
öðru leyti verður Sigölduvirkjun
stjórnað frá Búrfelli.
Enn er vonast til að takist að
hefja raforkuvinnslu með fyrstu
vélinni sumarið 1976. Fram-
kvæmdastjóri Júgóslavanna er
ojartsýnn á að áætlun haldist,
þrátt fyrir erfiðleika þennan
fyrsta vetur vegna veðurs. Páll og
Rögnvaldur drógu það ekki bein-
línis i efa, en virtust ekki alveg
eins bjartsýnir. Nú er að hefjast
verkfall, sem gæti tafið allt upp í
eitt ár, þ.e. ef ekki vorður hægt að
veita Tungnaá úr farvegi sínum í
bráðabirgðaskurð fyrir sumar-
vatnið í ánum. En þetta á eftir að
koma i ljós.
— E.Pá.
Landhelgisgæzl-
an í Hafnarbúðir?
L.VNDHELGISGÆZLAN hefur
óskað eftir því við borgarráð
Reykjavfkur, að hún fái Hafnar-
búðir á leigu fyrir starfsemi sína.
Ósk þessi var fram borin fyrir
alllöngu, en þá kom upp jarð-
eldur í Vestmannaeyjum og fékk
bæjarstjórn Vestmannaeyja hús-
ið til afnota. Líður nú senn að þvf,
að Vestmannaeyingarnir yfirgefi
húsið og hefur Landhelgisgæzlan
af því tilefni tekið málið upp að
nýju.
Hafsteinn Hafsteinsson, hlaða-
fulltrúi Landhelgisgæzlunnar,
tjáði Mbl. í gær, að stjórn gæzl-
unnar teldi bæði staðsetningu
hússins og það sjálft henta mjög
vel fyrir starfsemina.
kr. 827,00 kg.
Hækkun á útsöluverði frá
1/8 '71 til 14/1 1974
kr. 394,00 kg.
Hækkun til bænda
frá 1/8 '71
til 14/1 '74
kr. 72,00 kg.
ÚtsöluverS ,
1/8 '71,
kr. 433,00 kg.
Verð til bænda
1/8 '71
kr. 95,00
ÚtsöluverS
14/1 '74
kr. 660
Mismunur
á verði til bænda
og útsöluverSi
1/8 '71
kr. 338,00 kg
Verð til bænda
14/1 '74
I kr. 167,00 kg.
00 kg
Mismunur
á verSi til bænda
og útsoluverSi
14/1 '74
SÚLURIT I
SULURIT II
SÚLURIT III
Ingimar Sveinsson:
Enn græða bændur!
HUGLEIÐING VEGNA SÚLU-
RITS Morgunblaðsins 5. febr. um
verðhækkun á nautakjöti.
Undanfarið hefir Morgunblaðið
birt súlurit yfir verðhækkanir á
vörum í tíð vinstri stjórnar. Ekki
er blaðið frumlegra en það, að það
hefir nær eingöngu birt súlurit
yfir hækkun á landbúnaðarvör-
um, eins og engar aðrar vörur
hafi hækkað á þessum tfma.
Það virðist vera orðið móðins á
þessum verðbólgutímum að stagl-
ast alltaf á þessu sama, og helzt
látið f veðri vaka að þetta sé allt
bein tekjuaukning til bænda.
Nú þegar bæjarstjórnarkosn-
ingar eru framundan er ekki
heppilegt að minnast á þær verð-
hækkanir, sem stafa af kaup-
hækkunum og öðrum ástæðum,
verðhækkun á fiski, fiskafurðum
o.s.frv., hvað þá hækkun milliliða-
kostnaðar.
I Morgunblaðinu þriðjudaginn
5. febr. s.l. er svo súlurit yfir
hækkun á nautakjöti, 91% hækk-
un eða úr kr. 433.— kílóið í kr.
827.—, hækkun um 394 kr. Er
nema von að fólki blöskri. En
gaman væri að athuga nánar í
hverju þessi hækkun aðallega er
fólgin. Stafar hún fyrst og frems.t
af hækkun til bænda? Fékk verzl-
unin ekkert í sinn hlut?
1. sept. 1971 var t.d. verð til
bænda á AK. 1, sem mun vera
einna algengasta nautakjötið á
markaði (ef frá er talið kýrkjöt),
kr. 95.— pr. kíló. 14. jan. 1974 var
það kr. 167.— eða hækkun um kr.
72.—. Á sama tíma hækkar nauta-
kjöt í smásölu um kr. 394.— (úr
kr. 433.— kilóið í 827.— kr. sbr.
súlurit Morgunblaðsins), eða kr.
324. — á kíló umfram hækkunina
til bænda. Með öðrum orðum
hækkun á nautakjöti í smásölu, á
þessu tímabili er rúmlega 400%
meiri í krónutölu en hækkun til
bænda (kr. 394,— á móti kr. 72.—
kg.) og hérumbil 200% hærri í
krónutölu en verð það sem bænd-
ur fá nú.
Þess má geta að ekkert ákveðið
smásöluvert er skráð á nautakjöti,
aðeins verð til framleiðenda og
heildsöluverð, að öðru leyti ríkir
þar lögmálið um frjálsa verzlun.
Til glöggvunar fylgja hér 3
súlurit. Súlurit I sýnir muninn í
krónutölu á verðhækkun á 1 kílói
af nautakjöti til bænda og á
hækkun á útsöluverði.
Súlurit II sýnir annars vegar
verð til bænda (AK I.) i ágúst
1971 og útsöluverð þá og hins
vegar það sama 14. jan. 1974.
Súlurit III sýnir mismuninn á
verði á nautakjöti til bænda og i
útsölu í ágúst 1971 og jan. 1974.
Egilsstöðum, 9/2. 1974.
Ingimar Sveinsson
ATHS. RITSTJ.
í tilefni af grein þessari þykir
rétt að taka fram, að ástæðan til
þess, að landbúnaðarvörur hafa
svo oft komið við sögu í linuritum
Mbl., er fyrst og fremst sú, að þar
er um að ræða algengustu neyzlu-
vörur almennings. Með línuritum
þessum var alls ekki ætlunin að
gefa f skyn, að bændur fengju of
mikið í sinn hlut, heldur aðeins að
vekja athygli á þeirri óhugnan-
legu verðbólguþróun, sem er í
landinu.
50 þúsund kr. í hjartabílinn
EINS og komið hefur fram í Mbl.
er hjartuhíll sá, sem Blaðamanna-
félag Islands hefur gengizt fyrir
að safna til í minningu Hauks
Ilaukssonar hlaðair.anns er
væntanlegur til landsins í maí.
Fjármálaráðuneytið hefur ákveð-
ið aðfella niður aðflutningsgjöld,
söluskatt og önnur innflutnings-
gjöld af bifreiðinni, svo og sér-
stöku hjarta línuritstæki, sem í
henni verður.
Söfnun Blaðamannafélagsins
hefur gengið mjög vel að undan-
förnu og s.l. mánudag gaf
Ktwanis-kl úbburinn Elliði i
Keykjavík fimmtíu þúsund kr. til
bílsins. Var fjárhæðin afhent á
fundi klúbbsins og er hún.gefin i
tilefni af h'u ára afmæli Kiwanis-
hreyfingarinnar á Islandi. Tók
Arnt Gunnarsson formaður söfn-
unarnefndarinnar við gjöfinni.
Einn af Lions-klúbbum Reykja-
víkur hefur boðið hálfa milljón
kr. til kaupa á tækjuin i bílinn.
Fleiri aðilar hafa óskað eftir því
að fá að leggja fram fé og pen-
ingar hafa borizt frá einstakling-
um.
Þessi mynd var tokin er stjórn
Kiwanis-kiúbbsins Elliða alhenti
50 þús. kr.gjöf til hjartabilsins. A
myndinni er stjórn klúbbsins, lal-
ið frá vinstri: Almar Gunnarsson,
Steindór Iljörleifsson, Grétar
Hannesson, Örlygur Örn Odd-
geirsson, formaður klúbbsins,
Arni Gunnarsson, formaður söfn-
unarnefndar Blaðamannaféiags-
ins, Einar Olafsson og Örn Egils-
son.