Morgunblaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 29
MORC.UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1974 29 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOO' JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 38 — Bar nokkuð til tiðinda í þeirri ferð. — Ég man ekki til þess. — Eruð þér vissir? Hugsið yður vel um. — Jú, það varð einhver vélar- bilun, en það var áður en ég kom um borð. Þess vegna seinkaði bátnum og hefði svo ekki verið þá hefði ég misst af honum. — Þegar þér komuð til Gauta- borgar, hvað gerðuð þér þá. — Ég fór á hjólinu upp i lítið þorp, sem heitir Hamburgsund. Ég hafði pantað mér herbergi þar. — Og hvað dvölduð þér lengi þar? — í hálfan mánuð. — Og hvað höfðuð þér fyrir stafni þessa fjórtán daga? — Ég var við veiðar, þegar ég gat. Annars var veður óhagstætt. Martin dró út skúffu og tók upp þrjár myndir af Roseönnu McGraw. — Kannist þér við þessa konu? Maðurinn skoðaði myndirnar vandlega. Engin dráttur hreyfðist í andliti hans. — Mér finnst ég kannast við andlitið, saði hann. — Hver er hún? — Hún var um borð i ,,Diönu“. — Já, ég held ég hafi séð hana áður, sagði maðurinn kæruleys- islega. Hann leit aftur á myndirnar. — Þó er ég ekki alveg viss. Hvað heitir hún? — Roseanna McGraw. Hún er bandarisk. — Jú, jú, nú man ég eftir henni. Það er alveg rétt. Ég talaði þó nokkrum sínnum við hana. Svona eftir því sem enskukunnátta mín leyfði. — Þér hafið ekki séð eða heyrt nafn hennar síðan? — Nei. Það er að segja ekki fyrr en nú. Martin horfðist í augu við manninn. Augnarráð Bengtssons var kuldalegt, rólegt og spyrjandi. — Vitið þér ekki, að Roseanna McGraw var myrt i þessari ferð? Maðurinn hreyfði sigögn til. — Nei, sagði hann svo, — nei, það vissi ég reyndar ekki. Hann hrukkaði ennið. — Það er einkennilegt að þér skulið ekki hafa heyrt um þetta mál. Satt að segja trúi ég því ekki. Martin hafði á tilfinningunni. að maðurinn hlustaði ekki lengur á það, sem hann sagði. — Auðvistað. Nú skil ég hvers vegna þér hafið sent eftir mér. — Heyrðuð þér ekki hvað ég sagði? Mér finnst ótrúlegt að þér hafið ekkert lesið af öllu því sem hefur verið skrifað um þetta morð. Ég trúi ekki að það hafi allt farið fram hjá yður. — Hefði ég haft hugboð um þetta, hefði ég auðvitað gefið mig fram. — G efið yður fram? — Já sem vitni. — Hvers vegna? — Til að segja að ég hefði hitt hana. Hvar var hún drepin? Í Gautaborg? — Nei, um borð í bátnum. í klefanum sínum. Meðan þér vor- uð um borð. — Þá er ótrúlegt. — Hvers vegna? — Einhver hlyti að hafa heyrt — eða orðið einhvers var. Það var búið i öllum klefunum. — Enn ótrúlegra finnst mér að þér skulið ekki hafa heyrt á þetta minnst. Ég á erfitt með að festa trúnað á það. — Eg get sagt yður hvernig stendur á því. Ég les aldrei blöð. — Það hefur verið sagt frá morðinu, bæði i sjónvarpi og út- varpi og sýndar myndir. Mörgum sinnum. Eigið þér ekki sjónvarp? —- Jú, en ég horfi aðeins á myndir um náttúruverndarmál og svo bíómyndirnar. Martin sat þögull og horfði á manninn. Svo sagði hann: — Hvers vegna lesið þér ekki blöðin? — Það er ekkert sérstakt í þeim, sem ég hef áhuga á. Bara stjórnmál og svona mál eins og þér eruð að tala um, morð eða slys og annað skelfilegt. — Lesið þér aldrei neitt? — Jú, ég les ýmis timarit. Um íþróttir og veiðar og stunum af- þreyingarblöð. — Hvernig blöð lesið þér. — Eg kaupi nú alltaf fþrótta- blaðið. Svo les ég RekordAIagasin- et og ýmis erlend blöð um sport- veiðar. — Ræðið þér aldrei atburði líð- andi stundar við starfsfélaga yð- ar? — Nei, þeir þekkja mig og vita að ég hef ekki áhuga á sliku. Þeir ræða auðvitað um slikt sin á milli, en ég legg sjaldan við hlustir. Það er reyndar alveg satt. MartinBeck sagði ekkert. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. % Hinn þögli meirihluti Þorkell Hjaltason skrifar: ,,Eins og ég hef áður drepið lítillega á í spjalli mínu til Vel- vakanda, kemur nú æ skýrar í ljós staðfesting á þvi áliti mínu, að þögli meirihlutinn fylkir sér nú eindregið undir kjörorðið „Varið land“. Skylt er og sjálfsagt að þakka hinum ágætu forystumönn- um „Varins lands“ fyrir framsýni þeirra og dugnað við að hleypa þessari undirskriftasöf nun af stokkunum og útvega húsnæði og starfsfólk, eins og þörf krefur til þessara hluta. Fólk er mjög ánægt yfir þvi að fá þarna ágætt tækifæri til að tjá vilja sinn um varnir iandsins til nokkurs mótvægis við komm- únista, sem eftir sínu austræna innræti vilja að sjálfsögðu opið og óvarið land. Þeir telja þetta sjón- armið sitt hið æðsta boðorð til að berjast fyrir, og þannig hyggjast þeir þjóna föðurlandi sínu bezt. Eins og áður getur gleðst fólk mjög yfir því að geta stutt gott og áríðandi málefni með þvi að rita nafn sitt og heimilisfang á lista „Varins lands“. Eins og vænta mátti urðu við- brögð kommúnista mjög neikvæð við undirskriftarsöfnuninni og þurfti reyndar engan að undra, sem þekkir þeirra þankagang í þeim málum. En nú hafa kommar fengið sína ráðningu, því að þjóð- arviljinn sýndi allt aðra útkomu en þeir höfðu viljað vera láta. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill hafa traustar og góðar varnir eins og verið hefur á undanförnum árum og gefizt hefur vel í alla staði. íslendingar, sem rita nöfn sín á lista „Varins lands“, krefjast þess eindregið, að íslenzk stjórnvöld sýni nú þá einurð og manndóm gagnvart kommúhistum að óskir þeirra um varnarleysi landsins komi ekki til framkvæmda heldur verði varnir hér á landi enn um sinn, eða meðan þurfa þykir, öryggis landsins vegna. Og það er trúa mín að „huldar landsins verndar vættir" styðji þær kröfur okkar um varnir landsins dyggilega. Þorkell Hjaltason." 0 Geðstirðir ökumenn D. S.skrifar: „Kæri Velvakandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um umferðarmál í fjölmiðlum okkar, en þvi miður hefur það ekki borið árangur sem skyldi. Þær góðu setningar umferðar- ráðs og lögreglu, „brosið í umferð inni, varuð til hægri, sýnið tillits- semi í umferðinni", hafa horfið að mestu fyrir þumbarahætti og kæruleysi þeirra, sem aka bifreið- um. Undraverður „árangur" hefur náðst hjá íslendingum I fjölda árekstra og stórtjónum á mönnum og tækjum, enda fer maður varla í bæinn öðruvísi en að sjá umferð- arhnúta einhvers staðar og lög- reglubíla, sjúkrabíla, og oft kranabíla til að hirða „hræin", komna á staðinn. 0 Vinsæl kappakstursgata Ég bý við Laugarásveg, en sú gata virðiSt vera orðin ein af vin sælustu kappakstursgötum borg- arinnar, og það allan sólarhring- inn. Lögregla hefur tekið fjölda ökufanta þarna, en sjálfsagt ræður hún ekki alls kostar við þetta ástand vegna tækja- og mannaskorts. Gatan er eftir sem áður vinsæl kappakstursgata, íbúum þar til hrellingar. Mig undrar stórlega, hvað gang- andi fólk og börn hafa þó sloppið við að lenda fyrir þessum kapp- akstursbilum. Auðsjáanlega gera þessir ökumenn sér ekki ljósar hætturnar, sem leynast í lang- bogadreginni götunni. Þessu til sönnunar má benda á alla götu- -ljósastólpana, sem keyrðir hafa verið niður þarna en þeir standa í steinsteyptri gangstéttinni utan við götuna. Einnig er á götunni mikill hæðarhryggur sem tekur við af krappri beygju. Algengt er að sjá ,,panik-kennda“ bifreiða- stjórn hjá þessum litlu hetjum á þessum stað. # Helgarösin Ekki bætir úr skák, að þegar líða tekur á föstudagana og fyrir hádegi á laugardögum, fyllist Laugarásvegurinn frá Sundlauga- vegi á löngum kafla af bílum, sem lagt er mjög illa og kæruleysis- lega beggja vegna götunnar, þannig að aðeins kemst einföld bílaröð leiðar sinnar eftir göt- unni. Strætisvagnar og vörubílar lenda þarna oft í sjálfheldu og komast hvorki aftur á bak né áfram, og öngþveiti myndast. Gatnamálastjórn og lögregla verða að taka höndum saman til að leysa þetta vandamál hið fyrsta. Það er krafa okkar, sem búum við Laugarásveginn, og þeirra, sem um götuna þurfa að fara. # Lýsing við Kjarvalsstaði Að lokum, kæri Velvakandi, þú ert svo góður að taka á móti kvört- unum okkar, létta af okkur áhyggjum og koma þeim til réttra aðila til úrlausnar. Ég hef farið i Kjarvalsstaði nokkrum sinnum í vetur og haft mikla ánægju af, — þökk sé þeim, sem sýndu það framtak að byggja þann stað og minnisvarða. Eitt langar mig þö til að minnast á, sem betur má fara. Þegar komið er inn á lóð Kjar- valsstaöa er maður umvafinn kol- svörtu myrkri, þannig að erfitt er að átta sig á því, hvar aðalinn- gangur hússins er. Ég hef víða farið út um heim séð söfn og opinberar byggingar af ýmsu tagi, en ávallt hefur verið lögð megin áherzla á að flóðlýsa fordyri og framhluta húsanna, en ekki bakhliðar þeirra, þar sem engin eða lítil umferð er, en þetta hefur verið gert á Kjarválsstöð um. Það er ömurleg sjón að sjá fólk á fjórum fótum fyrir framan opinberar byggingar vegna skorts á lýsingu. Með þökk fyrir birtinguna D. S.‘ Velvakandi tekur undir or? bréfritara um lýsinguna framan við Kjarvalsstaði. Þó munu flestir geta fallizt á það, að flóðlýsing þeirrar hliðar hússins, sem snýr að Miklatúni sé tiimikillar prýði Hins vegar þarf að hafa betri lýs- ingu við innganginn og á bifreiða- stæðunum. ‘toíftl PINtJ? & HEf ALWEl OtffiB GERT WVÐ UW v® m vivðRr haun m w mmi m hagaw Batnandi færð um allt land FÆRÐ á vegum landsins hefur ’arið óðum batnandi síðustu daga og er nú fært uin alla helztu þjóð- vegi landsins. Ruðningstæki Vegagerðar ríkisins hafa verið að störfum allt frá þvf um næst síð- ustu helgi og eru þau enn mörg að störfum. Áskell Einarsson vegaeftirlits- maður sagði í samtali við Morgun- ólaðið í gær, að nú væri fært frá Reykjavík vestur i Dali og á þeirri leið væri aðeins Brattabrekka ófær. Þá er fært i Reykhólasveit, og fært er úr Vatnsfirði til Pat- reksfjarðar. Á norðanverðum Vestfjörðum er viða snjóþungt, en fært er út frá Þingeyri í ná- grannasveitirnar og slarkfært er í Önundarfirði og Mýrárhreppi. Þá er fært frá Isafirði til Súðavfkur og Bolungarvíkur. Holtavörðuheiði er fær öllum bílum og fært er til Hólmavfkur. Flestir vegir á Norðurlandi eru færir, eins og til Siglufjarðar, en nokkuð þungfært er í Öxnadal. Vegurinn frá Akureyri um Dalsmynni til Húsavíkur er orð- inn fær aftur, en I Dalsmynni til Húsavfkur er orðinn fær aftur, en í Dalsmynni féll snjó- flóð um helgina og tók þar af brú, en vegagerðarmenn hafa nú sett þar upp bráðabirgðabrú. Frá Húsavik er svo fært i.Mývatns- sveit og til Þórshafnar. Á Austurlandi er ástandið þannig, að fært er um Vopna- fjörð. Frá Egilsstöðum er fært til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og suður með fjörðum, en Oddsskarð og Fjarðarheiði eru lokuð. Fært er á jeppum og stærri bílum yfir Lónsheiði og eins yfir Breiða- merkursand og Mýrdalssand. Landsþing ökukennara FYRSTA landsþing Ökukennara- félags Islands verður haldið í ráð- stefnusal Hótel Loftleiða dagana 22.—24. febrúar n.k. A þinginu verða haldin ntörg erindi og kvik- myndir um umferðarfræðslu sýndar. Við setningu þingsins mun for- maður Norræna ökukennarasam- bandsins, Bertil Flodén, flytja ávarp. Af þeim málum, sem koma til með að vekja mesta athvgli, eru sennilega erindi Péturs Svein- bjarnarsonar, framkvæmdastjóra umferðarráðs, um framtíðarvið- horf f ökukennslu og menntun ökukennara, og erindi Guðna Karlssonar, forstöðumanns Bif- '-reiðaeftirlitsins, um fyrirhugaða breytingu á ökuprófum. Á vori komanda er fyrirhugað að breyta bóklegu prófi undir bilpróf, þannig að það verði krossapróf, en fram til þessa hafa verið munnleg próf. Stöðvunar- skylda BORGARRÁÐ hefur fallizt á til- lögur Umferðarnefndar Reykja- víkur um stöðvunarskyldu við eft- irfarandi gatnamót: A Hagamel við Hofsvallagötu. A Bústaðavegi við Reykjanesbraut. Á Álfabakka við Reykjanesbraut. A Skeiðarvogi við Langholtsveg. Þess skal getið lil skýringar, að sú Reykjanesbraut, sem að ofan er nefnd, er brautin, sem liggur frá Miklubraut I framhaldi af Elliðavogi upp í Breiðholt og hef- ur oft einnig verið nefnd Breið- holtsbraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.