Morgunblaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR 1974 Framboðslisti í Kópavogi Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnar- kosningar í Kópavogi var ákveðinn á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi sl. þriðjudag, að undan- genginni skoðanakönnun, sein fram fór hinn 2. febiúai sl. Framboðslistinn er þannig skipaður: 1. Sigurður Helgason 12. Erlingur Hansson hæstaréttarlögmaður fulltrúi 2. Richard Björgvinsson 13. Guðfinna Helgadóttir viðskiptafræðingur nemi 3. Stefnir Helgason 14. Kristinn Skæringsson framkvæmdastjóri skógarvörður 4. Axel Jónsson 15. Torfi Tómasson bæjarfullti'úi f ram kvæmda st jóri 5. Bragi Michaelsson 16. ÖlafurE. Einarsson húsgagnasmiður f ramkvæ mda st jóri 6. Helgi Hallvarðsson 17. Björg Pétursdóttir skipherra húsfreyja 7. Árni Örnólfsson 18. Steinar Steinsson rafvirki tæknifræðingur 8. Ingimundur Ingimundartson 19. Sigurður Steinsson bifreiðarstjóri f ram kvæ mdast jóri 9. Kristófer Þorleifsson 20. Ölafur St. Sigurðsson cand. med. héraðsdómari 10. Asthildur Pétursdóttir 21. Jósafat J. Líndal húsfreyja sparisjóðsstjóri 11. GuðmundurGislason 22. Kjartan J. Jóhannsson bókbindari héraðslæknir Ognaði konu með gamalli kindabyssu S j álfs tæðisflokksins Axel Jónsson bæjarfulltrúi Bragi Michaelsson húsgagnasmiður. Helgi Hallvarðsson skipherra. Mótmæla breytingu á orkulögum Mörg mál afgreidd á búnaðarþingi LIÐLEGA þrítugur maður frá Eyrarbakka hefur verið úrskurð- aður í gæzluvarðhald í allt að 60 daga og til að gangast undir geð- heilbrigðisrannsókn, en í fyrri nótt ógnaði hann 28 ára gamalli kunningjakonu sinni í Reykjavík með kindabyssu og skaut einu skoti f vegg til hliðar við hana. Einnig veitti hann henni áverka á hófði með byssuskeftinu, er til átaka kom á mi 11i þeirra. Lögreglan í Reykjavík var kvödd að húsi í Vesturbænum laust eftir kl. 02 í fyrrinótt'. Hafði íbúi hússins heyrt skarkala í kjallaraíbúðinni og kvatt til lög- regluna. Lögreglan varð að brjóta sér leið inn í íbúðina og þar fann hún fyrir manninn, konuna og sjö ára gamla dóttur hennar. Var Skírteini til kandídata HI AFHENDING prófskírteina til kandidata fer fram við athöfn í hátíðasal Háskólans laugardaginn 23. febrúar 1974 kl. 14. Blandaður kór háskólastúdenta syngur. Rektor Guðlaugur Þorvaldsson ávarpar kandídata, en deildarfor- setar afhenda prófskírteini. maðurinn handtekinn og færður I fangageymslu, en konan var flutt í slysadeild, þar sem gert var að höfuðsári hennar, en skurðurinn var það mikill, að sauma þurfti nokkur spor. Stúlkan var ómeidd. Við yfirheyrslur mannsins hef- ur komið I ljós, að hann hafði átt vingott við konuna um nokkurt skeið, en hún hafði látið í veðri vaka, að hún vildi slíta þessum vinskap. Kom maðurinn frá Eyrarbakka síðdegis á miðviku- dag og hafði með sér gamla kinda- byssu og skot í hana, sem hann hafði tekið traustataki á Eyrar- bakka. Fór hann fyrst í vínútsölu og keypti sér áfengi og síðan til konunnar og kom þangað um kl. 17. Er vinið var þrotið, hitnaði i kolunum milii þeirra og kvaðst hann ætla að skjóta sig, ef hún breytti ekki ákvörðun sinni, og jafnvel hana líka. Hlóð hann byss- una siðan og skaut einu skoti í vegginn fyrir aftan hana. Rétti hann henni síðan byssuna, en hún brást hin versta við og kom til átaka milli þeirra, m.a. grýttu þau blómapottum, og loks barði hann hana í höfuðið með byssuskeft- inu. Rétt á eftir kom svo lögregl- an á staðinn. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var maðurinn ekki mikið ölvaður, er hann var hand- tekinn. BÚNAÐARÞING stendur nú yfir í Reykjavík og hafa mörg mál verið rædd á þinginu og margar tillögur I framfaramálum land- búnaðarins hafa verið samþykkt- ar. llér fer á eftir yfirlit yfir Siglufjörður FUIXTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna á Siglufirði kemur sam- an til fundar n.k. sunnudag 24. febr. kl. 4 I Sjálfstæðishúsinu. Rætt verður um niðurstöður prófkjörs og bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Aðal- og vara-fulltrúar eru hvattir til að mæta. Eyjólfur Konráð Jónsson rit- stjóri situr fundinn. helztu tillögur, sem samþykktar hafa verið: BÆNDUR UNDIRBÚI umhverfisíviAl Búnaðarþing ályktar að mæla með, að tillaga úl þingsályktunar um umhverfismál sem nú liggur fyrir neðri deild Alþingis (127. mál) verði samþykkt, enda telur þingið sjálfsagt, að bændasamtök- in fái aðild að undirbúningi laga- setningar um umhverfismál. AUKIN LEIÐBEINING í FISKELDI (KI FISKRÆKT Búnaðarþing beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórn- ar og Alþingis, að fjárveiúngar úl Veiðimálastofnunarinnar verði auknar til mikilla muna þegar á næstu fjárlögum, svo að hún geti rækt af fullum krafti leiðbein- ingarþjónustu sína við bændur og aðra eigendur veiðiréttar í land- inu. KONUR KANNI VERÐ- LAG APRJONLESI Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að bjóða K venfélagasambandi íslands samstarf um afskipti af verðlagi á heimaunnu prjónlesi, s.s. lopa- peysum o.fl. Kannað verði verð- lag og verðmyndun á þessum vör- um i smásölu og útflutningi, með það fyrir augum, að ofangreindir aðilar gefi sameiginlega út leið- beiningar um lágmarksverð þeirra til framleiðenda, sem tryggi sanngjörn vinnulaun við þennan mikilvæga heimilisiðnað. JÖFNUN SKURÐRUÐNINGA Búnaðarþing beinir þvi til búnaðarsambandanna, að þau hvert á sinu svæði hvetji bændur til þess að jafna úr skurðruðning- um og græða þá upp, svo fljótt sem auðið er, þar sem ófrágengn- ir skurðruðningar eru viða lýti i landslaginu. Jafnframt vill þíngið minna á, að í sumum flatlendissveitum hafa bændur talið, að búpeningur hefði nokkurt skjól af uppgrefti úr skurðum og því gæti komið til mála, að þar sem svo hagar til mætti lagfæra og græða upp skurðruðningana til skjóls fyrir bei tarpening. KJÖTRANNSÓKNASTÖÐ VERÐI KÖMIÐ UPP Búnaðarþing telur það miklu varða fyrir íslenzkan landbúnað, að kjötframleiðslan svari sem bezt margvíslegum kröfum neyt- enda, innlendra sem erlendra. 1 því sambandi er minnt á mikið átak, sem gert hefur verið til þess að kynbæta íslenzk búfjárkyn m.a. með tilliti til bættra kjöt- eiginleika, og innflutning nýrra búfjárkynja. Til þess að styðja Framhald á bls. 18 Forsíða The UNESCO Courier. Febrúarhefti timarits Menn- ingarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, Unesco Courier, sem gefið er út á 15 tungumái- um, er komið út og er nærri eingöngu helgað Islandi I til- efni af þjóðhátíðarárinu 1974, að því er segir I fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Ritið er gefið út á ensku, frönsku, spönsku, rússnesku, þýzku, arabísku, japönsku, ítölsku, Hindúamáli, tamil, hebresku, persnesku, hol- lenzku, portúgölsku og tyrk- nesku. I fréttatilkynningu ráðuneytisins segir: Útgáfa þessa sérstaka ís- landsheftis er án efa einhver útbreiddasta kynning á Islandi, sem um getur, enda kemur rit þetta út á 15 tungumálum og er heildarupplag þess hátt á fjórðu milljón eintaka. Efni ritsins er í meginatrið- um sem hér segir: Dr. Jónas Kristjánsson próf- essor og forstöðumaður Stofn- unar Árna Magnússonar ritar 2 greinar í heftið. Fjallar önnur þeirra um landnám Íslands, en hin um islenzkar fornbók- menntir og handritin gömlu. Dr. Sigurður Þórarinsson próf- essor ritar grein um eldgos og eldfjöll áíslandi og nefnist hún á ensku „Living on a Volcano“. Sveinn S. Einarsson verkfræð- ingur skrifar um hagnýtingu jarðhita. Þá á Hjálmar R. Bárð- arson siglingamálastjóri 2 greinar i ritinu. Fjallar önnur um Geysi, „forföður" allra gos- hvera, og hin um jökla á is- landi. Loks ritar dr. Unnsteinn Stefánsson haffræðingur grein, er ber heitið: „islendingar og hafið“. Með öllum þessum greinum er fjöldi ljósmynda, sem eru ýmist teknar af höf- undunum sjálfum eða öðrum. Inni í miðju heftinu eru svo nokkrar litmyndir, aðallega frá eldgosinu í Vestmannaeyjum. Auk höfunda greinanna, sem áður er getið, vann sendiráð islands í París og íslenzka Unesco-nefndin að undirbún- ingi útgáfunnar, ásamt utan- ríkisráðuneytinu, en starfs- menn Uneseo Courier sáu um myndaval og uppsetningu rits- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.