Morgunblaðið - 22.02.1974, Side 17

Morgunblaðið - 22.02.1974, Side 17
MOKGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBKUAR 1974 17 Ögrandi stórframkvæmdir á hálendinu við Sigöldu r * .oB V-' 1 * ^ xj y g *Æm Þeir standa þarna á endanum á stíflugarðinum, sem verið er aðgera til að veita Tungnaá úr farvegi sínuin, Páll Fleygenring, yfirverkfræðing- ur Landsvirkjunar, Riignvaldur Þorláksson, byggingastjóri, Páll Ólafs- son staðarverkfræðingur og Ivan Berger, frainkvæmdastjóri júgóslavnesku verktakanna á staðnum. I vetrarhörkunum, þegar fólk niðri á láglendinu kvartar um kulda, hefur 70 manna vinnu- flokkur barist við snjó og skaf- renning’við-Tungnaá inni á öræf- um, þar sem er að hefjast stór- virkjun við Sigöldu. Þarna eru um 60 manns á vegum júgó- slavneska verktakans Energo- projekt og 10 manns við eftirlit og önnur störf fyrir Landsvirkjun. Fréttamaður Mbl. heimsótti þennan harðbýla vinnustað einn iskaldan góðviðrisdag i sl. viku í fylgd með þeim Páli Flygenring, yfirverkfræðingi hjá Landsvirkj- un og Rögnvaldi Þorlákssyni, byggingarstjóra, sem mun sjá um eftirlitið með verkinu og sam- vinnuna við Júgóslavana, og hitti þar m.a. framkvæmdastjóra Júgó- slavanna, Ivan Berger, og Pál Ólafsson, staðarverkfræðing og skoðaði virkjunarstaðinn og að- stæður. Þarna hefur þetta harðsnúna lið verið að berjast við íslenzka veðráttu á hverjum degi síðan i september og enginn heill dagur fallið úr, þó stundum hafi ekki verið hægt að komast á ,,efri vinnustaðinn", 414 km vegalengd frá búðunum, fyrr en eftir há- degið. Kl. 6 á morgnana fara snjó- ruðningstækin af stað, í von um að vinnuflokkarnir komist þá á staðinn kl. 7. Kuldinn sakar ekki, þó alltaf sé talsvert frost, en veðr- áttan á íslandi er rysjótt, skiptir stundum 2—3 sinnum um átt á dag, og þá skefur sömu skaflana fram og aftur. Alltaf er verið að moka sama snjónum frá. Eða eins og Júgóslavinn Berger orðaði það: — Eg segi við vini mína i Júgóslavíu, að ekki sé rétt að mik- ill snjór sé á íslandi. Hann fýkur bara stöðugt til og er alltaf ná- kvæmlega á staðnum, þar sem hann er fyrir! Veturinn hefur verið okkur erfiður, þó ég voni að með því að sleppa aldrei úr degi, jafnvel þegar aðeins er hægt að vinna hluta úr honum, þá takist okkur að ná fyrstu áætlun okkar 31. marz. En hvað er það þá, sem verið er að vinna þarna um hávetur? Á efri vinnustaðnum er verið að vinna að gerð bráðabirgðastíflu og hjáveituskurðar, í þeim til- gangi að veita Tungnaá úr farvegi sínum fyrir vorið, svo hægt verði að gera stfflu virkjunarinnar í þurrum farveginum i sumar. Er þarna m.a. verið að sprengja og aka grjóti I garðinn á fjórum 35 tonna trukkum, þeim stærstu sem hér hafa sézt. Enda eru þeir ekki tækir á vegi okkar og verður að flytja þá inn eftir á vögnum með fleiri öxlum. Á bráðabirgðaskurð- inn á síðan að setja brú, þar sem hann er 6 m djúpur, og aka stíflu- efninu yfir hana i árfarveginn, þar sem stífla virkjunarinnar Einar Jönsson: Hefi gaman af svona stórfrainkvæmdum. Rahocevic kom nær beint frá Panaina í kuldann viðSigöldu. verður í 10—15 metra breiðu gljúfri. En stíflan öll verður um 900 metra löng. Hún er úr grjóti. En það óvenjulega við hana er, að vatnsmegin á henni verður þétti- lag úr asfalti, þar sem svo langt var að sækja annað þéttiefni. Ofan við myndast svo Sigöldu- lón, sem tekur 200 millj. rúm- metra og getur gefið i miðlun 140 millj. rúmmetra. Telja jarðfræð- ingar að þarna hafi einmitt áður verið stórt vatn, sem tæmdist á sínum tíma. Nýja vatnið verður 13—15 ferkm að stærð. Á þessum stað eru menn nú að vinna og er það kuldaverk. Þar rákumst við m.a. á júgóslavnesk- an verkfræðing, Rahocevic, sem Spilað eftir Hnnutíma i búðum Landsvirkjunar. Ruddur vegurinn upp að efri vinnustaðnum. sér um jarðvinnuna, i gæruúlpu og nær dregið fyrir andlitið. Hann var nýkominn til íslands, hafði aðeins stanzað í Belgrad i viku á leiðinni frá síðasta verkefni í hit- unum i Panama. Ég spurði Berger hvort erfitt yrði að stöðva Tungnaá, sem sann- arlega virtist ekki árennileg, og veita henni i bráðabirgðaskurð- inn. — Það er alltaf vandamál að veita svo miklu vatni. Þar er núna 80—100 rúmmetra rennsli á sek- úndu, sagði hann. En það er ekki óþekkt vandamál. Og slikt hefur maður alltaf við að glfma. Sjálfa aðalstífluna á að gera i sumar og ljúka henni 1975. En fallið á vatnið, sem verður um 74 metrar, fæst með því að leiða það i gegnum Sigölduna, i stað þess að það rennur núna i sveig fyrir end- ann á henni. Vatnið verður leitt í 1100 metra löngum skurði, sem er opinn nema hvað 6 m pipa er á honum á kafla, en móbergið á staðnum er viðsjárvert til ganga- gerðar. Til að opna skurðinn þarf að fjarlægja 1,3 — 1,5 milljón rúmmetra af efni. Vatnið kemur þannig gegn um Sigölduna og greinist á vélarnar þrjár í stöðvar- húsinu, sem er utan i Sigöldunni. Og þar er byrjað að vinna að undirbúningi stöðvarhússins, á svonefndum neðri vinnustað. En þriðji staðurinn er þar sem verið er að reisa steypustöð og muln- ingsstöð, sem verður á vegum júgóslavnesku verktakanna. Ráðgert er .að hefja steypu stöðvarhússins 15. mai. Auðvelt er að komast að þeim vinnustað, enda skammt frá búðum starfs- fólksins. í grunninum var verið að vinna með vinnutækjum. Þar eru erfiðleikar á ferð, því grunn- vatnið er rétt undir yfirborðinu, þar sem búið er að grafa, og er ætlunin að setja nú niður dælur, fyrst 4 en síðar allt upp i 12, til að dæla upp vatni og draga vatns- borðið 30 metra niður. Þetta mun vera mjög óvenjuleg aðferð á ís- landi, því venjulega er bara dælt úr grunninum. Bæði er, að hér verður farið mjög djúpt niður og jarðlögin eru ótrygg. Áformað er að byrja i vor á húsinu, en vélarn- ar eiga að fara í gang í þvi frá 15. júni 1976 til 15. desember það ár. Þá verður þarna komin 150 Mwvirkjun við Sigöldu. — Ef við höfum af þennan vet- ur, þá höfum við þann næsta, sagði Ivan Berger. Því næsta vet- ur höfum við allt, sem þarf, og verðum viðbúnir því að berjast við aðstæður sem þessar. Ég lit í kring um mig, nýkomin niður eftir háum snjógöngum, á vegarstæðinu að efri staðnum og þykist skilja hvað hann á við. Þetta er ekki árennilegt við fyrstu sýn. En ég veiti því athygli að þarna sé ég einmitt marga þá starfsmenn, sem verið hafa á hin- um virkjunarstöðunum á hálend- inu. Hvað getur dregið fólk í svo erfið verkefni á hálendinu þar sem búið er við frumstæðar að- stæður og menn dvelja fjarri heimilum sinum þó þeir fari heim aðra hverja helgi. Í rauninni er þetta ekki fyrir aðra en mestu hraustmenni. Ég spyr Einar Jónsson verk- stjóra, sem ég mæti við uppgröft- inn á efri staðnum. Hann hlær, segist vera búinn að vera við slika vinnu síðan Búrfellsvirkjun byrj- aði 1966, og síðar við Vatnsfell og Þórisós, en nú sé hann heldur á niðurleið, í byggðaátt aftur. kominn að Sigölduvirkjun. Ætli hann haldi ekki slíku áfram i eitt eða tvö ár í viðbót að minnsta kosti. — Eg hefi gaman af stórum framkvæmdum, segir Einar. Inn á milli hefi ég verið við hrað- brautirnar. Svo likar mér að vinna með mönnum á borð við þá, sem leggja i svona vinnu, eins og t.d. með honum Páli Ölafss.vni. Nei, það er ekki fjalladýrðin sem dregur. Ég er oft þreyttur á veðr- áttunni og þetta er erfið vinna. En það eru svona framkvæmdir, sem gaman er að glima við. Páll Ólafsson staðarverkfræð- ingur tekur undir það, þegar við ræðum málið við hann. Hann hef ur lika verið við stórvirkjanir samfelit frá því Búrfellsvirkjun hófst. Að visu var hann eitt ár í hlýjunni i Guademala og i fyrra við nýjar námur á Grænlandi, þar sem alltaf var 35 stiga frost en logn. En þegar stórverkefni hafa verið hér á tslandi, tekur hann það fram yfir. Var siðast við Þór- isvatn. — Það er alveg rétt, hér er mikið af sömu mönnunum, sem byrjuðu við Búrfellsvirkjun, segir Páll. Menn þjálfast og þetta er eiginlega orðin starfsgrein. Þetta er því mun þjálfaðra lið en það sem byrjaði við Búrfell. Framkvæmdir á hálendinu eru viss ögrun, útskýrir Páll. Það er alltaf verið að berjast \ið náttúru- öflin. Svo eru þetta stórar fram kvæmdir, sem þarf að ljúka á skömmum tima. Og það hefst ekki við slíkar aðstæður nema með samstilltu átaki. Mér finnst þetta því skemmtilegt verkefni við að glíma. Hálendið virðist draga að. En annað hvort heillast menn af þessum verkefnum eða þeir þríf- ast hér alls ekki. Eitthvað hlýtur það að vera, sem vegur upp á móti sólinni og hlýjunni í Guademala, þar sem Páll hafði að auki með sér fjöl- skyldu sína. Nú er þarna 10 stiga frost og7 vindstig, sem samsvarar 40 stiga frosti í logni. — Það hef- ur ekki verið hætt hér vinnu vegna kulda, segir Páll, en oft hefur ekki sést út úr augum fyrir skafrenningi. Öll jarðefni eru freðin og krefjast aukins tækja- búnaðai'. Til jarðvinnslunnar hafa Júgó- slavarnir nær eingöngu Catepilar- tæki, en við borun og sprengingar sænskan Atlas Copco-búnað. Og áður er getið stóru grjótflutninga- bílanna. Þrjá komu þeir með, en sá fjórði er leigður, var áður not- aður við Þórisvatn. Flest þau tæki, sem eru notuð þarna, eru leigð af islendingum. Enn hafa Júgóslavarnir komið með litið af tækjum, en framkvæmdastjóri þeirra sagði, að þeir mundu flytja Franihald á bls. 19 Þarna veröur stöðvarhúsið viðSigöldu. Unnið við grunninn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.