Morgunblaðið - 12.03.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974
3
Skuttogarinn Engey RE 1 siglir fánum prýddur inn á Reykjavíkurhöfn.
Nýr skuttog-
ari til landsins
Fleiri bætast við innan tíðar
□ Nýr skuttogari, Eng-
ey RE 1, sigldi fánum,
prýddur inn á Reykjavík-
urhöfn um hádegisbilið ái
sunnudag. Skipið, sem er
í eigu ísfells h/f, útgerð
arfyrirtækis Einars Sig-
urðssonar, er 785 lestir
að stærð og búið öllum
fulikomnustu siglingar-
tækjum og búnaði til tog-
veiða, sem völ er á. Eng-
ey RE 1 er fyrsti togar-
inn í hópi fimm, sem
samið var um smfði á f
Póllandi fyrir rúmum
tveimur árum en hinir
fjórir eru væntanlegir til
landsins með mánaðar
millibili. Sá næsti í röð-
inni verður skuttogarinn
Hrönn, sem væntanlegur
er til landsins í miðjum
næsta mánuði, en hann
er í eigu hlutafélagsins
Hrannar h/f, sem þeir
útgerðarmennirnir Ein-
ar Sigurðsson og Ingvar
Vilhjálmsson eiga að
jöfnu. Skipstjóri á Engey
RE 1 verður Arinbjörn
Sigurðsson, sem hefur
verið aflakóngur í ís-
lenzka togaraflotanum
undanfarin 4—5 ár.
í tilefni af komu Engeyjar
RE 1 til Reykjavíkur hafði
Morgunblaðið samband við Ein-
ar Sigurðsson útgerðarmann og
sagði hann, að sér litist mjög
vel á skipið í alla staði, enda
Arinbjörn Sigurðsson skip-
stjóri og kona hans Lilja
Magnúsdóttir.
væri það búið hinum fuilkomn-
ustu siglingartækjum og sjö
mjög fullkomnum togvindum,
sem nú væri talið nauðsynlegt
við skuttog. Engey er eins og
áður segir 785 lestir að stærð
eða um 50 lestum stærri en
ögri og Vigri og með 3000
hestafla vél. í reynsluferðinni
gekk það 16,5 mílur og reyndist
í alla staði mjög vel í heimferð-
inni frá Póllandí. Engey RE er
60 m að lengd og 11 á breidd og
er áhöfnin 24 menn. Sagði Ein-
ar, að skipið hefði kostað um
200 milljónir króna, og væri því
ætlað að fiska fyrir Hraðfrysti-
stöðina og sigla á erlendan
markað eftir því sem henta
þykir og eftir árstíðum. Togar-
inn fer á veiðar um miðja þessa
viku.
Af þeim fjórum skuttogur-
um, sem væntanlegir eru frá
Póllandi á næstu mánuðum, fer
einn til Akraness, annar til
Grindavíkur og sá þriðji til Dal-
víkur, en Hrönn verður gerð
út frá Reykjavík eins og Engey.
Hrönn er væntanleg til lands-
ins í næsta mánuði eins og áður
segir en skipstjóri verður Hall-
dór Halldórsson, sem var síðast
skipstjóri á skuttogaranum
Júni.
Arinbjörn Sigurðsson skipstjóri og Einar Sigurðsson útgerðarmaður ásamt f jölskyldum sfnum við
komu Engeyjar RE 1 til Reykjavíkur á sunnudag.
Milljónatjón 1 slys
um á Hellisheiði
GEYSILEGT eignatjón, er nemur
vafalaust milljónum, varð í
tveimur umferðarslysum á Hellis
heiði á laugardag og aðfararnótt
sunnudags en þá var afar slæmt
skyggni á heiðinni vegna þoku og
rigningarsudda. I fyrra tilvikinu
lentu alls sex bifreiðar saman, en
ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki.
1 hinu tilvikinu lenti bifreið á
annarri kyrrstæðri og slösuðust
þrír allnokkuð.
Fyrra slysið varð um kl. 15 á
laugardag. Skyggni var þá ekki
nema nokkrir metrar. Bifreið,
sem var á vesturleið, og bifreið,
sem var á austurleið og var að
fara fram úr annarri, lentu sam-
an. Og er bifreiðarnar þrjár stóðu
á veginum, lentu þrjár aðrar á
þeim í þokunni, þar af ein stór
fólksflutningabifreið. Ekki urðu
slys á fólki, en bifreiðarnar
skemmdust sumar mjög mikið og
var vart talið svara kostnaði að
gera við sumar þeirra eftir árekst-
urinn.
Hitt slysið var um kl. 03 um
nóttina. Fólksbifreið, sem var á
vesturleið, lenti aftan á mann-
lausri jeppabifeið, sem stóð utan
steypta vegarins. Þrír voru fluttir
i slysadeild eftir áreksturinn og
voru talsvert meiddir. Ökumaður-
inn var grunaður um ölvun við
akstur.
Rithöfundaþing í maí
STJÓRN Rithöfundasambands
Islands hefur ákveðið að halda
ri.thöfundaþing dagana 9. til 12.
maí í vor. Tilgangur þingsins
verður m.a. að freista þess að
stofna stéttarfélag rithöfunda, en
einnig mun fyrirhugað að halda
sérstaka skáldahátfð f sambandi
við þingið. Mun Norræna húsið
bjóða í tilefni þessa 4 norrænum
rithöfundum til landsins, en Rit-
höfundasambandið hefur jafn-
framt sótt um styrki til Menning-
arsjóðs um að fá að bjóða 10
skáldum og rithöfundum til við-
bótar frá Norðurlöndum.
Morgunblaðið spurði Sigurð A.
Magnússon, formann Rithöfunda-
sambandsins, að þessu í gær. Sig-
urður sagði, að mál þetta væri á
algjöru byrjunarstigi og hefði
þingið enn ekkert verið auglýst.
Sagði Sigurður, að vonir stæðu til,
að állir íslenzkir rithöfundar sætu
þingið eða um 160. Þetta verður
annað rithöfundaþing, sem haldið
hefur verið, en fyrra þingið var
haldið árið 1969. Er stjórn Rithöf-
undasambandsins nú að vinna að
undirbúningi þingsins, en vonir
stæðu til, er styrkur hefði verið
fenginn, að hinir erlendu rithöf-
undar gætu á hátiðinni lesið upp
út verkum sínum.
Enn hefur ekkert verið ákveðið,
hvaða rithöfundum og skáldum
verður boðið til Islands í tilefni
þessa, en brátt. verður ákveðið
hverjir það verða, sem Norræna
húsið býður hingað, og er Sigurð-
ur á förum til útlanda, þar sem
það verður m.a. ákveðið.
Þrír
heiðurs-
doktorar
Heimspekideild Háskóla
tsiands samþykkti einróma
á fundi sfnum sl. föstudag,
að sæma rithöfundana Þör-
berg Þórðarson og Gunnar
Gunnarsson, heiðursdokt-
orsnafnbótinni doctor litter-
arum islandicarum honoris
eausa og sænska bókmennta-
fræðinginn Peter Hallberg
titlinum doctor philosophie
honoris causa.
Að venju þarf háskólaráð
að fjalla endanlega um mál
sem þessi og verður sam-
þykkt heimspekideildar tek-
in fyrir á sérstökum fundi
ráðsins í hádeginu i dag til
formlegrar afgreiðslu.
MENN BÍÐA NÝRR-
AR LOÐNUGÖNGU
AÐEINS eitt loðnuveiðiskip fékk
loðnu í gær, Faxaborg, sem land-
aði síðdegis í gær í Hafnarfirði
100 smálestum. Loðnubræðsla
gengur nú vel og samkvæmt upp-
lýsingum frá Loðnunefnd verður
þróarrými allt autt um næstu
helgi, ef ekki birtir yfir veiðun-
um, en sakir ógæfta hefur velðin
verið lftil sem engin undanfarið.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar Ingimarssonar hjá Fiski-
félagi íslands eru sárafáir bátar
hættir loðnuveiðum. Á loðnuver-
tið i fyrra gerði dauðan tima sem
nú undir lok vertiðarinnar, en þá
kom ganga og mikil veiði. Var þá
fjöldi loðnuveiðiskipa farinn til
netaveiða og er greinilegt nú, að
skipstjórar ætla ekki að brenna
sig á sama soðinu nú. Aðeins 15
bátar eru nú farnir á netaveiðar,
þar á meðal eru 3Grindavikurbát-
ar, 3 Keflavikurbátar og 2 Vest-
mannaeyjabátar.
Övissa ríkir nú mjög um fram-
hald loðnuveiðanna, þar sem
gæftir hafa hamlað loðnuleit fyrir
austan og er því ekki vitað, hvort
enn ein ganga er á leiðinni.
Sami aðili hlaut
4,4 milljónir kr.
DREGIÐ var í Happdrætti Há-
skóla tslands í gær t>g kom hæsti
vinningur upp á miða númer
4868, en hann var seldur í umboði
Frímanns Frímannssonar í Hafn-
arhúsinu. Allir fjórir miðarnir
með þessu númeri voru á hendi
eins manns, en hann átti fiinm
fernur. Fær hann þvf í sinn hlut
4,4 milljónir króna, alla auka-
vinningana.
Þetta var þriðji flokkur
happdrættisins og voru dregnir út
3.900 miðar. Með drætti þessum
eru liðin 40 ár sfðan fyrst var
dregið í happdrættinu, en fyrsti
dráttur fór fram 10. marz 1934.
500 þúsund krónur komu á
númer 2355, en allir fjórir mið-
arnir voru seldir f aðalumboði
happdrættisins, Tjarnargötu 4.
200 þúsund krónur komu á
númer 36066, en allir fjórir mið-
arnir voru seldir í umboðinu í
Keflavík.
50.000 krónur:
1162 — 2385 — 2594 — 4866—
4868 — 6976 — 14620 — 16408 —
16702 — 16841 — 23715 — 25976
— 28250 — 33948 — 36052 —
38762 — 39009 — 54197 — 55708
— 58508 — 58624 — 59737.
Birt án ábyrgðár.