Morgunblaðið - 12.03.1974, Side 4

Morgunblaðið - 12.03.1974, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 ® 22-0*22* RAUÐARÁRSTIG 31 V______________/ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel 14444*25555 l/i BILALEIGA CAR RENTAL SENDUM 18 86060 /p BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIOIVIŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI HÓPFERÐABILAR Til ieifjv.. ' ier.(jri skervrr.r. ferðir 8— úO fcirþerjti b i.u KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S.I sími 22300. HVER ER SINNAR SKODA EYÐIR MINNA. SHOBH IBGAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. STAKSTEINAR Talnagrín Talnagrínið hans Halldórs E. flæðir nú mjúklega yfir þjóð- ina. Því er haldið fram, að sölu- skattshækkunin sé nokkuð nákvæmlega reiknuð út til að vega upp á móti tekjuskatts- lækkuninni og skattaafslættin- um. Að vfsu hefur það verið ótvírætt sannað hér í Morgun- blaðinu. að söluskattshækkun- in gerir miklu meira en að vega upp á móti tekjuskattslækkun- inni. Halldór hefur átt í afar miklum erfiðleikum með að villa um fyrir fólkinu í landinu og fela þá fyrirætlan sína að auka skattbyrðina. Beitir hann í því efni furðulegustu rök- semdum, eins og þeirri, að ekki beri að reikna inn í dæmið söluskattinn, sem fólk greiðir í desember á þessu ári, því hann komi ekki inn í ríkiskassann fyrr en eftir áramót. Hefur manni þannig virzt að fjár- málaráðherrann ætti nægilega bágt með að sýna almenningi fram á, að endar í dæminu stæðust á. Þó hefur hann ekki látið þar við sitja. Hann veit sem er, að enn betur félli í kramið ef hægt væri að halda því fram, að skattar beinlínis lækkuðu á almenningi. í því skyni lætur hann fylgja frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um skattkerfis- breytingu tvær töflur, sem eiga að sýna, hvernig skattbyrði ýmissa f jölskyldustærða breytist við kerfisbreytinguna. Töflum þessum varð Þórarinn Tímaritstjóri svo hrifinn af, að hann birtir þær i heild íTíman- um s.l. sunnudag. Taka töflurnar til allflestra fjöl- skyldustærða og yfir brúttó- tekjur allt frá 200 þúsund kr. til 2 milljónir. Er þar gerð skil- merkileg grein fyrir, hve tekju- skatturinn muni lækka mikið hjá hinum ýmsu tegundum fjölskyldna og síðan hve mikið söluskatturinn muni hækka. 1 hverju einasta tilviki lækka heildarskattarnir. Væri þannig ekki annað að sjá en að hér sé um hina hagstæðustu breytingu að ræða fyrir allan almenning ef ekki kæmu til ítrekaðar yfirlýsingar ráð- herrans um að hér stæðust endar á. Oft hefur verið um það talað, að fáar röksemdir væru vara- samari í pólitíkinni en þær að ryðja út úr sér tölum máli sinu til stuðnings. Kemur það til af því, að svo mjög er mis- munandi, hverjar forsendur menn gefa sér við talnaflóðið og hversu menn eru óbilgjarnir í því efni. Halldór fjármálaráð- herra er sennilega hækileika- mesti maður á þessu sviði. Stafar það líklega helzt af þvf, að hann hefur takmarkaðan skilning á þeim tölum, sem hann ryður út úr sér. Væri fróð- legt að fá svar við þeirri spurningu frá ráðherranum, hvaðan hann ætli að fá það fé, sem ríkissjóður sýnilega tapar við skattkerfisbreytinguna ef mark væri takandi á töflum hans. Þingræði Tómasar Djúpur er skilningur Tómasar Karlssonar ritstjóra Tímans á þingræðisregium þeim, sem við búum við. Nú heitir það svo hjá honum, að stjórnarandstaðan beri á þvf ábyrgð, ef skattatillögur ríkis- stjórnarinnar verða ekki sam- þykktar óbreyttar og skattar verði lagðir á eftir núverandi lögum í vor — háu tekju- skattarnir, eins og hann er farinn að kalla það. Þessu heldur hann fram í leiðara Tímans sl. sunnudag. Þingræði Tómasar byggist á því, að þinginu beri að styðja hvaða vitleysu, sem ríkisstjórn sú, er við völd situr, ber fram. Sé rfkisstjórnin komin með óstarf- hæfan þingstyrk, er það á ábyrgð st jórnarandstöðu, ef hún getur ekki stjórnað landinu. Einu sinni héldu menn (jafnvel Tómas líka?), að þingræðið byggðist á því, að ríkisstjórnin styddist við starf- hæfan meiri hluta á þingi, enda þótti mönnum það einsýnt nauðsynlegt til að hún gæti stjórnað. En nú er þetta vfst breytt, eins og svo margt annað. Leiðrétting t staksteinum s.l. laugardag var rætt um heimsókn nokkurra Araba hingað til lands á vegum Stúdentaráðs. I því sambandi var minnzt á þann óhugnanlega atburð er flugvél fórst eftir flugtak frá Parfsarflugvelli. Var sagt, án fyrirvara, að hér hefði verið um hermdarverk skæruliða að ræða, en sem kunnugt er hefur slíkt ekki verið sannað. Mbl. vill því taka þau ummæli til baka, þar sem of fast var að orði kveðið um jafn alvarlegan atburð og þennan, sem enn hefur ekki verið endanlega kannaður. spurt og svarað 1 Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS1 Hrmgið í síma 10100 kl 1 0— 1 1 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ms. Frumvarp um orlofsfjár- greiðslur til námsmanna Guðlaugur Valgeirsson, Björgvin Guðmundsson, Hrafn- kell Gfslason, Sigurgeir Jóns- son og Einar Hálfdánarson spyrja: Okkur leikur forvitni á að vita, hvernig tillögu Péturs Sigurðssonar reiddi af á þingi um breytingu á útborgunar- tíma orlofspeninga, sem náms- menn eiga nú ,,frysta“ og geta ekki fengið greidda út, hversu nauðsynlegt sem þeim kann að vera það. Fékk tillagan engan hljómgrunn og er hún kannski týnd þarna i þingsölunum eða hvað? Pétur Sigurðsson alþingis- maður svarar: Á föstudaginn voru tvær um- ræður I neðri deild um frum- varpið. Nefndin, sem um það hafði skilað áliti, taldi frum- varpið nægilega vel undirbúið, en við umræðurnar I neðri deild kom fram efi hjá þing- ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND Akra- ness hefur undirbdið nokkurra daga hátíðarhöld á Akranesi síðast í júni i tilefni af 11 alda afmifli hyggðar í landinu, að því er segir í fréttatilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd 1974. Þjóðhátíðin á Aki anesi hefst föstudagskvöldið 28. júni, en þá verður opnuð iðnsýning i gagn- fræðaskólanum. Sýndur verður þverskurður af framleiðslu bæjarbua í iðnaði og sjávarút- vegi. Þá verður jafnframt opn- uð listsýning þetta kvöld, en hún verður væntanlega til húsa í barnaskólanum. Báðar þessar sýningar verða opnar í viku. manni um ákveðið atriði þess og var því samþykkt breyt- ingartillaga sem kvað skýrar á um aðalinntak frumvarpsins, þ.e. að nemendur í viður- kenndum skólum geti fengið greitt orlofsfé sitt á því ári, sem þess er aflað, utan lögboðins orlofstíma. Ættu nú jafnvel þeir í ráðuneytunum, að geta skilið ákvæði frumvarpsins. □ Meðlagsgreiðsl- ur og eignasipta- samningur Kristín Eyfells, Barmahlið 22, spyr: Við hvaða lagagrein styðst Tryggingastofnun ríkisins, þegar hún synjar einstæðri móður um milligöngu á inn- heimtu meðlags með barni á 17. ári, á þeim forsendum, að til þurfi að koma samþykki föður eða meðlagsúrskurður? Fyrir hendi er löglega vott- festur eignaskiptasamningur, þar sem skýrt er tekið fram, að greiðsla umsamins meðlags miðist við 16 ára aldur. Dagana 29. og 30. júní verður efnt til íþróttahátíða á vegum ÍA. Verður þar keppt bæði í einstaklings- og flokkaíþrótt- um. Um helgina 30. júní er stefnt að því að opna nýtt byggða- safnshús á Akranesi, en það hefur verið í hyggingu í nokkur ár. Byggðasafn hefur verið starfrækt í 15 ár á Akranesi, og hefur það fengið inni í gamla Garða-húsinu. t sumar á að ljúka fyrsta áfanga húsasamstæðu, sem á að rúma byggðasafnið í framtíð- inni, og er byggingin svo langt komin, að gert er ráð fyrir því, Er meðlagsúrskurður annað en viðurkenning á framfærslu- skyldu viðkomandi vegna barns sins á sama hátt og nefndur samningur? Ekki hefur mér vitanlega þurft að fá framlengda með- lagsúrskurði vegna breytingar framfærsluskyldu í 17 ár, eða er svo? Eru ekki allir feður jafnir fyrir lögum varðandi fram- færsluskyldu barna sinna? Eða er til lagagrein, er veitir ákveðnum hópi þeirra rétt til að tefja greiðslu skyldumeðlags barna sinna með því einfald- lega að neita að greiða það, nema dómstólar fjalli um mál- ið? Sé svo, óska hana ég til- greinda. Guðjón Albertsson lög- fræðingur hjá Tryggingastofn- un rikisins, svarar: Lögum samkvæmt ber Trygg- ingastofnunni ekki að greiða meðlag nema samkvæmt lögun- um, og eignaskiptasamningur er ekki nægilegur einn sér. Það eru allir jafnir fyrir lögunum, en menn geta að visu að vígsla og opnun safnsins í nýjum húsak/nnum geti fallið inn í þjóðhátíðardagskrá. Þá hefur komið til tals, að írar færi Akurnesingum minn- ingastein um landnám íra á Akranesi. Er vonazt til, að af- hjúpun steinsins geti orðið liður í hátíðahöldunum. Landnámið á Akranesi er að þvi leyti sérstakt, að þar námu einungis kristnir menn, irskir land. Að lokinni helginni 30. júni er fynrhugað, að eitthvað verði á dagskrá vikuna út, þótt ekki hafi verið gengið frá einstökum atriðum. Þar munu koma við sögu kirkjukór Akraness, hestamenn staðarins og skátar svo eitthvað sé nefnt. Og eitt kvöldið munu Akurnesingar fagna komu „kúttersins", sem Kiwanisklúbbur Akraness hef- ur keypt i Færeyjum og ætlar að gefa byggðasafninu. Fyrir- torveldað framkvæmd þeirra á ýmsan hátt. Q Kristur og Reynir Örn Ásmundur Eiríksson, Há- túni 2, spyr: 1 þættinum „Krunkað á skjá- inn“, sem ég hlustaði og horfði á 6. febr. sl., kom Reynir Örn Leósson fram, Þar sagði nefnd- ur Reynir, án minnsta fyrir- vara, að það væri Kristur, sem birtist honum og gæfi honum slíkt undravald, er umræðurn- ar snerust um. Af því tilefni leyfi ég mér að spyrja Reyni Örn, hvort hann hafi nokkru sinni séð á þessum Kristi blóðugt síðusár hans, sár- in á enni hans undan þyrnikór- ónunni og krossfestingarmerk- in á höndum hans og fótum? Reynir Örn Leósson svarar: Nei. Ég hef aldrei séð hann nakinn, þótt ég hafi séð hann mjög oft og geti lýst honum nákvæmlega. Ég hef ekkert þvi- líkt séð á honum og húð hans er alveg eins og á ungri stúlku. hugað er að táka hátíðiega á móti „kútternum" á hafnar- garðinum. Þá eiga Akurnesingar von á öðrum góðum grip, sem Lions- menn hafa greitt fyrir, en það er gamli Ford, árgerð 1918, svo- kallað T-model. Er nú verið að gera bílinn upp í Reykjavfk, og verður honum ekið um Akra- nesbæ áður en honum verður ekið að Görðum, þar sem hann verður geymdur. Nefna má, að í undirbúningi er útgáfa sérstaks hátiðarrits á Akranesi. Gert er ráð fyrir því, að hátíð- inni á Akranesi ljúki föstu- daginn 5. júlí, en daginn eftir stendur þjóðhátíð að Reykholti, sameiginleg hátíð Borgfirðinga, Mýramanna og Akurnesinga. Formaður þjóðhátíðarnefnd- ar Akraness er Þorvaldur Þor- vaidsson. Þjóðhátíðarhöld á Akranesi: Nýtt byggðasafn, iðn- sýning og íþróttahátíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.