Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974
DAGBÓK
t dag er þriðjudagurinn 12. marz', 71. dagur ársins 1974. Gregorfusmessa.
Ardegisflóð er kl. 08.53, síðdegisflóð kl. 21.12.
Sólarupprás er I Reykjavík kl. 07.58, sólarlag kl. 19.19.
Sólarupprás á Akureyri er kl. 07.44, sólarlag kl. 19.02.
(Heimild: tslandsalmanakið).
En ég skal frelsa þig á þeim degi — segir Drottinn — og þú skalt ekki seldur
verða á vald mönnum þeim, er þú hræðist.
(Jeremía 39. 17).
Pennavinir
ísland
Guðrún Sæmundsdóttir,
Grundarstig 10,
Flateyri við Önundarfjörð.
Hún óskar eftir pennavini á
aldrinum 11—12 ára.
Jóhann Sigurólason,
Völvufel li 36,
Reykjavik.
Hann er 15 ára og vill skrifast á
við stúlkur á svipuðum aldri, sem
búsettar eru uti álandi.
Rafn Guðmundur Sigurólas.
Völvufelli 36,
Reykjavík.
Hann er 13 ára og vill skrifast á
við krakka á spipuðum aldri, sem
búa úti á landi.
Svíþjóð
Kristina Ángström
Pl.8232
905 90 Umea
Sverige.
Hún er 13 ára og áhugamálin
eru dans, popptónlist, bréfaskrift-
ir, íþróttir, skepnur og ísland!
Hún vill skrifast á við jafnöldru
sína i Reykjavik.
Nawal Goel
Karlsrogatan 15 III
75 238 Uppsala
S verige.
Hann er fertugur að aldri, af
indversku bergi brotinn og vill
skrifast á við íslenzka stúlku á
aldrinum 25—35 ára.
Sviss
Eva Lische
Via Tesserte 43
CH-6900 Lugano
S witzerland
Hún er 26 ára og ætlar að ferð-
ast til íslands í sumarleyfinu.
Ahugamál hennar eru m.a. ferða-
lög, bóklestur, tónlist og saga
N orðurlanda.
Vikuna 8.—14. marz
verður kvöld-, helgar-
og næturþjónusta
apóteka í Reykjavík í
L.vfjabúðinni Iðunni,
en auk þess verður
Garðsapótek opið utan
venjulegs afgreiðslu-
tíma til kl. 22 alla daga
vaktvikunnar nema
sunnudag.
I KRDSSGÁTA ~|
Lárétt: 1. kroppa 6. ílát 8 kindina
11. for 12. læsing 13. samhljóðar
15. þverslá 16. ílát 18. fjasaðir.
Lóðrétt: 2. sáðland 3. tillaga 4.
fugl 5. reyktir 7. svaraði 9. vesæl
10. lik 14. dýr 16. belju 17. likams-
hluti.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1. rorra 5. VAA 7. mann 9.
ÖI 10. bauginn 12. ár 13. alin 14.
Öli 15. ginni.
Lóðrétt: 1. rambar 2. runu 3. rang-
ali 4. 'AA 6. sinnti 8. áar 9. óni 11.
ilin 14. ÖG.
— 1 Sviss Ifða nákvæmlega fimm mínútur frá því að maður kallar
og þar til bergmálið heyrist.
— Það þykir mér nú ekki mikið. lleima I Arizona förum við út kl.
11 á kvöldin og köilum ,JVú förum við á fætur,“ og á slaginu 8
morgunin eftir vekur bergmálið okkur.
Við erum að velta þvf fyrir okkur, hvort hattar séu virkilega svo
vinsælir sem ætla mætti af tfzkumyndum — eða hvort sýningarstúik-
urnar séu bara svona latar að hugsa um hárið á sér, og skelli
hattkúfunum á sig þess vegna.
Hins vegar þarf enginn að fara 1 grafgötur um það, að sky rtublússu-
kjólarnir eru alltaf jafnvinsælir.
ISLANDSVIKA í
LOS ANGELES
Nýlega ákvað borgarstjórinn
í Los Angeles, að vikan 16.—22.
júní yrði ,,íslands-vika“ borg-
arinnar í tilefni af 100 ára af-
mæli íslandsbyggðar.
17. júní verður sérstök há-
tíðarsamkoma, þar sem íslenzki
fáninn verður dreginn að húni
og við það tækifæri leikur
hljómsveit bandariska flug-
hersins íslenzka þjóðsönginn og
fleiri lög.
Hljómsveitin kemur frá
Washington til að leika við at-
höfnina og þykir að því mikill
heiður, en hljómsveitin er að-
Þá hafa nokkrar stórverzl-
anir í borginni tilkynnt, að þær
muni efna til kynningar á ís-
lenzkum vörum þessa viku, og
er undirbúningur þegar hafinn.
Á myndinni eru Halla og Hal
Linker, en Hal er heiðurskon-
súll íslands i Los Angeles. Með
þeim á myndinni er bbrgar-
stjórinn í Los Angeles, Tom
Bradley. Myndin var tekin, þeg-
ar borgarstjórinn tilkynnti Hal
Linker um ákvörðun borgar-
stjórnarinnar, en við þetta
tækifæri færðu konsúlshjónin
borgarstjóranum íslenzka gæru
hátíðleg tækifæri. á gjöf
w) Skráð írá Eini GENGISSKRÁNING Nr. 47 - 11. marz 1974. npj Kl. 13. 00 Kaup Sala
4/3 1974 1 Banda ríkjadollar 86, 00 86, 40
8/3 1 Sterlingspund 199, 70 200,80
4/3 - 1 Kanadadollar 88, 50 89. 00
11/3 - 100 Danskar krónur 1363,70 1371,70 *
8/3 - 100 Norskar krónur 1510,85 1519, 65
11/3 - 100 S'Tenskar krónur 1855, 75 1866,55 *
8/3 - 100 Finnsk mörk 2226,15 2239,05
11/3 - 100 Franskir frankar 1775, 85 1786, 15 * »>
- 100 Bclg. frankar Z1 3, 85 215,05 *
- 100 SvÍHtin. frankar 2773, 50 2789,60 *
- 100 Gyllini 3088,35 3106, 35 *
- 100 V. -I»ýzk mörk 3240, 90 3259, 80 *
- 100 Lírur 13, 32 13,40 *
- 100 Austurr. Sch. 440, 30 442, 90 *
5/i - 100 Escudos 337,70 339,70
4/3 - 100 Pcscta r 145, 80 146, 70
11/3 - 100 Ve.n 30. 12 30, 29 *
1 f»/2 1973 100 Kcikningskrónur-
Vöruskiptalönd 99, 86 100,14
4/3 1974 1 Rrikningsdollar -
V ftru 'iV iptalönd 86, 00 86, 40
* Hreytinft frá eíöustu ekráningu.
1) Gildir aðeine fyrir grciðclur tengda r inn- og útflutn-
inpi á vörum
ást er . . .
. . . hinum megin
við hornið.
TM R*g. U.S. Rof. Off—All rightt ret«rv«d
(i 1974 by Lot Angelet Timet
| BRIDC3E ~~|
Sagnir andstæðinganna geta
stundum gefið upplýsingar um
hvernig bezt er að haga vörninni.
Eftirfarandi spil er gott dæmi um
þetta.
Norður:
S Á-G-5
H K-G-6-3
T 9-8-7-3
L K-7
Vestur:
S 3
II D-7-5-4
T Á-D-G-5-4
L Á-8-5
Suður:
S K-D-8-6-2
H Á
T K-10-6
L D-G-9-2
Spil þetta er frá bridgekeppni
og við annað borðið opnaði norður
á 1 grandi (Acol-sagnkerfið),
suður sagði 3 spaða og norður
sagði 4 spaða, sem varð lokasögn-
in. Vestur lét út hjarta og þar sem
sagnhafi gaf aðeins 2 slagi á tigul
og einn á lauf, þá vannst spilið.
Við hitt borðið gengu sagnir
þannig:
Norður— Suður
11 2 s
2g 3 g
4 s P
Austur:
S 10-9-7-4
H 10-9-8-2
T 2
L 10-6-4-3
Vestur hafði fylgzt vel með
sögnunum og taldi með réttu, að
mjög sennilegt væri, að suður
hefði einhvern styrk i tígli, þar
sem hann segir 3 grönd. Hann
taldi því miklar líkur á því, að
félagi hans, austur, hefði einspil i
litnum og þess vegna ákvað hann
að láta út tígul ás. Austur lét tigul
2 og þá var vestur viss um að hér
væri um einspil að ræða, lét næst
tígul 4, austur trompaði, lét lauf,
vestur drap með ási, lét enn tígul,
austur trompaði og þar með var
spilið tapað.
ÁRNAO
HEIL.LA
75 ára er I dag Þorsteinn
Þórðarson, Hringbraut 115,
Reykjavík.
FRÉTTIR
Kvenfélagið Seltjörn heldur
fund miðvikudaginn 13. marz í
félagsheimilinu kl. 20.30. Popp-
leikurinn Tolli, rætt um kórinn og
fleira.
Kvenfélagið Aldan heldur af-
mælisfund sinn að Þingholti mið-
vikudaginn 13. marz. Hefst með
stuttum fundi kl. 7.30. Matur og
skemmtiatriði áeftir.
Kvenfélag Bæjarleiða heldur
fund i Safnaðarheimili Langholts-
kirkju i kvöld kl. 8,30. Skemmti-
atriði. Mætið vel og stundvíslega.