Morgunblaðið - 12.03.1974, Síða 7

Morgunblaðið - 12.03.1974, Síða 7
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 7 OLÍUFURSTARNIR hafa ný- lega setið fyrstu ráðstefnuna með fulltrúum þeirra þjóða, sem hækkun olíuverðsins kom hvað harðast niður á — það er fulltrúum kaupenda hjá vanþróuðu ríkjunum. Ráðstefnan var haldin sem leiðtogafundur ríkja Múhameðstrúarinnar í Lahore í Pakistan að frum- kvæði forsætisráðherra Pakistans, Zulfikar Ali Bhutto, og árangurinn var örlítil huggun fyrir fátæku olíuinnflutningslöndin, sem hafa orðið mun harðar úti vegna olíuskortsins en vest- rænu iðnrfkin. Engin endanleg ákvörðun var tekin til að milda það áfall, sem efnahagsáætlanir aðstoð Houari Boumedienne. Muammar Gaddafi. Vilia _______ olíufurstanna rúmlega 35 þróunarríkja, sem fulltrúa áttu á ráðstefn- unni, hafa orðið fyrir. En í fyrsta sinn gerðu fulltrúar olíuvinnsluríkjanna sér grein fyrir erfiðleikum innflutnings- ríkjanna og samþykktu að gripa til sameiginlegra ráð- stafana til að ráða bót á þeim. Ráðstefnan skipaði sam- eiginlega nefnd fulltrúa vinnsluríkja og innflutnings- ríkja, sem getur ráðið sér- fræðinga í sína þjónustu, og á nefndin að leita að skjótum leiðum til úrbóta. Nefndina skipa fulltrúar Saudi-Arabíu, Kuwait, Líbýu og arabísku furstadæmanna af hálfu framleiðenda, og Pakistans, Alsírs, Egyptalands og Senegals af hálfu neytenda. Á nefndin að leggja fram skýrslu sína og tillögur fyr- ir fund utanríkisráðherra Múhameðstrúarríkjanna eftir tvo mánuði. Ekki var ætlunin að taka olíumálin á dagskrá leiðtoga- ráðstefnunnar í Lahore, held- ur tilgangurinn að ganga frá sameigninlegri yfirlýsingu um framtíð Jerúsalemborgar og Palestínu-Araba. En strax á fyrsta degi bárust umræð- urnar að olíunni og við lá, að hún varpaði aðalmálinu í skuggann. „Gæðaflokkun" ríkja Aðallega voru það tvær til- lögur, sem fram komu varð- andi olíumálin. Önnur var frá Muammar Gaddafi ríkisleið- toga Líbýu, sem lagði til, að olíukaupendum yrði skipað í fjóra „gæðaflokka" og að efsti flokkurinn fengi að kaupa olíu á lægsta verði, en neðsti flokkurinn greiddi oií- una fullu verði. í lægsta flokki yrðu þá flestar iðn- væddu þjóðirnar, í þeim næsta iðnríki, sem seldu olíu- ríkjunum vopn og tækniað- stoð, í þeim þriðja þróunar- ríkin, og í efsta flokki lönd Múhameðstrúarinnar. Houari Boumedienne for- seti bar fram hina tillöguna. Lagði hann til, að endurskoð- un færi fram um allan heim á mismuninum á verði hráefnis og fullunninna vara í þeim tilgangi að koma í veg fyrir, að auðugu ríkin gætu arð- rænt þau fátækari. Boumedienne hefur verið einn aðal hvatamaðurinn að væntanlegri ráðstefnú um hráefnisverð á vegum Sam- Zulfikar Ali Bhutto. einuðu þjóðanna, og á ráð- stefnunni í Lahore sagði hann, að „í fyrsta skipti verð- ur nú — vegna olíumálsins — hlustað á okkur." Fljótlega kom í Ijós, að báðar tillögurnar höfðu sínar veiku hliðar. Talið er svo til útilokað að koma á mismun- andi olíuverði vegna þess, að olíuríkin sjá ekki um dreifing- una og vegna þess, að þró- unarlöndin kaupa yfirleitt verulegan hluta olíunnar frá olíuhreinsunarstöðvum utan Arabaríkjanna. Að því er til- lögu Boumedienne varðar, þá er hún talin mjög erfið I framkvæmd og of seinleg til að koma að gagni fljótlega. ÁKVÖRÐUN ÍRANS Eina ríkið, sem þegarhefur ákveðið að hlaupa undir bagga með þóunarríkjunum, er íran, sem ætlar að verja einum milljarði dollara af olíugróða sínum í þessu skyni. Á upphæðin að renna í sérstakan þróunarsjóð á veg- um Alþjóðabankans og Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins. Leiðtogaráðstefnan í Lahore gagnrýndi þó þessa ráðstöf- un af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi var því lýst yfir, að Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn væru „vinir ísraels" (eins og Idi Amin forseti Uganda komst að orði og Yasser Arafat leið- togi arabískra skæruliða tók- undir), og í öðru lagi var bent á, að vextir af lánum á veg- um Alþjóðabankans væru of háir fyrir fátækar þjóðir. Áður en leiðtogaráðstefn- unni lauk var mikið kapp lagt á það að komast að ákveðnu samkomulagi um aðgerðir. í drögum að lokayf- irlýsingu leiðtoganna var gert ráð fyrir því, að inn í hana yrði felld tillaga Gaddafis. Þá hefðu olíufurstarpir I rauninni undirritað fyrirheit um að selja fátækari þjóðum olíuna á lægra verði, eða greiða þessum þjóðum uppbætur með olíunni. Það var Faisal konungur Saudi-Arabíu, sem kom I veg fyrir samþykkt þessarar ráð- stöfunar. Hann sagði (! einka- viðræðum, þv! að hann lagð- ist ekki svoíágtaðtaka þátt í almennum umræðum), að hann væri samþykkur því að veita fátæku þjóðunum að- stoð, en hann hefði ekki haft efnahagssérfræðinga s!na með i förinni til Lahore og þess vegna bæri að ræða þetta mál í þar til kjörinni sérfræðinganefnd. Helzti vandinn, sem leið- togafundurinn ! Lahore átti við að stríða, var sá, að full- trúarnir gera sér ekki enn fulla grein fyrir áhrifum olíu- kreppunnar — og á það jafnt við um olíuf urstana, sem ollu þessari kreppu með þv! að hækka verðið. „Hagn- aður þessara ríkja eykst nú um 70 milljarða dollara á ári," sagði fulltrúi frá Pakist- an á ráðstefnunni. „Af þess- ari aukningu koma 10 millj- arðar dollara, eða 15%, frá þróunarríkjunum. Vandinn er sá að fá olíuríkin til að sætta sig við þá hugmynd að að- stoða þá fátæku. Þegar haft er í huga, hve langan tíma það tók að fá vestrænu iðn- aðarríkin til að ræða hug- myndina um að verja 1 % af þjóðarframleiðslunni í efna- hagsaðstoð viðþróunarlöndin — hvað þá að koma þeirri hugmynd í framkvæmd — þá er ekki undarlegt, þó að olíufurstarnir eigi erfitt með að öðlast fullan skilning á málin á örfáum mánuðum." THE OBSERVER EFTIR WALTER SCHWARZ ÞHR IR EITTHURfl FVRIR RLLR PorgiimtþlaMfc HERBERGI ÓSKAST Upplýsingar í síma 81 700 á milli kl, 9 og 5. Innilegar þakkir vil ég færa öllum þeim, er heiðruðu mig á 60 ára afmæli mínu 6. marz '74 með góðum gjöfum, blómum, heillaskeytum og heimsóknum, sem aldrei gleymast. Kær kveðja og þakkir. FINNUR ÁRNASON, garðyrkjumeistari, Óðinsgötu 21. VIÐURKENNDAR ELDTRAUSTAR — fyrir kyndiklefa — hvar sem eldvörn þarf — Sfandard stærðir SÆNSK GÆÐAVARA VIÐURKENNING BRUNAMALASTOFNUNAR RlKISINS. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGOTU 4 HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919 Addo-X 9101 rafeindareiknivélin er fullkomin lausn á samlagningarvél og kalkúlator. Vélin hefur hið vel þekkta lykilborð með fisléttum áslætti, lykilborðsloku og svörun í hverjum takka. Reiknar allar fjórar reikniaðferðir, talnarými 14+14 tölustafir. Tvö reikniverk, konstant, prósentutakki o.m.fl. GENGUR AÐEINS MEÐAN ÝTT ER Á TAKKA. KJARANhr skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagíítu 8. s.tmi'24140

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.