Morgunblaðið - 12.03.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 12.03.1974, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 I lifanda lífi gafst Birgittu ekki kostur á að sjá það klaust- ur í Vadstena rísa af grunni, sem hún barðist fyrir að koma upp. Viljastyrkur hennar og trúfesta i því baráttumáli átti sér aðdraganda. Arið 1350 fór hún til Rómaborgar. Seint og um síðir fékk hún blessun páfa yfir klausturreglu sína. Þetta voru ólgutímar og páfarnir dvöldu oft langdvölum í Avign- on. Áður en Birgitta hélt frá Rómaborg, hafði hún ákveðið að taka sér ferð á hendur til Landsins helga. í því skyni kom tiún síðar aftur til Römaborgar og ætlaði að halda ferð sinni áfram þaðan. En kraftar hennar fóru dvínandi og skömmu eftir, að hún kom aft- ur til Rómaborgar, lagðist hún banaleguna. Hún var þá komin yfir sjötugt. Hún lézt þann 23. júli 1373. Þá var hafin bygging Birgittuklaustursins í Vad- stena. Það var síðan tekið í notkun árið 1384 og varð smám saman bæði voldugt og ríkt, því bárust gjafir í lendum og laus- um aurum. Áhrifin frá Vad- stena bárust þaðan til annarra Norðurlanda. 1 Danmörku voru til dæmis reist Birgittureglu- klaustur í Maribo og á Mari- ager. Árið eftir að hún lézt voru jarðneskar leifar hennar flutt- ar hina löngu leið frá Róma- borg til Vadstena. Ferðin tók sjö mánuði. Árið 1391 var Birg- itta tekin i dýrlinga tölu. Birgitta var af sænskri aðals- ætt komin. Hún fæddist árið 1303. Ung að aldri giftist hún sænskum aðalsmanni, Ulf Gud- mundsson. Eftir öilum sólar- merkjum að dæma hefur hjóna- bandið verið farsælt. Maður hennar lézt á bezta aldri, árið 1344. Hann var þá lögmaður í Nárkehéraði.fyrir norðan Aust- ur-Gotland. Þau hjón eignuðust átta börn. Heilög Birgitta er einí Svíinn, sem stóð fyrir stofnun kaþólskrar klausturreglu. En það eitt heldur þó ekki nafni hennar á loft. Hún hefur látið okkur eftir sýnír og vitranir, sem fylla þúsundir blaðsíðna. Þetta efni var allt þýtt á latínu. Birgitta sagði skriftafeðrum sínum frá opinberunum sínunj og „röddurn" sem hún heyrði tala til sín. Hinir hálærðu klerkar sáu svo um, að þetta væri skrifað niður á latinu. Samkvæmt síðari tima rann- sóknum er talið, að latneski textinn sé mjög nálægt því sem hún tjáði sig á fornsænskunni. Þetta var fyrst gefið út árið 1492. Síðan hafa opinbéranir hennar nokkrum sinnum verið gefnar út. En það var þó ekki fyrr en á árunum 1957—1959, að verkið kom út á nútíma- Austurgaflinn af Vadstena- kirkju. Trérista eftir Emil Petersen. sænsku og hafði Tryggve Lundén, fil.lic. þýtt þetta viða- mikla verk. Þýðingin tók hann átta ár, er lifandi og vel unnin og í engu hvikað frá hinum upprunalega latneska texta. Hefur verkið komið út í fjórum bindum í viðhafnarútgáfu á forlagi Ahllhems í Málmey. Einnig hefur verið gefinn út útdráttur í þýðingu Lundéns og Sven Stolpe. Þar er sagt frá vitrunum Birgittu og því sem hún heyrði talað til sín. Hún heyrði rödd frelsarans tala til sín og einnig talaði til hennar Maria guðs- móðir. Og djöfullinn lét einnig til sín heyra. Efnið er mjög fjölþætt: um lífið í guði, eðli guðs, atferli manneskjunnar, aðstæður hér á jörðinni, þáver- andi þjóðfélagsástand og ýmsar beiðnir. Birgitta hefur haft mörg áhugamál. Hún leggur áherzlu á skyldu ríku landanna til að rétta hjálparhönd til hinna fátækari. Stíllinn er breytilegur eftir efninu hverju sinni. Sumir þættirnir eru skáldlegir og ljóðrænir. Aðrir eru herskáir og afdráttarlausir. Eins og áður segir auðnaðist Birgittu ekki að sjá klaustur sitt í Vadstena rísa upp og blómstra. En andi hennar og vilji sveif þar yfir vötnum í tvær aldir. Eftir siðaskiptin tók að síga á ógæfuhliðina. Eignir klaustursins voru smátt og smátt hrifnar af því, enda þótt ofsagt væri að nunnurnar eða munkarnir hafi sætt beinum of- sóknum, alténd ekki framan af. En síðar herjuðu á klaustrið hinir ruddafengnu Rantzau- riddarar og rændu þar og rupl- uðu ýmsum verðmætum þess. Þann 13. desember 1595 voru síðustu nunnurnar neyddar til að hverfa á brott og ákveðið var að leggja klaustrið niður. Bygg- ingarnar voru þó ekki jafnaðar við jörðu. En allt, sem þar var fémætt eftir, var fjarlægt. Arið 1595 ríkti ekki trúfrelsi á Norðurlöndum. Áratugir og aldir liðu. Gömlu klausturbygg- ingarnar urðu tímans tönn að bráð, Það var engu likara en Heilög Birgitta væri horfin með öllu úr sögu Svíþjóðar. En hún var þó ekki gleymd. Um alda- mótin skrifaði Verner von Heidenstamm hina frábæru skáldsögu sína „Pílagrímsferð dýrlegrar Birgittu“. Honum þótti sem hann mætti henni úti í hrið með fylgdarlið sitt á ísi- lögðu Vatternvatni og hann heyrði gamalt fólk segja hin gömlu orð, sem svo oft hljóm- uðu fyrrum: „Heilög Birgitta, bið þú fyrir oss.“ Niðurlag bókarinnar er áhrifamikið og lýsir andláts- stund hennar sex öldum áður. Meðan sungin var morgun- messa hvarf hún á vit skapara síns, hin stranga, hin blíða og fróma. í fyrra voru liðin sex hundruð ár, síðan hinn frægi sænski dýrlingur Heilög Birgitta lézt. Var hennar þá minnst í Vad- stena og víða annars staðar. í Vadstena hefur nú verið byggt upp klaustur sem henni er helgað og fleiri byggingar m.a. gestaheimili sem er að vinna sér sess sem eftirsóttur dvalarstaður. Danski rithöfundurinn og þýðandinn Poul P.M. Pedersen lýsir í eftirfar- andi grein lífi heilagrar Birgittu og uppbygging- unni í Vadstena. Greinin er lauslega þýdd og nokk- uð stytt. 1 klausturkirkjunni f Vadstena eru þrjár myndir af Heilagri Birgittu. Þessi er frá 1459. oss Vadstena í Svíþjóð og Birgittu regluna eftir Poul P. M. Gestaheimilið f Vadstena. Kirkjan f baksýn. Heilög Birgitta, bið Grein um þú fyrir Pedersen BIRGITTUSAMTÖKÍN Árin liðu. En rétt fyrir 1920, kannski það hafi verið 1916, fóru ýmsir áhrifamenn að tala um, hversu misfarið það væri, að svo lítið væri hirt um það, sem mesti persónuleiki Sví- þjóðar á miðöldum hafði skap- að og eftir sig látið. 1 hópí þess- ara manna var einnig Verner von Heidenstamm. Af hálfu op- Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.