Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974
17
Geir Hallgrímsson
á fundi um varnarmálin:
Svíki ríkis-
stjórnin
ENN er þeirri spurningu ósvarað,
hvort unnt er að koma á þvi
skipulagsbundna samfélagi þjóða
heims, er virði sjálfsákvörðunar-
rétt hverrar þjóðar fyrir sig að
því marki, að ekki gangi á sam-
svarandi rétt annarrra.
Allir telja að vfsu samvinnu
þjóða á milli ekki eingöngu æski-
lega heldur og nauðsynlega. Ná-
býlið við aðrar þjóðir krefst t.d.
samstarfs í umhverfismálum,
hvernig vernda megi náttúruauð-
lindir og koma í veg fyrir meng-
un. Engum dettur f hug að slík
samvinna sé skerðing á sjálfstæði
okkar. En á sama hátt er okkur
ekki síður nauðsynlegt að leita
samstarfs við aðrar þjóðir í
öryggismálum.
Flestir Islendingar voru sam-
mála, þegar við gerðumst þátttak-
endur í samtökum Sameinuðu
þjóðanna, þótt þau séu í upphafi
varnarbandalag, hernaðarbanda-
lag sigurvegaranna úr síðustu
heimsstyrjöld. Enginn bar þá fyr-
ir sig, að hlutleysi ættum við Is-
lendingar að hafa að leiðarljósi í
alþjóðasámstarfi.
Afstaða kommúnista í Sósilista-
flokknum, sameiningarflokki al-
þýðu, var þó meira að segja sú, að
þeir töldu koma til greina að
segja gjörsigruðum þjóðum stríð
á hendur til þess að gerast stofn-
aðilar að Sameinuðu þjöðunum.
Þegar Sameinuðu þjóðirnar
reyndust vegna innri hagsmuna-
árekstra ófærar um að vernda
sjálfstæði smáþjóða var Atlants-
hafsbandalagið stofnað sem
varnarbandalag þátttökurikj-
anna, svæðisbandalag, sem stofn-
skrá Sameinuðu þjóðanna hafði
gert ráð fyrir að unnt væri og
eðlilegt að stofna og starfrækja.
Við Isiendingar getum ekki fall-
izt á, að í alþjóðamálum eigi hinn
stærri að ráða yfir hinum minni.
Þátttaka 'okkar í Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamningur
okkar við Bandaríkin hafa ekki
orðið til þess, að Bandaríkin ráði
yfir okkur.Um þaðerum við allir
framsögujmenn væntanlega sam-
mála, annars gætu ráðherrar ekki
talað um sjálfstæða utanrfkis-
stefnu Islands. Tilefni þessa
fundar segir og sína sögu. Enginn
frummælenda og væntanlega fáir
fundargesta draga í efa, að við
íslendingar ráðum einir, hvort er-
lent varnarlið er hér á landi eða
ekki. Bandaríska varnarliðið mun
fara ef við ákveðum það. Okkur
er einnig frjálst að segja okkur úr
Atlantshafsbandalaginu, þegar
þjóðin sjálf vill.
Þrátt fyrir þetta hafa einstaka
menn lagt að jöfnu stöðu íslands
og Tékkóslóvakíu. Er hugsanlegt,
að slíkur fundur sem þessi væri
haldinn i Tékkóslóvakíu? Er
nokkur hér inni, sem álitur, að
Tékkar og Slóvakar ráði nokkru
um, hvort sovézkur her er eða fer
frá Tékkóslóvakíu, hvort
Tékkóslóvakfa er í eða fer úr
Varsjárbandalaginu?
Ég vil trúa því, ekki sízt þegar
litið er til Tékkóslóvakíu, Eystra-
saltslandanna og fleiri ríkja, að
flestir Islendingar geri sér ljóst,
að sú skylda hvflir á okkur öllum
að huga að og leita allra ráða til að
tryggja öryggi tslands, þótt menn
telji, að það megi gera með mis-
munandi hætti.
er dómur kjósenda eftir
Hlutleysi ekki
nægileg vörn
Þeir, sem telja
hlutleysi
nægilega vörn okkur Islendingum '
hafa ekki gert sér grein fyrir þvf,
að a.m.k. tvö skilyrði eru nauðsyn-
leg til þess, i fyrsta lagi að slík
hlutleysisyfirlýsing styðjist við
varnarviðbúnað, og i öðru lagi að
lega landsins sé ekki slík, að fyrir
fram séu líkur á, að landið dragist
inn i hernaðarátök.
Þau hlutlausu lönd, sem helzt
er vitnað til, Svíþjóð og Sviss,
hafa bæði mikinn varnarviðbún-
að, og eyða töluverðum hluta
þjóðartekna sinna til þess að
halda honum við. I Sviss verða
t.d. allir vopnfærir menn árlega
að verja nokkrum vikum til þjálf-
unar, til þess að vera ávallt. við-
búnir ef út af bregður. Bæði lönd-
in eru einnig þannig sett, sam-
kvæmt reynslu á þessari öld, að
ekki eru líkur á, að þau dragist
inn í hernaðarátök.
Við Islendingar höfum ekki her
og ætlum ekki að koma honum
upp. Við höfum reynslu af því að
lega Iandsins er slík, að landið
hlýtur að dragast inn í hernaðar-
átök ef þau brjótast út i okkar
hluta heims. Hlutleysisyfirlýsing
af okkar hálfu er þvi orðin tóm og
engin vörn.
Aðrir telja þátttöku okkar i
Atlantshafsbandalaginu eina út
af fyrir sig fullnægjandi trygg-
ingu öryggis okkar. Þegar við tók-
um þátt í stofnun Atlantshafs-
bandalagsins 1949, gerðum við okk
ur vissulega vonir um það, að við
þyrftum ekki að hafa hér her á
friðartímum. Hins vegar töldu
stjórnvöld þegar tveim árum
seinna, að svo ófriðvænlega horfði
í heiminum, þegar Kóreustyrjöld-
in brauzt út, að nauðsynlegt væri
að hafa hér her. Gamla vinstri
stjórnin staðfesti þessa ákvörðun
1956 eftir Ungverjalandsupp-
reisnina og Suez-stríðið, þótt
vinstri flokkarnir hefðu talið fyrr
á árinu svo friðvænlega horfa, að
óhætt væri að láta varnarliðið
fara. Það sýnir, að óhyggilegt er
að rasa um ráð fram, þegar um
öryggi þjóðarinnar er að tefla.
Ef viðmiðun er höfð við ástand-
ið 1951 og 1956 þá er ekki síður
ástæða nú en þá að hafa varnar-
viðbúnað. Alvarleg átök eru enn
fyrir botni Miðjarðarhafs. Óljóst
er enn, hvaða afleiðingar olíu-
kreppan muni hafa. Enginn
árangur hefur enn orðið af
öryggisráðstefnu Evrópu eða
samningaumleitunum um gagn-
kvæman og samhliða samdrátt
herja i Mið-Evrópu. Og Sovétrikin
hafa stóraukið flota sinn á Norð-
ur-Atlantshafi á síðasta áratug.
Þegar við gengum í Atlants-
hafsbandalagið 1949, var skilyrð-
ið, að hér væri ekki her á friðar-
tímum, byggt á því, að unnt væri
að sjá með nokkrum fyrirvara,
hvort styrjöld væri að brjótast út
þannig að ráðrúm gæfist þá til að
kalla í varnarlið með skjótum
hætti. Nú hefur þróun hernaðar-
tækni orðið svo ör, að styrjöld
getur brotizt út nær fyrirvara-
laust og alveg eins líklegt, að
óvinaher hefði hertekið landið,
áður en unnt væri að gera neinar
ráðstafanir. Þótt yfirlýst sé, að
slík árás á Island væri talin árás á
hvert hinna ríkja Atlantshafs-
bandalagsins, er hverju þeirra í
sjálfsvald sett, hvaða gagnráðstaf-
anir það gerir og þá er ekki víst,
að álitið væri rétt að stofna til
allsherjarstyrjaldar ef búið væri
að hertaka Island og aðildarríkin
stæðu andspænis gerðum hlut.
Með tilvísun til þessa er það
mín skoðun, að hvort tveggja,
þátttaka í varnarsamtökum
Atlantshafsbandalagins og sér-
stakur varnarviðbúnaður, varnar-
lið hér á landi sé nauðsynlegt til
að tryggja öryggi landsins og
sjálfsákvörðunar rétt þjóðarinn-
ar, eins og nú stendur.
Hernaðarlegt
mikilvægi
Herstöðvarandstæðingar halda
því fram, að Island sé þá fyrst
hernaðarlega mikilvægt, þegar
hér er erlent herlið. Því fer fjarri.
ísland er i sjálfu sér hernaðarlega
mikilvægt. Við getum ekki lokað
augunum fyrir þeirri staðreynd.
Dvöl erlendis varnarliðs á Is-
landi eykur ekki hernaðarlegt
mikilvægi Islands, en er þvert á
móti til þess fallið, að ekki verði
hreyft hár á höfði íslendinga án
þess að árásaraðili geri sér grein
fyrir, að til allsherjarátaka muni
þá koma. Þott við vitum minna en
skyldi, hvað gerist bak við múr-
ana í einræðisríkjum, vitum við,
að einræðisherrar ganga eins
langt og þeir geta, miðað við þá
áhættu, sem tekin er hverju sinni.
Eg vil raunar ekki vera þeirrar
skoðunar, að Sovétríkin komi
hingað daginn eftir, að banda-
rískt varnarlið hverfur af landi
brott, en ég hef látið opinberlega í
ljós þá skoðun, að ekki væri fjarri
að ætla, að það hefði verið Sovét-
ríkjunum mikil freisting að
tryggja sér aðstöðu á íslandi í
upphafi þeirra átaka, sem yfir
vofðu, þegar október-stríðið fyrir
botni Miðjarðarhafs stóð sem
hæst ef landið hefði þá verið
varnarlaust. En þótt landið verði
ekki tekið herskildi, verður
augunum ekki lokað fyrir því, að
Rússar mundu væntanlega beita
Islendinga beinum og óbeinum
þrýstingi til þess að hafa áhrif á
gerðir þeirra, þegar þeir einir
ráða hafinu og loftinu umhverfis
landið.
Finnland
Þá ályktun dreg ég af atferli
Rússa gagnvart Finnum, þar sem
upplýst er, að Rússar láta sig jafn-
vel máli skipta, hvaða kvikmyndir
eru þar sýndar og bækur útgefn-
ar. Ég hygg, að við Islendingar
teldum sjálfstæði okkar og sjálfs-
ákvörðunarrétt skert ef við þyrft-
um að banna kvikmyndir eða
bókaútgáfu — samkvæmt kröfu
erlends valds. Vonandi kemur
aldrei til þess.
Auðvitað væri æskilegast,
að erlent varnarlið þyrfti
ekki að vera. á Islandi, af
því getur stafað óhagræði og
við skulum ekki loka augun-
um fyrir hættunni, sem þjóð-
erni okkar og menningu geta ver-
ið búin, heldur koma i veg fyrir
öll óholl áhrif. Her og hernaðar
útgjöld eru hvergi vinsæl, en tal-
in ill nauðsyn til þess að tryggja
öryggi og sjálfstæði þjóða. Það er
lítil fórn af okkar hálfu aðhafa
fámennt erlent varnarlið í land-
inu miðað við það, sem aðrar þjóð-
ir vilja á sig leggja til að treysta
öryggi sitt. Viljum við Islending-
ar ekkert á okkur leggja eða er
hægt að ætlast til, að við einir
allra þjóða þurfum engar ráðstaf-
anir að gera til að tryggja sjálf-
stæði okkar? Það er skylda okkar
að leggja fram okkar skerf í al-
þjóðlegu samstarfi og samvinnu.
Ef við viljum hafa áhrif á okkar
eigin örlög verðum við að hafa
kjark til þess að taka afstöðu og
gera þær ráðstafanir, sem tryggja
sjálfstæði okkar. Hlutleysi og að-
gerðarleysi er einmitt til þess fall-
ið, að við erum „eins og peð í
valdaskák hinna kjarnorkuvæddu
bergrisa", eins og næsti ræðumað-
ur hefur komizt að orði í öðru
sambandi.
Stefna Sjálf-
stæðisflokksins
Megin atriðin í stefnu okkar í
varnar- og öryggismálum eiga að
vera þessi:
I fyrsta lagi, að varnarliðið sé
þess megnugt á grundvelli þátt-
töku okkar í Atlantshafsbanda-
laginu að reka héðan flug til eftir-
lits með siglingum í og á hafinu
kringum landið og fylgjast með
flugferðum ókunnra flugvéla um
íslenzkt flugstjórnarsvæði, svo að
við vitum, hverjir fara um næsta
nágrenni landsokkar.
I öðru lagi, að varnarliðið sé
þess megnugt að veita viðnám,
fyrstu varnir, einkum í þeim til-
gangi að koma í veg fyrir að nokk-
urn tímann verði á okkur ráðizt.
I þriðja lagi, að varnarstöðin
sjálf verði aðskilin annarri starf-
semi á Keflavíkurflugvelli eins og
ráð var fyrir gert í áætlun fyrri
ríkisstjórnar.
I fjórða lagi, að allir varnarliðs-
menn og erlendir starfsmenn á
vegum varnarliðsins og skyldulið
þeirra búi á Keflavíkurflugvelli.
I fimmta lagi, að sérstakt sám-
starf verði tekið upp af íslands
hálfu innan Atlantshafsbanda-
lagsins við Noreg, Danmörku og
Kanada auk Bandarikjanna, til
þess að stöðugt samráð verði haft
um öryggismál í okkar næsta ná-
grenni.
I sjötta lagi, að Islendingar hafi
varnar- og öryggismál landsins í
stöðugri endurskoðun, geri sér
sjálfstæða grein fyrir nauðsynleg-
um aðgerðum, hafi sjálfir frum
kvæði hvaða ráðstafanir þurfi að
gera á hverjum tíma og hvenær
óhætt sé, að allt varnarlið hverfi á
brott. Þangað til sé varnarliðið í
lagmarki þess, sem óhætt er
öryggis landsins vegna og þess sé
gætt, að dvöl þess hafi ekki þjóð-
ernisleg, félagsleg og fjárhagsleg
áhrif, er skaðleg séu íslenzku
þjóðinni og geri hana háða varn-
arliðinu á einn eða annan hátt,
utan þess öryggishlutverks, sem
það gegnir.
I sjöunda lagi, að Islendingar
taki þátt í þeim störfum, sem unn-
in eru í þágu eigin öryggis og eru
ekki hernaðarlegs eðlis og jafn-
framt verði landhelgisgæzlaokkar
og löggæzla efld til aukins fram-
tíðar hlutverks.
Ekki kosið um
varnarmálin 1971.
Eins og kunnugt er, voru varn-
armálin ekki á dagskrá i kosn-
ingabaráttunni 1971. Stjórnar-
flokkarnir komu því aftan að
kjósendum með ákvæðinu i mál
efnasamningnum um brottför
varnarliðsins. Alkunna er og, að
skiptar skoðanir hafa verið milli
einstakra ráðherra og stjórnar-
flokka hvernig skilja beri þetta
ákvæði í málefnasamningi ríkis-
stjórnarinnar.
Nú eru liðnir 32 mánuðir síðan
þessi rikisstjórn var mynduð, og í
dag veit enginn, hver stefna ríkis-
stjórnarinnar í varnarmálum er
og þessir 2 ráðherrar, sem hér eru
geta ekki einu sinni sagt okkur
það.
Nýverið hefur utanrikisráð-
herra lagt fram tillögur i ríkis-
stjórnininni í varnarmálunum og
skýrt frá þessum tillögum efnis-
lega að nokkru leyti á opinberum
vettvangi, en vill utanrikisráð-
herra ekki lesa þær orðrétt hér?
Við vitum, að Alþýðubandalag-
ið hefur lagt fram breytingartil-
lögur. Vill ekki Magnús Kjartans-
son lesa þær orðrétt upp hér?
Sagt er, að tillögur utanrikis-
ráðherra kveði á um að varnarlið-
ið skuli hverfa af landi brott fyrir
árslok 1976, og Alþýðubandalagið
hafi boðizt til þess fyrst að fallast
á, að varnarliðið skuli vera hér til
ársloka 1975, og nú teygt sig enn
lengra og talið sig geta fallizt á, að
varnarliðið hverfi ekki á brott
fyrr en á miðju ári 1976.
Ég vil í fyrsta lagi spyrja ráð-
herrana: Er þetta rétt hermt? Er
Alþýðubandalagið búið að fram-
lengja dvöl varnarliðsins heilt ár
framyfir núverandi kjörtimabil?
Her fari — her komi
Samkvæmt tillögum Einars
Ágústssonar á varnarliðið þann-
ig að fara, en annað bandariskt
herlið að koma i staðinn. Sam-
kvæmt tillögunum á hreyfanleg
flugsveit Bandaríkjamanna að
vera staðsett á Keflavíkurflug-
velli auk-sveitar manna til að sjá
um eftirlit flugvélanna og loks
skal jafnan vera löggæslusveit
Bandaríkjamanna á flugvellinum.
I öðru lagi vil ég spyrja báða
ráðherrana. Hvað felst í þessu
undarlega orðalagi „hreyfanlegar
flugsveitir"? Eru þetta flugsveit-
ir, sem eiga að hafa hér fast aðset-
ur með búsetu flugliða um 6 mán.
skeið í senn, hverfa siðan á braut,
en þá komi nýjar sveitir i staðinn
og svo koll af kolli? Hversu fjöl-
mennar eiga þessar sveitir að
verða?
Fróðlegt verður að bera svör
ráðherranna saman.
Heyrzt hefur, að Alþýðubanda-
lagið vilji að lendingarheimild
flugvélanna verði bundin þvi skil-
yrði, að ieyfi islenzkra stjórn-
valda sé veitt hverju sinni fyrir
hverja flugvél, en hafi nú fallizt
á, að dvalarleyfi hverrar flug-
sveitar verði veitt til allt að sex
mánaða í senn. Er þetta rétt með
farið?
Vilja ekki ráðherrarnir í þriðja
lagi svara þeirri spurningu?
Framhald ð bls. 30.