Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 19
[Tlrtljir ................ _ -- * rr ™ ~ “ •" ----- 111. .1 MÍ-íl
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 19
í Morgunblaðinu hinn 31.
janúar sl. birtist grein, sem heitir
Nýting sjúkrahúsa, en er opið
bréf til heilbrigðisráðherra frá
Félagi ísl. lækna i Bretlandi, og
óska þeir þess, að hann svari
þessu bréfi á opinberum vett-
vangi.
Að öðrum þræði er þessi grein
frásögn af fyrirkomulagi heil-
brigðisþjónustu á íslandi með
ákveðnum athugasemdum. Hins
vegar er um að ræða ákveðnar
spurningar um fyrirætlanir heil-
brigðisstjórnarinnar í sambandi
við heilbrigðismál.
Um það eru ekki deilur, að
sjúkrahúsrekstur er mikill hluti
útgjalda til heilbrigðismála, en
þetta er ekki einstakt fyrirbrigði
á íslandi, heldur er það svo, hvar
sem er í heiminum og g^gnir
sama máli, hvort um er að ræða
hið þjóðnýtta kerfi heilbrigðis-
þjónustu Bretlands eða einka-
framtak i Bandaríkjunum.
Munurinn er eingöngu sá, að
kostnaðurinn verður i heild
meiri, þar sem frjálsræði ríkir um
reksturinn, en hlutföllin eru því
nær hin sömu.
Hvað sem þessu líður eru aliir
sammála um að nauðsynlegt er að
reka þessi fyrirtæki eins og öll
önnur á sem hagkvæmastan hátt,
jafhframt því sem þau veiti góða
þjónustu.
Það hefur verið stefna heil-
brigðisstjórnarinnar undanfarið,
ekki aðeins að veita betri upplýs-
ingar um fyrirætlanir á sviði heil-
brigðismála en áður, heldur
einnig, að starfslið heilbrigðis-
þjónustunnar geti átt sinn þátt í
ákvarðanatöku i sambandi við
stofnanir, er það vinnur við.
Má í þvi sambandi nefna þær
breytingar, sem verða á stjórnum
allra sjúkrahúsa með nýju lög-
unum um heilbrigðisþjónustu og
meðal annars koma fram i reglu-
gerð um starfsmannaráð, sem út
var gefin í lok desember s.l. og
hefur þegar tekið gildi.
Heilbrigðisstjórnin væntir þess,
að þessar breytingar verði til þess
að vaxandi og almennur áhugi
verði á stjórnun þessara stofnana,
bæði með aukinni hagræðingu og
nýtingu í huga, en ekki síður með
aukna og betri þjónustu i huga.
Fyrirkomulag heilbrigðisþjón-
ustu á Islandi hefur verið um
margt ólíkt því, sem gerist í ná-
grannalöndum, þannig að hvergi
er hægt að benda á land, þar sem
fyrirkomulagið er nákvæmlega
það sama.
Hér er heimilislæknakerfi, sem
frá byrjun hefur verið byggt líkt
upp og í Bretlandi, Danmörku og
Noregi, en hefur síðan þróast á
mjög ólíkan hátt.
Sjúkrahúskerfið hér frá byrjun
á sér ekki hliðstæðu nema í einka-
sjúkrahúsum erlendis og er skýr-
ingin e.t.v. sú, að fyrsta sjúkra-
húsið I Reykjavík er einkasjúkra-
hús, þar sem læknarnir starfa ein-
göngu hver fyrir sig að rannsókn-
um og aðgerðum á sjúklingum
sínum, en höfðu hins vegar stofur
sínar utan sjúkrahússins. Þegar
Landspítalinn er teiknaður á sin-
um tíma, þá er þar ekki gert ráð
fyrir neinni aðstöðu vegna göngu-
deildarsjúklinga, sem þó var þá
þekkt fyrirbrigði bæði í Dan-
mörku og Þýskalandi, en þangað
sóttu íslenskir læknar þá aðallega
menntun sína og framhalds-
menntun.
Göngudeildarstarfsemi hefur
þvi ekki þróast á sjúkrahúsum í
Reykjavík og hefur þvf ekki verið
gert ráð fyrir henni i byggingun-
um fyrr en nú á allra siðustu
timum, hins vegar hefur verið
gert ráð fyrir þessari starfsemi i
nýbyggingum á sjúkrahúsum
utan Reykjavíkur, svo sem á
Akureyrar-sjúkrahúsi á sínum
tíma og það er gert ráð fyrir
henni í öllum nýjum sjúkra-
húsum í dag.
Frá byrjun hefur íslenska
tryggingakerfið gert ráð fyrir
greiðslum sjúklinga vegna lækn-
ishjálpar utan sjúkrahúsa, en
ekki fyrir beinum greiðslum
sjúklinganna vegna sjúkrahús-
vistar.
Hins vegar er hér um óbeina
greiðslu að ræða, ef um lengri
veikindi er að ræða, því að dag-
peningar sjúkrasamlaga eru lægri
til þeirra, sem liggja í sjúkrahúsi
en hinna, em eru utan sjúkra-
húsa.
Fólk, sem fer til rannsóknar án
þess að það þurfi að hætta vinnu,
er talið geta betur staðið undir
kostnaði af þessu tagi og þess
vegna hefur þessi regla verið i
gildi.
Hvað snertir breytingu á þessu
kerfi hefur verið um það rætt að
jafna þessum kostnaði, ekki með
því að fella hann alveg niður,
heldur með þvi að hafa greiðslu
sömu upphæðar fyrir komu á
göngudeild og komu á rann-
sóknarstofu og röntgendeild,
hvaða þjónusta sem í té er látin, á
svipaðan hátt og nú er um greiðsl-
ur vegna lyfja í Svíþjóð og Bret-
landi.
Enginn vafi er á því, að ein-
hverjir sjúklingar eru lagðir inn á
sjúkrahús til rannsóknar vegna
þess, að rannsóknir utan sjúkra-
húss eru þeim kostnaðarsamar,
en því má ekki gleyma, að i flest-
um þessum tilvikum er um að
ræða gamalt fólk, þar sem slíkar
rannsóknir utan sjúkrahúsa yrðu
sjúklingunum einnig mjög erf-
iðar, og þvi er oft af þeim ástæð-
um einum ástæða til innlagningar
vegna rannsóknar.
Því hefur verið haldið fram í
blaðagreinum og viðtölum að und-
anförnu og m.a. í þeirri grein,
sem hér er verið að svara, að
sjúklingar séu oft lagðir inn að
óþörfu á legudeildir sjúkrahús-
anna.
Fyrirspurnir, sem heilbrigðis-
ráðuneytið sendi til lyflækninga-
deilda sjúkrahúsanna i Reykjavík
um þetta mál, benda alls ekki til,
að svo sé. Læknar sjúkrahúsanna
líta ekki á bráðar innlagningar
gamals fólks til rannsóknar um
stundarsakir sem óþarfar og
kemur þar fram kannski meira
mannúðarsjónarmið hjá vakt-
læknum og heimilislæknum en
tíðkast í hinum stóra heimi.
Að sjúkrarúm séu fyllt af sjúkl-
ingum, sem ekki þurfa að iiggja
inni á sjúkrahúsum og verða því
fyrir óþarfa vinnutapi af þeim
sökum, eru fullyrðingar, sem ekki
fást staðist, að áliti þeirra lækna,
er á sjúkrahúsunum starfa nú.
Hitt er staðreynd, að sjúkrarúm
fyllast og teppast af sjúklingum,
oftast öldruðum, sem koma inn
bráðveikir, en ekki er síðan hægt
að útskrifa vegna aðstöðu í heima-
húsum og þess, að ekki er um að
ræða hjúkrunardeildir, sem við
þeim geta tekið.
Ráðuneytið væntir þess, að
læknar lyflækningadeilda svari
fyrir sitt leyti þeim fullyrðingum,
um starfsemi lyflækningadeilda i
Reykjavík, sem fram koma i bréfi
ykkar.
Á vegum ríkisspítalanna eru nú
starfandi göngudeild við Land-
spítala, sem er lokuð göngudeild
að því leyti, að þangað koma ein-
göngú sjúklingar, sem legið hafa í
spítalanum áður, göngudeild
sykursjúkra á sama spítala, sem
er nýtekin til starfa, og engin
reynsla er fengin af enn, göngu-
deild á Kleppsspitala og Flóka-
deild, sem starfandi hefur verið
um árabil og tekur bæði á móti
sjúklingum, sem legið hafa í þess-
um sjúkrahúsum og sjúklingum
beint frá heimilislæknum.
í Fæðingardeildinni nýju og
Geðdeildinni er gert ráð fyrir
göngudeildarstarfsemi. Þó er það
svo, að það má furðulegt heita,
hve gert er ráð fyrir litlu húsrými
fyrir göngudeildarstarfsemi Fæð-
ingardeildar og sannar það enn,
að áhugi lækna, sem mestu hafa
ráðið um gerð þeirrar deildar, er
ekki sá, sem bréfritarar vilja vera
láta.
Það er ákvörðun heilbrigðis-
stjórnarinnar, að göngudeild i
hinni nýju Fæðingardeild verði
ekki lokuð göngudeild, heldur op-
in að eins miklu leyti og hægt
verður, og er í ráði að leita sam-
komulags við borgaryfirvöld
Reykjavikur um mæðraeftirlit og
Krabbameinsfélag íslands um
skoðanir og rannsóknir, er það
félag hefur annast, til þess að
þessar þrjár stofnanir geti nýst
sem best sem sérfræðilegar rann-
sóknarstofnanir.
Það er ákveðin stefna heil-
brigðisstjórnarinnar nú að reyna
að færa sérfræðilega göngudeild-
araðstöðu að sjúkrahúsunum,
þannig, að þeir sérfræðingar, sem
á sjúkrahúsunum vinna við sjúkl-
inga, verði jafnframt ráðnir til
starfa að þessum göngudeildum
og að það verði hægt að taka á
móti sjúklingum beint frá
heimilislæknum svo að ákvörð-
unin um innlagningu á sjúkrahús-
ið sé í höndum þeirra sérfræð-
inga, sem siðar eiga að fjalla um
þá i sjúkrahúsinu.
Það er nú i höndum bygginga-
stjórnar Landspítalans, hvernig
að þessu máli verður staðið, hvort
hægt verður að hrinda því af stað
að einhverju leyti með bráða-
birgða- og leiguhúsnæði jafn-
framt þvi sem rannsóknaraðstaða
sjúkrahússins er aukin.
Hvað viðvíkur Borgarspítala
hefur heilbrigðisstjórnin lagt á
það áherslu í viðskiptum sínum
við stjórnendur hans, að leggja
eigi þar áherslu á þjónustu-
deildir, og þar undir göngudeild-
ir, áður en hafist verður handa
um byggingu nýrra sjúkradeilda.
Forráðamenn borgarinnar hafa
hins vegar talið nauðsynlegt að
undirbúa þetta hvort tveggja sam-
timis, en heilbrigðisstjórnin
hefur ekki mælt með fjárveit-
ingum nema til göngudeildar-
starfsemi Borgarspitala fyrst um
sinn.
Mjög má um það deila, hvenær
forspár um sjúkrarúmaþörf er
marktæk. Sú spá, sem heilbrigðis-
stjórnin gekkst fyrir að gerð yrði,
byggir ekki nema að litlu leyti á
íslenskum athugunum, hún bygg-
ir hins vegar mun meira á athug-
unum, sem gerðar hafa verið í
þeim löndum, þar sem göngu-
deildarstarfsemi af þvi tagi, sem
hér hefur verið rætt, þ.e.a.s. opin
göngudeildarstarfsemi við sjúkra-
hús, er rekin i stórum stíl, og er
þess vegna að því leyti frekar spá
um það fyrirkomulag, sem verða á
i framtiðinni í sambandi við
sjúkrahús og göngudeildir.
Sá misskilningur kemur fram í
bréfinu, að rikið hafi ekki hönd I
bagga með því, til hvaða starfsemi
fé ríkisins fer i sambandi við
byggingar heilbrigðisstöðva. Fjár-
lög ákvarða til hvers fé ríkisins
fer, ef um er að ræða byggingu og
búnað heilbrigðisstofnana, og
ekkert fé er greitt úr ríkissjóði
nema ákvörðun Alþingis liggi
fyrir í þessu efni.
Skoðanir Alþingis og heil-
brigðisstjórnarinnar þurfa hins
vegar ekki að fara saman í þessu
efni, og þegar á milli ber, ræður
að sjálfsögðu ákvörðun Alþingis.
Hins vegar má benda á það, að
sú nýbreytni er tekin upp i lögum
um heilbrigðisþjónustu, að í stað
þess, að áður var fé ríkisins veitt
sem styrkur til sveitarfélaga, þá
verður framvegis svo, að ríkið
verður eignaraðili að heilbrigðis-
stofnun i hlutfalli við framlag,
svo að heilbrigðisstofnanir fram-
tiðarinnar verði að 85 hundraðs-
hlutum eign rikisins.
í stuttu máli eru þvi svörin við
þeim tveim spurningum, sem
fram koma í fyrri hluta greinar-
innar, þannig:
Það er ákveðin stefna heil-
brigðisstjórnarinnar i dag, að
göngudeildarstarfsemi, þ.e. opnar
göngudeildir, verði i vaxandi
mæli við öll sjúkrahús landsins,
þar sem eðlilegt er að koma því
við. Við sjúkrahúsin í Reykjavík
þarf að vinna að þessu með bráða-
birgðaráðstöfunum hið allra
fyrsta og er þess að vænta, að
greinarhöfundar reynist sannspá-
ir um afstöðu læknasamtakanna
til málsins, því að eins og hér
hefur verið rakið að framan, er
ekki hægt að rekja núverandi
ástand í þessum málum til neins
annars en stefnumörkunar
læknasamtaka og skoðana þeirra
lækna, sem um málið hafa fjallað
á hverjum tíma.
Það er skoðun heilbrigðis-
stjórnarinnar, að það sé algerlega
óeðlilegt, að læknar, sem vinna
við sjúkrahús, vinni að sérgrein
sinni vegna sjúklinga, sem utan
sjúkrahúsanna eru, annars staðar
en,á sjúkrahúsinu sjálfu, og að
það eigi algerlega að leggja niður
lækningastofur slikra lækna utan
sjúkrahúsanna.
Hvað því viðvíkur, hvenær
vænta megi breytinga á trygg-
ingakerfi, þannig að greiðslur al-
mannatrygginga verði eins, hvort
sem sjúklingar eru rannsakaðir á
legudeildum eða utan þeirra, þá
er því til að svara, að nú á næstu
vikum verður lagt fyrir Alþingi
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um almannatryggingar,
þar sem þessi atriði verða upp-
tekin, ekki þannig að greiðslur
sjúklinga falli niður algerlega,
heldur þannig, að jöfnuður verði
um greiðslur milli dýrra g ódýrra
rannsókna.
Það á að vera eitt af hlutverk-
um heilbrigðisstjórnarinnar að
hafa yfirlit yfir heilbrigðisþjón-
ustu landsins, þar á meðal það, að
ekki sé tvíverknaður og komið sé
á dýrri þjónustu, sem óþörf sé eða
illa notuð.
í þessu skyni var sett upp af
fyrrverandi heilbrigðisráðherra
samstarfsnefnd sjúkrahúsa, sem
hélt nokkra fundi og ræddi um
skiptingu starfa sjúkrahúsanna í
Reykjavík og gerði nokkrar til-
lögur um fyrirkomulagsatriði af
þvi tagi.
Nefnd þessi hafði ekkert fram-
kvæmdavald og það var álit aðila
heilbrigðisstjórnarinnar í nefnd-
inni, að tillögur kæmust ekki til
framkvæmda fyrr en lagaheimild
væri til reglugerðarsetningar um
þau atriði.
Þrátt fyrir ekkert opinbert safn-
komulag milli sjúkrahúsanna,
hefur hins vegar orðið allmikil
verkaskipting milli þeirra, eins og
glögglega er rakið í bréfi ykkar,
og hefur verið á því vaxandi skiln-
ingur, bæði stjórnenda sjúkrahús-
anna og lækna, að þannig þyrfti
að vera í framtíð.
Með nýju heilbrigðisreglugerð-
inni fær heilbrigðisráðherra vald
til að ákveða verkaskiptingu og
starfssvið sjúkrahúsanna, þ. á m.
Svar við bréfi
íslenzkra lækna
í Bretlandi
sjúkrahúsanna í Reykjavík, og er
gert ráð fyrir því, að reglugerð
um þessi atriði verði sett á þessu
ári, þar sem starfssvið hvers
sjúkrahúss landsins verði ákvarð-
að og I því sambandi verður að
sjálfsögðu litið á Reykjavík sem
eitt svæði og er þá kominn mögu-
leiki til að hafa eina stjórn (yfir-
stjórn) fyrir öll sjúkrahús á
Reykjavíkursvæðinu.
Sama máli mun gegna um
sjúkrahúsin utan Reykjavíkur,
ráðherra á að ákveða starfssvið
þeirra hvers fyrir sig og tengsl
þeirra innbyrðis.
Hvað viðvíkur hei ldaráætlun
um sjúkrahús fyrir landið allt,
telur ráðuneytið, að það megi lita
skýrslu þá um vistunarrýmisþörf,
sem fyrr hefur verið nefnd, sem
stefnumörkun i þessu máli, enda
þótt hún hafi ekki fengið opinber-
an stimpil sem slík.
í skýrslunni er einmitt tekið
tillit til alls landsins og því skipt
niður í þjónustusvæði, þ.e. lands-
þjónustusvæði, möndulþjónustu-
svæði, og heimaþjónustusvæði,
sem að líkindum verða siðan sam-
hæfð með reglugerð, sem fyrr
greinir, um sjúkrahús landsins og
heilbrigðisstofnanir.
Aætlunin um framtíðarþjón-
ustu Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri er hluti af þessu og
fellur vel saman við áætlunina í
fyrrgreindri skýrslu.
Uppbygging sjúkrastofnana á
Suður- og Vesturlandssvæðinu og
þó aðallega í Reykjavík er hins
vegar enn í deiglunni og er unnið
að skipulagsmálum bæði á lóð
Landspítala og Borgarspitala og
eru það sjálfsagðar forrannsóknir
og forvinna, því að á þessum
tveimur stöðum verða aðalsjúkra-
hús þessa svæðis i framtíðinni og
það er miklu fremur ákvörðun
um tímasetningu sem ræður því,
livað gert verður á hverjum stað
og þá getur að sjálfsögðu komið
Framhald á bls. 31
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri:
Heilbrigðisþj usta i dag o framtiðaráfo ón- g rm