Morgunblaðið - 12.03.1974, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974
Sjötugur í dag:
Gunnar Jónsson, Nesi
GUNNAR Jónsson, Nesi á
Rangárvöllum, er sjötugur í dag.
Af því tiíeíni langar mig að senda
honum stutta afmæliskveðju.
Gunnar er fæddur 12. mars
1904 í Nesi í Norðfirði og voru
foreldrar hans Halldóra Bjarna-
dóttir og Jón Bjarnason. Kann ég
ekki að rekja ætt hans frekar. Til
15 ára aldurs dvaldi Gunnar í
Norðfirði, en fór þá norður í
Bárðardal og var þar í fimm ár.
Árið 1925 flutti Gunnar suður á
Rangárvelli og hefur átt þar
heima síðan. Var hann fyrst hjá
Guðmundi Þorbjarnarsyni á
Stóra-Hofi í nokkur ár, en stund-
aði síðan ýmis störf og vann m.a.
með dráttarvél að jarðabótum í
vestanverðu Rangárþingi. Var
það fyrsta dráttarvélin, sem
þangað kom.
Gunnar kvæntist ái'ið 1933
Guðrúnu Jónsdóttur, Jónssonar,
bónda í Bjóluhjáleigu og Önnu
Guðmundsdóttur, konu hans.
Hófu þau búskap í Gunnarsholti,
þar sem Gunnar gerðist ráðs-
maður hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands, sem hafði þar bú-
rekstur. Ari síðar flytja þau að
Selalæk og bjuggu þar í fjögur ár.
Vorið 1938 keypti Gunnar hluta
úr jörðinni Helluvaði og reisti þar
nýbýlið Nes, spölkorn frá Hellu,
og hafa þau hjón búið þar síðan,
en samhliða búskapnum hefur
Gunnar jafnan stundað önnur
störf.
Þegar Gunnar flytur að Nesi,
hafði Kaupfélagið Þór verið
stofnað þremur árum fyrr og
réðst hann í þjónustu þess, sem
pakkhúsmaður. Arið 1947 gerðist
Gunnar innheimtumaður hjá Raf-
magnsveitum ríkisins í Rangár-
vallasýslu og gengir því starfi
enn.
Þannig er í stuttu máli lífs-
hlaup Gunnars i Nesi til þessa
dags, sitt hvað mun þó ótalið, m.a.
það að hann hefur verið sóknar-
nefndarformaður og meðhjálpari
í Oddakrikju um nær 30 ára skeið.
Á safnaðarfólk honum þakkir að
gjalda fyrir þau störf og önnur að
málefnum kirkjunnar.
Það sem mér finnst ríkast í fari
Gunnars í Nesi er hógværð hans,
samhliða greiðasemi hans og
hjálpsemi. Hann hefur hvergi
tranað sér fram, en jafnan verið
boðinn og búinn til að greiða úr
fyrir öðrum, þegar þess tiefur
verið óskað.
Eins og flestír aðrir hefur
Gunnar lengst af unnið hörðum
höndum fyrir daglegu brauði sínu
og sinna. Hefur því komið sér vel
að hann er maður vel verki far-
inn, einn þeirra sem „hagir“ eru
kallaðir, enda mun hann aldrei
hafa skort verkefni.
Svo sem fyrr er sagt er Nes
örskammt frá kauptúninu á
Hellu. Gunnar hefur því vel fylgst
með vexti þess og uppbyggingu.
Þegar hann reisti býli sitt var
engin byggð á Hellu, utan
verslunarhús kaupfélagsins. Nú
hefur byggðin þrengt svo að
Gunnari að hálft tún hans er
komið undir hús og áfram er
haldið í sömu átt. Alltgerist þetta
með góðu samkomulagi við
Gunnar og konu hans og eiga þau
þakkir skilið fyrir af hálfu Hellu-
búa.
Gunnar og Guðrún eiga þrjá
syni, sem allir eru kvæntir, er
Sjötugur í dag:
Gísli á Hvalsnesi
Jóhann búsettur á Seltjarnarnesi,
en Jón Bragi og Kristinn á Hellu.
Kynni mín af Gunnari í Nesi
eru orðin ærið löng, því hann
hefur verið einn næsti nágranni
minn frá því ég man eftir mér. Ég
hef því ríka ástæðu til að þakka
langa og góða viðkynningu, um
leið og ég sendi honum og hans
fólki innilegar hamingjuóskir á
þessum timamótum.
Jón Þorgilsson.
Töf hjá
togaranum
• •
Ogra
UM ÞESSAR mundir liggur í
Reykjavíkurhöfn skuttogarinn
Ögri, en vegna bilunar í kæli-
vatnsinntakinu mun verða
nokkurra daga töf hjá honum.
Mun vatn hafa lekið inn í vélar-
rúmíð og bleytt þar vélar og
annað, sem verður að þurrka
áður en Ögri heldur aftur á
veiðar.
GÍSLI sonur Guðmundar á Norð-
urkoti er sjötíu ára í dag. Hann er
vel kynntur og vinmargur á Suð-
urnesjum; enda ástundað félags-
lega hjálp og hlýlegt viðmót um
langa ævi. Að þeirra tíma hætti
lagði Gisli stund á sjósókn og
landbúnaðarstörf þegar á ferm-
ingaraldri, en er sýnt var, að
heilsufar leyfði ekki slík erfiðis-
störf, þá gerðist hann rafvirki og
hefur stundað þá iðju um alllangt
árabil.
Gísli hefur verið mikilvirkur í
félagsmálum i sínu héraði. Eink-
um hefur kirkja hans á Hvalsnesi
notið umönnunar hans og natni.
Safnaðarstörf og allt það, er efla
mátti kirkju hans, hafa verið hon-
um hugljúf viðfangsefni.
„Haldið áfram
Traustur sjálfstæðismaður hef-
ur Gísli veríð, setið i heppsnefnd
sveitar sinnar og gegnt trúnaðar-
störfum í Sjálfstæðisfélagi Mið-
neshrepps
athugunum”
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér I gær
til Einars Agústssonar utanríkis-
ráðherra og spurði hann hvort
ákvörðun hefði verið tekin um
hvenær fram yrði haldið varnar-
málaviðræðunum við Bandaríkja-
menn. Hann kvað enga ákvörðun
hafa verið tekna í því efni ennþá.
Þá spurði Mbl. ráðherrann einnig
um framhald viðræðna við VÞjóð-
verja um landhelgismálið. „Ég
hef talað við þýzka sendiherrann
nú fyrir nokkru og það verður
haldið áfram athugunum á leið-
um til lausnar á því,“ sagði Einar
Agústsson.
Gísli er kvæntur Guðrúnu dótt-
ur Páls á Ilvalsnesi. Heimili
þeirra hjóna er þekkt að rausn og
myndarskap. Heirnili þar sem
greindur og fróður húsbóndinn,
margreyndur í hörðum skóla lífs-
ins hefir mannbætandi áhrif á þá,
er hann sækja heim.
Vinir og félagar senda Gísla
kveðjur á þessum merkisdegi lís
hans, og vina að fá að njóta
návistar hans lengi enn. Þakka
honum og fjölskyldu hans þeirra
ómetanlega framlag til menning-
ar-og félagsmála umhverfisins.
O.Öl.
ES2K
Bifrei'ð astjóri óskast
Viljum ráða vanan bifreiðarstjóra
með réttindum til aksturs stórra
vörubifreiða.
Upplýsingar í olíustöð okkar við
Skerjafjörð, sími 11425.
OLÍUFÉLAGIÐ
SKELJUNGUR H.F.
Vanan mann
vantar til að sjá um viðhald og eftir-
lit með flökunarvélum. Framtíðar-
starf fyrir reglusaman mann.
Fiskiðjan Freyja h.f.
Súgandafirði
Sími 94-6105 eða 94-6146.
Vantar stúlku
til ræstinga og umsjónar með kaffi-
stofu. Nánari uppl. í síma 33033.
Fjarskiptastöðin Gufunesi
Atvinna
Óskum að ráða nokkrar stúlkur til
verksmiðjustarfa.
Kexverksmiðjan Frón hf.
Skúlagötu 28.
Húsgagnasmitiir,
húsasmióir,
aÓstoÓarmenn
vantar okkur nú þegar í vinnu á
verkstæði okkar.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Sigurður Elíasson hf.,
Auðbrekku 52, Kópavogi.
Kópavogsbúar
Óskum að ráða starfsmenn til verk-
smiðjustarfa nú þegar á aldrinum
35 — 50 ára.
Nánari upplýsingar hjá verkstjóra,
milli kl. 1 og 4 mánudag, þriðjudag
og miðvikudag.
Málning h.f.,
Kársnesbraut 32,
sími 40460.
Skipstjóri sem er landskunnur afla-
maður óskar eftir
vönum háseta
á 180 tonna netabát sem rær frá
Patreksfirði. Símar 34349 og 30505.
Sendisveinn
Röskur sendisveinn óskast eftir há-
degi.
Upplýsingar á skrifstofunni.
Bókaverzlun Snæbjarnar,
Hafnarstræti 4.
Verzlunarmaöur
Óskum eftir að ráða mann við út-
keyrslu og önnur almenn verzlunar-
störf.
Upplýsingar í síma 36746.
A'ðstoÓarmaÓur —
bílasala
Ungan reglusaman mann
vantar okkur nú þegar til aðstoðar
sölumönnum nýrra og notaðra bif-
reiða. Bílpróf nauðsynlegt. Upplýs-
ingar ekki í síma
Ford-umboðið
Kr. Kristjánsson H.F.,
Suðurlandsbraut 2.
Sjómenn
Stýrimann, 2. vélstjóra og háseta
vantar á m/b Faxavík til þorska-
netaveiðar.
Uppl. í símum 71566, Reykjavfk og
1968, Keflavík.
Hraðfrystihús
Keflavíkur h.f.