Morgunblaðið - 12.03.1974, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 21
SVEND-AAGE MALMBERG IIAFFRÆÐINGUR:
Hafkostir og nýting þeirra
Þekktar olíuauðlindir heims í fortíð og nútíð (miðað við árslok 1972). Athyglin
beinist að landfræðilegri misdreifingu olíuauðlindanna og skýrir erfiða aðstöðu
t.d. iðnrfkja Vestur-Evrópu og einnig Japans.
Þróunarlöndin
og höfin
(P. Sreenivasa Rao
lögfræðingur)
—Þessi grein fjallar um
álit lögfræðings á afstöðu
þróunarlandanna til haf-
kosta tslands telst almennt
ekki til þróunarlandanna,
en á þó með þeim samleið á
sviði hafréttar. Kann þvf
greinin að vera forvitnileg f
augum íslenzks lesenda.—
Um 130 þjóðir sækja hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna,
en í þeim hópi eru svonefnd
þróunarlönd í miklum meirihluta.
Engin einhlít skilgreining er til á
þróunarlandi, en samt teljast til
þeirra öll ríki Afríku nema
Suður-Afrfka og Ródesía, öll ríki
Asíu nema Japan, öll ríki
Ameríku nema Bandaríkin og
Kanada, og auk þess nokkrar eyj-
ar á höfunum. Meðalárstekjur á
íbúa í þessum löndum munu vera
50—300 dalir, en menning, við-
horf, stjórnarfar, mennt og tækni
er mjög mismunandi,
— Þau eiga fátt sameigin-
legt nema fátæktina—.
Þótt þróunarlöndin séu mörg þá
koma þau á hafréttarráðstefnuna
með veika punkta eins og van-
þekkingu um höfin, auðlindir
þeirra og nýtingu, og einnig fjár-
skort og manneklu til að taka þátt
í öllum störfum ráðstefnunnar.
Þessum löndum hefur samt tekizt
að koma stefnumálum sinum á
framfæri og þau virðast hafa
myndað sterka samstöðu um sam-
eiginlega hagsmuni. I flestum sér-
málum, sem til umræðu verða á
ráðstefnunni, er þó ekki um að
ræða neina einhlíta afstöðu eða
flokkun fvrir bróunarþjóðirnar.
Eðlilegar virðist að flokka þjóð-
irnar eftir t.d.: legu þeirra,
þ.e. hvort um er að ræða eyþjóð,
strandþjóð eða þjóð, sem hvergi á
land að sjó; eftir því hvort þær
stundi veiðar á heimamiðum eða
fjarlægum miðum; eftir flota-
styrk, orkunotkun, afstöðu til haf-
rannsókna o.s.frv.
— Flest þessi sjónarmið
má þó einnig, andstætt skoð-
un hins bandaríska lögfræð-
ings, skoða sem áréttingu
um, að þjóðirnar skiptist
einmitt í þróunarþjóðir og
tækniþróaðar þjóðir. —
Lönd fjarri sjó og þau, sem bda
við aðþrengda strandlengju,
standa yfirleitt gegn viðáttumik-
illi lögsögu strandrfkja og óska
eftir sameign á auðlindum hafs-
ins — eða frelsi til að nýta þær
eins og bezt lætur. — önnur lönd,
strandríki, vilja helga sér auð-
lindir eins og gas, olíu og málma
út á allt að 2500 m dýpi, eða
lifandi auðlindir hafsins með 200
mílna lögsögu. Margar þjóðir
stunda fiskveiðar á fjarlægum
miðum utan 12 mílna, m.a. Sovét-
menn, Japanir, Bretar og Þjóð-
verjar, og munu þær því væntan-
lega beita sér gegn víðáttumikilli
fiskveiðilögsögu. Sömu sögu er að
segja um miklar siglingaþjóðir,
sem óttast hömlur á siglingaleið-
um um sund og flóa, Þeirra á
meðal eru Japanir, sem eru háðir
miklum oliuflutningum til síns
lands og útflutningi iðnaðarvarn-
ings. Aðrar þjóðir, eins og t.d.
Spánverjar, Tyrkir og Indónesar
kunna svo að óttast mengun eða
jafnvel hernaðarátök á þröngum
siglingaleiðum við lönd þeirra.
Svona má væntanlega lengi upp
telja.
Til að breikka samstöðu sina
stefna þróunarlöndin að svo-
nefndri efnahagslögsögu, sem
II grein
nær bæði til auðlinda á hafsbotni
og í sjónum án tillits til mismun-
andi staðsetningu auðlindanna,
viðhalds þeirra og viðkomu eða
hagkvæmrar nýtingar. Auk þess
vilja þessi lönd alþjóðlegt eftirlit
á auðlindum utan 200 mílna
markanna svo þær verði nýttar i
þágu alls mannkyns. Eftir því
sem bezt verður vitað eru varla
nokkrar áhugaverðar auðlindir
utan 200 mílnanna eða á
meira dýpi en 2500 m. Þvi virðist
sem hugmyndir um sameign
mannkyns á auðlindum hafsins
utan 200 mílnanna byggist annað-
hvort á fáfræði eða tilraunum til
að blekkja þjóðir, sem eiga ekki
land að sjó.
— Sem kunnugt er hugsa
Afríkuþjóðir sér að búa að
sameign sinni sfn á milli
innan efnahagslögsögunnar,
en lönd fjarri sjó eru mörg S
Afrfku.—
Betra væri ef þróunarþjóðirnar
berðust fyrir sannri alþjóða-
stjórnun á nýtingu hafanna. Sum-
ar þeirra efast jafnvel um nyt-
semi alþjóðastofnana, hvað snert-
ir eiginhagsmuni þeirra. Stað-
reyndin er þó sú, að þróunar-
þjóðirnar hafa notið góðs af
starfsemi alþjóðastofnana; þær
viðurkenna þetta sjálfar í reynd
með óskum um fjárhags- og
tækniaðstoð frá alþjóðastofnun-
um fremur en frá einstaka þjóð-
um, enda lúta samskipti einstakra
þjóða oft reglum hins sterkari. Ef
alþjóðastofnanirnar væru ekki til
þá mundu þróunarlöndin í aukn-
um mæli verða fyrir barðinu á
kaldrænum staðreyndum í heimi
misréttar, þegar einhliða skipti
eiga sér stað milli tveggja þjóða.
— Fyrir Islendinga eru samskipt-
in við Breta og Þjóðverja e.t.v.
dæmi i þessum efnum. —
Ýmis þróunarlönd hafa enn
ekki gert sér grein fyrir stefnu
sinni ef í ljós kemur, að auðlind-
irnar úti fyrir ströndum þeirra
eru engar eða litlar.
Ef auðlindirnar reynast vera
miklar þá hafa þessar þjóð-
ir ekki gert_ sér grein fyrir
markaðsmálum og samneyti við
þaulreynd einkafyrirtæki á sviði
viðskipta, né fjármögnun fyrir
hagkvæma nýtingu auðlindanna.
Verði andstæðurnar milli
þeirra þjóða, sem stefna að víð-
áttumikilli efnahagslögsögu, og
hinna, sem standa gegn henni, of
miklar á hafréttarráðstefnunni,
er hættu á að ráðstefnan verði
árangurslaus. Astandið, sem þá
kann að skapast, þ.e. að hver
hugsi um sig, mun bitna harðast á
þróunarlöndunum.
Ein leið til að ná árangri virðist
vera að draga úr víðáttu éfna-
hagslögsögu í t.d. sem svarar 1000
m dýpi eða 100 milur. Sameign
mannkyns á auðlindum hafsins
virðast þá ekki vera orðin tóm.
Slíkt mundi geta tryggt árangur
og friðsamleg samskipti milli
þjóða.
Hvernig sem málin fara á haf-
réttarráðstefnunni þarf sem fyrst
að marka stefnuna um efnahags-
lögsöguna og skipulagningu á af-
rakstri auðlinda utan hennar^ I
þeim efnum virðist eðlilegt, að
svæðisbundin samtök fjalli um
lifandi auðlindir sjávar, en auð-
lindir á hafsbotni verði aftur í
höndum einnar alþjóðastofnunar
vegna nauðsynjar á samvinnu í
stað samkeppni varðandi orku-
dreifingu í Heiminum. Einnig ber
að huga að sem mestri frjáls-
hyggju á sviði siglinga og
verzlunar. A þann veg munu
þróunarlöndin vinna áeigin hags-
munum og jafnframt stuðla að
sem mestum rétti og reglu í
heiminum.
— Þessi grein fellur
væntanlega ekki öllum í geð
hér á landi, hvað þá í hinum
þróunarlöndunum. Það
getur samt verið nauðsyn-
legt að gefa slíkum sjónar-
miðum gaum. Ætla má, að
samþykktir, sem stórveldin
geta ekki sætt sig við, séu
þvf miður oft óraunhæfar,
þótt stórveldin geta ekki
sætt sig við, séu því miður
oft óraunhæfar, þótt
áróðursgildi þeirra geti
verið mikið. Einnig skal
bent á, þótt það sé ekki leng-
ur á dagskrá, að tslendingar
gætu á margan hátt vel við
unað, ef 100 mflna eða 1000
metra efnahagslögsaga nær
örugglega fram að ganga.
Slfk niðurstaða væri reynd-
ar mikil tilslökun af hálfu
stórveldanna og annarra
iðnaðarrfkja. Gildi 200 míln-
anna felst að mestu f sam-
stöðu margra þjóða í þeim
efnum, en ekki af nauðsyn á
hverjum stað. — (þýtt og
endursagt).
— Heilög
Birgitta
Framhald af bls. 10
inberra aðila í Vadstena gætti
furðulegrar andstöðu við þá
hugmynd að endurreisa bygg-
ingar þar, meðal annars á
klausturkirkjunni, sem nefnd
var Birgittukirkjan. Turnar
þeirrar kirkju blöstu við augum
von Heidenstamms í bernsku
hans frá herragarðssetrinu Ols-
hammar á eystri bakka Vatt-
ern. Ahrifamenn, sem höfðu
hug á að varðveita þau lista-
verk sem til voru frá þessum
stað, efndu til sýningar á þeim í
Stokkhólmi. Sú fallega sýning
vakti ákaflega mikla athygli.
Og hún átti þátt i þvi að and-
staðan í Vadstena fór dvinandi
við þá hugmynd, að hlúð yrði að
Birgittukirkjunni.
Á Birgittudeginum þann 7.
október 1920, á þeim degi þegar
hún hafði öldum áður verið
lýstur dýrlingur safnaðist um
fjörutíu manna hópur áhuga-
samra aðila saman í Stokk-
hólmi. Þar varð til Birgittufé-
lagið. Það var ekki kaþólskt fé-
lag, en reynir að starfa á kristi-
legum grundvelli. Tilgangur-
inn með þessu félagi var að
freista þess að varðveita hinn
merka menningararf, sem Sví-
þjóð á í lífi og starfi Heilagrar
Birgittu, með þvi meðal annars
að endurreisa hinar fornu
klausturbyggingar í Vadstena
og nýta þær í þágu menning-
arinnar og til þess að styðja við
bakið á fólki, sem í nauðum
væri statt . . . láta Vadstena
verða sem forðum skjól þeirra,
sem leituðu kyrrðar og einfald-
leika.
GESTAHEIMILIÐ
Þetta hefur gengið eftir. Rit-
ari félagsins próf. Andreas Ny-
blom, lét hvað eftir annað i ljós
þá skoðun, að gestaheimili Vad-
stena ætti að vera allt í senn
rólegt gistiheimili og öruggur
griðastaður, þar sem nútima-
menn, menn streitu.gætu fund-
ið frið og hugarró.
Árið 1920 við stofnun félags-
ins var þarna ekkert gestaheim-
ili. En félagið ávann sér traust
stjórnvalda, ríkið gaf því bygg-
ingarnar aftur og hefur félagið
séð um endurreisn á staðnum
af trúmennsku og dugnaði.
Fyrsti formaður þessara sam-
taka var Eugen prins, og gegndi
hann þvi af áhuga og dugnaði, i
samvinnu við aðra i stjórninni,
unz hann lézt árið 1947. Núver-
andi formaður er landstjórinn á
Austur-Gotlandi, Per Ecker-
berg.
Það var þó ekki fyrr en geð-
sjúkrahúsið, sem hafði verið í
nunnuklaustrinu gamla frá lok-
um síðari heimsstyrjaldar,
hafði verið rýmt, að endurbæt-
ur á gömlu nunnuálmunni gátu
hafist. Snjallir arkitektar lögðu
hönd á plóg, margar hendur
voru til taks. Gjafir bárust frá
félögunum sjálfum, frá opin-
berum stofnunum og einka-
aðilum.
Andreas Lindblom, sem hef-
ur verið ritari félagsins árum
saman, sá einnig um bdnað og
innréttingu á gestaherbergj-
unum. Vadstenagestaheimilið
var svo opnað 1964. Þangað
hafa leitað gestir frá Norður-
löndunum og viðar og eiga
margar ánægjuríkar minningar
frá dvöl sinni. Enn er þó ýmis-
legt ógert í sambandi við búnað
heimilisins.
OG AFTUR ERU
NUNNUR I VADSTENA
Og nú er aftur komið
Birgittuklaustur i Vadstena.
Nýtt klaustur var vígt þar 1935,
skammt frá þeim stað, sem
gamla klaustrið hafði staðið á.
Systurnar reka einnig hvíldar-
og sjúkraheimili. Þar lauk Jo-
hannes Jörgensen sínu viða-
mikla verki um Heilaga Birg-
ittu.
Birgittureglan var stofnuð
þann 5. ágúst 1370. Próf. Lind-
blom sem áðir er nefndur hefur
staðið að útgáfu, fallega mynd-
skreyttri, um Vadstenaklaustur
fyrr og síðar.
í júlímánuði er jafnan mest-
ur straumur gesta til Vadstena.
Á nafndegi Heilagrar Birgittu
ár hvert syngja systurnar hinn
fræga latneska sálm, sem
hljömar svo i sænskri þýðingu
Lindbloms:
Ros, som dagg af gothed
sprider
Stjarna, klar i mörka tider,
O, Birgitta, naadefull
Gut som dagg i himmelsk
enhet
Hjártats fromhet, livets
renhet
Över taaredalens mull.
Og það eru ekki aðeins
kaþólskir menn, sem nema
staðar eina stund og mæla fyrir
munni sér þessi orð:
„Heilög Birgitta, bið þú fyrir
oss."