Morgunblaðið - 12.03.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974
25
fclk f
fréttum
o ■
Útvarp Reykjavík
ÞRIÐJUDAGUR
12. marz
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 ok 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7.30.
8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þor
leifur heldur áfram að lesa söguna
„Elsku Mió minn“ eftir Astrid Lind-
gren (10).
Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar
kl. 9.30
Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli
atriða.
Ég man þá tíð kl. 10.25: Tryggvi
Tryggvason sér um þátt með frásö'gn-
um og tónlist frá liðnum árum.
Tónleikar kl. 11.25: Svjatoslav Rikhter
og Enska kammerhljómsveitin leika
Píanókonsert op. 13 eftir Benjamin
Britten.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
13.00 Eftir hádegið
Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og
spjallar við hlustendur.
14.30
15.00 Miðdegistónleikar: Islenzk tónlist
a. Concerto breve, hljómsveitarverk
eftir Herbert H. Agústsson. Sinfóníu-
hljómsveit Isíands leikur; Bohdan
Wodiczko stj.
b. Lög eftir Gylfa Þ. Gíslason.
Karlakórinn Fóstbræður. Erlingur Vig-
fússon, Kristinn Hallsson og Eygló
Viktorsdóttir syngja. Söngstjóri Jón
Þórarinsson.
Píanóleikari: Carl Billich.
c. Lög eftir Sigfús Einarsson
Margrét Eggertsdótir syngur. Guðrún
Kristinsdóttir leikur á píanó.
d. „Haustlitir" eftir Þorkel Sigur-
björnsson við ljóð eftir Hannes Sigfús-
son og Stein Steinarr.
Einar G. Sveinbjörnsson leikur á fi*)u
Averil V\’i ili ams ,i fluuiu. Gui^nar
Egilson á klarínettu, Sigurður Markús
son á fagott, Gísli Magnússon á píanó
og Jóhannes Eggertsson á slagverk
Sigurveig Hjaltested syngur. Höfund
urinn stjórnar flutningi.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.25 Popphornið
17.10 Tónlistartfmi barnanna
Ólafur Þórðarson sér um tfmann.
17.30 Framburðarkennsla í frönsku
17.40 Tónleikar
18.00 Barnið og samfélagið
Margrét Margeirsdóttir.og Palína Jóns-
dóttir sjá um þáttinn.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurgregnir. Dagskrá kvöldsms.
19.00 Fréttir. Tilkynnmgar.
19.25 Fréttaspegill
19.40 Þórbergs vaka Þórðarsonar skálds
a. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur
flytur erindi.
b. Gylfi Gíslason listmálari sér um sam-
felldan dagskrárlið með viðtölum við
Þórberg. konu hans og bróður, svo og
upplestri og leikatriðum úr verkum
skáldsins.
21.10 Einleikur á fiðlu
Ruggiero Ricci leikur lög eftir Fntz
Creisler.
21.30 A hvftum reitum og svörtum
Ingvar Ásmundsson flytur skákþátt.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Lestur Passfusálma (26)
22.25 Kvöldsagan: „Vögguvfsa" eftir
Elfas Mar
Höfundur les (7).
22.45 Harmonikulög
Francone leikur.
23.00 A hljóðbergi
Clara Pntoppidan leikur þátt úr .,En
kvinde er overfkidig’’ eftir Knud
Sönderberg. Meðleikari. Pouel Kærn.
23.30 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.
Á skjánuran
ÞRIÐJUDAGUR
12. mars
20.00 Fréttir
20.25 Veðurog auglýsingar
20.30 Lftið skákmót f sjónvarpssal
Þriðja skák.
Forintos, hvítt.
Tringov, svart.
Skákskýringar flytur Guðmundur Arn-
Iaug sson.
21.05 Valdatafl
Breskur rr^ndaflokkur.
5. þáttur. Llmhugsunarefni. Þýðandi
Jón O. Edwald.
Efni fjórða þáttar:
Bligh-fyrirtækið sækist eftir umfangs-
miklum verksamningum við Araba-
lönd. en biYátt kemur i ljós, að Arabar
hafa illan bifur á fyri.rtækinu vegna
fyrri greiðasemi Wilders við tsrales
menn. Þá e r brugðið a það ráð aðs tofna
sérstakt fyrirtæki. til að annast fyre
nefndar framkvæmdir. Meði ráðum er
framgjarn Libanonmaður. og brátt
Þ.vkist hann sjá sér leik áborði að hafa
meiri hagnað af þessum feluleik en
honum var upphaflega ætlað. Wilder
tekst þó að sjá við þessu með aðstoð
Susan Weldon og hefur sjálfur nx-stan
hag af ævintjrinu.
21.50 Heimshom
Fréttaskýringaþáttur um erlend mál-
ef ni.
Ums j m a rma ðu r Son j a Di eg o.
Berjumst fyrir frelsi
Sænsk fréttamynd um frelsisbaráttu
undirokaðra þjóðfélagshópa i norðaust-
ur héröðum Brasiliu.
. Lýst er starfi prestsins Don Camaras.
og ræ 11 v ið a lþý ðu f ræ ða rann Pou 1 a
Freira, sem reynir að virkja fólk til
starfaí þágu samfélagsins.
Þ\-ðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
(Nordvision — Sænska sjónvarpið)
Þýðand i Dóra Hafsteinsdótlir.
(Nordvisicn — Sænska sjónvarpið)
Dagskrárlok
fclk f
fjclmiélum
Afmælisdagskrá
um Þórberg
I kvöld kl. 19.40 verður út-
varpað dagskrá I tilefni af 85
ára afmæli Þórbergs Þórðar-
sonar. Fyrri liður þessarar dag-
skrár er erindi Sverris
Kristjánssonar sagnfræðings,
en síðari hlutinn er í umsjá
Gylfa Gíslasonar, og ræðir hann
við skáldið, eiginkonu hans og
bróður, auk þess sem lesið verð-
ur upp úr verkum Þórbergs og
flutt leikatriði.
Allir þekkja Þórberg, og fáir
hafa stytt mönnum betur stund-
ir en hann. Þess vegna standa
vonir til þess, að dagskráin
verði hin ánægjulegasta.
A áttræðisafmæli sínu gaf
Þórbergur stórgjöf til Háskól-
ans, og átti féð að renna til
útgáfu samheitaorðabókar.
Engin slík bók hefur verið til á
íslandi. Siðan Þórbergur sýndi
þessu máli slíkan áhuga og
rausnarbragð hefur lítið heyrzt
af orðabókinni. Eins og gefur
að skilja er slíku verki ekki
rubbað upp á örfáum árum, en
gaman væra að heyra við tæki-
færi hvað þessu máli líði.
Heimshorn
Kl. 21.50 er Heimshornið á
dagskrá, og stjórnandi að þessu
sinni er Sonja Diego. Þar
fjallar Arni Bergmann um
stjórnmálaástand í Argentínu,
og segir meðal annars frá öllum
þeim „Peronista-flokkum*', sem
þar hafa risið upp að undan-
förnu.
Þá verður viðtal við Persíu-
keisara, og verður þar meðal
annars rætt um stefnu hans i
olíumálum.
Að lokum ræða þau Arni
Bergmann, Björn Bjarnason,
Jón Hákon Magnússon og Sonja
Diego um versnandi ástand í
stjórnmálum í Vestur-Evrópu.
og m.a. þá staðreynd, að nú
virðist hvarvetna vera orðið
erfitt að koma saman meiri-
hlutastjórn. Þeir leiðtogar. sem
fyrir ári voru í sterkari aðstöðu,
hafa nú ýmist misst valdataum-
ana úr höndum sér eða standa
höllum fæti.
FARMIÐALAUSIR
FLAKKARAR
Tveir bandarískir strákar,
Douglas Morgan, 10 ára, og
William bróðir hans, 9 ára, fóru
í síðustu viku á flakk — með
von um að ná til hins sögufræga
bæjar Wounded Knee, þar sem
stóratburðir í sögu bandarískra
Indíána hafa gerzt. Bræðurnir
hafa báðir mikinn áhuga á Indi-
ánum og lifnaðarháttum þeirra.
Þeir skildu því eftir heima hjá
sér miða, þar sem stóð, að þeir
ætluðu að reyna að komast í
fóstur hjá Indíánaættbálki og
skelltu sér svo upp í járnbraut-
arlest. Síðar á ferð sinni skiptu
þeir um lest, jafn farmiðalausir
og fyrr, en voru greinilega ekki
nógu fróðir um leiðakerfi lest-
anna, því að þeir komust aldrei
til Wounded Knee. Voru þeir í
nágrenni Seattle á vesturströnd
Bandaríkjanna, er lestarvörður
uppgötvaði, að þeir voru bæði
farmiðalausir og foreldralausir
í lestinni. Voru þeir þá búnirað
fara rúmlega fjögur þúsund
kílómetra leið með lestunum á
rúmum tveimur dögum. Voru
þeir sendir heim til Milwaukee
með næstu flugvél og fósturfað-
ir þeirra tók á móti þeim á
flugvellinum. Hann sagði við
fréttamenn, að líklega hefði
hann verið of sannfærandi, er
hann lýsti fyrir þeim fegurð
útilífsins!
En sagan hlaut ekki alveg
svona farsælan endi. Tveimur
dögum síðar var eldri bróðirinn
gripinn á flugvellinum, er hann
var að reyna að komast — far-
miðalaus að sjálfsögðu — um
borð i flugvél á leið til Chicago.
Móðir hann sótti hann á flug-
völlinn — og sagði við frétta-
menn, að fjölmiðlafregnirnar
um fyrri flakkferð þeirra
bræðra hefðu stigið honum til
höfuðs!
Bezta
áhorfandasætið
Þeir héldu kjötkveðjuhátíð í
New Orleans í Bandaríkjunum
í ár, eins og alltaf áður, og var
mikið um dýrðir, langar skrúð-
göngur með skrautvögnum og
söngur og dans fram á nótt.
Gífurlegur mannfjöldi fylgdist
með skrúðgöngunni og áttu
sárafáir þess kost að sitja,
heldur urðu flestir að standa
upp á endann tímunum saman
— og sáu samt ekki vel. En á
þessari mynd sést einn, sem
hefur náð sér í gott sæti —
umferðarljósin á götuhorni.
SOLZHENITSYN
OG JAMES BOND
Þegar Alexander
Solzhenitsyn var I Noregi fyrir
skömmu, fór hann í kvikmynda-
hús til að sjá myndina, sem
gerð var eftir sögu hans „Dagur
í lífi Ivans Denisovitch“. Meðal
gesta í kvikmyndahúsinu þann
dag var hinn frægi kvikmynda-
leikari Sean Connery, sem lék
James Bond i fyrstu Bond-
myndunum. Sean gekk að
Solzhenitsyn og ætlaði að heilsa
honum, en Solzhenitsyn hefur
greinilega aldrei heyrt um
„Með ástarkveðju frá Rúss-
landi“ eða aðrar myndir Seans,
því að hann taldi hann vera
blaðamann og ýtti honum frá
sér!
Sluppu úr gíslingu
Stúlkan á miðri myndinni er aðeins 13 ára gömul, Erin Brady heitir hún og móðir hennar og
lögreglumaður hlaupa með hana á brott frá stað, þar sem lögreglan á í skotbardaga við mann, sem
grunaður er um morð á tveimur lögreglumönnum. Fyrir aftan þau þrjú kemur annar lögregluþjónn,
með annað barn. Þessi mynd ertekin í Wisconsin í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Þar hafði maður,
sem grunaður var um morðin á lögregluþjónunum, tekið nokkur börn í gíslingu, er lögreglan var að
reyna að handtaka hann. Hótaði maðurinn að drepa börnin, ef hann fengi ekki að fara frjáls ferða
sinna. A endanum kom til skotbardaga og sluppu börnin öll ómeidd, en maðurinn féll fyrir kúlum
lögreglunnar, en hafði áður náð að særa þrjá lögreglumenn.