Morgunblaðið - 13.03.1974, Qupperneq 3
3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
Gunnar Gunnarsson:
„Ekki verið sýndur
sómi á lífsleiðinni”
Hann, Þórbergur Þórðarson og
Peter Hallberg heiðursdoktorar H.í.
MORGUNBLAÐINU barst í
gær eftirfarandi fréttatilkynn-
ing og greinargerðir frá Há-
skóla tslands:
Háskólaráð hefur í dag stað-
fest tillögur heimspekideildar
um að sæma eftirtalda menn
doktorsnafnbótum í heiðurs-
skyni.
Þórberg Þórðarson rithóf-
und: doctor litterarum islandi-
carum honoris causa.
Gunnar Gunnarsson rithöf-
und: doctor litterarum islandi-
carum honoris causa.
Fil. dr. Peter Hallberg dósent
við háskólann í Gautaborg: doc-
tor philosophiae honoris causa.
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
Hinn 12. marz er Þórbergur
Þórðarson 85 ára. Af þvi tilefni
er hér lagt til, að Þórbergur
verði heiðraður af heimspeki-
deild H.í. með því að veita hon-
um titilinn doctor litterarum is-
landicarum honoris causa. Þór-
bergur Þórðarson er sem kunn-
ugt er einn af öndvegishöfund-
um islenzkra nútimabók-
mennta. Óþarft er að rekja fyr-
ir deildarmönnum ritverk hans,
en á það skal lögð áherzla, að
hann hefur e.t.v. meir en nokk-
ur annar höfundur lausamáls-
verka lagt grundvöll að ritmáli
20. aldar, þ.e. leyst bókmennta-
málið úr viðjum hins hátíðlega
19. aldar ritmáls. Ritstíll Þór-
bergs á fyrri hluta aldarinnar
hefur þannig orðið flestum ís-
lenzkum nútimahöfundum fyr-
irmynd til eftirbreytni. Af þess-
um sökum m.a. verður þáttur
Þórbergs í íslenzkum nútíma-
bókmenntum seint metinn að
verðleikum.
Auk þess er Þórbergur tengd-
ur heimspekideild frá fornu
fari. Hann var meðal fyrstu
nemenda deildarinnar í íslenzk-
um fræðum og lagði stund á
þau um margra ára skeið, þótt
ekki gæti hann fengið að Ijúka
fullnaðarprófi sökum þess, að
hann hafði ekki áður lokið stúd-
entsprófi. En að loknu námi
lagði Þórbergur um árabil
H.
mikla stund á orðasöfnun úr
mæltu máli þjóðarinnar, og er
sá skerfur hans til málvarð-
veizlu ómetanlegur.
Þá má ekki heldur gleyma
því, að Þórbergur Þórðarson
hefur fært Háskóla íslands
stórgjöf til þess að semja mætti
samhei taorðabók.
GUNNAR GUNNARSSON
Hinn 18. maí n.k. verður
Gunnar Gunnarsson rithöfund-
ur 85 ára gamall. Af því tilefni
er lagt til, að heimspekideild
H.í. heiðri hann með titlinum
doctor litterarum islandicarum
honoris causa.
Það er alkunna, að Gunnar
Gunnarsson er einn öndvegis-
höfunda íslenzkra nútímabók-
mennta. Óþarfi ætti að vera að
gera sérstaka grein fyrir verk-
um hans fyrir deildarmönnum.
Hér skal aðeins lögð áherzla á
þátt hans í að rjúfa einangrun
íslenzkra bókmennta eftir
margra alda einveru og af-
skiptaleysi annarra þjóða.
Hann má heita fyrsti islenzki
rithöfundurinn, sem tekst að
vekja óskipta athygli á alþjóða-
vettvangi. Honum tekst því að
skipta íslenzkum bókmenntum
sess á ný meðal bókmennta
heimsins.
Gunnar Gunnarsson er hvort
tveggja i senn mikilvirkur rit-
höfundur og næmur túlkandi
mannlegra örlaga. Með skáld-
sögum á borð við Fjallkirkjuna
hefur Gunnari tekizt að skapa
rit, sem ber hátt í bókmennta-
sögu Evrópu á 20. öld.
PETER HALLBERG
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að dr. Peter Hallberg
er einn mikilhæfasti og mikil-
virkasti rannsakandi íslenzkra
bókmennta, sem nú er uppi.
Hann sker sig að því leyti úr
hópi erlendra visindamanna, er
þessum fræðum sinna, að hann
hefur jöfnum höndum lagt
stund á íslenzkar nútimabék-
menntir og íslenzkar fornbók-
menntir. Á sviði fornbók-
mennta ber fyrst að nefna stil-
fræðilegar rannsóknir Hall-
bergs, sem birtast í ritunum
Snorri Sturluson och Egils saga
Skallagrímssonar (Rvk. 1962),
Ólafr Þórðarson hvítaskáld,
Knýtlinga saga och Laxdoela
saga (Rvk 1963) og Stilsign-
alement och författarskap i nor
rön sagalitteratur (Göteborg
1968). Af ritum, sem ekki
geyma frumrannsóknir en hafa
og munu stuðla að því að vekja
áhuga erlendra manna á ís-
lenzkum fornbókmenntum, má
nefna kaflann um miðaldabók-
menntir í ritinu Nordens litera-
tur (1972) og ritin Den fornis-
lándska poesie (1962) og Den
islándska sagan (1956), en hið
síðasttalda rit hefur verið þýtt
á dönsku, þýzku og ensku. Hér
við bætist fjöldi timaritsgreina.
Á sviði nútímabókmennta
ber hæst rit hans um skáldverk
Halldórs Laxness Den store
vávaren (1954), Skaldens hus
(1956) og Halldór Laxness
(New York 1971). Auk þess
hafa birzt fjölmargar timarits-
greinar eftir Hallberg, bæði um
verk Halldórs Laxness og ann-
arra nútímaskálda. Óhætt mun
að fullyrða, að fáir erlendir
fræðimenn hafi átt jafnveiga-
mikinn þátt i að kynna islenzk-
ar bókmenntir utan íslands.
Enn eru ótalin þýðingastörf
Peters Hallbergs. Að öðrum ó-
löstuðum má telja, að enginn
standi honum á sporði hvað
snertir vandaðar þýðingar úr
íslenzku.
Fyrir öll þessi störf til kynn-
ingar íslenzkum bókmenntum
stendur öll islenzka þjóðin i
mikilli þakkarskuld við Peter
Hallberg. Með rannsóknum sín-
um, þýðingarstörfum og fyrir-
lestrum hefur hann lagt fram
ómetanlegan skerf í þágu ís-
lenzkrar menningar.
Peter Hallberg er tengdur
heimspekideild H.í. frá fornu
fari. Hann var kennari við
deildina á árunum 1943—'47,
er hann starfaði hér sem lektor
í sænsku, en auk þess hefur
hann flutt opinbera fyrirlestra
á vegum deildarinnar. Er ein-
sýnt, að heimspekideild hljóti
að telja sér það sæmdarauka að
sýna Peter Hallberg þá virð-
meiri
ingu, sem felst í titlinum doctor
philosophiae honoris causa.
Morgunblaðið náði i gær sam-
bandi við þá Gunnar Gunnars-
son og Peter Hallberg og spurði
þá um viðbrögð þeirra við þess-
um heiðursnafnbótum, en af-
mælisbarnið Þórbergur Þórðar-
son var svo önnum káfinn við
að taka á móti gestum, að hann
treysti sér ekki til að koma í
simann.
Gunnar Gunnarsson sagði i
samtali við Morgunblaðið:
Þórbergur Þórðarson.
„Það, sem gerðist í heimspeki
deild Háskóla íslands sl. föstu-
dag, kom mér svo gersamlega á
óvart, að þegar mér að morgni
laugardags barst ávæningur af
því hélt ég, að það hlyti að vera
flugufregn úr lausu lofti grip-
in. Þá um kvöldið leit gamall
vinur, Sigurjón Björnsson, inn
og leiddi mig í allan sannleika.
Heimspekideildinni og háskóla-
ráði er ég svo þakklátur fyrir
hugulsemina, að orð ná ekki
yfir það, enda lit ég svo á, að
meiri sómi hafi mér ekki verið
sýndur á lifsleiðinni, né getað
orðið. Sérstök ánægja er mér að
því að vera í fylgd með frænda
minum og jafnaldra Þórbergi
Þórðarsyni og á sína vísu eiga
með honum samleið úr þessu.
Fyrir um það bil hálfri öld lagði
ég mig fram um að koma Bréfi
til Láru á framfæri í Danmörku
og svíður enn í dag, að það tókst
ekki, þar eð ástæður mfnar
leyfðu ekki, að ég snaraði bók-
inni á dönsku án þess að eiga að
henni vísan útgefanda."
„Mér þykir þetta ákaflega
mikill heiður og gæti ekki hugs-
Gunnar Gunnarsson.
Dr.Peter Hallberg.
að mér skemmtilegri atburð í
lífi mfnu,“ sagði Peter Hallberg
í simtali frá Gautaborg i gær,
en hann hafði þá ekki enn feng-
ið fréttina. ,,Ég vil fyrir mitt
leyti segja, að ég stend í enn
meiri þakkarskuld við ísland
en Island við mig. Eg kom til
islands sem ungur maður 1943
og var sendikennari i rúm 3 ár.
Ég hafði þó komið þangað einu
sinni áður á námskeið. Það var
þetta, sem vakti áhuga minn,
sérstaklega á þýðingum og
rannsóknum. Ég tel það stærsta
þáttinn i Iífi mínu að hafa
kynnzt íslandi á þessum árum
og hafa fengið tækifæri til að
vinna að þessum þýðingum og
rannsóknum. Eg ætla að halda
þessum störfum áfram, eftir
þvi sem ég hef tíma til, og vildi
þá gjarnan kynnast islenzkum
nútímabókmenntum meira en
ég hef haft möguleika á. Það er
stundum dálítið erfitt að skipta
sér milli nútímabókmennta og
fornbókmennta. Ég vil að lok-
um aðeins segja, að þetta er
mjög óvæntur og ánægjulegur
heiður."
Sinfóníuhljómsveitin:
Ovenjulegir aukatónleikar
ANNAÐ kvöld, (fimmtudag)
verða aukahljómleikar hjá Sin-
fóníuhljómsveit íslands með
nokkuð öðru sniði en venjulega.
Þar verða á efnisskrá léttklassfsk
verk eftir bandarísk tónskáld og
með einu þeirra verður sýnd
kvikmynd, en í öðru leikur Skóla-
hljómsveit Köpavogs með hljóm-
sveitinni. Tveir einsöngvarar
verða með hljómsveitinni, Nancy
Deering og Robert Mosley frá
Bandaríkjunum, og hljómsveitar-
stjórinn er einnig bandarískur,
Richard Kapp að nafni.
Blaðamaður Morgunblaðsins
kom sem snöggvast við á æfingu í
Háskólabíói í vikunni og kom þá
fram í stuttu samtali við hljóm
sveitarstjórann, að söngkonan
Nancy Deering heitir líka Kapp,
hún er sem sé eiginkona hans og
hafa þau hjón hér með sér tvö
börn sin ung. Þau eiga eftir að
flytja fjölbreytta tónlist hér á
lándi á næstunni; Kapp stjórnar
næstu fjölskyldutónleikum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar 15. marz
nk. Nancy Deering heldur hljóm-
leika í Norræna húsinu, væntan-
lega 19. marz, ásamt Árna
Kristjánssyni píanóleikara —
flytur þar m.a. verk eftir Berlioz
Robert Mosley.
Nanc.v Deering.
Richard Kapp.
Skólahljómsveit Kópavogs á æfingu með
Sinfóniuhljómsveit íslands.
og Wagner — og loks munu þau
hjónin að öllum líkindum halda
sameiginlega tónleika á Akureyri,
að því er Kapp sagði.
Richard Kapp starfar i New
York, þegar hann er ekki á ferða-
lögum sem gestastjórnandi
sinfóníuhljómsveita. Auk tón-
listarstarfa hefur hann með hönd-
um framkvæmdastjórastöðu hjá
Ford-stofnuninni og upplýsti, að
hún hefði nýlega veitt Barna-
músikskólanum i Reykjavik fjár-
styrk til að efla tónlistarfræðslu
úti á landi. Rómaði Kapp mjög
þar starf, sem unnið væri í skól-
anum undir stjórn Stefáns
Edelsteins.
Kapp dvaldist við nám og störf i
Evrópu um nokkurra ára skeið og
sagði, að talsverður munur væri á
starfsaðstöðu hljómsvei.tarstjóra
þar og í Bandaríkjunum. ,,i
Bandarikjunum er tónmennt á
mjög háu stigi," sagði hann, „en
þar tíðkast ekki eins og í Evrópu,
að hljómsveitarstjórar eða
söngvarar vinni sig smám saman
upp með hljómsveitum eða óper-
um i minni borgum, þar sem þeir
geta öðlazt reynslu og þroska og
Framhald á bls. 18