Morgunblaðið - 13.03.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 13.03.1974, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 SVEND-AAGE MALMBERG HAFFRÆÐINGUR: Hafkostir og nýting þeirra Alþjóða hafrannsóknir á r/s Bjarna Sæmdunssyni — „Overflow sumarið 1973“. Lögsaga eyjaklasa (Maureen K.T. Frans son lögfræðingur) — Þessi grein fjailar um lögsöguviðhorf þjóða, sem búa á miklum fjölda eyja, dreifðum um tillölulega víð- áttumikið svæði, svonefnd- um eyjaklösum. tsland er að vísu varla neinn eyjaklasi, en nokkrar eyjar eru við landið, allar á landgrunn- inu, og hafa þær haft áhrif á stærð landhelginnar ís- lensku, en ekki til hins ýtrasta.— Tækniþróunin hefur haft mikil áhrif á hafrétt. Við erum vitni að byltingu nýfrjálsu þjóðanna á sviði hafréttar. Þær vilja ekki lengur fara eftir hagsmunum Vestur-Evrópu og hrinda af sér svo nefndum „alþjóðareglum" gamalla flotavelda, sem skírskota til „hefðar og grundvallarreglna“. Þannig leysa, fyrir atbeina ný- frjálsu þjóðanna, ný sjónarmið um hafrétt þau gömlu af hólmi. Eitt stærsta sporið í þessum efnum var stigið á sjötta áratugn- um af Indónesum og Filipseying- um. Þeir tóku upp þá stefnu að líta bæri á eyjaklasa sem eina heild, þannig að grunnlinupunkt- ar verði dregnir utan um þær allar sameiginlega, en ekki um hverja einstaka eyju. Filipseyingar tóku 1961 upp lögsögu, sefn styðst við fyrri samninga við Bandaríkin, Bret- land og Spán um svonefnt friðar- svæði. Svæðið lagar sig ekki eftir venjulegum grunnlinupunktum nema í suðaustur-horninu, nær allt að 300 mílur á haf út og felur í sér um 7000 eyjar. Ekkert ríki mótmælti þessu á sínum tíma nema Bandaríkin, sem létu sér nægja munnlega orðsendingu. Astæðan mun hafa verið sú, að mörg ríki töldu sig bundin fyrri friðarsáttmálum og einnig var svæðið væntanlega ekki talið mjög mikilvægt. öðru máli gegndi um Indónesíu. Hollendingar, sem réðu rfkjum þar á sínum tíma, höfðu framfylgt 3 mílna stefn- unni og beitt henni á hverja eyju um sig. Þegar svo Indónesar hlutu sjálfstæði 1949 komust þeir að þeirri niðurstöðu, að I raun giltu engar alþjóðareglur um lög- sögu eyjaklasans, svo þeir rann- sökuðu málið nánar. Þeir komust 1957 að þeirri niðurstöðu, að líta bæri á eyjaklasa sem eina heild og tóku auk þess upp 12 mílna lögsögu frá grunnlinupunktum — ári á undan Islendingum. — Lögsaga Indónesa náði þá til um 3000 eyja dreifðra á um 3000 milna hafsvæði. Afstaða Indónesa virtist svipuð og Filipseyinga, en hörð mótmæli voru höfð i frammi við þá af helstu flotaveldum heims. Var m.a. skírskotað til siglingaleiða um sund við Indónesfu (olíuflutningar til Jap- ans, siglingar herskipaflota), fisk- veiða og einnig slæms fordæmis ef slík sjónarmið næðu fram að ganga í smáeyjaklösum Kyrrahafs yfirleitt. Filipseyingar og Indónesar ræddu mál sín á hafréttarráð- stefnum Sameinuðu þjóðanna 1958 og 1960, en hlutu litla áheyrn. Danir og Júgóslafar studdu þó stefnu þeirra. Eftir 1960 héldu þeir áfram málflutningi sínum um eyjaklasa- viðhorfið og fleiri og fleiri þjóðir tóku upp stefnu þeirra eins og Ekvador (Galapagoseyjar), ís- land, Færeyjar og Fiji. Fleiri lönd munu væntanlega feta í fótspor þeirra, eins og Nauru, Tonga, Samoa, Cookeyjar, allar á Kyrra- hafi og Bahamaeyjar á Karíba- hafi. Þannig á sér stað hröð þróun i heiminum um lögsögu. Hafréttar- ráðstefnan mun væntanlega fjalla um þessi mál og reyna að fella viðhorfin inn í alþjóðalög. — 1 þessu sambandi má að lokum benda á að margir umræddir eyjaklasar teljast ekki til hinna hefðbundnu heimsáifa — eða megin- landa, en eru meira eða minna sjálfstæðar einingar' á úthafinu. Þannig er Island einnig landfræðilega hvorki hluti meginlands Evrópu né Ameríku, heldur sérstök eyja á Norður-Atlantshafi, og hljóta landhelgismál Islendinga að mótast mjög af þeirri staðreynd. — Rannsóknir og rannsókn- arfrelsi (Hermann T. Frans- sen lögfræðingur) Frelsi hafrannsókna er nátengt vandamálum hafkosta og nýting- ar þeirra. Hafréttarráðstefnan mun fjalla um þessi mál í sam- hengi. Ekki er búist við að eigin- leg lögsaga verði meiri en 12 míl- ur, en efnahagslögsaga kann að verða allt að 200 mílur, og svæðin þar fyrir utan verða þá e.t.v. háð alþjóðaeftirliti. Rannsóknir innan 12 mílna verða þá háðar eftirliti strandríkja og að einhverju leyti einnig innan efnahagslögsögunn- ar, en væntanlega verða þær áfram frjálsar utar. Ýmsar skorður hafa þegar verið settar í sambandi við hafrann- sóknir og leiðangrar hafa tafist vegna seinagangs f leyfisveiting- um. Af fenginni reynsiu hafa sumar rannsóknastofnanir hætt að biðja um Ieyfi til rannsókna á ýmsum svæðum og látið þær nið- ur falla. Fjöldi slíkra atvika er þó óþekktur. Rannsóknafrelsi er ýmsum takmörkunum háð um heim allan, en þrjú lönd hafa gengið lengst í þessum efnum og eru það Burma, Brasilía og Sovét- ríkin. Burma hefur aldrei veitt rannsóknaleyfi innan 12 mílna lögsögu sinnar og Brasilía hefur oft bannað rannsóknir innan 200 mílna lögsögunnar, þótt heldur hafi dregið úr slíku undanfarið. Sovétríkin banna allar jarðfræði- legar og jar.ðeðlisfræðilegar rann- sóknir útlendinga á landgrunni sfnu, en þeir leyfa aðrar hafrann- sóknir utan 12 mílnanna. Sovét- ríkin hafa heldur ekki véitt öðr- um þjóðum upplýsingar um rann- sóknir sfnar heima fyrir, en aftur um rannsóknir í öðrum heims- hlutum. E.t.v. stendur þetta til bóta eftir samning Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um sameigin- legar hafrannsóknir. Nú er gert ráð fyrir, að þessar hömlur fárra rikja á rannsókna- frelsi verði teknar upp af fleiri rikjum. Rómanska Amerfka og löndin í Karfbahafi hafa lagt áherslu á rétt sinn til að færa út lögsögu sína einhliða og stjórna rannsóknum innan hennar. Yfir- leitt er það stefna þróunarland- anna að ráða rannsóknum á haf- inu, ekki aðeins innan 12 mílna, heldur allt að 200 mílum. Þessi rfki teljast nú að eigin mati vera 96 af alls 132 rfkjum Sameinuðu þjóðanna. Kann því svo að fara eftir hafréttarráðstefnuna, að strangari reglur gildi um skipulag hafrannsókna en nú er. Vænta má, að rannsóknum á auðlindum eins og fiski eða olíu og málmum verði sniðinn þrengri stakkur en rannsóknum, sem standa fjær beinni nýtingu auðlinda. Verða nú nefnd helstu atriðin, sem stuðla að strangari reglum um rannsóknaleyfi og skerðingu á rannsóknafrelsi. Fyrst eru það njósnir og það ekki að ástæðulausu eins og dæm- in sanna. I öðru lagi fjölgun ný- frjálsu ríkjanna og aukning haf- rannsókna á fjarlægum höfum. Mörg þessi ríki skortir þekkingu til að meta gildi rannsóknanna og munu jafnvel stinga umsóknum undir stól, ef nokkur vafi leikur á um tilganginn. í þriðja lagi er eftirlit þróunarlandanna með rannsóknum tilraun til að minnka bílið milli þeirra og iðn- rfkjanna. Með eftirliti geta þróun- arlöndin farið fram á endur- gjald, t.d. tækniaðstoð við rannsóknir og nýtingu á auðlínd- um hafsins. Vfsindalegt og tækni- legt sjálfstæði er ein forsendan að stjórnmálalegu sjálfstæði. I fjórða lagi er um að ræða óttann við arðrán þeirra ríkja, sem rann- sóknirnar stunda. Vfsindamenn tækniþjóðanna hafa oft mestan áhuga á þekkingarleit um hafið, framleiðni þess og uppruna, en hugur manna í þróunarlöndunum snýst um nýtingu auðlinda en ekki ritverk í vfsindaritum, sem þá skortir mannafla til að túlka. Þá benda aftur tækniþjóðirnar á að vandamálin eigi sér engin landamæri, hvorki göngur fiska, mengun né skipulag hagkvæmrar nýtingar. Rannsóknafrelsi á höfunum verður aðeins eitt málanna á haf- réttarráðstefnunni, en umræður um það eru háðar vandamálum öryggismála, siglinga og verslun- ar, nýtingar botnauðlinda og lif- andi auðlinda hafsins. Flestar tækni- og siglingaþjóðir eru í grundvallaratriðum vafalaust hlynntar rannsóknafrelsi á höfun- um, en þess er ekki að vænta að þær muni halda uppi vörnum fyr- ir þvf á ráðstefnunni nema Bandaríkin, Sovétríkin, Japan og Bretland og e.t.v. nokkur önnur lönd. III grein Rannsóknafrelsi á höfunum á því nú í vök að verjast og dagar frjálsra rannsókna á hafsvæðum annarra landa eru taldir. Eins og nú er komið virðist liggja ljóst fyrir að strandþjóðir komi til með að ráða um rannsóknir við strend- ur sínar. Stærstu siglinaþjóðirnar geta þó e.t.v. notið einhvers frels- is í þessum efnum gegn stuðningi við alþjóðarannsóknir og tækniað- stoð á sviði hafrannsókna og nýt- ingar auðlinda hafsins. Hvernig sem niðurstaða hafréttarráðstefn- unnar verður í þessum efnum, þá munu rannsóknir úti fyrir strönd- um Rómönsku Ameríku, Afrfku og Asíu verða dýrari og erfiðari viðfangs en áður. Einstaka vfs- indamenn og rannsóknastofnanir hafa nú þegar gert samninga við ríki um sérstök rannsóknaverk- efni. Ef strandþjóðir fá óskoraðan rétttil að ráðahafrannsóknum við strendur sínar á víðáttumiklum svæðum verður slík tilhögun sennilegasta lausnin. Ekki er þar með sagt að það sé besta lausnin fyrir hafrannsóknirnar. Framhald á bls. 18 Lógsaga Indónesfu og Filipseyja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.