Morgunblaðið - 13.03.1974, Síða 23
MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
23
Elínrós Benediktsdótt-
ir Ijósmóðir - Minning
SIÐASTLIÐINN föstudag 8. þ.m.
var elskuleg tengdamóðir mín
Elínrós Benediktsdóttir, fyrrver-
andi ljósmóðir í Keflavík, til
moldar borin frá Keflavíkur-
kirkju, en hún lézt þann 4. þessa
mánaðar íSjúkrahúsi Keflavíkur.
Elínrós fæddist 8. febrúar 1890
að Ytra Hóli í Kaupangssveit
Eyjafirði, en ólst upp að Breiða-
bóli á Svalbarðsströnd hjá for-
eldrum sínum þeim sæmdarhjón-
um, Sesselju Jónatansdóttur og
Benedikt Jónssyni, ættuðum úr
Þingeyjarsýslu.
Systkini Elínrósar voru 14 og
eru tveir bræður, sem upp
komust látnir, þeir Jóhannes, sem
var elstur þeirra systkina og Axel
skólasíjóri, sem yngstur var, en
eftir lifa 7 systkini.
Það gefur að skilja að næst elzta
barnið, en það var Elínrós, þyrfti
fljótlega að taka til hendi við ýmis
störf, enda mun hún ekki hafa
verið gömul, þegar hún fór að
hjálpa til og jafnvel að vinna fyrir
sér á stundum, eins og títt mun
hafa verið í þá daga á barn-
mörgum heimilum. Árið 1913 hélt
Elfnrós að heiman frá bérnsku-
stöðvunum og til Reykjavíkur, til
að nema ljósmæðrafræði við Ljós-
mæðraskóla íslands, en það hafði
lengi verið draumur hennar að
verða ljósmóðir eins og svo
margra af formæðrum hennar.
Farareyririnn að heiman var 30
krónur auk fatanna, sem hún stóð
í. IIún settist á skólabekk Ljós-
mæðraskólans. Þá var Guð-
mundur Björnsson landlæknir
skólastjórinn. Aðalumsjónar-
kennari Elinrósar var Þórdís Kal-
quist Ijósmóðir. Fljött tökust með
þeim Elínrósu og Þórdísi góð og
náin vinátta og traust, sem hélst
til æviloka. Þess má gjarnan geta
að laun ljósmæðraefnanna þá
voru 45 krónur á mánuði, fæði
kostaði 37 krónur, afgangurinn
varð 8 krónur. Af þessum litlu
tekjum þurfti hún að nota til að
sauma sér sloppa og annað er til
þurfti. Hún var það nýtin og fór
svo vel með að hún saumaði
einnig á sig peysuföt, af sinum
litlu tekjum.
Að skólavist lokinni, eða 4. apríl
1914, giftist hún unnusta sínum
Þórarni Eyjólfssyni, frá Keflavík,
sem þá var útgerðarmaður, en
siðar trésmiður. Eftir giftinguna
stofnuðu þau heimili í Keflavik.
Elinrós fór þá þegar að stunda þá
atvinnu, sem hún hafði til lært.
Árið 1930 var hún skipuð ljós-
móðir i Keflavík og Njarðvíkum.
Hennar var leitað ef svo má segja
af öllum Suðurnesjum meira og
minna og fór hún í vitjanir oftast
nær gangandi, stundum ríðandi
þegar bezt lét. Elinrós var afar
farsæl í starfi sínu, enda unnið af
kærleika og samvizkusemi.
Fátækt var víða mikil i þá daga og
oft var ekkert til á hið nýfædda
barn, en hún bætti úr og saumaði
oft barnaföt sjálf og gaf á barnið.
Þá munu ótaldir þeir bitar, er
hún fór með til þeirra, er þurf-
andivoru.
Launin fyrir að taka á móti
barni og að ganga til konunnar i
hálfan mánuð til þrjár vikur
tvisvar á dag, voru 5 krónur.
Sumir gátu borgað aðrir ekki, það
skipti ekki máli, aðalatriðið var að
barni og móður liði vel.
í 25 ár var Elínrós skipuð ljós-
Páll Kristjánsson bóndi
Reykjum — Minning
ÉG VIL með nokkrum orðum
minnast látins sveitunga, Páls
Kristjánssonar bónda á Reykjum
við Reykjabraut, sem vann allt
sitt ævistarf i sinni heimabyggð.
Á Reykjum er fagust og vítt
útsýni yfir blómlegar og gróður-
sælar húnvetnskar byggðir, og lit-
ríkur fjallahringur stendur vörð
við sjónarrönd. Á slikum stöðum
er auðvelt að festa rætur, sem
endast til æviloka, og svo hefur
Páli farið.
Páll var fæddur 17. apríi 1901 á
Reykjum. Hann var sonur Krist-
jáns Sigurðssonar bónda þar og
konu ’ hans, Ingibjargar Páls-
dóttur frá Akri. Páll ólst upp í
heimahúsum, en fór á unga aldri i
Bændaskólann á Hólum i Hjalta-
dal og lauk þaðan búfræðiprófi
með góðum vitnisburði. Mun Páli
hafa komið skólavistin á Hólum
að góðum notum, því að hann var
athugull maður. Báru teikningar
og smíðisgripir, er hann gerði á
Hólum, vott um hagleik hans, og
rithönd skrifaði hann mjöggóða.
Páll kvæntist árið 1929 Sól-
veigu Erlendsdóttur frá Beina
keldu, mikilhæfri dugnaðarkonu
eins og hún á ættir til, og hafa þau
búið á Reykjum alla sina
búskapartið. Voru þau hjón sam-
hent og góð heim að sækja, því að
gestrisni þeirra var sönn og hlý.
Börn áttu þau ekki, en tóku
fósturson, Kristján Pálsson, sem
nú er fulltíða maður og hefur
dvalizt mikið sunnanlands siðari
árin.
Á Reykjum er jarðhiti og mun
frá fornu fari hafa verið nýtt
heitt vatn, er þar streymir upp úr
iðrum jarðar. Til eru áreiðanlegar
heimildir um sundkennslu á
Reykjum 1823, en það vor kenndi
Jón Þorláksson Kærnested 20
nemendum sund þar. Ungur lærði
Páll sund heima og síðar fór hann
til Reykjavíkur til frekara náms í
sundi. Lærði hann þar m.a.
Múllerskerfið. Varð hann
snemma góður sundmaður og
áhugamaður um sundmennt. Hóf
hann sundkennslu í gamalli öfull-
kominni laug 1918, en árið 1924
var byggð sundlaug úr stein-
steypu. Páll mun hafa kennt sund
um 20 ára skeið og var síðan próf-
dómari í sundi um langt árabil.
Sundlaugin var örskammt frá
íbdðarhúsinu og þegar sundnám-
skeið voru var mikill gestagangur
á heimilinu, því að margir áttu þá
leið að Reykjum. Hjálpsemi
þeirra Reykjahjóna við börnin i
sundinu var einstök og til fyrir-
myndar. Oft var að börnunum
hlúð, því að einungis lítlir skúrar
til að klæða sig úr og i voru þar
við laugina. Stundum var tíðarfar
kalt, svo að aðhlynningar var oft
þörf, enda var hún veitt af alúð og
munu ekki allir hafa gert sér
grein fyrir þeim átroðningi á
heimilið, sem sundnámskeiðin
höfðu í raun og veru í för mé sér.
En alltaf var sama hlýja viðmótið
hjá þeim Reykjahjónum við börn-
in — alltaf sjálfsagt að þurrka
sundskýluna fyrir þau og þeim
velkomið að vera inni og hlýja
sér, svo að dæmi sé nefnt.
Reykir eru góð fjárjörð, þar var
útbeit góð og vorgróður kom
snemma vegna jarðhitans. Páll
hafði löngum mikið fjárbú og fór
orð af hversu nærfærinn fjár-
maður hann væri, nýtti útbeit vel,
ætti drjúgar fyrningar að vori og
fé vel framgengið.
Árið 1967 byggði hann vönduð
steinsteypt fjárhús yfir 400 fjár
með grindum og vélgengum
áburðarkjallara. Áður hafði Páll
byggt reisulegt íbdðarhús á
Reykjum og hitað það upp með
heitu vatni frá uppsprettunni.
Um skeið átti Páll sæti i hrepps-
nefnd Torfalækjarhrepps og
hafði löngum áhuga á málefnum
hreppsins. Hann fylgdist vel með
þeim miklu framförum, er urðu í
búskaparháttum rneð vaxandi
ræktun og heyöflun með nýtízku
vélum. Og eftir að hann byggði
sin góðu fjárhús sagði hann ein-
hverju sinni við mig, að nú væri
gaman að vera ungur og að hefja
búskap á Reykjum. Mér fundust
þessi orð lýsa því vel, að hann var
sáttur við lifsstarf sitt — bónda-
starfið — hafði fundið þá ánægju
og gleði í því, að hann mundi
velja það aftur ætti hann þess
kost. Þó hafði Páll stundum átt
móðir, en sagði af sér þegar hún
var 65 ára gömul. Margar þær
konur, er haft höfðu hana fyrir
ljósu sættu sig ekki við að hún
væri hætt störfum og sóttu aðstoð
til hennar alveg til sjötugs, en
sjötiu ára tók hún á móti siðasta
barninu, sem var stúlka og
fermdist í vor. Elinrós tók á móti
fyrsta barninu, sem fæddist á
Sjúkrahúsinu í Keflavík, og hefur
þá enn sem fyrr kannski ekki
fundist að tilhlýðilegur klæðn-
aður væri.til á hinn nýfædda
borgara, því að hún saumaði 12
alklæðnaði á ungabörn og gaf til
sjúkrahússins. Elínrós var mjög
lánsöm i sinu starfi og tók á möti
1900 til 2000 börnum um æfina,
og ætið elskaði hún öll þessi börn
og fylgdist með þroska þeirra.
Þau Elínrós og Þórarinn
eignuðust 6 börn, eitt þeirra
Eyjólfur dó i bernsku, en hin
komust öll upp og lifa foreldra
sina, þau eru Jón skipstjóri,
kvæntur Eydísi Einarsdóttur,
Eyjólfur rafvélavirkjameistari,
við nokkra erfiðleika að etja
vegna vanheilsu.
Löngum hafði það verið draum-
ur Páls að jarðhitinn á Reykjum
yrði nýttur og þar risi skólasetur.
Minnist ég þess sem drengur, að
þeir ræddust oft við um þetta
áhugamál sitt faðir minn og hann
og fannst báðum löngum miða
fullhægt. Nú er þetta orðið að
veruleika. Risinn er barna- og
unglingaskóli með heimavist —
Húnavallaskóli — fyrir 6 sveita-
hreppa sýslunnar að Reykjum,
hitaður upp með jarðhita. Fann
ég að Páli þótti vænt um að sjá
skólann, þessa miklu byggingu,
rísa á Reykjum og hann vildi, að
gengi hans yrði sem mest og holl-
vættir fylgdu honum.
Páll er mér minnisstæður per-
sónuleiki. Honum varð litt þokað
ef hann hafði myndað sér
ákveðna rökstudda skoðun og var
þá mikillmálafylgjumaður.
Páll andaðist 14. janúar á
Héraðshælinu á Blönduósj og var
jarðsettur að Þingeyrum 19.
janúar sl.
Hugur Páls var til siðustu daga
bundinn Reykjum. Þegar ég hitti
hann síðast á Héraðshælinu, sagði
hann mér, að hann vissi að hverju
stefndi hjá sér, en sjáðu hér ligg
ég og glugginn yfir niminu mínu
snýr heim að Reykjum og það
þykir mér vænt um, þvi að ég sé
fjöllin mfn fyrir ofan bæinn
heima.
kvæntur Mariu Hermannsdóttur,
Benedikt yfirlögregluþjónn,
kvæntur Sigriði Guðmunds-
dóttur, Anna Krisjana gift D.C.
Romig ríkisstarfsmanni i Banda-
rikjunum, Eiríkur forstjóri,
kvæntur Steinunni Jónsdóttur og
Magnea kvænt R. Labor, ofursta í
bandaríska hernum, en hana kom
hún með heim, þar sem móðirin
hafði dáið er hún fæddist og gekk
henni i móðurstað. Öll börnin
reyndust henni mjög vel og þó
sérstaklega má þakka Jóni og
Eydisi konu hans, sem önnuðust
Elínrósu og Þórarin og héldu
þeim heimili síðustu æfiárin.
Þórarinn lézt árið 1971!
Við kveðjum góða móður og
óskum henni fararheilla til
stranda eilffðarinnar, þar sem
ljósið skín og skuggar eru ekki til.
Við þökkum henni óeigingjörnu
sporin hér f heimi og biðjum
henni Guðs blessunar um eilífð
alla.
Tengdadóttir.
Þann 4. mars s.I. andaðist, í
Sjúkrahúsi Keflavfkur, Elinrós
Benediktsdóttir ljósmóðir. Hún
fæddist að Ytra-Hóli í Kaupangs-
sveit,8. febrúar 1890, dóttir hjón-
anna Benedikts Jónssonar og
Sellelju Jónatansdóttur.
Ung að árum fluttist hún með
foreldrum sinum að Breiðabóli á
Svalbarðsströnd. Þar ólst hún upp
i stórum systkinahöpi.
Árið 1913 fór hún í Ljósmæðra-
skóiann í Reykjavík og lauk
þaðan prófi.
Hún giftist Þórarni Eyjólfssyni
og stofnuðu þau heimili sitt í
Keflavik, þar sem þau bjuggu alla
tið síðan. Þau eignuðust 6 börn og
ólu auk þess upp eina fósturdótt-
ur. Öll eru þau á lifi, nema einn
sonur sem þau misstu ungari.
Elínrós hóf ljósmóðurstörf í
Keflavík, fljótlega eftir að hún
flutti þangað. Alls mun hún hafa
tekið á móti 2000 börnum. Maður
getur rétt ímyndað sér, hve óskap-
lega mikið starf það hefur verið,
við þau skilyrði sem hér voru fyrr
á árum, en hún var alltaf tilbúin,
hvort sem var að nóttu eða degi.
Elinrós var einhver þekktasta
og dáðasta kona hér á Suðurnesj-
um, meðan hennar naut við, og er
margs að minnast frá nánum
kynnum við hana.
% minntist þess, hve yndislegt
var að koma á heimili hennar,
þegar börnin voru enn i foreldra-
húsum.
Þegar þau stilltu saman hljóð-
færi sin og spiluðu og sungu, var
Elinrós alsæl, því innst inni dáði
hún mjög fagrar listir. Þá var líka
unun að heyra hana lesa upp
kvæði, enda voru þau systkinin
meira og minna hagmælt; sem
jafnvel þekkt skáld, eins og t.d.
Jón, Jónatan og Axel.
Eins hafa börn hennar erft list-
gáfuna á mörgum sviðum. Til
dæmis prýða málverk sona henn-
ar marga veggi.
En fyrst og fremst var hún ljós-
móðirin, sem færði birtu og yl inn
á flest heimili á Suðurnesjum.
Alltaf fylgdi henni sama öryggið
og hlýjan, enda var geislandi per-
sónuleiki hennar slíkur, að öllum
hlaut að líða vel í návist hennar.
Innilegustu þakkir minar og
fjölskyldu minnar flyt ég Elín-
rósu fyrir alla hennar fórnfýsi.
Guð blessi minningu hennar
Aðstandendum flyt ég mfnar
dýpstu samúðarkveðjur og bið
þeim Guðs blessunar
Guðrún Jónsdóttir.
Lítil íbú&
(2—3 herb.) óskast til leigu sem fyrst. Upplýsingar i
síma 66234.
Verzlun tíl lelgu
Upplýsingar í síma 38329 eða 81448.
Skrifstofuhúsnæðl
Til leigu við Þingholtsstræti. Stærð ca. 50 fm. 4 her-
bergi.
Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m. merkt:
„Þingholtsstræti 4901".
Skrifstofu-
og lagerhúsnæói
Viljum leigja circa 150 fermetra lagerpláss og circa 70
fermetra skrifstofupláss, í Sundaborgum við Klepps-
veg/ Klettagarða.
Upplýsingar í síma 8-66-44 á skrifstofutíma.
Hðfum kaupanda að
5—6 herbergja íbúð í blokk, sérhæð eða raðhús.
Ibúðin þarf ekki að losna fyrr en í haust.
HÍBÝLI & SKIP
GARÐASTRÆTI 38 SÍMI 26277
HEIMASÍMAR: Glsli Ólafsson 20178 Gudfinnur Magnússon 51970
Stefán Á. Jónsson.