Morgunblaðið - 29.05.1974, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1974
Framboð Framsóknar:
Björn Pálsson
fer ekki fram
Björn Jónsson fram í Reykjavík:
Fylgir hluti SF V Bimi
yfir í Alþýðuflokkinn?
TÍMINN hefur (ilkvnnt fram-
bndslista Framsöknarflokksins í
fjörum kjördæmum f.vrir
Alþingiskosningarnar 30. júní.
Nokkrar brevtingar hafa orðið á
listunum frá síðustu kosningum,
t.d. verður Björn Pálsson ekki f
framboði I Norðurlandskjördæmi
vestra, og Tömas Karlsson rit-
stjöri víkur úr 3. sætinu í Re.vkja-
vík.
12. efstu sætin á lista fram-
sóknarmanna í Reykjavík skipa
eftirtaldir menn:
1. Pórarinn Þórarinsson ritstjóri.
2. Kinar Agústsson ráðherra.
3. Sverrir Bergmann læknir.
4. Kiistján Friðriksson iðn-
rekandi.
5. Hjálmar Hannesson kennari.
B. Jönas R. Jónsson dæ’gurlaga-
siingvan.
7. Guðny Laxdal húsfrevja.
8. Asgeir Eyjólfsson rafvirki.
9. Kristín Karlsdóttir húsfreyja.
Góð hum-
arveiði
I GÆR kom humarveiðibáturinn
Hvanne.v SK til Hafnar í Horna-
firði með 22 tunnur af slitnum
humri, eða 2200 kíló. Þetta er
einn mesti afli sem humarbátur
hefur komið með að landi eftir
aðeins tveggja daga útivist. Afia-
verðmætið mun vera um 8
milljónir.
Humarvertiðin hófst á laugar-
daginn, og var Hvanney f.vrsti
báturínn sem kom að landi með
afla.
Frjálslyndi
flokkurinn
ekki fram
FRJÁLSLYNDI flokkurinn mun
ekki bjóða fram í Alþingiskosn-
ingunum 30. júní n.k. Flokks-
stjórnin tók þessa ákvörðun á
fundi í fyrrakvöld. Flokkurinn
mun halda áfram starfsemi sinni.
að því er formaður lians, Bjarni
Guðnason. tjáði Mbl. í gærkvöldi,
og vikublaðið Nýtt Land mun
áfram koma út. Frjálslyndi
flokkurinn hefur ekki tekið um
það ákvörðun, hvort hann lýsir
vfir stuðningi við einhvern ákveð-
inn flokk í komandi kosningum.
,Við tókum þessa ákvörðun
með hiiðsjón af úrslitum borgar-
stjórnarkosninganna í Reykjavík.
Víð teljum að með framboði mun-
um við aðeins dreifa atkvæðum
félagshyggjumanna. En flokkur-
inn mun starfa áfram, því eíns og
við vitum, skipast fljótt veður í
lofti i stjórnmálunum."
— Þú munt því hvergi verða í
framboði?
,,Nei, ég hverf nú tii mins fyrra
starfs sem pröfessor við Háskóla
íslands. Setan á Alþingi hefur
verið mjög lærdómsrik og fært
mér mikla reynslu '
Jarðfræðiprófess-
orar í hringferð
24RA manna hópur bandarískra
jarðfræðiprófessora og háskóla-
nema frá háskólanum í Boston
kom í gær úr 10 daga hringferð
um landið með Guðmundi Jónas-
syní. Ferðalangarnir báðu fyrir
kveðjur og þakkir til allra þeirra
fjölmörgu hjálparmanna, sem
brugðu skjótt við, er eldri kona úr
hópnum villtist við Skaftafell.
Ferðalangarnir létu mjög vel af
ferðinni, fengu gott veður og
kváðust heillaðir af jarðlagi Is->
lands. r
10. Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur.
11. Hanna Jónsdóttir húsfreyja.
12. Gísli Guðmundsson iögreglu-
maður.
Efstu sæti listans í Vesturlands-
kjördæmi skipa:
1. Asgeir Bjarnason bóndi.
2. Halldór E. Sigurðsson ráðherra.
3. Alexander Stefánsson oddviti.
4. Daníel Agústínusson aðalbök-
ari.
5. Davið Aðalsteinsson bóndi.
í Norðurlandskjördæmi vestra
eru efstu menn þessir:
1. Ólafur Jóhannesson, Reykja-
vík.
2. Páll Pétursson, Höllustöðum.
3. Guðrún Benediktsdóttir,
Grundarási.
4. Bogi Sigurbjörnsson, Siglu-
fírði.
5. Stefán Guðmundsson, Sauðár-
króki
1 Norðurlandskjördæmi eystra
eru eftirtaldir menn í efstu sæt-
um á lista Framsóknar:
1. Ingvar Gíslason, Akureyri.
2. Stefán Valgeirsson, Auð-
brekku.
3. Ingi Tryggvason, Kárhóli.
4. Kristján Armannsson, Kópa-
skeri.
5. Hilmar Daníelsson, Dalvík.
6. Heimir Hannesson, Reykjavík.
Landa á
Akranesi
Akranesi 28. mai.
B.V. VlKINGUR AK 100 kom inn
i morgun með 180 lestir af karfa
og ufsa. Skuttogarinn Krossvík
AK 300 landaði hér s.l. föstudag
82 lestum af ufsa og þorski. Afl-
inn fer til vinnslu í frystihús-
unum. —Júlíus.
Magnús Torfi:
SFV fer fram
í öllum
kjördæmum
SAMTÖK frjálslyndra og vinstri
manna stefna að framboði i ölluir
kjördæmum landsins, að því er
Magnús Torfi Ölafsson tjáði Mbl.
í gærkvöldi. Voru framböðsmái til
úmræðu á fundum kjördæmis-
ráða í gærkvöldi, og þar átti að
stilla upp listum. Magnús Torfi
Ólafsson sagði, að allur undirbún-
ingur hefði miðast við það, að
SFV byðí fram sameiginlega lista
með Möðruvallahreyfingunni og
Samtökum jafnaðarmanna.
ALÞÝÐUBLAÐID skýrði frá því
á forsíðu í gær, að Björn Jónsson
myndi skipa 3. sætið á lista
Alþýðuflokksins í Reykjavík f
komandi Alþingiskosningum.
Gylfi Þ. Gfslason verður í efsta
sæti og Eggert G. Þorsteinsson í
öðru sæti. Þá gerðist það í f.vrra-
kvöld, að á fundi í Samtökum
frjálslvndra og vinstri manna í
Re.vkjavík, sem stjórnað var af
varaformanni þeirra, Braga
Jósepssyni, var ákveðið að vinna
með Alþýðuf'lokknum í komandi
kosningum. Sagði Bragi í viðtali
við Mbl„ að hann teldi að %
hlutar félagsmanna SFV í
Reykjavík fylgdu þeirri stefnu.
en vildu ekki framboð með
Möðruvellingum og iiðrum. I sam-
bandi við fundinn í fyrrakvöld
tilkvnnti meirihluti stjórnar
frestun á fundinum í útvarpi, en
minnihluti stjórnarinnar til-
k.vnnti hins vegar að fundurinn
vrði haldinn, og varð úr þessu hið
mesta auglýsingastríð. Er aug-
LÖGREGLAN á Akureyri og
Húsavík lengi i miklum eltinga-
leik við olvaðan ökumann um sfð-
ustu helgi. Hófst leikurinn f.vrir
Ijóst að djúpur klofningur ríkir í
röðum Samtakanna í Reykjavfk.
Mbl. sneri sér til Braga Jóseps-
sonar í gær, og spurði hann um
málið. Bragi sagði: „Umræddur
fundur var boðaður með bréfi
fyrir nokkrum dögum, og áttí að
halda hann klukkan 20,30 í gær-
kvöldi, aö Hótel Esju. Þar átti að
ræða um framboðin. Það hefur
legið fyrir nokkuð lengi, að stór
hópur manna í félaginu er mót-
fallinn samvinnu við Alþýðu-
flokkinn, eins og við höfum stefnt
að undanfarin þrjú ár. Vegna
þess að stjórnin vissi um þennan
mikla áhuga, vildi hún ekki boða
félagsfund fyrir helgina, vegna
þess að þeir þóttust vita að það
mundí skerast i odda á þessum
fundi, og það mundi hafa veruleg
áhrif á borgarstjórnarkosn-
ingarnar. Við bentum hins vegar
á, að málið væri of opinbert, og
þess vegna ætti að taka ákvörðun
strax. Það varð svo úr, að halda
fundinn í gærkvöldi.
I'raman samkomuhús á Akureyri
aófararnótt sunnudags, barst um
götur Akureyrar, vegi Þinge.vjar-
sýslu og lauk við brýrnar á Eyja-
fjaróará undir kvöld á sunnudag.
Þegar lögreglan koinst í tæri vió
manninn jók hann ætíö feröina,
og stakk lögregluna af, jafnvel
þótt lögreglan æki á allt aó 140
kflómetra hraóa. Umræddur
maóur er frægur kraftajötunn, og
þótti því vissara aö hafa öflugar
lögreglusveitir til staðar.
Lögreglan hafði séð manninn
ölvaóan á gangi aðfararnótt
sunnudagsins, og þegar hún sá
hann seinna um nóttina akandi á
bíl sínum, Mercedes Benz 220,
vildi hún ná af honum tali. Var
maðurínn ekkert á því, heldur ók
snarlega á brott úr miðbænum, og
ók suður og upp brekkur á
miklum hraða. Farþegi var í
bílnum, og slapp hann út við illan
leik. Bifreiðin hélt áfram á
miklum hraða niður Naustaveg,
og áfram austur yfir Eyjafjarðará
og Hólmana. Hvarf hún sjónum
lögreglunnar á ógurlegri ferð á
Vaðlaheiði. Ók lögreglan á Akur-
eyri á 130 kílómetra hraða.
Lögreglunni á Húsvík var gert
aðvart, og fóru lögreglumenn
En einum og hálfum tíma áður
en fundurinn átti að hefjast,
ákvað meirihluti stjórnar að fund-
inuin yrði frestað. Var sett
auglýsing þess efnis í útvarpið, en
ég setti aðra auglýsingu í útvarpið
og sagði að fundurinn yrði
haldinn. Það voru 50 manns
mættir á fundinum, og ég setti
hann sem varaformaður flokks-
ins, og áður var ég búinn að lýsa
þvi yfir við formann og aðra
stjórnarmenn, að framkoma
þeirra væri algjör lögleysa og sið-
ferðileg afglöp. Einnig vissu þeir
að Alþýðuflokkurinn var að
ganga frá sinurn framboðsmálum,
og þess vegna var þetta bragð hjá
þeim til að koma i veg fyrir að
við gætum tekið þátt i þessu
undirbúningsstarfi með Alþýðu-
flokknum. Þeir voru að draga
þetta á langinn.
Við samþykktum tillögu þess
efnis, að samtök SFV i Reykjavik
hörmuðu þá stefnu sem tekin var
Framhald á bls. 18
tveir saman á bíl og freistuðu
þess að ná manninum. Urðu þeir
fyrst varir við hann við Háls í
Fnjóskadal, og lögðu lögreglu-
bílnum þversum á veginum og
settu á rauð Ijós. Sá ölvaói sinnti
þéssu alls ekki, heldur kom á
fullri ferð og þrengdi sér á ein-
hvern óskiljanlegan hátt framhjá
Iögreglubifreiðinni og hélt áfram
ferð sinni. Munaðí minnstu að
hann æki á annan lögreglumann-
inn. Reyndu þeir að elta ökuþór-
inn, en áttu aldrei minnstu mögu-
leika á að ná honum, þótt lög-
reglubíllinn æki á alit að 140 kíló-
metra hraða. Frétti lögreglan af
ferðum mannsins vítt og breitt
um sýsluna, og ók hann annað
hvort löturhægt eða á ofsahraða.
Það var svo undir kvöld á
sunnudaginn, að lögreglumenn
frá Akureyri, sem biðu við
brýrnar yfir Eyjafjarðará, urðu
varir við ferðir ökumannsins.
Tókst þeim að stöðva hann og
færa í fangageymslu. Hann sýndi
engan mótþróa, en hafði þess í
stað frammi ljótan munnsöfnuð.
A þessari þeysireið sinni um
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur
olli hann ekki teljandi
skemmdum, utan hvað hann mun
hafa ekið utan i bifreið á Akur-
eyri og rispað hana.
FRAMBOÐSLISTI
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
í REYKJANESKJÖRDÆMI
Á fundi kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi s.I. mánudagskvöld
var framboðslisti Sjálfstæðis-
flokksins við alþingiskosning-
arnar 30. júní n.k. ákveðinn.
Hann er þannig skipaður:
1 Matthias A. Mathiesen,
fyrrv. alþm., Hafnarfirði
2. Oddur Ölafss., fv. alþm.,
Hamraborg, Mosfellssveít
3. Olafur G. Einarsson,
fyrrv. aiþm., Garðahreppi
4. Axel Jónsson, bæjarfltr.,
Kópavogi
5. Ingvar Jóhannsson,
frkv.stj., Njarðvikum
6. Guðfinna Helgadóttir,
nemi, Kópavogi
7. Edward Júlíusson,
skipstjóri, Grindavík
8. Sigurgeir Sigurðsson,
sveitarstj., Seltjarnarnesi
9. Jón Ólafsson, bóndi,
Brautarhoiti
10. Tómas Tómasson,
sparisjóðsstj., Keflavík
DAGLANGUR KLTINGALIJK-
URVH) ÖLVAÐAN ÖKUMANN