Morgunblaðið - 29.05.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.05.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1974 Fellahellir nefn- ist félagsmiðstöðin FÉLAGSMIÐSTÖÐ Æskulýds- ráds Reykjavíkur í Fellahverfi hefur nú verid gefið nafn. At- kvæðagreiúsla fór fram meðal nemenda f unglingadeild Fella- skóla miðvikudaginn 22. maf, og greiddu 116 atkvæði. Margar skemmtilegar tillögur komu fram, en langflest atkvæði fékk nafnið FELLAHELLIR. Talning atkvæða fór fram að Fríkirkjuvegi 11 í gær, þriðjudag. Á myndinni sjást fulltrúar þeirra, sem atkvæði greiddu, þær Sigur- björg Þorsteinsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Björg Ólafsdóttir og Anna Magna Bragadóttir. Með þeim er Valur St. Þórarinsson, forstöðumaður félagsmiðstöðv- arinnar. Stofnunin mun hefja starf í júní. (Ljósm. Mbl.'ÖI. K. Mag.) D-LISTA SKEMMT- ANIR ANNAD KVÖLD AKVEÐIÐ hefur verið að efna til skemmtana fyrir alla þá, sem störfuðu fyrir D-listann á kjördag og stuðluðu með þvf að sigri sjálf- stæðismanna f borgarstjórnar- kosningunum. Þessar skemmtan- ir verða annað kvöld, fimmtudag, að Hótel Sögu og í Sigtúni við Suðurlandsbraut. Allir þeir, sem störfuðu fyrir D-listann á kjördag geta sótt boðs- miða sina á skrifstofu Fulltrúa- ráðsins að Síðumúla 8 til kl. 6 í dag. Þessar skemmtanir munu hefjast kl. níu og standa til kl. eitt. Á Hótel Sögu leikur hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar fyrir dansi en í Sigtúni hljómsveitin Islandia ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttur. Sigríður E. Magnúsdóttir mun syngja á báðum skemmtununum við undir- leik Ólafs Vignis Albertssonar. Þá munu hinir vinsælu Halli og Laddi kæta gesti með eftir- hermum. í næstu viku verður svo sérstök skemmtun fyrir þá fjölmörgu starfsmenn listans, sem eru undir átján ára aldri. Framleiðsla dýrmætra fúkalyfja möguleg hér Fúkalyfjaframleiðsla væri möguleg hér, ef erlendir fram- leiðendur fengju hagstæð skil- yrði. Innlend hráefni væru aðal- lega vatn og orka, en þetta er ekki orkufrek framleiðsla. Slíkan iðn- að mætti fl.vtja inn á sama hátt og Duga kjötbirgðirn- ar til haustsins? ÚTFLUTNINGI á dilkakjöti, framleiðslu ársins 1973, er að mestu lokið. Samkvæmt upplýs- ingum Agnars Tryggvasonar f búvörudeild SÍS, var útflutn- ingurinn rúmlega 3000 tonn , á móti 2600 tonnum af framleiðslu ársins 1972. Ovenju miklar birgðir eru af dilkakjöti f landinu, og er talið, að þær dugi til haustsins, enda þótt niður- greiðsiurnar hafi stóraukið söluna að undanförnu. Hinn aukni útflutningur stafar af mikilli framleiðslu dilkakjöts í fyrra. Þrátt fyrir þennan aukna útflutning var búizt við því, að einhverjar kjötbirðir gengju af þegar slátrun hæfist í haust. Kjöt- birgðir í landinu munu nú vera um 3000 tonn, en meðalneyzla dilkakjöts innanlands er 700—800 tonn á mánuði. ál- og stáliðnað, segir m.a. í skýrslu nefndar, sem skipuð var til að kanna grundvöll fyrir fram- leiðslu l.vfjaefna hérlendis úr innlendum hráefnum, en formað- ur hennar er dr. Sigmundur Guð- bjarnason prófessor. Leggur nefndin til, að hafnar verði við- ræður við erlenda fúkalyfjafram- leiðendur til að kanna frekar þá möguleika, sem eru fvrir hendi. Fúkalyf eru afar verðmæt mið- að við þunga og bendir nefndin sérstaklega á þá möguleika, sem gætu verið fólgnir í nýtingu verð lítilla aukaafurða hér á landi úr fiskslógi og undanrennudufti, og jafnframt á þá staðreynd, að ekki fæst nein vitneskja um þessa möguleika nema e.t.v. eftir við- ræður um stofnsetningu slíkrar verksmiðja. Eina leiðin til að hrinda þessu veigamikla máli í framkvæmd sé að leita til öfl- ungra erlendra aðila með fram- leiðslu á fúkalyfjum á licens- grundvelli i huga. Vaknar þá auð- vitað strax sú spurning, hvort hagkvæmt muni vera að reka slík an iðnað hér. Þessu er nánast ómögtilegt að svara eindregið á núverandi stigi. Aðeins mun stað- hæft, að markverðar hindranir eru ekki sjáanlegar, segir í skýrsl- unni. Verðmæti afurðanna er svo mikið, að engu máli mun skipta hvar slíkur iðnaður er staðsettur. Hvað orku og vatn snertir erum við tvímælalaust jafnvel eða bet- ur settir en aðrar vestrænar þjóð- ir. Og öruggt mál telja að hægt Tvö óhöpp á Hringbraut Alþýðubanda- lagið tapaði fylgi í Reykjavík ALÞÝÐUBANDALAGIÐ, g- listinn, tapaði verulega fylgi f borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík borið saman við það fylgi, sem flokkurinn fékk við alþingiskosningar 1971. Þá fékk Alþýðubandalagið 20% gildra atkvæða, en nú 18,2%. Hefði flokkurinn haldið hlut- falli sínu af gildum atkvæðum hefði atkvæðismagn hans nú orðið 9.339 atkvæði, en það varð aðeins 8.512 atkvæði. Mis- munurinn er 827 atkvæði, sem er 9,7% af fylgi flokksins við borgarstjörnarkosningarnar síðastliðinn sunnudag. SKÖMMU eftir hádegi I gær varð harður árekstur á Hringbraut við enda Tjarnarinnar. Ökumaður bifreiðar, sem var á leið austur Hringbraut, stoppaði til að hlevpa andamömmu með ungana sfna yfir götuna, en við það skall bifreið sem kom á eftir aftan á hann með þeim afleiðingum að drengur I framsæti aftari bif- reiðarinnar skall með höfuðið í framrúðuna og skarst á enni og nefi. Annar drengur sem sat í aftursæti sömu bifreiðar skarst einnig nokkuð á höku. Við áreksturinn urðu báðar bif- reiðarnar fyrir skemmdum, einkum sú sem hafði stoppað fyrir andamömmu. Nokkru seinna varð annað um- ferðaróhapp á Hringbrautinni á móts við Kaplaskjólsveg. 10 ára stúlka, sem var á leið yfir Hring- brautina skall á hægri hlið sendi ferðabifreiðar sem var á leió austur Hringbraut, en bifreiðin hafði hemlað og snúist við það í hálfhring þannig að hún sneri öfugt á götunni. Telpan skaddað- ist á höfði og víðar, en við fyrstu athugun voru meiðsli hennar ekki talin alvarleg. Union Carbide fer fyrir þing í haust VEGNA þingrofsins fékkst ekki afgreiðsla Alþingis á f.vrir- hugaðri málmblendiverksmiðju Union Carbide, sem reisa á f Hvalfirði. Að sögn Magnúsar Kjartanssonar iðnaðarráðherra, mun málið væntanlega verða lagt fyrir þingið f haust. Fara sérkröfur starfsmanna í BÆJARSTARFSMENN um allt land, sem aðild eiga að BSRB, eru þessa dagana að semja um sér- kröfur sfnar. Ef samningar takast ekki fyrir 1. júní n.k. fara mál þeirra fyrir Kjaradóm. í gær höfðu aðeins 3 félög af 13 samið, en vfðast voru samningar f gangi, en mismikil hreyfing á þeim samningum, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær. bæjar- Kjaradóm? Þeir bæjarstarfsmenn, sem samið höfðu i gær, voru Húsvík- ingar, Hafnfirðingar og Kópa- vogsmenn. Samið var um svipuð kjör og ríkisstarfsmenn náðu fram í sambandi viðsínar sérkröf- ur. Það getur tafið samningana nú, að miklar hræringar hafa víóa orðið á bæjarstjórnum vegna nýliðinna kosninga. Því getur svo farið, að samningar einhverra félagagangi til Kjaradóms. Iðnaðarráóherra sagði, að nefnd, sem skipuð var til að undirbúa málið, hefði skilað því frá sér fyrir nokkru. Ætlunin hefði verið að leggja það fyrir síðasta þing. ' Leiðrétt atkvæðatala úr Gerðahreppi EKKI var nákvæmlega rétt greint frá atkvæðatölum úr Gerðahreppi í Garði í Mbl. í gær. Endanleg úrslit urðu þau, að H-listi sjálf- stæðismanna og annarra frjáls- lyndra kjósenda hlaut 227 at- kvæói og fjóra menn kjörna, I- listi frjálslyndra kjósenda hlaut 96 atkvæði og einn mann kjörinn, en K-listi framfarasinnaðra hlaut 51 atkvæði og engan mann kjör- inn. verði aö nýta innlendar aukaaf- urðir við umræddan iðnað. Um notkun og verðmæti fúka- lyfja segir m.a: Ætla má að fúka- lyf séu um 10% af verðmæti í brúttóveltu lyfja. Sé aðeins miðað við lyfseðilsskyld lyf eru fúkalyf 20—25% af verðmætinu. Miðaö við úrtakskönnun á lyfseðlum i Reykjavfk i nóvember 1972 og apríl 1973 má áætla ársnotk un penicillins, ampícillíns og tetracyclíns sem hráefna á íslandi að verðmæti 4.400:000 i ísl. kr. á 100 þús ibúa. Sé miðað við EFTA svæðið þá er verð þessara lyfja- efna á þeim markaði að upphæð 1800.000.000 ísi. króna. En eins og komið hefur fram er um verð- mæti hráefnisins að ræóa, en verðmæti fullunninna lyfja er um fjórum sinnum meira. í skýrslunni kemur fram að fyr- ir því megi finna margar veiga- miklar röksemdir að hagkvæmt sé aó framleiða fúkalyf á islandi, m.a. að eftirspurn eftir fúkalyfj- um er mikil og ekki líkleg til að minnka um fyrirsjáanlega fram- tið. og að efnin eru dýrmæt miðað við fyrirferð. Einnig að hægt er að nýta áður ónýttar íslenzkar af- uróir og gera úr þeim mjög verð- mæta vöru. En gallinn er sá að efnin, sem notuð eru, eru fram- leiðsluleyndarmál þeirra fyrir- tækja, sem framleiða.lyfin. Við hugsanlega fúkalyfjafram- leiðslu hér á landi er hægt að bjóða erlendum fúkalyfjafram- leiðendum: 1) rlæga og trygga orku, 2) nægt magn af hreinu og góðu vatni, 3) Landfræðileg lega Islands er hagkvæm hvað snertir dreifingu afurðanna í Evrópu og Ameríku 4) Nýting á ódýrum inn- lendum aukaafurðum í næringar- vökva örgróðurs (en fúkalyfja- framleiðsla er gerð með ræktun („gerjun") örvefja). Er hér eink- um átt vió undanrennuduft, svo og proteinhydró lýsöt unnin úr fiskslógi. Öhætt mun að fullyrða, að hráefni þau, sem hér um ræðir, séu fyrir hendi í ótakmörkuðu magni, hvað snertir fúkalyfja- framleiðslu, segir í skýrslunni. FÆREYSKUR FYRIRLESARl MIÐVIKUDAGINN 29. maí kl. 17.15 heldur mag.art. Mortan Nólsöe frá Færeyjum fyrirlestur í I. Kennslustofu háskólans. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og nefnist: Betraktninger otn forholdet mellom ballade og sagaforlegg. Öllum er heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.