Morgunblaðið - 29.05.1974, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐTÐ, MIÐVIKUÐAGUR 29. MAÍ 1974
'Fa 7 1 «//.i /,/;/t.i v LUIF'
«
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
1*
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
TEL. 14444.255551
BlLALEIGA CAR RENTALl
[Hverfisgötu 18
SENDUM [2 27060
ARDUR I STAÐ
0 SAMVINNUBANKINN
FERÐABILAR HF.
Bílaleiga — Sími 81260
Fimm manna Citroen G.S
station. Fimm manna Citroen
G S 8 — 22 manna Mercedes
Benz hópferðabílar (m bílstjór-
um).
SKODA EYÐ1R MINNA.
ÍKODfl
IBGOH
AUÐBREKKU 44-46.
SfMI 42600.
Bókhaldsaðstoð
meðtékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
SKULDABREF
Tökum í umboðssölu:
Veðdeildarbréf
Fasteignatryggð bréf
Ríkistryggð bréf
Hjá okkur er miðstöð verð-
bréfaviðskiptanna
Fyrirgreiðsluskrifstofan
Fasteigna og verð-
bréfasala
Austurstræti 14, sími
16223
Þorleifur Guðmundsson
heima 12469
Vonbrigði Magnúsar
„Ég vil segja við fólk í f.vllstu
hreinskilni, að ég óttast þennan
árangur íhaldsins, og ég beini
því til þjóðarinnar, sérstaklega
allra vinstri manna, að þeir
íhugi alvarlega þann háska,
sem af slíku getur hlotizt.“
Þetta eru orð Magnúsar
Kjartanssonar í Þjóðviijanum í
gær um hinn glæsilega kosn-
ingasigur sjálfstæðismanna f
bæjar- og sveitarstjðrnakosn-
ingunum. Vonbrigðin leyna sér
ekki. Staðrevndin er nefnilega
sú, að Alþýðuhandalagið hafði
ætlað sér miklu stærri hlut í
þessum kosningum. Þeir hafa
haft hátt um, að unga fólkið
streymi til sfn og, að þeir væru
hreyfiaflið f íslenzkum stjórn-
málum. Þessi kenning afsann-
aðist f kosningunum sl. sunnu-
dag. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur fengið langstærstan hlut at-
kvæða nýrra kjósenda. Á sama ‘
tíma minnkar hlutur Alþýðu-
handalagsins miðað við síðustu
alþingiskosningar.
Og það er ekki skrítið, þó að
Magnús Kjartansson sé von-
svikinn og sár. Hann segir, að
glundroðinn á vinstri væng
stjórnmálanna hafi hjálpað
Sjálfstæðisflokknum. En hann
segir einnig, að Alþýðubanda-
lagið sé eina trausta og sam-
stæða aflið á vinstri vængnum.
Hvernig má það þá vera, að
vinstra fylgið, sem ekki vildi
sætta sig við sundrungaröflin,
kaus ekki þetta samstæða
vinstra afl? Svarið við þessu er
einfalt. Unga fólkið lætur ekki
skipa sér á bása til vinstri og
hægri. Það kýs einungis þann
flokk, sem það trevstir bezt til
að fara með hin sameiginlegu
málefni. Og auðvitað leiddi það
til sigurs Sjálfstæðisflokksins,
þvf að landsmenn hafa allir
mátt horfa upp á hvílíka
ringulreið og óstjórn skapast
við samvinnu hinna svokölluðu
vinstri fiokka. Til þess eru vft-
in aó varast þau. Og það er
alveg sama, hvaða moldviðri
Magnús Kjartansson þyrlar
upp um vinstri og hægri stefnu
í stjórnmálum og hversu oft
hann kallar Sjálfstæðisflokk-
inn íhaldsflokk. Slfk slagorð
ganga ekki i ungt fólk á ís-
landi. Það hefur þrek til að
taka afstöðu til stjórnmála eftir
málefnum hverju sinni. Og þvf
urðu kosningaúrslitin sl.
sunnudag eins og raun ber
vitni. Kjósendur í Reykjavfk
stoðu t.d. frammi fvrir tveimur
valkostum. Annars vegar að
kjósa einhvern vinstri flokk-
anna og fá vfir sig svipað öng-
þveiti í borgarmálum og ríkt
hefur við stjórn þjóðarinnar
undanfarin ár. Hinn valkostur-
inn var að tryggja áfram sam-
henta og trausta stjórn sjálf-
stæðismanna í höfuðborginni,
sem einnig stóð máiefnalega
mjög sterk f þessum kosning-
um. Valið var því auðvelt.
Hið rétta eðli
Furðuleg hugleiðing f tilefni
af úrslitum kosninganna birtist
í leiðara Þjóðviljans í gær. Þar
segir m.a. um það, sem kallað
er „hættan, sem efling íhalds-
ins getur haft f för með sér“:
„Þjóðviljinn mun á næstu dög-
um gera þessari hættu nánari
skil, en hún er ekki einungis
fólgin f atkvæðamagni, heldur
þvf VALDI, sem atkvæðamagn-
ið veitir Sjálfstæðisflokknum."
Hér kemur lýðræðisást Þjóð-
viljans fram f sinni réttu mvnd.
Lýðræðið er gott svo lengi, sem
fólkið kýs okkur. Þetta liggur í
hinum tilvitnuðu orðum. 1 aug-
um Þjóðviljamanna virðist
ekkert vald eiga að fvlgja öðr-
um atkvæðum en þeirra eigin.
Þetta er sérkennileg afhjúpun
á því hugarfari, sem vitað er, að
hvflir að baki hjá hinum trú-
uðu kommúnistum. Þeir
skreyta sig með lýðræðishjali,
þegar það hentar þeim sjálfum,
en við og við brýzt þó hið rétta
eðli f gegn. Það er hið sama eðli
og nú ræður ríkjum í kommún-
istalöndunum í Austur-Evrópu
og lýsir sér í því, að hinir fáu
útvöldu eigi að ráða yfir fjöld-
anum, og að andstæðar skoðan-
ir beri að kveða niður með öll-
um tiltækum ráðum.
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hringið í sima 10100 kl
1 0— 1 1 frá mánudegi til
tostudags °9 biðjið um Les-
endaþjónustu Morgunblaðs-
ins
Q Tekjur sjómanna
í verdlagningu
landbúnaðarvara
Herdís Hermannsdóttir á
Eskifirði spyr:
„Hvers vegna eru háar tekjur
sjómanna vegna góðra afla-
bragða og sjósóknar teknar með
inn f verðlagsgrundvöllinn
fyrir útreikninga á verðlagi
landbúnaðarvara, en ekki
síhækkandi tekjur bænda
sjálfra af okurleigu á ám og
vötnum i sveitum landsins?
Eru vinnustundir bænda og
heimafólks þeirra, sem unnar
eru við óskyld störf, t.d. í verk-
smiðjum og frystihúsum,
dregnar frá áætluðum vinnu-
stundafjölda og kostnaði við
búreksturinn áður en útreikn-
ingar á heildarverði búvara eru
gerðir?"
Ingi Tryggvason, blaðafull-
trúi Búnaðarfélags íslands
svarar:
í lögúm um Framleiðsluráð
tandbúnaðarins er svo ákveðið,
að í verðlagsgrundvelli skuli
miða kaupgjald bóndans og
skylduiiðs hans við kaupgjald
verkamanna, sjómanna og
iönaðarmanna, þó ekki þeirra
iðnaðarmanna, sem ákvæðis-
vinnu stunda eða aflahluta sjó-
manna. Vaxandi aflahlutur sjó-
.tanna hefur því ekki áhrif á
verðlagningu landbúnaðarvara
nema að því leyti, sem vaxandi
þjóðartekjur bæta afkomu
þegnanna almennt.
, Vinnustundir bænda og
heimafólks þeirra eru skráðar í
samræmi við áætlaða vinnuþörf
á búi af þeirri stærð, sem miðað
er við hverju sinni. Til
stuðnings við áætlun um vinnu-
aflsþörf er höfð hliðsjón af
vinnuskýrslum Búreikninga-
stofu landbúnaðarins og vinnu-
mælingum, sem sexmanna-
nefnd lét gera fyrir nokkru.
□ Bilanir hjá
endurvarpsstöðv-
um
sjónvarps
Helgi Þórarinsson bóndi
Æðey V-ísafjarðarsýslu spyr:
1. Mánudaginn 11/3 var
endurvarpsstöð sjónvarps að
Bæjum við ísafjarðardjúp
biluð allt kvöldið, og sást þá
ekki sjónvarp um mestan hluta
Vestfjarða. Ekki var reynt að
gera viö allt kvöltjið, en daginn
eftir var smávægileg bilun lag-
færð. Hverjum ber að sjá um að
slíkt sé lagað strax og vart verð-
ur við það?
2. Mánudaginn 18/3 var ónot-
hæft sjónvarp á sama svæði
vegna bilunar á aðalsendi í
Stykkishólmi. Varasendir var á,
en hann er orðinn svo lélegur,
að ekki kemur að notum. Nauð-
synlegt er, að varasendir sé í
fullkomnu lagi, annars er hann
gagnslaus. Algengt er, að til
hans þurfi að gripa. Hann hefir
frá upphafi verið mjög lélegur.
Eru ekki tök á því að fá full-
kominn varasendi?
3. Bæði þessi kvöld var send
út mynd af hruni „Þriðja ríkis-
ins“. Er ekki hægt að fá hana
endursýnda?
Sigurður Þorkelsson, yfir-
maður tæknideildar Pósts og
sfma svarar spurningum 1 og 2.
Eftirlitsmönnum endurvarps-
stöðva sjónvarps ber að fylgjast
eftir mætti með útsendingu og
tilkynna viðgerðarmönnum um
biianir. Notendur, sem vilja
koma á framfæri kvörtunum,
geta snúið sér til eftirlitsmanns
eða næstu viðgerðarstöðvar. Á
mælaborði Pósts og síma í
Reykjavík er starfslið til staðar
á dagskrártíma sjónvarps og
getur það komið skilaboðum til
viðgerðarmanna, ef ekki næst i
eftirlitsmann stöðvarinnar.
Vegna takmarkaðs fjármagns
hefur ekki verið hægt að útbúa
stöðvar sjónvarps með vara-
tækjum. í Stykkishólmi var
upphaflega bráðabirgðastöð
með 50 watta sendi, sem
þjónaði nágrenni stöðvarinnar.
Þegar 10 kilówatta sendir var
settur upp, þótti eðlilegt að
nota gamla sendinn til vara,
enda þótt ljóst sé að hann geti
alls ekki veitt sömu þjónustu.
Pétur Guöfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins
svarar spurningu 3:
Endursýning þessarra þátta
er nokkrum vandkvæðum
bundin, vegna réttindamála,
sem verður að bera undir
erlenda aðila. Málið mun þó
verða athugað.
Autt svæði
meðfram Dalbraut
Guóný Guðmundsdóttir,
Rauðalæk 71, Reykjavik, spyr:
,,Hvaö er fyrirhugað að gera
við auða svæðíð meðfram Dal-
brautinni?"
Jón G. Kristjánsson, skrif-
stofustjóri borgarverkfræðings
svarar:
.Verið er að skipuleggja ein-
býlishúsahverfi á ofannefndu
svæði."
□ Frestur til
reykháfsfram-
kvæmda
framlengdur
Guðlaug Eiríksdóttir, Vatns-
nesvegi 22, Keflavík, spyr:
„Hvers vegna framlengdi
heilbrigðisráðuneytið þann
frest, sem það hafði áður veitt
Fiskiðjunni í Keflavik til að
fullnægja kröfum þess um hæð
reykháfs?“
Ingimar Sigurðsson, lögfræð-
ingur í heilbrigðisráðuneytinu,
svarar:
Frestur þessi, sem veittur er
til 1. sept. n.k„ stafar af því, að
er til kom reyndust aðflutnings-
gjöld af slíkum mannvirkjum
óeðlilega há, þ.e. 30%.
Þess vegna tók ráðherra mál-
ið fyrir á ríkisstjórnarfundi,
skömmu fyrir áramót, og er mál
um nú þannig háttað, að skv.
59. tl. 3. gr. laga um tollskrá
o.fl. nr. 6/1974, er samþykkt
var á Alþingi 26. febrúar sl„
bafa aðflutningsgjöld á slikum
reykháfum verið lækkuð niður
Í7%.
Frá oddvita.
Ekki ber á öðru en menn séu
unnvörpum og vel það farnir aS
senda Jakobi bréf og þakkir
fyrir skéleggar greinar um
mennínguna og önnur alvöru-
mál þjóðarinnar. Filipus
Betúelsson varaoddviti og
kaupfélagsend urskoðandi
skrifar:
Heill og sæll Jakob góður!
Um leið og ég þakka merki-
legt framiag til menníngar og
framfara hinnar stórgáfuðu,
bráðhagmæltu og fornfrægu
islenzku þjóðar, sem á 1100 ára
afmæli í sumar <þá verð ég
fimmtugur), langar mig til að
senda þér nokkrar stökur, sem
orðið hafa til hjá mér í dagsins
önn og ferðalagi búnaðarfélags-
ins til Kjöben í fimmtuvikunni
í fyrra.
Fyrsta vfsan varð til á leið-
inni suður, og mælti ég hana af
munni framm eins og föður
míns var siður:
Nú er kátur kafteinninn,
kjaftfor, spjátrungslegur.
Nú er hiátur nývakinn,
nú er grátur tregur.
I þeírri márgfrægu Babbýlon
við Eyrarsund heimsóttum við
undir styrkri leiðsögn Guðleifs
sæðingameistara stórmerkilegt
hús, þar sem næsta fáklæddar
persónur voru á stjái og dund-
uðu sér við ýmsa fáfengilega
skemmtan. Þá kvað ég:
Er hér kvenfólk alveg bert,
ei ber slíkt að lasta.
Margt er sér til gamans gert
geði þungu að kasta.
Hreppstjórinn, sem var með í
förinni ásamt tengdamóður
sinni, sem er hljóðvillt og flá-
mælt og þágufallssjúk eifls og
allir úr hennar plássi, barði
saman þessari vísu:
Allur friður uppíloft,
er það miður gaman,
því þetta skiður ekki oft,
að við kviðum saman.
Eins og allir sjá er seinni-
parturinn meira að segja stol-
inn. Ég skrefa þér meira með
næsta pósti, Jakob sæll.
Filipus Betúelsson varaoddviti.