Morgunblaðið - 29.05.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1974
7
Möguleikar Islendinga í fisk-
eldismálum næstum ótakmarkaðir
Rætt við
dr. Peter
K. Bergman
Dr. Peter K Bergman.
„ÉG TEL möguleikana á að
gera fiskeldi að stórri at-
vinnugrein á íslandi næst-
um ótakmarkaða," sagði
dr. Peter K. Bergman fiski-
fræðingur í samtali við
þáttinn nú um helgina. Dr.
Bergman hefur dvalizt hér-
lendis sl. 3 vikur i sam-
bandi við Sameinuðu
þjóðaáætlunina um rann-
sóknir á íslenzkum ám og
vötnum, sem nýbyrjað er
að vinna að hjá Veiðimála-
stofnuninni. Sem kunnugt
er veittu S.Þ. 9 milljónir isl.
kr. til þessarar áætlunar,
sem unnið verður eftir
næstu 2—3 árin. Er hér
um að ræða stórmerkilegar
rannsóknir, sem væntan-
lega eiga eftir að verða fisk-
eldis- og fiskræktarmálum
hérlendis til mikils fram-
dráttar.
Dr. Bergman er sérfræð-
ingur á sviði laxamerkinga og
tölfræðilegra rannsókna á
endurheimtum merktra laxa.
Hingað kom hann frá Wash-
ingtonfylki í Bandaríkjunum,
þar sem hann starfar hjá fylk-
isstjórninni við slíkar rann-
sóknir og við Washingtonhá-
skóla, en fylkisstjórnin rekur
26 fiskeldistöðvar. Hann
kom hingað með mjög merki-
legt tæki, sem notað er við
laxamerkingar og er hið nýj-
asta á því sviði. Tæki þetta er
eins konar segulmögnunar-
tæki, þannig að laxamerkið
er örsmár þráður, sem settur
er í höfuð laxaseiðisins, og
fer seiðið síðan gegnum af-
langt hulstur, þar sem þráð-
urinn segulmagnast. Þegar
síðan seiðið gengur aftur í
laxeldisstöðina, eftir að hafa
eytt sínum tíma ! sjó, er sér-
stakt hljóðbylgjutæki notað,
sem gefur merki, er merktur
lax fer framhjá því. Kosturinn
við þessa merkingu, er, að
hún hindrar á engan hátt
ferðir seiðisins. Vitað er að
hin gömlu hefðbundu merki
voru í mjög mörgum tilfellum
of þung fyrir seiðin, þannig
að þáu urðu svifasein og
gátu ekki bjargað sér undan
hættunum í djúpi hafsins.
Þetta tæki er einnig mjög
hraðvirkt, þannig að hægt er
að merkja miklu fleiri seiði og
þar með tryggja betri niður-
stöður af þeim tilraunum,
sem verið er að gera með
laxamerkingum. Verður mjög
athyglisvert að fylgjast með á
næsta ári, er þau seiði, sem
nú er verið að sleppa úr
Kollafjarðarstöðinni fara að
skila sér. En í vor hafa verið
merkt fleiri seiði þar en
nokkru sinni fyrr, eða um 29
þúsund, þar af 19 þúsund
með nýja tækinu. Voru flest
seiðin tveggja ára seiði, en
nokkur þúsund eins árs seiði
voru einnig merkt.
Við spurðum dr Bergman
að því hvað hann teldi helzt
þurfa að gera til að auka
umsvif fiskeldis hér á landi.
Hann svaraði því til að ef litið
væri á allar aðstæður hér.
nægt hreint vatn og ekki sízt
þá staðreynd að veiðar í sjó
væru bannaðar, væru lítil
takmörk fyrir því sem hægt
væri að gera, ef nægilegt
fjármagn væri fyrir hendi.
Hann benti okkur á að i
heimafylki sínu, þar sem
starfræktar væru 70 eldis-
stöðvar, sem framleiddu allt
að 8 — 900 milljónir seiða á
ári, hefði tugum ef ekki
hundruðum milljóna dollara
verið varið til uppbyggingar
þessarar atvinnugreinar og
árlega væri milljónum dollara
varið til rannsókna á þessu
sviði. T.d. vinna hjá fylkis-
stjórninni um 70 vísinda-
menn við slík störf. Hér er
um að ræða Kyrrahafslax,
sem nær eingöngu er
veiddur í sjó. Hann sagði að
þær niðurstöður, sem fengist
hefðu af tilraunum og rann-
sóknum í Kollafirði ættu að
geta verið mönnum næg
hvatning til að hyggja á
smlði fiskeldisstöðva og taldi
að möguleikar til uppbygg-
ingar væru meiri hér á landi
en nokkurs staðar annars
staðar, þar sem Atlantshafs-
laxinn veiðist. Einnig væri
það þýðingarmikið að hér
hefði verið unnið skipulega
að rannsóknum á þessu sviði
um áratugaskeið, en t.d
hefði ekki verið byrjað veru-
lega að vinna að rannsókn-
um ! sínu fylki fyrr en fjöldi
stöðva hefði verið byggður.
Þar hefði fólk því rennt blint i
sjóinn í Upphafi hvað snerti
möguleika á að stöðvarnar
skiluðu arði. Dr. Bergman
sagði að Kollafjarðarstöðin
hefði komið sér mjög á óvart.
Hann hefði haldið að hér
væri aðeins um að ræða litla
tilraunastöð. Hann taldi að
hægt væri að auka afköst
hennar um helming og þar
með gera hana mun arðbær-
ari, án þess að rekstrarkostn-
aður ykist til muna, en auð-
vitað þyrfti fjármagn til að
reisa nauðsynlegar bygging-
ar.
Dr. Bergman sagði að lok-
um, að hann hefði haft mikla
ánægju af þv! að koma hing-
að og vinna að þessum mál-
um og kvaðst hlakka til að
koma aftur að ári, er seiðin,
sem nú hefðu verið merkt
færu að skila sér. Hann sagð-
ist vona, að þessi styrkur
Sameinuðu Þjóðanna og þær
rannsóknir, sem hann kostar
myndu bera árangur.
og feketöí
Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 25891. fbúð óskast Ung reglusöm hjón með eitt barn og vinna bæði úti óska eftir 2ja til 3ja herb. ibúð á leigu. Vinsamlegast hringið i sima 84109—30692 eftir kl. 1 e.h.
Verzlunarhúsnæði Óska eftir að taka á leigu húsnreði fyrir litla sérverzlun við fjolfarna verzlunargötu eða í verzlunarmið- stöð. Tilboð sendist Mbl. merkt' ..1300 . Til leigu 3ja herb. risíbúð i Vesturbænum. Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. júni merkt: 1303.
170 ha. VOLOV-PENTA bátavél til sölu, ásamt mælaborði og miklu af varahlutum. Uppl. í síma 14227. Hafnarfjörður — Rvk. Reglusöm eldri kona, vill leigja eða kaupa gott kjallaraherbergi eða rispláss. Upplýsingar i síma 15523 kl. 6 — 7.
Til leigu er litil tvegjja herbergja kjallara- ibúð. Tilboð merkt ,,3438" sendist Mbl. fyrir 31. þ.m. Til sölu Benz '69 sendiferðabifreið, stöðvarleyfi, talstöð og mælir geta fylgt. Uppl. í síma 81 436.
Sumarfr!! Noregi? íbúð í Reykjaviðk óskast í skiptum fyrir raðhús í Bergen frá 20. júlí í 3—6 vikur. Skrifið Helgu Kress, Nordisk institutt, Universitetet i Bergen. Atvinna óskast Stúlka á 16. ári óskar eftir vinnu, margt kemur til'greina, en ekki í sveit, getur byrjað strax. Upplýsingar í sima 50204.
Stúlka Stúlka frá 14 — 17 ára óskast til skrifstofu- og sendistarfa. Upplýsingar i sima 27544 á skrif- stofutima. Vantar til leigu 80 til 120 fm húsnæði, undir hreinlegan atvinnurekstur, má vera i kjallara. Uppl i sima 40067—4071 7.
BIII — Skuldabréf VW 1500 Variant árg. 1966. Má greiðast með skuldabréfi. Uppl i sima 51710 og eftir kl. 1 9.00 52353. Keflavík — Njarðvík 4ra herb. íbúð óskast. Upplýsingar i sima 1 081.
Pingoin-garn Margar gerðir, þolir þvottavéla- þvott. VERZL. HOF Þingholtsstræti. Óska eftir vinnu frá kl. 1—5, sem næst Grænu- borg v/Miklatorg. Vön afgreiðslu. Héf unnið við saumaskap. Upplýsingar í sima 82631 eftir kl. 1.
Peugeot 204 árg. 1 970 til sölu. Góður bíll. Uppl. i sima 33060—82393. Óska eftir 4 — 5 tonna trillu. Upplýsingar í síma 1 001 8 eftir kl. 7.
Einhleypur eldri maður óskar eftir herbergi sem fyrst. Upplýsingar i sima 2 5500 frá kl. 10—16. Ungan mann vantar 1 herbergi sér. Uppl. á Hótel Esju, sími 82200. Manfreð.
Bændakonur Ef ykkur vantar 12 ára telpu til snúninga eða barnagæzlu í sumar, þá hringið i sima 40499. Sumarbústaðir til sölu ca. 30 fm sumarbústaður á eignarlandi i Þrastaskógi. BÍLA OG FAST- EIGNAÞJÓNUSTA SUÐUR- NESJA, simi 92-2925 milli kl. 1 3 og 19.
Sumarbústaður til sölu i nágrenni Reykjavikur á mjög fögrum og rólegum stað. Upplýsigar eftir kl. 7 —9 á kvöldin i sima 71 107. Túnþökur Vélskornar túnþökur til sölu. Upplýsingar i sima 71464 og 41896.
Nýstúdent óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar i sima 1 6909. Foreldrar ef þið eigið barn 8 til 10 ára sem langar að skreppa hálfan mánuð i sveit, þá hringið í sima 20822 eftir kl. 1 2 30. mai.
Enskukennari óskar eftir vinnu á íslandi i sumar eða haust. B.A. próf frá háskól- anum í Californiu (Berkeley) i 1972. Einhver kunnátta í islenzku. Með mæli. ARTUR SALM, 3500 Ridgecrest, Carlsbad, Calif. U.S.A. Sandgerði 3JA HERBERGJA íbúðir í Garð- inum, einbýlishús i smiðum. 5 herbergja eldri ibúð, verð 1,5 millj. Hef kaupanda að góðu ein- býlishúsi i Keflavik. BILArOG FASTEIGNAÞJÓNUSTA SUÐURNÉSJA, simi 92-2925 milli kl. 13 —19.
Keflavík — Suðurnes Til sölu meðal annars i Keflavik 1 90 fem. fokhlet einbýlishús, verð 3,3 millj. Nýlegt 6 herb. raðhús, verð 6,3 millj. 3ja og 4ra herb. ibúðir, útborgun má skipta á árið. Eldra einbýlishús, hæð ris og kjallari, verð 3 millj. BI'LA OG FATSTEIGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA, simi 92-2925 milli kl. 1 3 og 1 9.