Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 12

Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1974 At lantsl hal fs. band lal la: eið 25 ára • i o bandalaginu óljós. I fyrsta lagi hefur herveldi Sovétríkjanna vaxið geigvænlega, og sú þróun heldur áfram. Þau standa nú jafn- fætis Bandaríkjunum hvað snert- ir kjarnorkustyrk. Sovézki sjóher- inn hefur þanist svo út að nú er Sovétríkjunum kleift að beita hernaðarþrýstingi í stjórnamála- legum tilgangi hvar sem er í heiminum. Látlausar endurbætur á land- og flugherjum hafa einnig átt sér stað. Gífurlegum fjármun- um hefur verið varið til rannsókna og endurbóta í þágu sovézku hernaðarvélarinnar. í öðru lagi virðist þróun sovézkra stjórnmála vera hliðholl minnkartdi spennu, sem hefur gert NATO þjóðunum kleift að ná að minnsta kosti einhverjum árangri í viðleitni þeirra til að koma á eðlilegri sambúð á milli austurs og vesturs. Það má leiða rök að því að þessi breyting sé ávöxtur persónulegrar stefnu eins manns, Brezhnevs og verði því óviss þáttur þegar fram í sæk- ir. Það má einnig leiða rök að því að þetta sé leikbragð, sem sé af- leiðing vandamála, sem nú steðja að Sovétríkjunum — áhyggjur út af Kina, innlend efnahagsvanda- mál og þörfin fyrir innflutt mat- væli og háþróaða tækni frá Vesturlöndum. Hvað sem líður, virðist svo sem hún hafi borð nokkurn gagn- legan árangur, a.m.k. þar til sfðustu atburðir áttu sér stað í Mið-Austurlöndum, sem hefur vakið bjartsýni og jafnvel að ein- hverju leyti velþóknun innan vissra hópa almenningsálitsins á Vesturlöndum. Við höfum því séð niðurstöður úr SALT-viðræðun- um og fjöldann allan af samning- um á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, flesta á sviði af- vopnunar. Nixon og Brezhnev hafa einnig skipst á heimsóknum og í kjölfar þeirra hafa komið samningar um sambúð ríkjanna. Þá höfum við árangur Ostpolitikur stjórnar Þýzka sam- bandslýðvelsisins, sem stefnt hefur að því að koma á eðlilegt stig sambúð Þýzkalands við Sovét- ríkin og önnur Austur-Evrópu- rfki. I stórum dráttum, þá hafa næst- um allar þjóðir austurs og vesturs tekið síaukin þátt í tvíhliða sam- skiptum á ýmsum sviðum — auknum fjölda heimsókna, víð- tækari menningar-samskiptum, nánari tæknilegri samvinnu og auknum viðskiptum. Hvað snertir marghliða samskipti, þá er Öryggismálaráðstefna Evrópu f Genf komin á sitt annað stig og þjóðir NATO og Varsjárbanda- lagsins hafið viðræður í Vin um gagnkvæma fækkun i herliðum. Þessi listi lofar góðu og við getum eflaust með fullum rétti talað um að núverandi skeið í samskiptum austurs og vesturs einkennist af samningaumleitunum. Frá hátfðarhöldunum f Brússel 4. aprfl sl. 1. HLUTI Þeir sem undirrituðu Norður- Atlantshafssáttmálann halda nú upp á 25 ára afmæli bandalags síns, og þeir hafa ástæðu til þess að gera það með nokkurri ánægju. Til bandalagsins var stofnað til að reisa rönd við ótvfræðri og vfirvofandi ógn við ör.vggi og sjálfstæði landa Vestur- Evrópu, og það hefur starfað áfram bæði til þess að varna þvf að þessi ógn verði endurnýjuð og til að leita eftir bættri sambúð austurs og vesturs. Með stofnun þess hefur tekist að stöðva aukningu áhrifa Sovétrfkjanna f Evrópu. Sú ágengni og þrýstingur sem síðan héfur gætt hefur verið mætt og bægt frá með festu og ákveðni. Loks hefur skapast von um batnandi andrúmsloft í sam- búð austurs og vesturs, sem hugsanlega mun verða til þess að aðstæður í Evrópu le.vfi að hafist verði handa við að rffa niður hinar ómannúðlegu hindranir. Án handalagsins hefði þetta ekki orðið mögulegt. En hverjar eru framtiðarhorfur bandalagsins? Af ýmsuin ummæl- um að dæma, þá hafa sumir ekki háar hugmyndir um þær. Uppi eru alvarlegar efasemdir um vilja kjósenda í hinum vestrænu lýðræðisríkjum til að styðja nauð- synleg útgjöld ríkisstjórna þeirra til varna. Á svipaðan hátt hafa verið uppi raddír, sem látið hafa í ljós efa um samheldnina innan bandalagsins. Og það er engin spurning um það að hin síflóknari vandamál, sem nú steðja að þróaðri ríkjum veraldar, nú síðast orkuskorturinn, hefur stórauk'ið hættuna á keppni og togstreitu á milli bandalagsþjóðanna. Þó að ánægja okkar með fyrri afrek eigi fullan rétt á sér á þessu 25 ára afmæli, sem við nú höldum, þá er nokkuð úr henni dregið af áhyggj- um okkar af vandamálum dagsins í dag og kviða fyrir morgundegin- um. Það getur verið gagnlegt að at- huga nánar .„orsakir þessara áhyggja og kvíða. Almennt séð eru öll varnarbandalög, og þar er Norður-Atlantshafsbandalagið engin undantekning, líkleg til að þurfa að standa frammi fyrir tvenns konar vandamálum. 1 fyrsta lagi eru utanaðkomandi vandamál, sem orsakast af þeirri ógn, sem bandalagið er stofnað til þess að mæta; mat á ógninni eins og hún kemur fyrir á einstaka augnabliki og sem langtima vandamál; ákvörðun um hvernig best er að mæta ógninni og sam- komulag um framkvæmd ákvörðunarinnar. Hin tegund vandamála eru heimatilbúin vandamál og leiða af sambúðinni innan bandalagsins, samkomulag um hverjir eru hagsmunir banda- lagsins í það og það skiptið; sam- komulag um hver séu verkefni bandalagsins og ábyrgð og hver ekki; að jafna ágreining á milli aðildarþjóða þar sem hann rís upp og stofnar einingu bandalags- ins í hættu. Það er segin saga að því erfiðari sem hin utanað- steðjandi vandamál verða því minna gætir sambúðarvandamála heimafyrir. I stuttu máli, þá velt- ur samheldni innan bandalagsins og möguleikarnir á að viðhalda þeirri samheldni á ógninni. Veldi Sovétrfkjanna og stefna. Eins og er þá er staðan með tilliti til utanaðkomandi ógnar gagnvart Norður-Atlantshafs- Fjölþjóðleg fallhiífadeild NATO á ætingu í Tyrklandi. Deildin er þjálfuð til bardaga allt frá heimskauts- baug suður til Tyrklands. Horfur Atlantshafsbandalagsins Eftir dr. Joseph Luns, aðalritara NATO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.