Morgunblaðið - 29.05.1974, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1974
13
Nýstárlegur brúðu-
leikur um Sœmund,
Jón helga og Kölska
Megum við kynna fyrir ykkur leikbrúðurnar Jón helga, Kölska og Sæmund fróða. Með þeim á
myndinni eru stjórnendur þeirra og lengst til hægri höfundur þeirra Guðrún Svava Svavarsdóttir.
Ljósm. Ól. K. Mag.
KVÖLDSTUND i Iðnó, sem
efnt verður til á listahátíð, er
eitt af nýstárlegustu atriðunum
á hátíðinni. Þar eru á ferðinni
atriði úr nýju islenzku leikriti
um Sæmund Fróða, flutt sem
brúðuleikur. Upphaflega var
ætlunin að flytja allt leikritið,
sem er í 12 atriðum en hinn
mikli undirbúningur og
æfingartíminn, sem reynist enn
lengri og viðameiri en þegar
um lifandi leikara er að ræða,
gera það að verkum, að nú
verða aðeins flutt fjögur atriðu
úr leiknum, en fyllt inn í með
sögum um Sæmund fróða, sr.
Jón og vinnumanninn í Odda,
hann Kölska, og með söngvum.
Höfundar brúðuleiksins eru
Vígdís F'innbogadóttir leikhús-
stjóri og Böðvar Guðmundsson,
sem stjórna leiknum.
Það var verið að útbúa
brúðurnar á saumastofu Leik-
félagsins undir stjórn Guðrún-
ar Svövu Svavarsdóttur, þegar
við litum þar inn um daginn.
Brúðurnar eru ákaflega
skemmtilegar, á stærð við 5 ára
börn. Þar má sjá Sæmund bæði
sem dreng og fullorðinn,
foreldra hans, Sigfús og
Þóreyju, Jón helga og Köslka.
Brúðurnar eru uppstoppaðar
og listilega gerðar. Á sýningum
stjórna þeim fjórar stúlkur,
sem hafa þær á stöngum, og er
það ákaflega mikið nákvæmnis-
verk, t.d. þegar Sigfús snússar
sig og Þórey prjónar í ákafa, en
á sýningunni sjást stjórnendur
brúðanna ekki.
Leikurinn er á nútímamáli,
og getur því verið fyrir fólk á
öllum aldri. Sagnirnar um Sæ-
mund fróða og viðureign hans
við Kölska eru skemmtileg arf-
leifð. Þau Vigdís og Böðvar
hafa tínt til allt, sem þau hafa
getað fundið um persónurnar I
leiknum. Vigdís sagði, að sér
fyndist greinileg I sögnunum sú
kenning, að mennt væri máttur,
þekkingin færði sigur. —
Sagan er Faust minni, segir
hún. Viðskipti Sæmundar við
Kölska eru þau sömu og við-
skipti dr. Fausts við óvininn.
Þessi saga er víða til í heimin-
um. Munurinn á islenzku sög-
unni er samt sá, að Sæmundur
sigrar ekki alltaf á guðsorði og
þvi, hve góður hann er, heldur
á menntun sinni og vizku.
Sæmundur snýr á Kölska. Þetta
kemur greinilega fram í ís-
lenzku sögunni.
Leikritið hefst á hlaðinu
heima hjá Sæmundi, þar sem
hann er lítill drengur, síforvit-
inn og spyrjandi. Brúðurnar
hreyfa sig á sviðinu, en talið
hefur verið lesið inn á band af
leikurum Leikféiagsins.
Sem fyrr segir reyndist ekki
timi til að æfa allt leikritið fyrir
listahátíð og verða sýndir úr
þvi 4 þættir í Iðnó fimmtudag-
inn 13. júni, föstudaginn 14.
júni og þriðjudaginn 18. júni.
En í haust er ætlunin að taka
upp sýningar á leikritinu öllu.
Milli þátta verður nú farið með
sögur og sagnir og sungnir is-
lenzkir söngvar og gera það
Böðvar Guðmundsson, Kjartan
Ragnarsson, Guðmundur Páls-
son, Kristin Ólafsdóttir og
Sverrir Hólmarsson.
Æfingar á brúðuieiknum eru
i fullum gangi i Iðnó og gaman
að sjá þessa nýstárlegu
túlkunartækni. — E. Pá.
FRÉTTA-
BRÉF
FRÁ MÆLIFELLI
Þorvaldur Guðmundsson, form. bankaráðs Verzlunarbankans afhendir
sigurvegaranum Berglindi Garðarsdóttur fyrstu verðlaun fyrir ,,qulan
karl".
Sjö ára stúlka vann í sparibauka-
keppni Verzlunarbanka Islands
Félags- og skemmtanalíf hefur
verið svo fjölskrúðugt hér um
sveitir i febrúar- og marzmánuði,
að naumast hefur fundizt smuga
til kirkjukórsæfinga, enda þótt
guðsþjónustur í Mælifells- og
Glaumbæjarprestakalli hafi hald-
ið sinni röð frá einum helgidegi
til annars og verið ýmist mjög vel,
eða all vel sóttar. Síra Gunnar
Gíslason alþingismaður í Glaum-
bæ hefur haft leyfi frá prests-
störfum nú um nokkurt skeið, en
hann hefur verið undir læknis-
hendi syðra. Hann hefur þjónað
Glaumbæ frá vori 1943 og aldrei
fengið orlof, svo að heitið geti, öll
þessi ár. Þingmaður hefur hann
verið jafnframt frá 1959.
Hinn 16. febrúar var efnt til
veglegs þorrablóts í Miðgarði í
Varmahlíð. Munu hafa verið þar
nálægt 400 manns úr ofanverðu
héraðinu auk gesta víða að.
Skömmu síðar hélt kvenfélagiö í
Blönduhlíð boð inni í Héðins-
minni fyrir nágrannana í Seylu-
hreppi, en hið árlega hjónaball,
sem svo er nefnt, var þá afstaðið í
Akrahreppi. Karlakórinn Heimir
hélt árshátið sína 9. marz við góð-
an söng og fagnað, en stjórnandi
kórsins er Árni Ingimundarson á
Akureyri. Viku síðar var svo fjöl-
mennt vetrarmót hestamanna-
félaganna Stíganda og Léttfeta.
Kvenfélag Seyluhrepps sá um
veitingar, sem vant er á slíkum
samkomum, af tiltakanlegri
rausn. Edda Skagfield á Páfastöð-
um, Steinbjörn Jónsson á Haf-
steinsstöðum og Stefán Haralds-
son í Vfðidal sungu við undirleik
Árna Ingimundarsonar og mikið
hrós áheyrenda, Hilmir Jóhannes-
son fór með gleðimál o.fl. var til
gamans gert. Hljómsveit Geir-
harðs Valtýssonar lék sem endra-
nær á samkomum í Miðgarði.
Þá má geta þess, að konurnar í
sveitunum hafa víða með sér
handavinnu- og rabbfundi, hálfs-
mánaðarlega um vetur. Sauma-
námskeið var hér í sveit nýlega,
haldið á Hvíteyrum, en Jórunn
Guðmundsdóttir í Steintúni veitti
því forstöðu.
Á vorjafndægrum var fræðslu-
fundur bænda í Varmahlíð.
Fluttu þar erindi Matthias
Eggertsson kennari á Hólum og
gestir að sunnan. Þókti fundurinn
hinn gagnlegasti og var vel sókt-
ur.
Hinn 20. marz var aðalfundur
Búnaðarfélags Lýtingsstaða-
hrepps. Form. þess er Sigurjón
Sigurbergsson i Hamrahlíð.
Félagar 74. Jóhannes Sigvaldason
flutti erindi um ræktun í hreppn-
um og lýsti jarðvegsrannsóknum.
Á fundinum kom fram, að tölu-
vert margt fé sleppur af Eyvind-
arstaðaheiði vestur yfir Blöndu.
Er þvl lógað, og þykir mönnum
tjón að, enda gjarna yngsta og
sprækasta féð, sem ókyrrt er í
högum. Rætt var um möguleika á
girðingu upp með ánni allt að
varnargirðingunni milli Lang-
jökuls og Hofsjökuls. Er leiðin
gífurlega löng frá því, er gljúfr-
um sleppir, en erfitt að finna aðra
lausn þessa vanda. Samþykkt var
tillaga frá Valgeiri Guðjónssyni á
Daufá um athugun á girðingu, og
hún send Svínvetningum, enda
álitið trúlegt, að þeir vilji verjast
ágangi hrossa af Eyvindarstaða-
heiði, en hann hlýtur aó aukast,
þegar afréttargirðingin frá
Blöndu nær hingað austur, en
hún er nú komin yfir Háutungur
og að mörkum Haukagilsheiðar.
Á búnaðarfélagsfundinum var
kosin nefnd til að sjá um fram-
gang Þjóðhátfðarfegrunar í
hreppnum. Sem víða annars stað-
ar er vakinn áhugi fyrir utanhúss
prýði, tiltekt fyrst og fremst, og
svo málningu. Er sérstakt
baráttumál, að fjarlægt verði
ónýtt bila- og vélarusl, sem gjarna
liggur heima við bæi og vegi. Öllu
slíku, sem eigendurnir framast
heimila, skal safnað á stað, sem
heitir Víti, ekki langt frá hinni
nafnkenndu Veiðivatnaá. Um
Lýtingsstaðahrepp er aukin um-
f°rð vegna öræfaferða, en frá
Giljum í Vesturdal, fremsta
byggðu bóli í sveitinni, eru 53 km
suður að Laugafelli og er farið um
Þorljótsstaðafjall. I Laugafelli er
einkar skemmtilegur skáli í eigu
F. F. A. Þaðan skammt á Sprengi-
sandsleið. Enda þótt þessi vegur,
sem telst vel greiðfær, er þurrt er
orðið á fjöllum síðsumars, yki
ekki á umferð ókunnugra um
Lýtingsstaðahrepp, væri fyllsta
ástæða til að vinna að bættri utan-
hússumgengni. Skal þó tekið
fram, að hér er alls ekki verra
ástand í því efni en almennt er í
landinu og þeir bæir til, sem þola
samanburð við Geitaskarð í
Langadal, sem lengi var til jafnað
um snyrtimennsku og myndar-
skap.
Nokkuð hefur verið unnið að
útihúsabyggingum og endurbót-
um undanfarin misseri. Nýtt
íbúðarhús er í smíðum í Hátúni á
Langholti, þar sem áður hét
Mikligarður, og hús eru byggð í
Varmahlíðarhverfinu. Þar er og
komið nokkuð áleiðis skólabygg-
ingu. Hjá Steinsstaðaskóla verður
félagsheimili senn tekið í notkun.
Er það að hluta skólahúsnæði. 1
vor verður skipulögð lóðin þar
umhverfis og vonazt er til, að
a.m.k. 3 íbúðarhús rísi þar á
næsta ári, þ.á m. skólastjóraíbúð.
I Varmahlið og i landi Steinsstaða
er gnægð af heitu vatni. Beinist
athygli manna æ meir að slíkum
stöðum. Eitt þarfasta mál byggða-
stefnunnar er að vinna að mynd-
un sveitaþorpa, þéttbýliskjarna,
sem stemma stigu við fólksfækk-
un, tekjurýrð og þægindaleysi
hinna einstöku, fámennu sveita.
500 manna kauptún i Varmahlið
og 200 manna hverfi á Steinsstöð-
um gerbreytti allri aðstöðu i ofan-
verðu héraðinu. Heilsuhæli við
annan hvorn þessara staða kæmi
og vel til greina vegna jarðvarm-
ans, þótt ekki sé samkeppnifærir
við Mývatnssveit. En oliukynnt
lækningalind i Skjaldarvik við
Eyjafjörð er undarlegt ætlunar-
verk. Sfra Ágúst.
FYRIR skömmu lauk verðlaunasam-
keppni þeirri, sem Verzlunarbanki Is-
lands efndi til um hugmynd að nýj-
um sparibaukum. Þátttaka varmikil,
og sendu 829 aðilar inn tillögur.
Forráðamenn bankans skýrðu frá úr-
slitum á dögunum.
Fyrstu verðlaun hlaut Berglind
Garðarsdóttir, sjö ára gömul Reykja-
vikurstúlka, fyrir gulan karl. Önnur
verðlaun fékk Reynir Sævarsson úr
Biskupstungum fyrir bauk íformi 3ja
netakúlna.
Auk þess var ákveðið að veita viður-
kenningar og hlutu þær eftirfarandi
aðilar:
Jenny R Jóhannsdóttir og Leó Jó-
hannsson, Reykjavik,
Lára Stefánsdóttir, Reykjavík, Guðrún
Bjarnadóttir og fjölskylda, Reykjavik,
Margrét og Ásdís Jóelsdætur, Reykja-
vík, og Hanna Maj Sigurðardóttir.
Reykjavík.
Dómriefnd skipuðu Þorvaldur Guð-
mundsson form Bankaráðs Verzlunar-
bankans, Elísabet Magnúsdóttir handa-
vinnukennari, Fjóla Rögnvaldsdóttir
teiknikennari og Kristín Þorkelsdóttir
teiknari. Trúnaðarmaður dómnefndar
var Tryggvi Árnason aðalbókari.
í tilkynningu frá aðstandendum
keppninnar segir, að tilgangur hennar
hafi fyrst og fremst verið að fá sem
flest börn til að gera sparibauk, sem
orki hvetjandi til sparnaðar á þau og
félaga þeirra Hafi þetta tekizL og áhugi
og fjöldi þátttakenda farið langt fram
úr vonum Þá er tekið fram, að ekki
hafi þótt hæfa að veita verðlaun fyrir
eftirlíkingar þekktra fyrirbæra s s per-
sóna úr sjónvarpsefni barnatímanna
eða úr algengu lesefni fyrir börn