Morgunblaðið - 29.05.1974, Side 15

Morgunblaðið - 29.05.1974, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1974 Glistrup og Hartling takast í hendur. Hartlingstjórnin situr enn fyrir stuóning Glistrups, sem nú á yfir höfði sér málsókn fyrir skattsvik. Glistrup studdur af fiokksfélögunum Minni olía frá Rússum Caetano i klaustri MARCELO Cateano, hinn útlægi fyrrum forsætisráðherra Portúgals, kom til Rio de Janeiro í gær og dvaldist daglangt f munkaklaustri einu, þar sem hann hugleiddi framtíð sína. Gamall nemandi hans úr laga- deild háskólans í Lissabon var eini gesturinn sem hann tók á móti, og kvað hann Gateano hafa verið þre.vttan, en við góða heilsu. „Hann þarf hvíld til að geta fundið sjálfan sig aftur. Hann verður að b.vrja nýtt líf. Hann er að velta fyrir sér tilboðum um kennslustörf hér, og jafnvel hvort hann ætli að setjast að í Rio. Amerigo Thomaz, fyrrum forseti Portúgal, sem gerður var útlægur eftir byltinguna með Gateano, dvelst nú einnig í Rio de Janeiro ásamt eiginkonu og dóttur. Sovézkur leik- stjóri dæmdur Moskvu 24. maí AP. HINN heimskunni sovézki kvik- myndaleikstjóri Sergej Paradsjanov var fyrir skömmu dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir kyn- villu, og fyrir að hafa hvatt ein- hvern mann til sjálfmorós. Paradsjanov var handtekinn i Kief í desember sl. Þekktasta mynd hans er „1 skugga gleymdra forfeðra", sem hefur hlotið 16 alþjóðleg kvikmyndaverðlaun. Kaupmannahöfn, 28. maí — NTB ÞINGMENN Framfaraflokks Mogens Glistrups, sem sæti eiga í nefnd danska þjóðþingsins um þingsköp, hafa snúizt gegn þvf, að flokksleiðtoginn verði sviptur þinghelgi sinni og sóttur til saka fyrir skattsvik. Þetta er í fyrsta sinn f sögu þingsins, að þingmenn beita sér gegn slíkum tilmælum dómsyfir- valda. Áöur hefur meirihluti þingflokks Framfaraflokksins lýst stuðningi við þá röksemd Gli- strups, að hér sé um pólitískar ofsóknir að ræða, undir yfirskini réttarfarsmáls. Mál Glistrups var tekið til um- ræðu í nefndinni f dag, en ekki tókst að afgreiða það. Verður það rætt á ný á morgun í nefndinni, og síðan kemur til atkvæða- greiðslu i þinginu. Fundur þingskaparnefndarinn- ar í dag var athyglisverður fyrir fleiri hluta sakir, þvi að Mogens Glistrup sjálfur tók þátt í honum, og lagði m.a. fram plagg þess efnis, að dömsyfirvöld hefðu ekki borið fram nægilega gild rök fyrir ákærunni. Moskvu, 28. maí. NTB. AP. OLlURÁÐHERRA Sovétríkj- anna, Valentin Shashin, segir að vegna aukinnar innanlands- neyzlu geti Rússar ekki aukið olíuútflutning sinn á næstu árum. Shashin gaf í skyn að útflutn- ingurinn gæti dregizt saman á næsta áratug vegna neyzluaukn- ingarinnar innanlands. Hann staðfesti á fundi með bandarískum blaðamönnum að Rússar mundu eiga fullt í fangi með að fullnægja aukinni olíu- þörf vegna vaxtaraukningar i iðnaði Austur-Evrópu ef ekki yrði dregið úr útflutningi til Vestur- Evrópu. Að sögn Shashin verður olíu- framleiðslan 600 milljónir lesta 1980, en innanlandsne.vzlan 500 milljónir lesta eða meira. Arið 1972 seldu Rússar 60 milljónir lesta af olíu til Vestur- landa og 47 milljónir lesta til Austur-Evrópu. Olíuframleiðsla Rússa 1973 var 421 milljón lesta. Shashin sagði: ,Við biðjum enga um aðstoð. Við höfum nægar olíulindir. Við getum bjargað okkur sjálfir." Hann kvað ekki þörf fyrir fjármagn og tækjabún- að frá Vesturlöndum, en viður- kenndi að þörf væri fyrir olíu- leiðslur. Hins vegar útilokaði hann vöruskiptasamningá þannig að Rússar fengju leiðslur eða tækjabúnað i staðinn fyrir olfu. Hann tilkynnti að hugmyndir um fyrirhugaða samvinnu Rússa og Japana um olíuvinnslu í Vest- ur-Síberíu væru úr sögunni og ekki yrði hægt að selja Japönum oiíu fyrir 1980. Svíakonungur nú skattlagður Nixon nýtur stuðnings G. Washington, 28. maí AP.NTB. HÆSTIRÉTTUR Bandarfkjanna tilk.vnnti í dag að lögfræöingar Nixons forseta létu í ljós álit sitt á fimmtudag á beióni Leon Jaworskis saksóknara um að hæstiréttur úrskurði að forsetinn verði að afhenda hljóðritanir af 64 samtölum um Watergatemál- ið. Jaworski skýrði frá þvf í dag að hann hefði undir höndum gögn sem sýndu að skattstofa Banda- ríkjanna hefði fengið fyrirmæli frá Hvíta húsinu um að endur- skoða framtöl pólitískra óvina, þar á meðal fyrrverandi for- manns demókrataflokksins, Lawrenee O'Brien, og klekkja á þeim á annan hátt. Jafnframt eru flestir frétta- miðlar í Bandaríkjunum sammála um að Nixon forseti hafi glatað stuðningi Gerald Fords varafor- seta vegna ósveigjanlegrar af- stöðu í deilunum við dómsmála- nefnd fulltrúadeildarinnar og Jaworski saksóknara. Á sama tíma taka æ fíeiri forystumenn repúblikana afstöðu gegn forset- anum. Stjórnmálamenn i Washington draga þannig mjög í efa yfirlýs- ingar Ronald Zieglers blaðafull- trúa um að samstarf Nixons og Fords sé enn gott. Ekkert bendir til þess að Nixon vilji fara að ráðum Fords og afhenda dóms- málanefndinni og Jaworski fleiri gögn. Jaworski hefur beðið hæstarétt að láta málið til sín taka þar sem lögfræðingur Nixons, James D.St.Clair bað áfrýjunarrétt i Washington að hnekkja þeim úr- skuröi John J. Sirica dómara að Nixon verði að afhenda Jaworski fleiri hljóðritanir. Ilæstiréttur hefur þar með í fyrsta skipti feng- ið málið til meðferðar. Jaworski segir að upplýsingar ekki Fords um fyrirmæli til skattstofunnar um að klekkja á pölitfskum óvin- um forsetans sé að finna á hluta segulbandsspólu sem Hvíta húsið hafi neitað að afhenda á þeirri forsendu að hún komi Watergate- málinu ekki við. Stokkhólmi 28. maí — NTB ORÐASKAK allmikió varð á sænska þinginu í gær, þegar sam- þvkkt var frumvarp, sem borið var fram af Gunnari Stráng, fjár- málaráðherra, þess efnis, að kon- ungsfjölskyldan í Svíþjóð skyldi framvegis greiða eignaskatt og tolla. Talsmenn „Moderata samlingspartiet" sögðu t.d., að frumvarp þetta væri tilræði við konungdóminn og væri aðeins borið fram til að sleikja allra róttækustu öflin. Hins vegar svör- uðu jafnaðarmenn því til, að hér væri aðeins um að ræða eðlilegt spor í átt til meira jafnréttis. Tage Magnusson frá „Moderata samlingspartiet" sagði, að ef hirð- in þyrfti að greiða skatt af öllu nema lífeyri sfnum. yrði konungi gert erfiðara að gegna skyldu- störfum sínum i þágu þjóð- arinnar. i sama streng tók formaður sama flokks, Gösta Bohman. Hann kvað það ókurteisi, sem ekki hefði ver- ið sýnd fvrri konungum. að krefjast þess. að konungur fyllti út skattskýrslu sína og tilkvnna hversu margar , sigarettur hann kemur með ínn í landiö o.s.frv. Erik Wærnberg frá jafnaðar- mönnum sagði. að þessar rök- semdir væru hlægilegar. „Kon- ungur er vel menntaður og hann hlýtur að geta fyllt út skatta- skýrsluna sína." sagði hann m.a. Síðan var frumvarpið samþykkt með 251 atkvæði gegn 48. Margir gaullistar eru óánægðir með Chirac JACQUES Chirac, hinn nýi for- sætisráðherra Frakka, var land- búnaðar- og innanríkisráðherra í stjórn Georges Pompidous forseta. Val hans í emhættið kemur þvf ekki á óvart. Skipun hans bendir til þess að Valerv Ciseard d’Estaing, hinn nýi forseti, muni fvlgja hefðbundinni stefnu gaullista f utanrfkismálum, en fjarlægjast stefnu áhrifamanna flokksins í innanlandsmálum. Margir gaullistar eru óánægðir með val Chiracs vegna þess að hann var fremst- ur í hópi þeirra manna í flokkn- um sem börðust gegn framboði Jacpues Chaban-Delmas i fyrri umferð forsetakosninganna og fylktu sér um Giscard d’Esta- ing. Þannig átti Chirac drjúgan þátt í sigri Giscard d’Estaing. Margir harðir gaullistar lita á hann sem svikara enda er hinn nýi forseti ekki gaullisti, heldur foringi lítils flokks sem er i bandalagi með þeim, Oháða lýðveldisflokksins. Chirac er 41 árs gamall og var yngsti ráðherrann i stjórn Pompidous heitins. Hann varð innanríkisráðherra i fráfarandi stjórn Pierre Messmers i marz og hafði þá verið landbúnaðar- ráðherra i tvö ár. í starfi landbúnaðarráðherra fékk Chirac orð fyrir að vera harður samningamaður og óvenjulega skeleggur baráttu- maður hagsntuna franskra bænda. Hann átti því oft i úti- stöðum við landbúnaðarráð- herra annarra aðildarlanda Efnahagsbandalagsins og oft kom til harðra orðaskipta milli þeirra á fundum þeirra um verð á landbúnaðarafurðum. Á einum slikum fundi, i Luxemborg í apríl í fyrra, sak- aði Chirac vestur-þýzka land- búnaðarráðherrann, Josef Ertl, um að hafa meiri áhuga á austurstefnu Bonnstjórnar- innar en EBE, að veikja hags- muni Evrópu og styrkja þannig hagsmuni Bandaríkjanna og að kalla fram hættulegar deilur innan bandalagsins. Ertl svar- aði þvi einu að Chirac „ætti að tala við sálfræðing". Chirac er þannig lýst að hann sé harðsnúinn „tæknikrati", að hann hafi boriö mikla virðingu fyrir Pompidou heitnum for- seta og hann sé mikill aðdáandi eftirmanns háns, Giscard d'Estaing. Ýmsir erlendir fulltrúar i Paris eru þeirrar skoðunar að hann sé ágengur, frakkur og allt að þvf frekur og ögrandi. Þeim finnst hann dæmigerður fulltrúi gamla Frakklands, það er að segja valdatíma gaullista, þegar Pompidou var forseti. Hann hefur próf frá hinum fræga skóla Ecole nationale d'administration (ENA) eins og Giscard d’Estaing og er í hópi margra ungra tæknikráta sem de Gaulle og Pompidou tóku í stjórn sína. I desember 1972 sendu þrír franskir prófessorar frá sér bók um þessa tæknikrata og nefndu hann „Jacques Chirac eða lýð- veldi foringjaefnanna". A ein- um stað í bókinni var varpað fram þeirri spurningu hvort Chirae yröi einhvern tima for- sætisráðherra. Jacques Chirac er fæddur í Paris 29. nóvember 1932. Hann lærði stjórnvísindi áður en hann hóf nám í ENA og um tíma stundaði hann nám við Harvardháskóla í Bandarikjun- um. Hann er kvæntur og á tvær dætur. Hann hóf embættisstörf fyrir stjórnina 1959. starfaði fyrst í Alsírsmálaráðuneytinu og fékk skjótan frama. Hann varð pe rsó n uleg ur aðst oða rmaðu r Pompidous er hann var for- sætisráðherra og siðan ráðu- neytisstjóri í fjármála- og félagsmáiaráðuneytinu. Arið 1967 var Chirac kosinn á þing i Correze í SuðurFrakk- landi. Síðan hefur hann barizt ötullega fyrir hagsmunum kjör- dæmisins og tryggt þvi eins rnikla opinbera aðstoð og hann hefurgetaö. Chirae komst i röð helztu áhrifamanna gaullistaflokksins þegar hann stofnaði samtök Jacques Chirac sem eru auðkennd með tölu- stöfunum 43. Félagar þessara samtaka voru aðallega. þing- menn gaullista er beittu sér tvrir því i orði kveðnu að Pierre Messmer yrði forseta- frambjóðandi flokksins. en börðust i raun og á laun fvrir kosningu Giscard d'Estaings. Nú hefur ritari gaullista- flokksins. Alexandre Sanguinetti. lýst yfir því að stuðningur flokksins við Giscard d'Estaing verði „trygg- ur. en vakandi og vissulega ekki skilyrðislaus,"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.