Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1974
23
Hjálmtý Brand flugvélstjóra og
Jón Sverri fulltrúa. Þeir
menntuðust allir til sinna starfa
og eru reglusamir og góðir
borgarar.
Aðalheiður mín, við hjónin
sendum þér, sonum þínum, syst-
kinum hins látna og öðrum
venslamönnum innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð
að blessa ykkur og styrkja.
Bjarni Jónsson
Dagbjartur Bjarnason varð
bráðkvaddur við störf sín í Hval-
firði 20. maí s.l., og verður hann
kvaddur hinstu kveðjum frá Fri-
kirkjunni í dag. Dagbjartur
fæddist á Stokkseyri 24. okt. 1907,
og ólst þar upp til 19 ára aldurs,
eða til ársins 1926, að hann flytur
til Reykjavíkur, þar sem hann bjó
ætíð síðan.
Snemma snerist hugur hans til
sjómennsku, þar sem hann starf-
aði á fiskiskipum frá Stokkseyri
og Vestmannaeyjum og sjálfsagt
frá fleiri verstöðvum. Árið 1932
ræðst hann sem háseti á skip
Skipaútgerðar ríkisins, fer síðan í
Stýrimannaskólann og lýkur far-
mannaprófi úr Stýrimanna-
skólanum á árinu 1939, og er hans
hópur sá fyrsti sem tók farmanna-
prófið eftir þriggja vetra nám, því
áður var slíku prófi lokið eftir
tveggja vetra nám. Stýrimaður á
e/s Súðinni varð hann árið 1940,
og var stýrimaður á strandferða-
skipum útgerðarinnar til ársins
1952, að hann hætti sjómennsku
og fer í land, þar sem hann vann
við ýmis störf eftir því sem
heilsan leyfði, en lengi hafði hann
verið veill fyrir hjarta, og það var
einmitt hjartað sem bilaði að
síðustu. Dagbjartur var sfðustu
árin eftirlitsmaður í Hvalfirði, og
að morgni 20. maí fannst hann
örendur undir stýri bifreiðar
sinnar.
Kynni okkar Dagbjarts hófust
þegar ég kom sem matreiðslu-
maður á e/s Súðina sumarið 1940,
og vorum við síðan bestu kunn-
ingjar, en Dagbjartur var þannig
maður, að menn hlutu að eignast
hann sem góðan kunningja, eða
þannig kom hann mér fyrir sjón-
ir. Þegar árásin var gerð á e/s
Súðina 1943 var Dagbjartur stýri-
maður þar, hann var ekki á vakt
þegar sá óhugnanlegi atburður
gerðist, en á hann mun að sjálf-
sögðu hafa reynt ýmislegt að slík-
um atburði loknum, og mun hafa
munað um liðstyrk hans við þær
kringumstæður. Hann særðist
ekki, en fjórir menn særóust þá,
þar af tveir til ólífis.
Eg hef hér að framan stuttlega
rætt um störf hins látna á sjó, en
störfum hans eftir að í land var
komið er ég ekki nægilega
kunnugur, því vænti ég þess að
aðrir verði til að geta þeirra. ,
Dagbjartur Bjarnason var
Arnesingur i húð og hár,
foreldrar hans voru Jóhanna
Hróbjartsdóttir frá Grafarbakka í
Hrunamannahreppi og Bjarni
Grímsson frá Öseyrarnesi, þau
eignuðust sjö börn, eitt þeirra dó
liðlega eins árs gamalt, og voru
börnin því sex er upp komust.
Dagbjartur er fyrstur þeirra til að
kveðja þennan heim.
Dagbjartur Bjarnason giftist
20. júní 1936 eftirlifandi
eiginkonu sinni Aðalheiði
Tryggvadóttur úr Reykjavik, og
bjuggu þau öll sín hjúskaparár á
sama stað Barónsstig 59. Þau hafa
eignast þrjá syni, þá Bjarna
fulltrúa á Keflavíkurflugveili,
Hjálmtý flugvélstjóra hjá Flug-
félagi íslands og Jón Sverri full-
trúa hjá Innkaupastofnun ríkis-
ins. Barnabörnin eru fimm.
Með þessum fáu línum vil ég
fyrir mina hönd og fyrv. skips-
félaga Dagbjarts á strandferða-
skipum ríkisins færa hinum látna
bestu kveðjur og þakkir fyrir
samstarfið og kunningsskapinn.
Astvinum hans öllum færum við á
þessari stundu innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum þeim
allrar blessunar. Við minnumst
Dagbjarts Bjarnasonar með hlý-
hug og virðingu. Hvili hann í
friði.
Böðvar Steinþórsson
Guðný Guðjónsdóttir
fráBrekkum -Minning
LAUGARDAGINN 4. maí var til
moldar borin frá Breiðabólsstað-
arkirkju mágkona mín Guðný
Guðjónsdóttir. Hún andaðist á
Landspítalanum að morgni sum-
ardagsins fyrsta.
Barn vorsins var hún frá vöggu
til grafar, hún var fædd 4. mai
1905 á Brekkum í Hvolhreppi,
dóttir heiðurshjónanna Guðbjarg-
ar Guðnadóttur og Guðjóns Jón-
geirssonar, sem þar bjuggu á
fimmta áratug.
Guðnú var sú fimmta i röðinni
af niu börnum þeirra hjóna.
Það má með sanni segja, að
þessi hjón máttu ekki vamm sitt
vita i neinu. Þarna undir brekk-
unni var æskuheimili Guðnýjar,
og þar ríkti sá andi, sem hún sótti
sina lifsnæringu i meðan ævin
entist.
Eg minnist þess, að þegar ég
kom fyrst á æskuheimili Guðnýj-
ar, hvað mér fannst hún vera
glæsileg á íslenzka búningnum
sínum, krýnd hinu mikla jarpa
hári, sem uppsett tók henni í belt-
isstað. En ég sá fljótt, að ytra útlit
Guðnýjar var lítið borið saman
við manngildi hennar. Hún tók að
erfðum frá foreldrum sínum þá
eðiiskosti, sem eru gulli dýrri,
trúmennsku og heiðarleika, sem
fylgdu henni til hinstu stundar.
Á leið sinni í gegnum lífið
ávann hún sér alls staðar traust
og virðingu. Aldrei lagði hún öðru
fólki misjafnt til, en vildi létta
byrðar samferðamanna sinna eft-
ir getu. Ekkert særði hana því
eins djúpt og varanlega, eins og ef
henni fannst komið ódrengilega
fram, hvort heldur var í orði eða
athöfn.
Þar.nig fer gjarnan þeim, sem
sjálfir bera djúpa virðingu fyrir
hinum raunverulegu verðmætum
lífsins.
Guðný átti marga og góða vini
sem hún hafði yndi af að hitta og
sækja heim, og var hún nú í einni
slíkri ferð þegar kallið kom, um
að nú skyldi lagt upp í hina hinstu
för. Guðný giftist aldrei og átti
ekki börn, en hún átti þess fleiri
börn að vinum, þau fundu hlýju
umhyggjuna og löðuðust að
Guðrún Guðbjörns-
dóttir — Minning
Fædd 24. maf 1892.
Dáin 11. aprfl 1974.
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æskuljósum.
Já sannarlega er margt, sem
fyllir hugann, þegar litið er til
baka við kveðjustund elskulegrar
systur minnar. Þá eru árin á
æskuheimilinu yfirgripsmest í
augnablikinu og kalla fram ótal
ánægjuatvik frá bernskudögum
— því þó að litla baðstofan á
Sveinsstöðum væri hvorki há til
lofts eða víð til veggja, nutu furðu
margir þar yls og ánægju, ekki
síst gangandi vegfarendur, sem
oft komu kaldir og hraktir frá
volki úr vatnsföllum eða þreyttir
af þungfærri göngu undan Ólafs-
víkurenni og öllum var tekið opn-
um örmum.
í æsku minni var það ævinlega
stóra systirin, sem greiddi götu
þeirra yfir erfiðasta spottann og
við hin yngri fylgdumst með,
þetta skapaði hlýhug í hjörtum
annarra og enn finn ég ylinn af
þakklæti þeirra, sem þannig var
liðsinnt því oft var þetta aldrað
fólk. >
Á þeim bæ þekktist ekki kyn-
slóðabilið — ó, hvað ég man vel
margar frístundir að sumarlagi,
þegar foreldrar okkar og gömlu
konurnar, sem hjá þeim dvöldu,
komu öll út á tún til að horfa á
ærsl okkar og leiki og skemmtu
sér konunglega. En ævinlega var
okkur bent á, að vinnan væri
blessun, fyrst og fremst ættum
við að gera kröfu til sjálfs okkar
og sýna öðrum góðleik, og treysta
örugg handleiðslu guðs og þessi
lífssannleikur hefur létt okkur
gönguna fram á þennan dag.
Hvað ég man vel, þegar hún
sem ung stúlka fór á mann-
fagnaði, leikrit eða þess háttar,
hvað við heima hlökkuðum til
heimkomu hennar, því þá sagði
F. 22.6. 1916
I). 21.5. 1974
í dag verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu Guðmundur
Guðmundsson, mjólkurfræðing-
ur, Njörvasundi 14, en hann lézt
þann 21. þ.m. eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Guðmundur var fædd-
ur á Stokkseyri 22. júni 1916 og
var þvi tæplega 58 ára gamall
þegar hann lézt.
Foreldrar Guðmundar voru
hjónin Guðmundur Guðmundsson
og Þorbjörg Þorbergsdóttir í Sím-
onarhúsi á Stokkseyri og ólst
hann upp hjá þeim til tveggja ára
aldurs, en þá fór hann i fóstur til
móðurbróður sins Eiríks Þor-
bergssonar og Þorbjargar Hall-
dórsdóttur, er bjuggu að Arnar-
hún okkur leikinn allan og hvað
skemmtunin hafði upp á að bjóða.
Þannig nutum við ferðarinnar
með henni því frásögn hennar var
svo skemmtilega lifandi, það voru
dýrðlegir dagar, þannig leið
æskan.
Ég minnist brúðkaupsdagsins
hennar, einmitt þegar þau komu
frá kirkjunni, hvað mér fyndist
þau falleg, hann hár, dökkhærður
og spengilegur, hún með sitt
gullna hár, grannvaxin og létt í
spori, ;— ó, hvað fjölskyldan
óskaði þeim innilegrar hamingju.
Eftir brúðkaupið fluttust þau í
fjarlæga sveit og mér fannst
skyggja f litlu baðstofunni á eftir.
En lífsgangan hélt áfram, bar-
áttan var háð við lítil efni en
gestrisni og góðviid skipuðu önd-
vegi hvar sem þau dvöldu.
Börnin urðu átta, en tvo drengi
misstu þau kornunga, hin uxu
upp hvert öðru mannvænlegra,
þau hófu sitt lífsstarf og bænir
hennar og blessunaróskir fylgdu
þeim.
Þá kom sorgin stóra, þegar elsti
sonur þeirra andaðist frá fjórum
litlum börnum, sem öll urðu
bænabörnin hennar frá þeirri
stundu, það var traustið á drott-
inn og vissan um endurfundi, sem
hjálpaði henni yfir þann erfiða
hjalla.
En þó aó bilið lengdist á milli
okkar og vík yrði milli vina, því
ég bjó við Breiðafjörðinn en hún
hér í Reykjavík, rofnaði aldrei
sambandið milli okkar vegna
bréfaskriftanna, sem milli okkar
fóru. Bréfin hennar voru mér
bæði fögnuður og styrkur og
mörg voru þau prýdd dýrmætum
ljóðaperlum, sem fáir víssu hve
létt henni lágu á tungu.
í minningunum flýgur tíminn.
Nú átti ég sjálf vaxin börn, sem
nutu minnar góðu systur, þegar
þau voru hér á ferð og mikið er ég
staðakoti í Hraungerðishreppi og
var hann hjá þeim til skólaaldurs,
en eftir það var hann á vetrum
hjá móður sinni í Reykjavik við
skólanám. Miklir kærleikar voru
milli þeirra Guðmundar og fóstur-
móður hans Þorbjargar, er nú
dvelur á Hrafnistu 99 ára að aldri.
Guðmundur vann við margvis-
leg störf á uppvaxtarárum sínum,
en 1939, þá 23 ára að aldri, réðst
hann til starfa hjá Mjólkurbúi
Flóamanna á Selfossi sem lær-
lingur í mjólkurfræði, en fer sið-
an til Danmerkur til að afla sér
frekari menntunar í sinni starfs-
grein. Eftir nám í mjólkurfræði-
skólanum vann hann urn skeið
hjá dönskum mjólkurbúum, til að
afla sér frekari starfsreynslu áð-
þakklát fyrir allar þær nætur og
daga, sem hún annaðist þau, ég
treysti því, að nú finni andi
hennar ylinn frá mínu þakkláta
hjarta.
Og árin líða, ég minnist þeirra
beggja á síðastliðnu hausti eftir
sextíu ára hjónabandssamleið,
þar sem þau stóðu hönd í hönd og
enn voru þau falleg, hann með
sitt silfurhvfta hár, hár og vörpu-
legur, hún á sinum þjóðbúningi
svo yndislega kvenleg og enn var
hún stóra systirin, en þrátt fyrir,
að nú hefði hár hennar misst sinn
gullna blæ og höndin hvíldi á
hækjunni, sem hún hafði ekki
sleppt hin síðustu ár, var reisnin
hin sama, með bros á vör tóku þau
á móti gestum og leiddu þau inn á
heimili sitt, þar sem hver hlutur
ber vott um hugkvæmni og hagar
hendur og allt ilmar af hreinlæti.
I huga mér býr hljóðlát þökk
fyrir að hafa fengið náð til að lifa
með henni svo iangan dag, og nú
lofa ég guð í hjarta mínu fyrir líf
hennar og starf. Eiginmann
hennar og ástvini alla fel ég guðs-
vernd.
Með einlægri systurkveðju.
Sigrún
ur en heim til íslands skyldi hald-
ið. Á þessu tímabili kynntist Guð-
mundur eftirlifandi eiginkonu
sinni, frú Tove Guðmundsson,
fædd Gliese, frá Lelleinge á Sjá-
landi, en þau fluttust siðan hing-
að til lands vorið 1949 og settust
að á Selfossi, en þangað hafði
Guðmundur ráöið sig til starfa
Framhald á bls. 18
Guðmundur Guð-
mundsson mjólkur-
frœðingur - Minning
henni. Ástæðan fyrir því, að ég
festi þessar hugsanir minar á
blað, er þakklæti, hjartans þakk-
læti fyrir tryggð hennar og vin-
áttu við okkur hjónin og ást henn-
ar á börnunum og tengdabörnun-
um okkar, og siðan á þeirra börn-
um.
Minning hennar lifir í hjörtum
hennar ungu vina.
Siðustu árin dvaldi hún í Þor-
lákshöfn og eignaðist þar sem
annars staðar trausta og góða
vini. Á heimili Sigríðar Helga-
dóttur var hún nokkur ár og að-
stoðaði hana með börnin sem þá
voru ung. Við þetta heimili tók
hún órofa tryggð og Sigrfður og
börnin hennar reyndust henni
sannir vinir æ sfðan.
Á heimili Ingibjargar og Davíðs
heitins Friðrikssonar var hún
einnig til aðstoðar, þar fann hún
fljótt hina hlýju vináttu, sem hún
kunni svo vel að meta. En síðast
var hún á heimili hjónanna Val-
gerðar og Gunnars Snorrasonar,
þau voru henni svo góð sem væri
hún þeirra nánasti ættingi.
Ég veit, að ef hún nú mætti
mæla, þá yrði bæn hennar sú, að
guð vildi launa þessum vanda-
lausu vinum allt það, sem þeir
gerðu fyrir hana.
Ég sat við hvílu Guðnýjar síð-
asta daginn, sem hún hafði ráð og
rænu. Þá sagði hún m.a.: Ég ótt-
ast ekki dauðann, en ég óttast að
lifa og verða öðrum til óþæginda.
Þetta lýsir best lífsviðhorfi henn-
ar og trú. —
Hvar sem Guðný dvaldist stóð
hugurinn alltaf heim, heim í
Rangárþing, hún átti þar alla ævi
lögheimili sitt. Og nú er Guðný, á
afmælisdegi sinum með hækk-
andi sól, komin heim að sóknar-
kirkjunni sinni, þar sem hún ung
játaði trú sina á hann, sem alla
leiðir heim að lokum.
Hún var trú allt til dauða, og ég
er þess fullviss, að fyrirheitið um
kórónu lífsins hefur fallið henni í
skaut.
Blessuð sé hin ljúfa minning
hennar.
Ragnheiður Ólafsdóttir
Að morgni 25. apríl síðastliðins,
lézt á Landspitalanum frænka
okkar góð Guðný Guðjónsdóttir
frá Brekkum í Hvolhreppi.
Guðný var fædd 4. mai 1905 og
var þvi tæplega 69 ára að aldri, er
hún lézt. Hér skal ekki rakinn
æviferill hennar í einstökum atr-
iðum. Sjálf var hún ekki fjölyrt
um sína hagi, það skipti hana
jafnan meira máli að létta undir
byrðar vina sinna, og þeir voru
margir. Við minnumst hennar
með þakklæti og trega, það segir
sína sögu.
Guðný giftist aldrei og átti enga
afkomendur, en við, stór hópur
systkinabarna hennar og aðrir
góðir vinir, áttum rúm í hjarta
hennar, sem værum við hennar
börn.
Hugur okkar reikar til barnsár-
anna, mynd Guðnýjar er björt og
skýr i hugum okkar. Arin liðu, við
uxum úr grasi, giftumst og eign-
uðumst okkar börn, ást hennar og
umhyggja náði til þeirra líka.
Með þessum linum viljum við
þakka elskulegri frænku okkar
fyrir umhyggju hennar og elsku i
okkar garð, og barna okkar. Vina-
hópurinn var stór, hjarta hennar
var stórt.
Vertu sæl, Drottinn Guð þig
þeiði.
Frænkur.