Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 32
^ÞEIR RUKR
uissKiPTin scm
nuGivsni
nucivsmcRR
^*-»22480
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1974
Ytri-Njarðvík:
BANASLYS
SA hörmulegi atburöur gerðist f
Ytri-Njarðvík um hádegisbilið sl.
sunnudag. að fjögurra ára
drengur varð undir afturhjóli
vörubifreiðar, sem ekið var aftur
á bak, og beið drengurinn sam-
stundis bana.
Tildrög slyssins voru þau, að
drengurinn, sem var að leik
MAÐUR
TÝNDUR
í EYJUM
I VESTMANNAEYJUM hefur
staðið vfir víðtæk leit að fertug-
um manni, Garðari Jðnssyni. frá
því á sunnudaginn. Síðast sást til
feröa Garðars á laugardagskvöld-
ið, og var hann þá á gangi í mið-
bænum í Vestmannaeyjum.
Leitað hefur verið um alla
eyjuna. I gærkvöldi átti að hefja
leit með sporhundi Hjálparsveita
skáta.
Garðar Jónsson er aökomumað-
ur í Vestmannaeyjum. Hann hef-
ur starfað þar mikið á undanförn-
um vertíðum. Garðar er meðal-
maður á hæð, þrekinn, dökkskol-
hærður og með hrokkið hár.
AUGLYSENDUR
eru vinsamlegast
beðnir að athuga, að
síðasta blað fyrir
hvítasunnu kemur út
laugardaginn 1. júní.
— Æskilegt er, að
handrit berist sem
f.vrst og eigi síðar en
kl. 6 e.h. á fimmtudag.
skammt frá þar sem bifreiðin
stóð, hljóp af stað í áttina til
hennar er hún var sett í gang, en
faðir hans var ökumaður hennar.
Þegar drengurinn var rétt
kominn að bifreiðinni varð
honum fótaskortur fyrir aftan
annað afturhjólið með fyrr-
greindum afleiðingum. Nokkrir
sjónarvottar voru að slysinu og
-eyndu þeir að gera ökumanni
viðvart, en hann heyrði ekkí
aðvörunaróp þeirra fyrr en um
seinan.
Tveir~II
ára stálu
skotum
I GÆKMORGUN var brotizt inn í
vinnuskúr Breiðholts hf. í Breið-
holti. Stolió var nokkru magni af
naglaskotum. Lögreglan var fljót
að hafa uppi á þjóíunum, sem
reyndust vera tveir drengir, 11
ára. Þeir skiluðu aftur þeim skot-
um sem þeir höfðu ekkí þegar
sprengt. Það þarf ekki að taka
fram hve hættuleg slík skot geta
verið í höndum barna, og því skal
það brýnt íyrir þeim sem sjá börn
með siík skot að leik, að tilkynna
það lögreglunni strax.
Iscargo kaupir
nýja flugvél
I GÆKKVÖLDI lenti á Keykja-
víkurflugvelli flugvél sem vöru-
flutningaíelagið Isearco keypti
fyrir skömmu í Noregi. Vélin er
af gerðinni Douglas DC-6A, og er
hún sérstaklega útbúin til vöru-
flutninga. Iscarco á nú þrjár DC-6
flugvélar.
I. Sól hækkar á lofti, og fólk notar hvert tækifæri sem gefst til að njóta hennar. Og hvað er þá betra
en skreppa í Laugarnar? (Ljósm. Mbl. 01. K. M.)
Vinna má pepsín
úr kútmögum hér
NEFND sérfræðinga, sem unnið
hafa að þvf að kanna grundvöll
fyrir framleiðslu lyfjaefna hér-
lendis úr innlendum hráefnum,
telur að mikið magn innlendra
hráefna sé hér fvrir hendi hent-
ugt fvrir lífefnaiðnað. Hráefni
Nefnd frá GATT rannsakar
efnahagsaðgerðir Islendinga
GATT, Alþjóðastofnun um tolla-
mál, sem situr í Genf, skipaði á
mánudag sérstaka rannsóknar-
nefnd, sem á að athuga svokallað
innborgunarkerfi, sem ríkis-
stjórnin setti á nýlega. Með þvf er
innflytjendum gert að greiða inn
á reikning Seðlabankans 25% af
andvirði innfluttrar vöru og skal
fjárhæðin liggja á reikningnum í
90 daga með 3% vöxtum. Formað-
ur nefndarinnar er fuiltrúi
Ástralíu hjá GATT, Colin Teese.
Jafnframt fól GATT fram-
kvæmdastjóra sínum Oliver Long
að hefja viðræður við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn um greiðslu-
stöðu Islendinga út á við.
Kannsókn sem þessi hefur
aldrei áður farið fram á efnahag
Islendinga. Þórhallur Asgeirsson,
ráðuneytisstjóri í viðskíptaráðu-
neytinu, sagði í viðtali við Mbl. að
tilgangur með athuguninni væri
sá að sjá, hver áhrif þessar ráð-
stafanir kynnu að hafa á viðskipti
íslendinga við aðrar þjóðir. Þór-
hallur sagði að menn hefðu búizt
við þessum viðbrögðum frá GATT
og vitað að slík nefnd yrði skipuð.
Við því væri þó ekkert að segja,
viðskiptaráðune.vtið mynd láta í
té upplýsingar og skýringar á því,
hvers vegna íslenzk stjórnvöld
hefðu talið þetta nauðsynlega ráð-
stöfun. Sagði hann að athugun
sem þessi tæki talsverðan tíma og
að öllum líkindum yrði búið að
afnema innborgunarkerfið áður
en henm lyki. Innborgunarkerf-
inu er gert að gilda til 30. septem-
ber.
Um viðræður framkvæmda-
stjóra GATT við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn sagði Þórhallur, að
verkaskipting milli GATT og
gjaldeyrissjóðsins væri sú, að
GATT fjallaði um viðskiptahöml-
ur, en sjóðurinn um greiðslur eða
yfirfærslur á gjaldeyri. Hann
kvað það enn ekki hafa verið skil-
Framhald á bls. 18
þessi eru innyfii fiska, hvala og
sláturdýra. Unnt er að vinna
enzýma hormóna o.m.fl. úr þessu
hráefni og senda síðan úrganginn
til mjölvinnslu eins og gert hefur
veriö.
Lífefnaiðnaði og þar með enzým
iðnaði er spáð vaxandi gengi á
næstu áratugum og er verðlag á
þessum efnum geysihátt. Sem
dæmi er í skýrslu nefndarinnar
tekið, að unnt sé að vinna pepsin
úr kútmögum, hvalsmögum og
vömbum sláturdýra. En verð á
pepsíni er um 400 kr. grammið
eða 400 þús. kr. kílóið.
Ur svilum eru unnið sterólar,
15—20 tonn úr 5000 tonnum, en
þar eru einnig á ferðinni verð-
mætir hormónar og ef reiknað er
1% af sterólmagninu þá fást 200
kg. Verð þessara hormóna er mis-
jafnt, en af testosteroni kostar
það 100 kr. grammið,
andrósteróni 300 kr. grammið og
.estradíóli 2400 kr. grammið.
FRAMBOÐSLISTISJALFSTÆÐ-
ISFLOKKSINS í REYKJAVÍK
Á fundi Fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavfk I
gærkvöldi var tekin ákvörðun um
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins I Keykjavík við alþingiskosn-
ingarnar 30. júní n.k. Framboðs-
listinn er þannig skipaður:
1. Geir Hallgrímsson,
fyrrv. alþm.
2. Gunnar Thoroddsen,
fyrrv. alþm.
3. Kagnhildur Helgadóttir,
fyrrv. alþm.
4. Jóhann Hafstein,
fyrrv. forsætisráðherra.
5. Pétur Sigurðsson,
fyrrv. alþm.
6. Ellert B. Schram,
fyrrv. alþm.
7. Albert Guðmundsson
stórkaupmaður.
8. Guðmundur H. Garðarsson
viðskiptafr.
9. Geirþrúður H. Bernhöft
ellimálafulltrúi
10. Gunnar J. Friðriksson
iðnrekandi
11. Kristján J. Gunnarsson
fræðslustjóri
12. Áslaug Kagnars
blaðamaður
13. Gunnar Snorrason
kaupmaður
14. Þórir Einarsson
dósent
15. Halldór Kristinsson
sölumaður
16. Karl Þórðarson
verkamaður
17. Bergljót Halldórsdóttir
meinatæknir
18. Gunnar S. Björnsson
trésmiður
19. Sigurður Þ. Arnason
skípherra
20. Siguröur Angantýsson
rafvirki
21. Ragnheiður Guðmundsdóttir
læknir
22. Jónas Jónsson
frkv.stj.
23. Birgir Kjaran,
fyrrv. alþm.
24. Auður Auðuns,
fyrrv. ráðherra.
Ur skúflöngum og briskirtlum
má vinna fleiri meltingarenzým,
t.d. trypsín. Verð á trypsín og
öðrum slíkum enzýmum fer eftir
hreinleika, en er frá 12 þúsund til
800 þús. krónur kg.
Magn þessara efna, sem vinnan-
leg væru úr íslenzku hráefni eru
væntanlega tugir, ef ekki hundr-
uð kg af þessum verðmiklu efn-
um segír í skýrslu nefndarinnar
en hana skipa þeir dr, Sigmundur
Guðhjarnason prófessor, Almar
Grímsson deildarstjóri, Reynir
Eyjólfsson lyfjafræðingur, Þor-
leifur Jónsson viðskiptafræðing-
ur og dr. Björn Dagbjartsson mat-
vælaverkfræðingur.
Telja þeir tímabært að rann-
saka hráefniö og kanna hvort við
getum ekki hagnýtt okkur þessa
þróun og breytt okkar verðlitlu
aukaafurðum í verðmeiri útflutn-
ingsframleiðslu. Telur nefndin
nauðsynlegt að ráða hæfa starfs-
menn til að sinna þessum rann-
sóknum, sem geti farið fram hjá
Kaunvisindastofnun Háskólans
og Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins og notað aðstöðu og tækja-
búnað þessara stofnana.
I skýrslu nefndarinnar er
fjallað um hugmyndir um vinnslu
nýtanlegra efna úr aukaafurðum
úr fiski, hval og sláturfé. Þar
segir t.d. að svil hafi verið flutt
út, sem notuð hafi verið til mjöl-
framleiðslu fyrir lyfjaverk-
smióju, og ekki sé ólíklegt að nota
mætti kynkirtla úr lambhrútum
og hvölum til stereoframleiðslu á
svipaðan hátt og svilin. Einnig sé
vitað að í öllum meltingarfærum
(mögum, löngum, görnum) sé
mikið af chólesteróli og ef fram-
leiðsla þess eða annarra steróla
teljist arðvænleg, sé I innyflum
mikið viðbótarhráefni.
Þær fiskafurðir, sem hugsan-
lega myndu verða notaðar til llf-
enfaiðnaðar eru fyrst og fremst
innyflin, roð og lifravefur. Og
víða erlendis eru ýmsir kirtlar
Framhald á bls. 18