Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1974
Me.vvant fer inn í nýjasta
bílinn sinn. Hann hefur átt
tugi bíla síðan hann kevpti
fvrst gamla Ford 1918.
Viðtal við
Meyvant
Sigurðsson
á Eyði áttræðan
Ok lœkninum í nœturvitjanir í
gamla Ford í spönsku veikinni
Meyvant f d.vrunum á Eiði
Me.vvant Sigurðsson, sá Reyk-
víkingurinn sem vzt býr í borg-
inni, varð áttræður 5. apríl. í 40
ár hefur hann búið á Eiði við
Nesveg og alið þar upp 9 börn.
Tímans tönn virðist ekki hafa
sett teljandi mörk á hann.
Hann hefur ekki einu sinni
fengið gigt og bregður aðeins
upp gleraugum við lestur. En
umhverfið kring um litla hvita
húsið hans hefur tekið þeim
mun meiri breytingum. F.vrir
neðan það liggur hraðbraut,
þar sem áður var tún, fallegir
sjóvarnargarðar og fjara.
Garðarnir fóru í tveimur veðr-
um, óveðrinu þegar franska
rannsóknaskipið Pourqoi-pas
fórst 1931 og leifarnar í öðru
óveðri fvrir 3 árum.
— Vegurinn er mér auðvitað
tíl óþæginda segir Meyvant. En
ekk' hefi ég á móti þróuninni í
vaxandi borg. Mér þykir vænt
um Reykjavík og vona að þeir
megi þar ráða áfram, sem ráðið
hafa, og vona að þeim takist vel
aðgera Reykjavík að hreinni og
fallegri borg.
Meyvant telur sig vera Reyk-
víking fram í fingurgóma, enda
hefur hann átt hér langa starfs-
æfí. Hann er þó fæddur á
Guðnabæ í Selvogi 1894, en fað-
ír hans hafði flutt árið eftir til
bróður síns að Sögni í Ölfusi og
þar var fjölskyldan, þegar jarð-
skjálftinn mikli kom 1896.
Bærinn hrundi, en börnin voru
borín út í heygarð. Fjölskyldan
flutti því til Reykjavíkur, kom
hingað bláfátæk og settist að í
lítlu koti á Bergstaðastíg og fað-
ir Meyvants gerðist sjómaður.
Um aldamótin fluttust þau að
Bala við Klapparstíginn. —
Reykjavík hefur breytzt svo
mikið síðan þá, að það er alveg
ótrúlegt, segir Meyvant. Þá var
það að fara upp í sveit að fara
inn að Rauðará eða suður í
Grænuborg, þar sem Land-
spftalinn er nú.
Þegar Meyvant stálpaðist,
byrjaði hann að sækja og flytja
hesta og hafði af þv.í sæmilegar
tekjur. Ekki veitti af. Menn
fóru gjarnan í útreiðartúra um
helgar og þeir áttu hestana sína
í Kópavogi, á Digranesi, í Fifu-
hvammi, Breiðholti, á Korpúlfs-
stöðum og á Bústöðum.
Meyvant sótti þá, lagði af stað
gangandi á fyrsta staðinn, en
tók hest traustataki og safnaði
hestunum saman í Elliðaár-
hólma. Sumir leikararnir i bæn-
um voru viðskiptamenn hans,
svo sem Jens Waage og Árni
Eiríksson o.fl. Þá var ekki búið
að skipuleggja hestagæzlu, eins
og síðar varð.
Eftir það vann Meyvant hjá
danska olíufélaginu DDPA frá
1911 til 1918, þegar hann keypti
sér fyrsta bílinn. Þá kom
spánska veikin og forstjóri olíu-
félagsins skrifaði Meyvant
bréf, sem hann á enn, þar sem
hann segir honum að lána tvo
hesta og vagn frá fyrirtækinu
til að flytja sjúka og látna. En
sjálfur ók Meyvant lækninum í
næturvitjunum hans í bifreið.
— Ég tók veikina snemma, og
var einn af þeim fyrstu til að
risa upp úr henni, segir hann.
Hér var danskt skip,
Fredriksía, sem hafði losað olíu
og var á förum. Á laugardags-
kvöldið fór ég með. stýri-
mönnunum á ball, og kvaddi þá
svo um nóttina, þvi þeir áttu að
fara, segir Meyvant. En um
morguninn sá ég að skipið lá
hér enn. Þá var spánska veikin
komin í bæinn. Annar danski
stýrimaðurinn lézt úr henni.
Sjálfur veiktist ég þarna strax
um nóttina. En um hádegi á
þriðjudag var ég spurður hvort
ég gæti komið og ekið læknin-
um. Ég var að vísu ekki orðinn
góður, en fór samt og það kom í
minn hlut að aka Magga Júl.,
Magnús lækni, milli sjúk-
linganna í nýkomnum Fordbíl,
sem hafði átt að fara til
Akureyrar, en var tekinn til
þess. Við komum á kvöldin í
miðstöð hjálparstarfsins, sem
Lárus H. Bjarnason stjórnaði
og tókum beiðnirnar um
læknisvitjun, röðuðum þeim
niður og lögðum svo af stað og
ókum alla nóttina milli sjúk-
linganna. Það voru miklar
hörmungar. Ég held að það hafi
bjargað okkur, að læknirinn
blandaði alltaf toddýi á hita-
brúsa og við dreyptum á því á
nóttunni.
— Þú hefur verið búinn að
taka bflpróf þá?
— Já, og fékk mér fyrsta bíl-
inn eftir þetta, á árinu 1918.
Það var gamli Ford. Ég hafði
faríð mína fyrstu ferð í mótor-
vagni, þegar Thomsen fékk
fyrsta bílinn og ég ók með hon-
um eina ferð fyrir 25 aura. Okk-
ur þótti mjög merkilegt að sjá
hvernig þessi farartæki komust
um og hvernig menn lögðu á
stýrið o.s.frv.
Meyvant hætti sem sagt hjá
olíufélaginu danska um haustið
og gerðist bifreiðastjóri, ók
fólki um bæinn og á sumrin tíl
Þingvalla eða austur að Ölfusá.
Vegir voru vondir, þvf þeir
voru svo sundurskornir af
hestakerrunum, segir Meyvant.
En gamli Ford var góður, léttur
og sterkt í honum. Þá var ekki
fært austur fyrir Þjórsá nema í
skráþurru, því annars var ekki
fært bílum um moldargöturnar.
Eftir þetta eignaðist Meyvant
hvern bílinn á fætur öðrum og
hefur sjálfsagt átt marga tugi
bíla um æfina. Einu sinni rak
hann bifreiðastöð og átti 12 bíla
sjáifur. En það fór ekki vel.
Upp úr því missti hann bílana
og húsið og stóð uppi blásnauð-
ur. — Það var pólitísk árás, af
því ég var Sjálfstæðismaður,
segir hann. Þá voru fjórar
aðrar bílastöðvar í bænum og
þar átti hver sinn bíl. Þeir ráku
stöðvarnar fyrir jafnað-
argreiðslu. Mér gekk vel
að fá verkefni. Ég var kurteis
og þægilegur maður og síma-
stúlkunum var vel við mig og
vísuðu gjarnan á mig og ég
hafði fengið aksturinn hjá
flestum útgerðarfélögunum,.
En þá lét Héðinn Valdi-
marsson, sem var formaður
Dagsbrúnar, alla hina slá sér
saman f eina stöð, þar sem
menn máttu eiga sinn bíl og aka
honum sjálfir, og verkamenn
afgreiddu ekki aðra. Það var
sett vinnubann á mína bíla.
Enginn gat neitt við þessu gert,
þó ég hefði skráð fyrirtæki og
löggilt, þvf engin vinnulöggjöf
var til í landinu. Og þar missti
ég ailt. Þá var ég svo fátækur
að ég átti ekki skyrtuna sem ég
stóð í, segir Meyvant. En nú er
ég rikastur allra, því ég skulda
engum neitt, bætir hann svo
við.
— Svo kom kreppan?
— Já, svo kom kreppan
og þá var erfitt. Ég var
svo stór upp á mig, að
ég vildi ekki biðja neinn um
neitt. Þá var konan mfn,
Elisabet Jónsdóttir, minn
mikli styrkur. Hún vakti nótt
og dag við að stagla og stoppa
flíkurnar á mig og krakkana.
Ég hafði verið alinn við að
þiggja ekki af öðrum og það
hefi ég aldrei gert. Ég hefi
alltaf gert meiri kröfur til
sjálfs mín en annarra. Þess
vegna er ég líklega Sjálfstæðis-
maður.
— Áður var hægt að fá snúð
og mjólkurgla fyrir 8 aura, svo
maður þurfti ekki mikið. Og
hefðí verið hægt að fá 400
snúða fyrir það sem einn kostar
í dag, bætir Meyvant við og
hlær þegar talið berst að dýrtíð-
inni og þeim breytingum sem
orðið hafa á verðlagi.
Meyvant er ekkert að kvarta í
lífinu. Og enn sést hann stund-
um í anddyri Háskólabíós, þar
sem hann var lengi við dyra-
vörzlu. Einnig var hann um
tima umsjónarmaður með
háskólalóðinni og leit eftir
Stúdentagörðunum og kom þá
ágætlega saman við unga
fólkið, sem hann segir að sé
efnilegt og gott.
— Það hefur hjálpað mér f
lífinu að ég er léttlyndur, segir
hann, kveinkaði mér ekkert þó
ég fengi áföll í lífinu. Stundum
rífst ég bara við sjálfan mig og
brýni mig til dáða. Ég bý hér
úti við sjóinn i húsinu mínu,
sem er æði tómlegt eftir að
konan dó. En ég hefi sólina
allan daginn á einhverjum
glugganum, fallegt útsýni og
sólsetrið á Flóanum. Og mér
líður vel.
Meyvant ætlaði að taka á
móti vinum sínum og veita
þeim kaffisopa í Valsheimilinu
daginn eftir afmælið, laugar-
daginn 6. apríl, kl. 4—7 og litu
margir inn, því Meyvant er
félagslyndur maður og vel
kynntur í borginni, þar sem
hann hefur búið i nærri 8 ára-
tugi. — E.Pá.
Stórkaupmenn um stefnu stiórnarinnar:
Vöruskortur, spá-
kaupmennska og
svartamarkaðsbrask
STJÓRN Féiags fsíenzKfa Sfor-
kaupmanna segir í greinargerð
sem Mbl. hefur borizt, að ráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálum séu alltof seint fram
komnar, ófullnægjandi, of ein-
hliða og beinlínis skaðlegar at-
vinnulffi landsmanna. í greinar-
gerðinni segir, að stjórn F. Í.S. sé
Ijóst að nú sé sívaxandi halli á
vöruskiptajöfnuði landsins og
gjaldeyrisvarasjóðurinn fari
minnkandi og því sé gagnráðstaf-
ana þörf til að mæta þessum
vanda. Hins vegar séu ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar í þeim efnum
allsendis ófullnægjandi, þar sem
þær miði fyrst og femst að því að
draga úr vöruframboði, en lítið
sem ekkert sé gert til að draga úr
eftirspurn eftir vörum og þjón-
ustu á tilsvarandi hátt.
Þá segir, að ráðstafanirnar
muni leggjast þungt á innflytj-
endur matvöru og neyzluvara sök-
um þess, að birgðir þeirra séu nú í
lágmarki eftir farmannaverkfall-
ið auk þess sem þeim sé óheimilt
að taka eriend vörukaupalán og
innlendir bankar stórminnki út-
lán sín til verzlunarinnar. Þó |
muni þessar ráðstafanir leggjast
þyngst á þær greinar innflutnings
og heildverzlunar, sem flytja inn
fjárfestingar- og rekstrarvörur
fyrir landbúnaðinn og ýmsa fram-
kvæmdaaðila. Vöruflutningaskip-
in streymi nú til.fandsins hlaðin
síðbúnum nauðsyhja- og rekstrar-
vörum, sem hlaðiát upp f vöru-
geymslum skipafélaganna sökum
þess að fjármagn skortir til að
leysa þær út. A sama tfma gangi á
birgðir iðnfyrirtækja, heildverzl-
ana og kaupmanna sakir þess, að
vörur berast ekki nægilega ört að
vegna fjármagnsskortsins.
Segir, að til mikils samdráttar
muni koma í vöruframboði inn-
flutnings og heildverzlunar, sem
hafa muni í för með sér truflandi
áhrif á atvinnulíf þjóðarinnar,
tæki og varahluti muni skorta fyr-
ir sjávarútveg og landbúnað, iðn-
aðinn muni skorta hráefni og
vélavarahluti, byggingariðnaðinn
verkfæri og nauðsynleg bygging-
arefni og loks muni samgöngu-
greinar vanhaga um vörubifreiðir
og ýmsa varahluti. Ur fram-
kvæmdum muni þvf draga á mjög
ókerfisbundinn hátt.
Þá segir, að vöruskortur muni
ýara vaxandi á næstu vikum og
hafa í för með sér innkaupaæði,
spákaupmennsku og jafnvel
svartamarkaðsbrask milli neyt-
enda sé ekki skipt um stefnu hins
opinbera á þessum málum. Segir,
að það tjón og sú röskun, sem
verða muni í atvinnuiífi þjóðar-
innar, muni því reynast almenn-
ingi dýrkeyptari en sá bati í efna-
hagslífinu, sem stefnt sé að með
ráðstöfunum þessum.
Þá segir orðrétt í greinargerð
stórkaupmanna:
Stjórn Félags íslenzkra stór-
kaupmanna mótmælir harðlega
þessari frystingu á verulegum
hluta rekstrarfjár félagsmanna
og telur, að innborgunarskyldan
sé hreint leigunám, þar sem
óverulegar bætur komi fyrir, því
að aðeins 3% ársvextir koma á
geymsluféð, en fullljóst má vera,
að fé þetta muni lánað ríkissjóði
meó fullum vöxtum a.m.k. 12%
þar sem kunnugt er, að verulegur
halli e.r á ríkissjóði, sem Seðla-1
bankinn hefur f jármagnað.
Stjórnin skorar á ríkisstjórnina
að afnema reglur þessar í áföng-
um frá og með 15. júní n.k., þann-
ig að 25% lækki þá í 15%, siðan
lækki 15% í 5% hinn 15. júlí og
verðí loks afnumdar að fullu 15.
ágúst, og telur, að þannig verði
komizt að mestu hjá þeim skakka-
föllum í atvinnulífi landsmanna,
sem fyrirsjáanlegar eru að
óbreyttu, og áður er lýst.