Morgunblaðið - 01.06.1974, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1, JUNÍ 1974
LISTAHÁTÍÐ
1974
Bassasöngvarinn
Martti Tavela
Keisari bassanna og
píanósnillingur koma
A listahátíð munu tvisvar
sinnum koma fram frægir lista-
menn á einkatónleikum, sem
áreióanlega má teljast til Iist-
vióburöa hér. Það er Daniel
Barenboim, sem hefur pfanó-
tónleíka í Háskólabíói 9. júní og
söngvarinn Martti Tavela
syngja þar meó undirleik Vladi-
mirs Ashkenazys.
Barenboim er Islendingum
að góðu kunnur. Hann kom hér
á listahátíöinni 1970 og hélt þá
hljómleika ásamt konu sinni,
sellóleikaranum Jaequline du
Pré, auk þess sem hann stjórn-
aði Sinfóníuhljómsveit íslands.
Barenboim er ungur maður,
rétt líðlega þrítugur, en tónlist-
arferiil hans hófst snemma, því
hann var eitt af undrabörnun-
um svonefndu, kom fyrst fram
opinberlega 7 ára að aldri
heima hjá sér í Buenos Aires.
Og hann var ekki nema 12 ára,
þegar hann hafði haslað sér
varanlegan völl í Evrópu og 15
ára sigraði hann Bandaríkin,
eins og þaó var orðað.
Undrabörn eiga oft erfitt
uppdráttar sem þroskaðir lista-
menn en það urðu ekki örlög
Barenboims. Hann hefur átt
óslitinn tónlistarferil og verið
jafn eftirsóttur sem hljómsveit
arstjórí og píanóleikari. Hann
ferðast um og stjórnar og leikur
með öllum helztu hljómsveitum
í Evrópu og Ameríku. Hljóm
plötur hanseru heimskunnar.
Hann hefur t.d. leikið inn á
plötur með New Phílharmonic
og Otto Klemperer alla píanó-
konserta Beethovens, og með
Ensku kammerhljómsveitinni
alla píanókonserta Mozarst. En
með þeirri hljómsveti hefur
hann mikið starfað. Það þótti
tíðindum sæta, að í fyrra stjórn-
aði Barenboim í f.vrsta sinn
óperu, Don Giovanni eftir Moz-
art. á Edinborgarhátíðinni. Nú
kemur hann til Islands, og held-
ur píanókonsert í Háskólabíói.
Upphaflega hafði verið gert ráð
fyrir, að hann stjórnaði Sinfón-
fuhljómsveitinni, en af því
verður ekki.
Finninn Martti Tavela kemur
nú til Islands í fyrsta sinn.
Hann er taiinn einn af mestu
bassasöngvurum heims og hef-
ur verið síðasta áratug. Hann er
stór og nnkill og stundum kall-
aður risinn frá Karela, og keis-
ari bassanna. Fram undir þetta
hefur frægð hans verið mest í
óperum. I 10 ár var hann að-
dráttarafl í Rínaróperum og
síðustu árin hefur hann verið
einn aðalforustumaður óperu-
hátíðarinnar í Savonlinna í
Finnlandi, þar sem hann í sum-
ar syngur titilhlutverkið í óper-
unni Boris Goudonov eftir
Mussourgsky.
I vetur tók Tavela sig allt í
einu til og hélt ljóðatónleika
víða í Evrópu við frábærar und-
irtektir. Hann hafði lagt stund
á ljóðasöng heima í Finnlandi
áður en frægðarferill hans
hófst á óperusviðum Evrópu og
hlotið 1. verðlaun fyrir ljóða-
söng árið 1959. Nú tók hann
aftur upp þráðinn og íerðaðist
til 15 borga í Evrópu með ljóða
kvöld, þar sem hann fiutti við-
kvæmustu Schubertsverk og
verk eftir Brahms, Kilpinen og
Rachmaninow. Hlaut hann
stormandi undirtektir. Og nú
ætlar Tavela að heimsækja Is-
land og syngja í Háskólabíói og
Achkenazy ætlar að leika undir
fyrir hann.
Loftur
Júlíusson:
Variðland
Varnarmálin eru eitt aðal-
þrætuefnið í íslenzkum stjórn-
málum og risa einna hæst nú
þessa dagana, eftir að niðurstöður
undirskriftalista Varins lands
lágu endanlega f.vrir. Er niður-
stöður þessar voru kunnar, var
líkl og hellt hefði veriðoliu á eld,
þvílík voru viðbrögð svokallaðra
hernámsandstæðinga, sem fengu
hressilega að finna fyrirþví, að til
er hér á Islandi fólk, sem fengið
hefur nafngiftina Jiinn þögli
meirihluti", og þá svíður undan
því sem eðlilegt er. að þessi fjöl-
menni hópur skuli dirfast að tjá
skoðun sína með eiginhaldar-
undirskriftum.
Ennþá. sem betur fer. búum við
Islendingar í lýðfrjálsu landi þar
sem allur almenningur má láta
skoðun sina f ljós opinberlega, eíi
slfkl er ekki hægt að gera. þar
siifn kommúnismi og einræði ráða
ríkjum eins og allur almenningur
á jslandi veit. sem fylgist með
fr.etium um slíkt úr fjölmiðlum
frá Ix'ssum liindum.
Aslæðati lyrij, því. 4|i5 t;g. hr.ipa
þgssnr I íimr. er sú. að ég iel
sMldu iuiiia ,ið IRyk’ga-
gi*ein l'yrtr undtrskrilt ntinni á
fyrrgreindan lista, en til þess þarf
ég að fara nokkuð aftur ftímann,
tíl áranna fyrir strið. milli 1935 og
1940. Þá voru hér á landi svo-
kallaðir krepputímar. og fólk
Itafðt varla til hnífs og skeiðar.
atvmnuleysi var mikið og landið
langt frá alþjóðaleið ef svo má
kalla. \ þessum árum var ég til
sjós, aðallega á toguruin, og sigld-
utn viðmikið með ísfisk á enskan
og þýzkan markað. Þjóðverjar
voru þá miklir viðskiptavinir
okkar og áttuin við margvísleg
samskipti við þá á ýmsum sviðum.
Engan óraði þá fyrir þeim snöggu
umskiptum, sem urðu, þegar
heimsstyrjöldin brauzt út haustið
1939, og því síður öllum þeim
harmleik, sem dundi yfir sjó-
mannastétt okkar meðan á
styrjöldinni stóð.
Eg var einn af þeitn, sem sigldu
því nær iill stríðsárin með ísfisk
til Englands, að undanskildum
2 vetrum. setn ég var í Stýl'i-
mannaskólanum, árið
1939—'40. Strax í byrjun stríðs-
ins voru öll fslenzk skip, sem
sigldu til útlanda, merkt
ineð stórum islenzkum fánum,
máluðum á báðar skipshliðar
og naifnið ISLAND með stóruin
stöfum við hliðina. Þetta átti að
tákna hlutleysi l'mtdsþas gagnyai't
stríðsáði luih, VoVulrt Vlð Í göðri
trú um, að tillit væri tekið tíl þetjs
og ,við fengjuin að fara ferða okk-
ar nær óáreittir, því að eina lífs-
bjöt'g : þjóðarinnajf var að koírtá
ftsknuiip til siku á enskan tnarkað
fyrir inijkla pe-nfqga. Sama trtáli
gegndi uin flutningaskipin okkar,
þau þurftu að sækja varninginn
heim frá Bandaríkjunum til að
fæða og klæða þjóðina. En Adam
var ekki lengi í Paradís. lllut-
leysismerkin á skipunum dugðu
skammt, þvi að fljótlega fóru
Þjóðverjar að skjóta niður skip
okkar og murka lífið úr varnar-
lausum sjómönnunum með vél-
byssuárásum, aðallega frá kafbát-
um, og mörg skipin hurfu i haftð
með allri áhöfn án þess að nokkur
væri til frásagnar um endalokin.
Hin fslenzka sjómannastétt var í
víglínunni öll stríðsárin, og var
það mikil blóðtaka fyrir svo
fámenna þjóð sem Islendinga að
missa sína beztu syni í blóma lífs-
ins, en talið var, að hlutfallslega
misstu Islendingar fleiri menn í
stríðinu en hinar stríðandi þjóðir.
Blóðtakan var mest í byrjun
striðsins, þegar hertaka landsins
átti sér stað. Það var hlutur, sem
engan Islending óraði fyrir að
gæti átt sér stað eða gengi svo
fljótt fyrir sig. Ég var á vakt um
borð í togaranum, sem ég þá var
á, staddur i Reykjavíkurhöfn
þann örlagaríka morgun, er
tundurspillarnir brezku brunuðu
inn á Reykjayikip'hpfn q^., her-
menn, gráir " fyrír járnumÆ
geystust upp á hafnarbakkann OjM
dreifðust um allan miðhæinng
líójtur ’ voþn-aðra sjóliða kom
stuttu seinna niður að togara
þeiin, er ég var á. Skipuðu þeir
mér með vopnavaldi að sa'kja
’ strax heim skipstjórann, sem ég^
og' gerði, éh siðári var tógarínn,^
'ás'amt nokkruin öðruin skipúm íp
höfninni nófáðúr'dfl 'flutiíthgá ár*
hergögnum milli herflutninga-
skips, er lá á ytri höfninni, og
lands. Eg ætla nú ekkt að rekja
þennan þátt sögunnar frekar, því
að hann er vel skráður, en vil
aðeins minna á, að upp frá þessu
verða ein mestu þáttaskil í sögu
Islands, hrein atvinnuby Iting, þar
sem á landi hér þurrkast úr allt
atvinnuleysi og kaupgreiðslur
margfaldast; Islendingar kasta
frá sér þeim einu vinnuverkfær-
um, sem þekktust þá, skóflu, haka
og járnkarli og taka til við að nota
stórvirkar vinnuvélar og nýjar
vinnuaðferðir í hinni frægu
Bretavinnu. Síðan komu Banda-
ríkjamenn með sina verkkunn-
áttu og framkvæmdir í stórum
stíl, sem við búum að enn þann
dagí dag.
Mér verður nú á að spyrja, hvar
við Islendingar værum á vegi
staddir, hef ðu þessi þáttaskil ekki
orðið á þessum árum, þessum
hörmungarárum, sem yfir
heiminn gengu? Islenzka þjóðin
græddi óhemju fé, sem hún býr
að enn þann dag i dag. En ég vil
halda svolítið áfram með söguna,
þó að margt vanti í hana og
stiklað sé á stóru. Við, sem stóð-
um áfram í eldlínunni fiskandi og
siglandi með fiskinn tilEnglands,
fórum fram á við Bretana að fá
vopn um borð í skipin og fengum
þau, bæði riffla, vélbyssur og loft-
varnabelgi, sem komið var fyrir
ofan á stýrishúsinu og skotið hátt
í loft upp. Voru þeir tengdir ör-
þunnum stálvir, sem festur var í
lof t. stýrishússins og notaðir ef
mqð; þurfti til varnar gegrt fltig-1
vé faá rásum og til að fyrirbýggjá;
að’-ovinaflugvélar gætu rennt sér
yf'9'jskipið og hafið vélbyssu- eða
spíengjuárásir á það. Okkur var
kefitit að fara með fyrrgreindan
vo|rtabúnað, auk þess sem stýris-
húséýor.u varín með skotheldum
stálplötúm. Með þessum vopnum
og útbjahaði höfðum við þajÍ'á
tilfinnTHgunni, að við værum
miklu öruggari um líf okkar og
gætum varizt að einhverju leyti,
ef á þyrfti að halda, því að
reynslan hafði kennt okkur, að
hlutleysi og álgjört varnarleysi
voru ekki til í striði.
Það er eftiriektarvert að heyra
og sjá í útvarpi og sjónvarpi og
lesa í blöðum rök og álit þeirra
manna, sem kalla sig hernáms-
andstæðinga. Þeirra á meðal eru
hálærðir prófessorar, kennarar og
háskólanemar, flestir ekki fæddir
eða komnir til vits og ára, er
síðasta heimsstyrjöld brauzt út og
vita þvi ekkert, hvað stríð eða
hernám er i raun og veru, utan
það, sem þeir hafa Iesið í bókum
og séð leikið í myndum f sjón-
varpi og kvikmyndahúsum.
Reyndar séð glefsur úr frétta-
myndum af styrjöldum, sem háð-
ar hafa verið úti í heimi á sl.
árum.
Þeir tala mikið um herinn hér á
landi og bera fram háværar kröf-
ur um að hann fari burt. Það var
hægt að tala um hermenn hér á
íslandi á styrjaldarárunum, er
þeir gengu hér um götur með
alvæpni og voru í yfirgnæfandi
meirhluta, dreifðir um allt land.
Ég hefi ekki rekizt á slfka menn
frá styrjaldarlokum, en ég hefi
heyrt talað um varnarliðsmenn,
sem séu suður á Keflavfkurflug-
velli, og það gefur mér álíka
öryggiskennd að hafa þá þar og i
striðinu, eftir að við fengum vopn
í hendur um borð í skipin okkar,
því að reynslan kenndi okkur, að
hlutleysi er ekki til og verður
aldrei til nema í orði, .á íneðan
fítýrjaldarástand er yfirvcjfandi i
heiminum, og jafnvel ekki á svo-
kölluðum friðártimum.
Ég hefi reýrtt að færa riik fyrir
afstöðu mi'nrií til Varins lands'tog1.
byggi þáu á’féynslu minni úr s|ð|
ustu st:#jöld. jEn ég vil spyrjaj
hyérbrú raúrihæf rök þeirra, s^rrt
! jjlýrjast gégri þy,í, að landið sé vÍrk
tð? Ætl'á þeir að leysa sjómaniiak
stéttina af i næstu styrjöld og lofa
henni að hvíla sig á að brauðfæða
og klæða landsbúa, (sem ég
reikna með að þurfi eins og í fyrri
heimsstyrjöld vegna legu lands-
ins) veifandi dulu hlutleysisins,
eða hafa þeir fundið upp eða
reiknað út einhverja algilda lausn
til bjargar þjóðinni á hættustund,
þegar þar að kemur?
18. marz 1974.