Morgunblaðið - 01.06.1974, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNI 1974 21
Frystihúsin að stöftvast?
Rætt við nokkra frysti-
húsamenn á aðalfundi SH
Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var
haldinn i gær og fyrradag að Hótel Sögu. Komið hefur fram,
að rekstursstaða frystihúsanna er nú mjög slæm og eru
mörg þeirra rekin með tapi. Morgunblaðið sneri sér í gærtil
nokkurra fulltrúa á aðalfundinum og leitaði álits þeirra á
reksturshorf um frystihúsanna. Fara viðtölin hér á eftir.
Rekstrargrundvöllur togar-
anna er brostinn
Einar Sveinsson forstjóri Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar:
— Verðlagsþróunin var þegar
orðin mjög óhagstæð, þegar kaup-
hækkanir og aðrar rekstrarhækkanir
komu til framkvæmda 1. marz sl. og
má segja, að þá hafi rekstrargrund-
völlur útgerðarinnar brostið. Með
þessu er ég ekki að segja, að verka-
fólkið hafi ekki haft þörf fyrir þessa
kauphækkun, en það verður að vera
samræmi 1 hlutunum. Eins og nú
horfir er augljóst, að þessi þróun
getur ekki gengið til lengdar. Ofan á
þetta bætist mikill og langvarandi
taprekstur togaranna Mikið er rætt
um ráðstafanir til að mæta þeim
vanda, sem framundan er eftir 1.
júní, en ég tel, að sá vandi sé þegar
fyrir hendi. 20% af brúttótekjum
Gfsli Konráðsson frá Akureyri.
togaranna eru bundin til afborg-
unar, en reksturinn i dag er ekki
betri en það, að tekjur hrökkva ekki
fyrir beinum útgjöldum. Þessari
20% bindingu er ekki hægt að
mæta með öðru móti en söfnun
lausaskulda.
— Til hvaða ráðstafana telur þú
að grípa þurfi?
— Ég sé ekki nema eitt úrræði ef
ekki á að verða um rekstrarstöðvun
að ræða, að útflutningsframleiðslan
fái greitt fyrir gjaldeyrinn það verð.
sem kostar að afla hans.
Afkoman eins slæm
og hún getur verið
Guðmundur Karlsson hjá Fisk-
iðjunni h /f f Vestmannaeyjum:
— Rekstrargrundvöllurinn nú er
eins slæmur og hann hefur nokkurn
tlma verið, m.ö.o. enginn. Þvl meira
sem við framleiðum þeim mun
meira tapar fyrirtækið. Þetta er bein
afleiðing þeirrar verðlagsþróunar,
sem verið hefur I landinu að undan-
förnu, og lækkunar á afurðaverði.
Gildir þetta jafnt um fiskvinnsluna
og útgerðina, en I útgerðinni ná
endarnir engan veginn saman. Ef
ekki verður á snögg breyting til
batnaðar fæ ég ekki annað séð en
algjör rekstrarstöðvun sé fyrirsjáan-
leg.
— Hefurðu von um, að eitthvað
rætist úr á næstunni?
— Ég sé engin merki breytinga
og held, að ekki sé langt i það, að
fiskvinnslufyrirtækin gefist hreinlega
upp Ég hef ekki trú á, að lánastofn-
anir geti endalaust hlaupið undir
bagga. í rauninni ætti Fiskiðjan að
vera hætt allri starfsemi nú þegar,
en sllkt er náttúrulega hægara sagt
en gert.
— Hefur þú nokkrar tillögur til
úrbóta?
— Á þessu vandamáli er ekki til
nein algild lausn, en það er deg-
inum Ijósara, að skapa verður þess-
um atvinnuvegi heilbrigðan rekstrar-
grundvöll.
— Setti gosið ekki strik I reikn-
inginn hjá ykkur?
— Gosið kom auðvitað illa við
okkur, en við féllum alveg út á árinu
1973, sem var tiltölulega gott ár.
Við komum svo inn aftur um sl.
áramót, — beint inn I taprekstur,
sem kemur mun verr við okkur en
hina, sem voru I gangi 1973. Fólks-
ekla hefur líka háð okkur, en við
misstum mikið af fastafólki eftir gos-
ið. Annars hefur uppbyggingin
gengið eftir því, sem vonir stóðu til.
Skuttogararnir standa
ekki undir stofnkostnaði
Gisli Konráðsson framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa:
— Útgerðarfélag Akureyringa
Jakob Sigurðsson úr Reykjavik.
rekur 5 togara, þar af eru 3 nýlegir
skuttogarar, en 2 gamlir siðutogar-
ar. Skuttogarar eru dýr atvinnutæki
og eins og málin standa nú eru
engar líkur á, að þeir standi undir
afskriftum og vöxtum af sínu stofn-
fé. Eins og nú horfir sé ég ekki
annað en að skipin þyrftu að fást
ókeypis ef maður vildi eiga von á
sæmilegri rekstrarafkomu. Við nú-
verandi aðstæður standa þessi dýru
skip engan veginn undir stofn-
kostnaði sinum og þar af leiðir, að
afkoma gömlu skipanna verður
skárri, en vandamálið við þau er, að
á þau fást ekki menn eins og von er.
Fiskvinnslan hefur hins vegar
gengið betur og hagnaður af henni
vegið nokkuð upp á móti taprekstri
togaranna, en betur má ef duga
skal. Það er augljóst, að eitthvað
verður að gera til að koma rekstrar-
grundvelli togaraútgerðarinnar í við-
unandi horf.
— Og hvaða ráðstafana vilt þú
grlpa til?
Ég er ekki viðbúinn þvl að segja,
hvað á að gera Þetta er vandamál,
sem varðar alla þjóðina Hér er um
að ræða okkar helzta atvinnuveg og
meðan svo er, er óhjákvæmilegt að
endurnýja skipaflotann og finna ein-
hverjar leiðir til að rekstur fiskiskipa
geti haldið áfram.
Greiðsluerfiðleikar
vegna birgðasöfnunar
Guðmundur Björnsson fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Ólafsvíkur og Hólavalla h/f:
— Hjá okkur hefur afkoman verið
sæmileg að undanförnu og stafar
það m.a. af þvi, að við höfum haft
mikið og gott hráefni i vetur. Hjá
okkur voru í vetur söltuð á niunda
hundrað tonn. miðað við fullstaðinn
fisk. Auk þess framleiddum við 40
þús. kassa af freðfiski og um 900
tonn af fiskimjöli. Við gerum ekki út
sjálfir, en 10 af 19 bátum, sem
gerðir voru út frá Ólafsvlk i vetur,
voru I viðskiptum hjá okkur.
— Rekstrarumsvif ykkar hafa þá
aukizt fremur en hitt?
— Það hefur gengið á ýmsu sið-
an fyrirtækin voru sameinuð
1969—'70. Við erum nú að
stækka hraðfrystihúsið um helming
auk þess sem það verður endurnýj-
að eftir kröfum timans. Við reiknum
með að taka það í notkun nú í haust.
Ólafur Gunnarsson
frá Neskaupstað.
GuSmundur Björnsson úr
Ólafsvik.
GuSmundur Karlsson
Frá Vestmannaeyjum.
— Telur þú vera bjart framundan
hvað varðar rekstrarafkomu?
— Um það er erfitt að segja, en
sem stendur eigum við i greiðslu-
erfiðleikum vegna mikillar birgða-
söfnunar, ég vona þó, að úr því
rætist áður en langt um liður
„Vantar mikið upp á
viðunandi
rekstursgrundvöll"
Ólafur Gunnarsson, Síldar-
vinnslunni, Neskaupstað:
„Það er greinilegt, að verðlækk-
anir á afurðum undanfarið fara langt
með að koma á móti gengissiginu.
Frystihúsin vantar mikið upp á við-
unandi rekstursgrundvöll. Afkoman
var ágæt sl. ár og segja má, að
siðustu þrjú árin hafi verið mjög gott
tímabil, enda hefur ekkert veitt af.
þar sem uppbyggingin hefur verið
ör og frystihúsin orðið að mæta
siauknum kröfum um hreinlæti og
aðbúnað.
Ef verðþróunin fer enn versnandi
eða stendur i stað, þá þurfum við
frystihúsamenn að gæta vel að því,
að okkar hagur verði ekki fyrir borð
borinn," sagði Ólafur Gunnarsson
frá Neskaupstað
— Hvaða ráðstafanir þarf að gera
til að koma frystihúsunum á réttan
kjöl?
— Ég get ekki bent hér á nein
sérstök úrræði. Það horfir siður en
svo vel og búast má við, hvað sem
verða kann ofan á í stjómmálunum,
að róðurinn verði erfiður. Það er
alltaf erfitt að sannfæra fólk um, að
afurðaverð fari lækkandi Nú, mest
af þessum hagnaði, sem frystihúsin
hafa haft á undanförnum árum,
hefur farið til að byggja þau sjálf
upp og bæta hag þeirra, sem við
þau vinna. Ef afkoma húsanna er
slæm er það fljótt að segja til sin i
þjóðfélaginu.
. — Hvað um síldarvinnsluna í
Neskaupstað sérstaklega?
— Við höfum fjárfest gífurlega á
undanförnum árum Sl. tvö ár
höfum við keypt skip fyrir um 300
milljónir og jafnframt kostað um 50
milljónum til endurbóta á frystihús-
inu og saltfiskverkuninni. Og það er
ekkert lát á þeim framkvæmdum,
sem bíða Þessi mikla fjárfesting
gefur ekki tilefni til svartsýni og við
verðum að treysta því og trúa, að
Einar Sveinsson úr Hafnarfirði.
séð verði til þess, að afkoman verði
nægilega góð. Allt annað væri hrein
uppgjöf.
„HöfuSatvinnuvegirnir
geta ekki gengið svona á
höfSi"
Þórarinn Guðbergsson úr Garði:
„Það er ekkert leyndamál, að á sl.
ári var ástandið þolanlegt hjá frysti-
húsunum, en síðan hefur sigið á
ógæfuhliðina. Eftir þá hækkun fisks-
verðs, sem varð um áramótin, var
talið, að frystihúsin stæðu á núlli, en
síðan komu gifurlegar kostnaðar-
hækkanir i kjölfar kjara-
samninganna, sem alveg hafa snúið
dæminu við. Eins og nú horfir rekur
frystihúsin beint í strand. Þrátt fyrir
ráðstafanir til að stöðva visitöluna 1.
júní er ástandið mjög slæmt, þær
eru aðeins til að firra frekari
vandræðum. Verð á freðfiski fer nú
lækkandi og sölutregða hefur gert
vart við sig á erlendum mörkuðum.
Frystihúsin eru full af unninni vöru,
og okkur virðist sem bankarnir hafi
dregið í land með lánsfé og láni nú
ekki meira en lögboðið er Það gerir
stöðuna mjög erfiða einmitt nú
þegar varan hleðst upp vegna sölu-
tregðunnar og við verðum að standa
i skilum með fastar greiðslur.
— Hvernig vilt þú leysa þennan
vanda?
— Ég tel, að við eigum að draga
í land I byggingariðnaðinum í
landinu. Þar er mikið af ófaglærðu
fólki, sem starfað gæti i staðinn við
framleiðsluna, þannig að við fram-
leiddum meira en fjárfestum minna i
öðrum greinum. Annars hlýtur að
verða að gera einhverjar varanlegar
ráðstafanir, þvi að það gengissig,
sem nú hefur orðið, gerir ekki meir
en að vega upp á móti þeirri
lækkun, sem þegar er orðin á fisk-
afurðum erlendis. Hófleg gengis-
lækkun með eðlilegum hliðarráð-
stöfunum til að sporna gegn verð-
bólgunni mundi sjálfsagt einhverju
bjarga Það hlýtur að verða fyrsta
verk nýrrar stjórnar og nýs þings að
taka þessi mál traustum tökum
Höfuðatvinnuvegirnir f landinu geta
ekki gengið svona öfugir.
„12—1400 miMjóna tap á
frystihusunum í ár"
Jakob Sigurðsson hjá Sjófangi.
Reykjavík
Jakob Sigurðsson hjá Sjófangi,
Reykjavík:
„Það er augljóst mál, að öll frysti-
húsin i landinu eiga við mikla örðug-
leika að etja eins og stendur Þetta
bitnar þó mismunandi á húsunum,
eftir þvi hver aðstaða þeirra er varð-
andi hráefnisöflun, starfsfólk og af-
komu á undanförnum árum. Mörg
frystihús þola nú nokkurn taprekstur
um takmarkaðan tíma, en reksturs-
tapið núna er svo mikið, að jafnvel
þeir sterkustu geta ekki þolað það til
frambúðar. Rétt er að geta þess, að
rekstursfjárörðugleikar hjá þessum
aðilum hljóta að hafa gert vart við
sig nú þegar vegna þess að þessi
frystihús urðu að fjárfesta mjög
verulega í endurbótum og nýbygg-
ingum til að mæta þeim kröfum,
sem nú eru gerðar, og það fé, sem
varð til hjá þeim, er alls ekki hand-
bært til að standa undir reksturstapi.
Það liggur fyrir, svo að ómótmælan-
Þórarinn Guðbergsson úr Garði.
legt er, að frystihúsin munu tapa
12—1400 milljónum króna á
þessu ári og er þá miðað við, að
reksturskostnaður aukist ekki frá þvi
sem nú erÞetta voru ummæli
Jakobs Sigurðssonar um reksturs-
ástandið í frystihúsaiðnaðinum
Jakob hélt áfram:
— Það verður verkefni næstu
rikisstjórnar að kljást við þetta
vandamál og það verður örugglega
mjög erfitt. Mest virðist talað um
gengisfellingu, enda virðist auðveld-
ast að fá samstöðu um hana. Fram
kom við gerð síðustu kjarasamn-
inga, að launþegasamtökin lögðu
alla áherzlu á að fá hækkað útborg-
að kaup, þrátt fyrir það að fyrir lá, að
atvinnuvegirnir þyldu ekki þessar
hækkanir, eins og allir vissu. Við
svona aðstæður er venjulega gripið
til gengislækkunar, en hún yrði
samt erfið núna einnig fyrir sjávarút-
veginn vegna þeirra hækkana, sem
þá yrðu á aðkeyptum vörum, og
útistandandi erlendra skulda vegna
nýju fiskiskipanna.
Ég velti þvi mjög fyrir mér, þegar
verið var að semja, að ef við Islend-
ingar hefðum i heild gert okkur Ijósa
stöðu okkar miðað við nágranna-
þjóðirnar, sem eiga nú í verulegum
efnahagsvandræðum, þá hefðum
við ákveðið að halda linunni eins og
hún var í höfuðatriðum og halda
okkar lífskjörum óbreyttum Þetta
hefði getað tekizt, þrátt fyrir rýrn-
andi lifskjör i öðrum löndum En
árangurinn af þessum samningum
er nú sá, að flestir þeir, sem töluðu
um hærri laun, halda þvi fram, að
vegna verðhækkananna, sem
óhjákvæmilega hlutu að fylgja i kjöl-
farið og allir vissu um, séu launþeg-
ar nú lítið sem ekkert betur staddir,
ef ekki verr, en atvinnuvegirnir hins
vegar komnir í mikla erfiðleika, sem
mikið átak þarf til að leysa. Þess
vegna er ekki hægt að taka þá
Framhald á bls. 47