Morgunblaðið - 01.06.1974, Síða 24
MOKGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1974
Umræðurnar á þingi:
Framíköll og stóryrði
Kommúnistar flýja undan taragasinu
Fróðlegt "etur verið að segja
frá því, sem fór fram innan
veggja Alþingishússins meðan á
óeirðunum stóð fyrir utan. Tillag-
an um að island gerðist stofnaðili
að Norður-Atlantshafsbandalag
inu kom í kjölfar viðræðna ráð-
herra fslenzku ríkisstjórnarinnar
við bandaríska kollega sína í
Washington. Tillagan var lögð
fram af ríkisstjórninni og var svo-
hljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að gerast stofnaðili fyr-
ir Íslands hönd að Norður-Atlants
hafssamningi þeim sem fulltrúar
Bandaríkjanna, Belgiu, Bret-
lands. Frakklands. Hollands. Kan-
ada, Luxembúrg og Noregs hafa
orðið ásáttirum og prentaður er
sem fylgisskjal með ályktun þess-
ari1' í greinargerð tillögunnar eru
síðan rakjn ýtarlega öll efnisatr-
iði málsins og forsaga þess.
Þó að samstaða væri meðal lýð-
ræðisflokkanna um þessa tiliögu,
með nokkrum undantekningum
þó, mætti hún harðari andstöðu
þingntanna kommúnisla. eins og
við var að búast. Umræður um
hana urðu þvf heitar. og oft að
sama skapi skemmtilegar. Steinar
J. Lúðvíksson. blm. Mbl. sagði frá
þessum umræðum i grein, sem
hann skrifaði í Mbl. 29. marz
1969, og skýrði hann m.a. svo frá:
FYRRI UMRÆÐA UM TIL-
LÖGUNA
Kl. 10. árdegis 29. marz 1949
hófst fyrri umræða um tillöguna.
Bjarni Benediktsson fylgdi henni
úr hlaði, en aðrir sem þátt tóku í
umræðunum voru Einar Olgeirs-
son, Gylfi Þ. Gíslason, Katrín
Thoroddsen, Hannibal Valdimars-
son. Sigfús Sigurhjartarson, Ás-
mundur Sigurðsson, Áki .Jakobs-
son, Finnur Jónsson og Jónas
Jónsson. Ræður kommúnistaþing-
mánnanna voru yfirleitt langar og
fóru þeir hamfarir út í samning-
inn. Stóð umræðan allan daginn,
en þegar langt var liðið kvölds
flutti Einar Olgeirsson svohljóð-
andi tillögu að rökstuddri dag-
skrá: Um leið og Alþingi felur
ríkisstjórninni að snúa sér til
stjórna Bandaríkjanna, Bretlands
og Sovétríkjanna og óska yfirlýs-
inga þeirra um. að þessi ríki
muni virða að fullu friðhelgi Is-
lands í stríði sem friði. svo fremi
það Ijái engu ríki herstöðvar í
landinu, tekur það fyrir næsta
mál á dagskrá.
Tillaga þessi var siðar felld að
viðhöfðu nafnakalli með 38 at-
kvæðum gegn 10. Margir þing-
menn gerðu grein fvrir atkvæði
sinu. Meðal þeirra var Jónas Jóns-
son sem sagði:
,,Þar sem það er orðið ljóst, sem
flutningsmanni tillögunnar var
víst ekki kunnugt um. að Rúss-
land gerði samninga við fimm
þjóðir í vestri. en tók þær allar
herskildi, tel ég það bera vott um
vöntun á sögulegum skilningi að
samþykkja þessa dagskrá og segi
því nei.“
. Þegar umræðu var lokið var til-
lögunni vísað til utanríkisnefnd-
ar, en Jón Pálmason forseti Sam-
einaðs-Alþingis bað menn að bíða
í húsinu því ætlunin væri að hefja
2. umræðu þá um nóttina ef störf
nefndarinnar sæktust vel. Mót-
mæltu kommúnistar þéssu harð-
lega og sagði t.d. Einar Olgeirsson
að þetta væri ofbeldi sem minnti
meira á Trampe greifa, en Jón
Pálmason. Urþvf gat ekki orðið að
síðari umræða færi fram um nótt-
ina. en ákveðið var að hún hæfist
kl. 10 daginn eftir.
ÖLDURNAR ÞYNGJAST
Kl. 10 voru flestir þingmenn
mættir I þinghúsinu og forseti
setti fund. Áður en síðari umræða
um tillöguna hófst kvaddi Lúðvík
Jósefsson sér hljóðs utan dag-
skrár og mælti þá m.a.:
„Þegar ég kom hingað (að Al-
þingishúsinu) kl. 9 í morgun —
ég er vanur að koma hingað um
það Ieyti. — þá voru aðaldyrnar,
móti allri venju, lokaðar. Það var
ekki hægt að komast inn. Ég
hvarf þá að því ráði að leita til
bakdyranna. Ég ætlaði að reyna
að komast inn þeim megin, eins
og ég hef stundum gert áður. Þar
var tekið á móti mér af nokkrum
lögregluþjónum, og ég var
fangaður. Mér var meinað um
inngöngu nema ég gæti sýnt eitt-
hvert aðgöngukort, og mér var
sagt að án þess færi ég ekkí inn í
húsið."
Kærði Lúðvík siðan þennan at-
burð fvrir forseta.
Daginn áður hafði orðið sam-
komulag milli kommúnista og
stjórnarflokkanna, að gefin yrðu
út aðgöngukort að þingpöllum,
þar sem búizt var við að ella
mundi verða þar mikill troðning-
ur og þrengsli. Var ákveðið að
hver flokkur fengi þrjú aðgöngu-
kort á hvern þingmann. Mistökin
að Lúðvík var ekki hleypt inn i
húsið, stöfuðu af því eingöngu. að
lögreglumenn sem gættu dyr-
anna, þekktu hann ekki í sjón, en
starfsmaður þingsins kom til
hjálpar og leiðrétti mistökin.
Jón Pálmason forseti harmaði
að þessi mistök hefðu átt sér stað.
og sagði þingmönnum, að sjálf-
sögðu væri heimilt að fara allra
sinna ferða, sem fyrr.
Er síðari umræða um tillöguna
gat hafizt, skýrði forseti frá því.
að hann hefði ákveðið að timinn
sem færi til umræðunnar yrðu
þrjár klukkustundir. svo sem
heimild væri til í þingsköpum.
Las siðan forseti upp urnrædda
grein ~þingskapa. Við þessa
ákvörðun umturnuðust kommún-
ista þingmennirnir algjörlega og
gerðu hróp að forseta. Ekki mun
allt bókað í þingtíðindi sem þar
var kallað, en í þeim má samt lesa
eftirfarandi:
Sigfús Sigurhjartason: Við
krefjumst forsetaúrskurðar. Ég
neita þessum aðgerðum, og krefst
úrskurðar forseta.
Einar Olgeirsson: Þetta er eng-
inn fundur
Sigfús: Þetta er lögleysa og vit-
leysa.
Einar: Ég mun greiða atkvæði á
móti þessu.
Sigfús: Þetta er harðstjórn og
amerískt ofbeldi, ólög og vitleysa.
Einar: Hafa menn þá rétt til að
greiða atkvæði.
Þegar hljóð hafði fengist lét
forseti þingmenn greiða atkvæði
um ákvörðun sína. Var hún sam-
þykkt með 29 atkvæðum gegn 13.
Kommúnistar óskuðu eftir nafna-
kalli og létu óspart ljós sitt skína
með greinargerðum um atkvæði
sitt. Kastaði fyrst tólfunum þegar
Einar Olgeirsson tók til máls.
Flutti hann langa tölu, án þess að
Ljósm. Öl. K. Magnússon.
greiða atkvæði. Forseti barði í
bjölluna og óskaði eftir atkvæð-
inu, en Einar lét ekki segjast.
Frammfköll fóru að heyrast, og
m.a. þeirra er kölluðu til þing-
mannsins. sem farinn var að ólm-
ast, var forsætisráðherra. Upp úr
þvi urðu þessi orðaskipti:
Forseti: Atkvæðið.
Einar: Ég bið forseta að vera
rólegan og láta forsætisráðherra
þegja, svo ég geti lokið minni
greinargerð.
Forseti: Þetta er alltof löng
greinargerð.
Einar: Ég ræð minni greinar
gerð sjálfur. Hér er Alþingi Is-
lendinga, en ekki stofnun Banda-
rfkjaleppa.
Forsætisráðherra: Þú ætlar
ekki að gera það að sæmdarstofn-
un.
Einar: Þegi þú, þú hefur ekki
orðið hér. Ég er alþingismaður
Islendinga, kosinn af 7000 Reyk-
víkingum og tala hér i umboði
þeirra. en þú ert uppbótaþing-
mannsræfill sem sveikst þig inn á
þing. (í ákafa sfnum gleymdi
þingmaðurinn hve margir þing-
menn kommúnista voru einmitt
uppbótaþingmenn).
P’rá þessum orðaskiptum
greindi pjóðviljinn svo daginn
r
— Arásin
forsöngvari annarra laga, sem
kommúnistarnir sættu sig siður
við. Var þeim nú ljóst að uppsker-
an var aðeíns háð og spott, en
klukkan var að ganga þrjú og
stutt þar til þingsályktunartillag-
an kæmi til atkvæða. N'ú var að
duga eða drepast.
MOLD, EGG
OG GRJÓT
Lögreglan hafði skipað sér i
einfalda ríið 'eftir Kirkjustræti og
voru lögregiuþjónar búnir kylfum
og hjálmum. Að baki þeirra upp
við vegg Aiþingishússins. hafði
skipað sér hópur stuðningsmanna
stjörnarflokkanna. kominn til að
standa vörð um friðhelgi þings-
ins. Inni í húsinu var svo varalið
lögreglunnar staðsett. Höfðu
varaliðsmenn armbindi. með
rnerki lögreglunnar sér til auð-
kenningar.
Kommúnistar tóku nú að kasta
moldarkögglum og eggjum að lög-
reglunni og Alþingishúsinu.
Erfitt var fyrir lögregluna að átta
sig á því hvaðan sendingarnar
komu, þvi kommúnistar höfðu
komið sér fyrir í smáhópum innan
um mannfjöldann. Hafðist hún
því lítið að. þó á henni og mönn-
unum við þinghúsið dyndi mold
og egg. Það var ekki fýrr en
óeirðarseggirnir tóku að rifa upp
hraungrýti, sem raðað var með
blómabeðum á Austurvelli, og
kasta að húsinu. sem hún mund-
aði kylfurnar, enda brotnaði nú
hver rúðan á fætur annarri á
fundarsa! neðri deildar og í skrif-
stofu forseta Islands. Var
mannfjöldanum ýtt lítið eitt frá
húsinu.
FANGARI
ÞINGHÚSINU
Inni i Alþingishúsinu hélt fund-
ur áfram eins og ekkert hefði í
skoríst, þó að grjót og glerbrot
flygju inn í salinn. Að atkvæða-
greiðslu lokinni virtist lið
kommúnista útifyrir ætla gjör-
samlega aðærast. Þeir höfðu haft
með sér jeppabíl með gjallarhorm
og var kallað frá honum það sem
var að gerast inni í þinginu og
fólkið æst með slagorðum. I Al-
þýðublaðinu segír að þegar at-
kvæðagreiðslu lauk. hafi
Brynjólfur Bjarnason farið út i
glugga og kallað á nafngreindan
mann að þingmenn „sósíalista"
væru fangar í þinghúsinu og
fengju ekkí að fara út. Var þessi
Iýgi sfðan endurtekin í gjaliar-
horníð „ogærðístþá ungkomma
fylkingin hálfu meira". Tóku þeir
i ákafa að hrópa nafn Einars
Olgeirssonar og hertu á grjótkast-
inu.
Lögreglan skipaði fólkinu nú að
dreifa sér. en sú skipun komst til
fárra vegna öskurs og hávaða. Gaf
Iögreglustjóri þá skipun um að
dreifa mannfjöldanum. Reyndu
kommúnístar að veita viðnánt, en
þó var hægt áð ryðja svæðið næst
þinghúsinu. Þá olli það erfiðleik-
um hve mikill mannfjöldinn var
og aðrir en þeir, sem fremst
stóðu, vissu lítt hvað um var að
vera, og hreyfðu sig því lítið.
BARDAGINN HEFST
Oeirðarseggirnir sóttu strax aft-
ur aö Alþingishúsinu, nú vopnað-
ir lurkum og grindverksrimlum,
auk grjótsins. Þótti nú sýnt að
lögregluþjónum væri ómögulegt
að dreifa fólkinu og var því kallað
til varaliðsins. Sótti lið lögregl-
unnar nú fram gegn viglínu
kommúnista. en annað fólk hrökk
frá eftir mætti. En kommúnistar
veittu harða mótspyrnu og beittu
lurkum sinum og trérimlum
óspart gegn kylfum lögreglunnar
og urðu vfða harðar sviptingar.
Jafnframt jókst grjóthríðin á Al-
þingishúsið og voru nú flestar
rúður brotnar. Gáfu kommúnistar
hvergi eftir við lögregluna óg leit
helzt út fyrir að blóðugur götu-
bardagi myndi hefjast.
TÁRAGAS
Til að koma f veg fyrir það
ákvað lögreglan nú að beita tára-
gasi til að dreifa fólkinu. Táragas
er mjög óþægilegt að fá í augun
og veldur tímabundnum sviða, en
er hættulaust að öðru leyti. Brátt
lagðist þykkt ský yfir Austurvöll
þegar lögreglan, búin gasgrímum,
hóf að sprengja táragassprengjur,
og leið ekki á löngu þar til mann-
fjöldinn var ailur kóminn á flótta
hágrátandi. Voru lögreglumenn
nú einir eftir á Austurvelli. og
gátu nú þingmenn komist út úr
húsinu, en í öryggisskyni höfðu
þeir haldið sig innandyra.
Síðar um kvöldið fór að bera á
nokkrum ólátum í miðbænum,
aðallega í Austurstræti og Póst-
hússtræti. Var gerður aðsúgur að
lögreglunni og lögreglustöðin
grýtt. Linnti ekki látunum fyrr en
hópnum hafði verið dreift með
táragasi. Þá sprungu tvær
sprengjur, önnur á svölum Sjálf-
stæðishússins, þar sem rúður
brotnuðu. Voru þar unglingar að
verki og náði lögreglan til þeirra.
HLERAR FYRIR
GLUGGUM
Ófagurt var að lítast um á Aust-
urvelli daginn eftir óeirðirnar.
Hellugrjótið, sem raðað var upp
með gangstigunum, sem lágu frá
styttu Jóns Sigurðssonar hafði
að mestu verið rifið, svo og frá
öðrum gangstigum. 1 Alþingishús-
inu lá grjót og glerbrot um gólf, á
stólum og borðum og flestar rúð-
ur voru brotnar. Var strax hafist
handa við að hreinsa húsið og
negldir voru hlerar fyrir glugg-
ana.
Rannsókn hófst hjá sakadóm-
ara. og var hún umfangsmikil.
M.a. var óskað eftir því við ljós-
myndara, sem myndir tóku af at-
burðunum að senda þær lögregl-
unni henni til aðstoðar við rann-
s'ókn málsins. Voru nokkrir menn
handteknir grunaðir um að hafa
æst til óeirðanna.