Morgunblaðið - 01.06.1974, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNI 1974
27
Forysta og skipulagning verkfallsins
r
komu stjóm N-Mands í opna skjöldu
ÖFGASINNUM mótmælenda á Norður-trlandi hefur nú tekizt það margyfirlýsta ætlunarverk sitt að
fella samsteypustjórn mótmælenda og kaþólskra í landinu. Að þessu hafa þeir stefnt leynt og Ijóst frá
því stjórnin var sett á laggirnar fyrir tæplega hálfu ári. Fall hennar kemur því ekki á óvart f sjálfu sér,
miklu heldur hverjir komu þvf til leiöar og hvernig.
Það hefur nú sýnt sig, að viðleitni brezkra stjórnvalda til að leysa vandamál fbúa N-írlands með
sæmilegri sanngirni í garð allra hlutaðeiganda aðila hefur mistekizt og virðist brezka stjórnin ekki
eiga um nema tvennt að velja, úr þvf sem komið er; annaðhvort að taka í sfnar hendur stjórn N-trlands
til frambúðar ellegar kalla herlið sitt þaðan burt og láta mótmælendur og kaþólska sjálfa um að útkljá
deilur sfnar — og þá væntanlega með vopnavaldi, því að kaþólski minnihlutinn mun tæpast sætta sig
átakalaust við áframhaldandi völd mótmælenda einna eftir hálfrar aldar reynslu af slíku fyrirkomu-
lagi.
Komið hefur til tals, að sett verði á laggirnar ný samsteypustjórn emhættismanna beggja
trúfylkinga en slfk stjórn yrði vart langlff. Hætt er við, að verkfallsaðgerðir hæfust að nýju til að koma
henni frá, nema þvf aðcins að henni fylgdu fyrirheit um nýjar kosningar og valdatöku mótmælenda
einna að þeim loknum. Einnig hefur enn á ný verið rætt um þá leið að skipta N-lrlandi þannig, að þau
hverfi, þar sem kaþólskir íbúar eru fjölmennastir, tengist trlandi — en það yrði varla gert hljóðalaust.
Það, sem nú hefur gerzt á N-ír
landi, er sorglegt dæmi þess
hvernig ofbeldi leiðir af sér of-
beldi, hvernig eigingirni og
ósanngirni verða skynsemi og
raunsæi sterkari. Þegar brezka
stjórnin vék stjórn mótmælenda
frá veturinn 1972 og leysti upp
heimaþingið á Stormont, sendi
það í ársfrí, höfðu mótmælendur
haft öll tögl og hagldir í landinu
um meira en hálfrar aldar skeið,
eða allt frá skiptingu írlands, sem
knúin var fram með vopnavaldi,
þegar Bretar höfðu ákveðið, að
írar fengju heimastjórn. i'skjóli
þessa meirihluta valds var hinn
kaþólski minnihluti beittur
margskonar misrétti og nánast
litið á hann sem annars flokks
borgara. Það varð aftur á móti til
að efla stuðning kaþólskra við
þjóðernissinnaða lýðveldissinna,
sem barizt hafa sleitulaust fyrir
sameiningu landshlutanna írsku
og beitt í þeirri baráttu hinum
alræmda lýðveldisher — IRA —
Hann hefur haldið uppi skæru-
hernaði I þessu skyni öðru hverju
og í miklum mæli frá því upp úr
sauð milli trúfylkinganna í land-
inu 1968—69, en frá þeim tíma
hefur þar ríkt hrein ógnaröld,
þrátt fyrir vist fimmtán þúsund
brezkra hermanna, sem sendir
voru á vettvang til að koma í veg
fyrir borgarastyrjöld í landinu og
kveða niður starfsemi IRA.
Eftir að brezka stjórnin birti
áætlanir sínar um framtíð N-lr
lands, þar sem gert var ráð fyrir
því m.a., að kaþólskir fengju til-
tekna hlutdeild í stjórn landsins,
dró heldur úr stuðningi kaþólskra
við lýðveldisherinn og meirihluti
Ibúanna í landinu virtist binda
miklar vonir við samsteypustjórn-
ina, sem sett var á laggirnar, und
ir forseti Brians Faulkners.
Öfgasinnar beggja hétu þó þegar
i upphafi að gera allt, sem þeir
gætu, til að fella þessa stjórn;
lýðveldissinnar vegna þess, að
þeir töldu hana koma í veg fyrir
sameiningu landshlutanna írsku;
mótmælendur vegna þess að þeir
voru andvígir hlutdeild kaþólskra
í stjórn landsins og töldu einsýnt,
aó svonefnt írlandsráð, sem sett
skyldi á laggirnar með aðild
stjórna Írlands, N-Írlands og
Bretlands, yrði upphafið að sam-
einingu Írlands alls og þar með
yrðu mótmælendur smám saman
ofurseldir yfirráðum kaþólskra.
irlandsráðið varð hið endanlega
þrætugpli.
Uppgjöf Faulkners
Forystumenn kaþólska verka-
mannaflokksins — SDLP —
höfðu gert stofnun Irlandsráðsins
að algeru skilyrði fyrir þátttöku í
samsteypustjórn með mótmæl-
endum undir forystu Faulkners.
Ráð þetta skyldi fjalla um ýmsa
þætti í samskiptum landshlut-
anna írsku. Þar sem brezka
stjórnin átti aðild að því líka,
töldu fylgjendur ráðsins í hópi
mótmælenda, að þar með yrði
tryggt, að aldrei yrði gengið um of
á hagsmuni þeirra. Þessu vildu
öfgasinnar ekki treysta og olli
málið alvarlegum klofningi í
stjórnmálafylkingu mótmælenda.
Með tilkomu stjórnar Verka-
mannaflokksins í Bretlandi
harðnaði afstaða þeirra enn frek-
ar; þeir óttuðust, að Wilson yrði
kaþólskum hliðhollari en góðu
hófi gegndi. i því sambandi má
minna á, að upphafandófsaðgerða
kaþólskra á N-Írlandi árið 1968
gegn ofríki mótmælenda var af
mörgum talið eiga rót að rekja til
þeirrar trúar kaþólskra, að verka-
mannaflokksstjórn Wilsons, sem
þá var við völd í Bretlandi, mundi
styðja þær.
Áhyggjur öfgasinna og áróður
féll í betri jarðveg meðal mótmæl-
enda en Brian Faulkner og
stuðningsmenn hans höfðu búizt
við. Þóttust þeir því sjá fram á
verulegt fylgistap meðal kjós-
enda. Til þess að draga úr áhrif-
um málsins setti Faulkner fram
málamiðlunartillögu þess efnis,
að framkvæmd hinna ýmsu þátta
írlandsráðsins yrði mun hægari
en upphaflega var ráð fyrir gert.
Þessu voru forystumenn SDLP al-
gerlega andvígir í upphafi en létu
þó undan eftir að verkfallið hófst
á dögunum — fyrir þrábeiðni
brezka N-Írlandsmálaráðherrans,
Merlyns Rees, sem taldi slíka
málamiðlun einu leiðina til að
bjarga samsteypustjórninni.
En tilslökun kaþólskra varð sízt
til að bæta ástandið. Verkfalls-
menn töidu hana mikinn sigur
Húsmæður að sækja sér mjólkur- og kertaskammta, en slfk
skömmtunarstarfsemi fór fram á nokkrum brýnustu lffs-
nauðsynjum undir forystu og umsjón verkfallsmanna.
fyrir sig og sannfærðust um, að
þeir þyrftu aðeins að herða
þumalskrúfurnar dálítið betur til
að vinna fullnaðarsigur, þ.e. að
fella samsteypustjórnina. Og þar
reiknuðu þeir dæmið rétt. Vegna
þess hve gersamlega verkfalls-
mönnum tókst aó lama athafnalíf
landsins og sýna styrk sinn —
þeir urðu í raun hin eina stjórn I
landinu — sá Faulkner sér ekki
fært að halda áfram stjórnarsam-
vinnunni enda var stjórnin orðin
gersamlega máttlaus og fékk ekki
við neitt ráðið. Síðustu dagana
var ástandið þannig innan stjórn-
arinnar að kaþólsku ráðherrarnir
hótuðu að segja af sér ef brezki
herinn tæki ekki I tauniana, en
Faulkner hótaði afsögn, ef hann
gerði það.
Ein meginástæðan til þess hve
stjórn Faulkners varð áhrifalaus
andspænis aðgerðum verkfalls-
manna var sú, að forsprakkar
þess og rækileg skipulagning þess
komu flestum I opna skjöldu. Frá
upphafi stjórnarmyndunarinnar
hafði andstöðunni gegn henni
verið haldið uppi af stjórnmála-
mönnum, með þá William Craig,
fyrrverandi innanríkisráðherra
og séra Ian Paisley í broddi fylk-
ingar. Þá þekkti stjórnin og vissi
hvers var af þeim að vænta. En
nú kom skyndilega í ljós, að frum-
kvæði að gerða gegn stjórninni
hafði verið tekið úr þeirra hönd-
um. Fyrír verkfallinu stóðu lítt
eða óþekkt samtök, Verkamanna-
ráð Ulster, — skammstafað UWC
(Ulster Workers Council) skip-
að eitilhörðum öfgamönnum, sem
höfðu unnið að undirbúningi þess
í langan tíma. Að sjálfsögðu nutu
þeir stuðnings þeirra Craigs og
Paisleys en þeir höfðu engin áhrif
á rás atburðanna. Og þegar ljóst
varð, að UWC ætlaði á tveimur
vikum að takast að koma á marg-
falt meira öngþveiti í N-Irlandi og
ömurlegra ástandi en írska lýð-
veldishernum hafði tekizt með
fimm ára skæruhernaði, vissu
menn ekki sitt rjúkandi ráð.
Viðvörun 1 febrúar
’Framkvæmdastjórn UWC er
skipuð 21 fulltrúa, 19 körlum og 2
konum, sem langflestir eru lítt
eða ekki þekkt nöfn i landsmál-
um. Opinber talsmaður ráðsins
heitir Jim Smyth og hefur starfað
um árabil hjá samtökum skrif-
stofumanna. Flestir forystumenn
samtakanna koma hinsvegar úr
skipasmíðaiðnaðinum og véla-
iðnaðinum, greinum, sem eru að
heita hrein vígi mótmælenda.
Nokkrir þeirra höfðu staðið að
stofnun samtaka verkamanna
mótmælenda (Loyalist Associa-
tion of Workers) árið 1971,
sem reyndu að vinna fylgi
verkalýðsins á breiðum grund-
velli. Það mistókst og sam-
tökin lognuðust út af eftir mis-
heppnað verkfall, sem boðað var
til, i mótmælaskyni við fangelsan-
ir hryðjuverkamanna úr sveitum
mötmælenda, án dóms og laga —
internment — en slíkar fangels-
anir hafa um árabil verið eitt
helzta vopn stjórnvalda i barátt-
unni við IRA og hundruð
kaþólskra manna setið fangnir
lengri og skemmri tíma vegna
gruns um stuðning við IRA.
Forystumennirnir i LAW lærðu
af reynslunni og komu á laggirnar
tittnefndu verkamannaráði
Ulsters, þar sem safnað var sam-
an lykilmönnum úr helztu starfs-
greinum athafnalífsins. Helzti
skipuleggjari ráðsins, Hugh
Petrie, hafði um hríð verið vara-
formaður LAW og sömuleiðis i
eina tíð verið lifvörður Williams
Craigs.
Enda þótt aðgerðir þeirra hafi
komið á óvart, höfðu þeir varað
við því sem koma skyldi. I
febrúar áttu forystumenn UWC
fund með Meriyn Rees, sem þá
var sá maður í „skuggaráðuneyti"
Verkamannaflokksins, er fjallaði
um mál N-Irlands. Þeir kvörtuðu
við hann yfir samsteypustjórn-
inni og írlandsráðinu og óskuðu
liðsinnis hans við að fá hvort-
tveggja afnumið. Hann vísaði til-
mælum þeirra á bug og sögðust
þeir þá ætla að sjá til þess, að
athafnalíf N-Irlands yrði lamað.
Þessari hótun var engu sinnt.
Eftir þingkosningarnar brezku,
þar sem mótmælendur unnu
ellefu af tólf þingsætum N-lr-
lands í neðri málstofu brezka
þingsins, var gert hlé á undirbún-
ingi verkfalls, m.a. fyrir orð
Williams Craigs, sem vildi gefa
nýrri brezkri stjórn færi á að
sýna, að hún tæki tillit til úrslit-
anna og léti undan kröfum mót-
mælenda. Þegar á hinn bóg-
inn varð ljóst, að Wilson
hafðí engu minni áhuga á
írlandsráðinu en stjórn Heaths
hafði haft, var skipulagn-
Framhald á bls. 44
Hermenn víð bensfnafgreiðslu f Belfast eftir að brezki herinn var settur til vörzlu bensfn- og olíustöðva á sfðustu dögum verkfallsins.