Morgunblaðið - 01.06.1974, Síða 28

Morgunblaðið - 01.06.1974, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNI 1974 Lagmeti fyrir 1 m;.Ujturð til Bandaríkjanna 1977 UNDANKARIÐ hefur Sölustofn- un lagmetið unnið að því að finna heppilega dreifingaraðila f.vrir vörur sínar í Bandaríkjunum og eftir ítarlega könnun var gerður umboðssamningur milli S.L. og íyrirtækisíns Tai.vo Amerieas Inc. í New York þann 23. apríl sl. Taiyo Amerieas mun selja vörur Sölustofnunarinnar undír vöru- merkinu Icelandic Waters. Tai.vo Americas verzlar ein- gjiingu með sjávarafurðir og er traust fvrirtæki, sem starfað hef- ur um nokkurra ára skeið með mjög göðum árangri. Hefur það þegar gert samning við S.L. um kaup á lagmeti á árinu 1974 fyrir 240 m. kr. og stefnt að því að auka þetta ntagn árlega, þannig að sal- an nemi 1 milljarð kr. á árinu 1977. Þær vörutegundir, sem ínest á að selja á þessu ári, eru: kippers, kavíar, brislings, sandrínur og rækja. I fréttatilk.vnningu frá S.L. seg- ir. að þessi samvinna sé að allra áliti mjög hagstæð, en i samningn- Tónleikar í Norræna húsinu .VIANUKLA Wiesler flautuleikari og Halldór Haraldsson píanó- leikari halda tónleika i Norræna húsinu næstkomandi mánudags- kvöld og hefjast þeir kl. 8.30. Þau hafa að undanförnu haldið tón- leika á ýmsum stöðum á landinu, en á tónleikunum í Norræna hús- inu verður efnisskráin ný og hefur sennilega ekkert verkanna verið leíkið hér opinberlega áður, en þau eru eftir Roussel, Martinu, Martin, Honegger og Gasella. Þetta er í annað sinn sem þau Halldór og Manuela halda tón- leika í Norræna húsinu, en þau voru þar á ferð sl. haust. um sé t.d. ákvæði utn endurskoð- un á verði eigi sjaldnar en árs- fjórðunglega, sem tr.vggja á, að alltaf sé selt á hæzta verði. Þá eru ákvæði um. að Taiyo Americas verzli ekki með vörur sambæri- legar þeim, sem S.L. hefur á boð- stólum frá öðrum framleiðendum. Einnig heimilar samningurinn að S.L. selji allt að jafnvirði helm- ings þess magns, sem hún selur Taiyo Americas, öðrum aðilum i Bandaríkjunum og þá með öðrum vörumerkjum. Stofnuð Suður- nesjadeild FEF A LAUGARDAG kl. 2 verður stofnuð Suðurnesjadeild Félags einstæðra foreldra, í Félagsheim- ilinu Vik i Keflavík. Síðar í sumar er ætlunin að stofna deildir á Isafirði, Akureyri og ef til vill víðar á landinu. F’undurinn í Keflavík er ætlaður öllum einstæðum for- eldrum á Suðurnesjum, sem áhuga hafa á að ganga í félagið, og sömuleiðis eru velunnarar FEF og þeir, sem hefðu áhuga á að gerast styrktarfélagar, vel- komnir á fundinn. Jóhanna Kristjónsdóttir, form FEF, kemur á fundinn og flytur ávarp, umræður verða o.fl. mál tekin fyrir. Verulegur áhugi er viða að koma upp sérstökum deildum FEF úti á landi og hefur verið afráðið að stjórn FEF beiti sér fyrir því. meó aðstoð heima- manna, að koma upp þessum félögum. Indverski listmálarinn Aziz. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Indversk list á Mokka AZIZ heitir ungur listmálári frá Indlandi, sem um þessar mundir sýnir 25 olíumálverk á iMokka. Sýningin var opnuð sunnudaginn 26. maí sl. og mun standa í u.þ.b. þrjár vikur. Flestar myndanna eru lands- lagsmyndir. en einntg er nokkuð um mvndir af hestum og er þetta tvennt eftirlætis fyrirmyndir listamannsins. Aziz hefur dvalið hér á landi í tvo mánuði og eru flestar m.vndanna inálaðar hér á þessu tímabili, einnig eru nokkrar frá því að hann var í Kaupmannahöfn, en þaðan kom hann' hingað. Aziz hefur fengizt við að mála í hartnær tíu ár og gekk í listasköla í borginni Hyderabad í Suður-Indlandi. Kvaðst hann hafa hug á að dvelja hér á landi í a.m.k. sex mánuði í viðbót og k.vnnast þjóðsögum og þjóðtrú Islendinga með það fyrir augum að túlka þau á lérefti, en hann hefur fengizt nokkuð við að mála myndaflokka. setn túlka ind- versk trúarbrögð. .hbrié, cós Átl:' T.i.r.' 1 <». tcvnrv nl : . t Ýx-"l. wwM •í SÍSBS&' Mpj&Í EUefu ImuM ám afrtuefi íémsfnw^r k w-im i«ií Þjóðhátíðarnefnd: Nýir minningargripir að koma á markaðinn VEIGAiMIKILL þáttur í starfi þjóðhátíðarnefndar 1974 er út- gáfa minningargripa ýmiss konar. en markmiö með sölu þeirra er að standa undir beinum kostnaði við hátíðarhiildin á Þing- völlum. Að sögn Indriða G. Þor- steinssonar framkvæmdast jóra Nýtt rækjuverð VERÐLAGSRAÐ sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á rækju f.vrir timabilið 1. júní til 31. ágúst 1974. Fyrir hvert kg af rækju verða greiddar kr. 42.00 og er þá gert ráð fyrir, að um 350 stykki fari í hvert kg. þjóöhátíðarnefndar eru þessa daga að koma á markaðinn nokkr- ir slíkir gripir til viðbótar. I fyrsta lagi er um að ræða tvo öskubakka, sem fá má i sérstök- um umbúðum þannig að hægt er að senda þá heimshorna á milli líkt og póstkort, svo og ferkantað- an bakka. Ennfremur eru nú að koma út barmmerkí og má fá þau í fjórum litum, auk silfurmerkis. Einnig koma innan skamms á markaðinn borðfánar, og von er á álímingarmiðum með táknmynd- um þjóðhátíðarinnar til að festa á bifreiðar o.fl. Fyrstu dagana í júlí koma svo út minnispeningar þjóð- hátiðarnefndrar sjálfrar og eru þeir úr kopar og silfri. Þetta eru töluvert stærri peningar en slátta Seðlabankans, sem nú er senn að verða uppseld, en Seðlabankinn mun einnig annast sölu og dreif- ingu þessara peninga. Vegna útgáfu einkaaðila á minnispeningum og gripum tengdum þjóðhátiðinni sagði Indriði, að nefndin gæti ekki bannað slíkt, en hins vegar væri rétt að benda almenningi á, að hinir raunverulegu minningar- hlutir væru þeir, sem þjóðhátíðar- nefnd, hátíðarnefndir héraða og aðrir opinberir aðilar stæðu að. Það væru fyrst og fremst þeir, sem hefðu raunverulegt verð- gildi. I sambandi við fyrri útgáfu þjóðhátíðarnefndar á minjagrip- um sagði Indriði, að mjög væri farið að ganga á minningarskild- ina, sem komu út nú fyrir jólin, og væri því rétt að benda fólki, sem hug hefði á að eignast þessa skildi, á að nú færu að verðu síðustu forvöð að fá þá. Skildirnir eru tvenns konar — verðlauna- skildir Sigrúnar Guðjónsdóttur, sem gerðir voru hjá Bing og Gröndal, og viðurkenningar- skildir Einars Hákonarsonar, er gerðir voru hjá Gleri & postulíni í Kópavogi. Landhelgisgæzlan kaupir hraðbát Á NÆSTUNNI mun Landhelgis- gæzlan fá til landsins hraðhát sem hún hefur fest kaup á í Noregi. Báturinn er fengin til reynslu. Hann veröur settur um borð f eitthvert stærri varðskip- anna, og notagildi hans borið saman við gúmmíhátanna sem gæzlan notar nú. Ef re.vnslan verður góð, verða ef til vill keypt- ir fleiri slíkir bátar. Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar sagði Mbl. í gærkvöldi, að hraðbáturinn væri byggður úr plasti, og væri hann 21 fet að lengd. Hann er búinn 140 hestafla Ford bílavél, og getur gengið 36 sjómílur. Bátar af þessari gerð þykja liprir í snún- ingum og sjóhæfni þeirra er ágæt. Báturinn er byggður í Kristian- sand í Noregi, og er myndin tekin þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.