Morgunblaðið - 01.06.1974, Page 33
ið um vefstól til að vefa mynztruð
gólfteppi. Framleiðslan var lituð í
Innréttingunum og virðist mikil
litagleði ríkja, getið er um rautt
og grænt embs, rautt kersey,
dökkt brókaði, röndótt Caleman-
que, hvítt og gult flannel og dökk-
grátt og hvítt pyklagen, svo eitt-
hvað sé nefnt. Fyrirtækin tóku að
sér litun fyrir einstaklinga. Arið
1756 eru t.d. litaðar þar 11 treyjur
og 1 par af sokkum fyrir land-
fógetafrúna Steinunni Björns-
dóttur, allt blátt, húfa á son lög-
mannsins, sömuleiðis blá og bux-
ur rauðar fyrir Niels nokkurn
Jorth. Segir Lýður, að mjög mikið
hafi verið til af litarefni I Inn-
réttingunum, sem hann kunni
ekki skil á.
Upphaf brunavarna
Undir lok erindis síns sagði
Lýður: Þótt rekstur Innrétting-
anna hafi gengið fremur böslu-
lega, hafa þær skilið eftir sig spor
í sögu þjóðarinnar og haft marg-
vísleg áhrif. Skulu nefnd nokkur
dæmi þessu til stuðnings.
a) Þess var áður getið, að til
starfsemi Innréttinganna mætti
rekja þá þéttbýlismyndun í
Reykjavík, sem væri af öðrum
toga spunnin en hjáleigubyggðin.
Til Reykjavíkur fluttust á þeirra
vegum iðnaðarmenn ýmsir, vefar-
ar, skipasmiðir, beykjar, smiðir,
sútarar og litunarsérfræðingar,
auk verkafólks. Fleiri slæddust
með og í bréfi, dagsettu 14. maí
1787, kvarta þeir Björn lögmáður
Markússon og Jóhann Suncken-
berg, kaupmaður, yfir þvl í bréfi
til stiftamtmanns, að fólk sé far-
ið að safnast saman i kotun-
um umhverfis verksmiðjuþrop-
ið, alls 17 manns, sem dragi
fram lifið með þvi að
vinna dag og dag i Innrétt-
ingunum, þegar vinna féll. Kæmi
því til álita, að hér hafi verið að
hefjast þróun hliðstæð þeirri, sem
fylgdi í kjölfar iðnbyltingarinnar
erlendis, þegar sveitafólk fór að
flykkjast til hinna ört vaxandi
iðnaðarborga, en vera má líka, að
hér sé um afleiðingar Móðuharð-
inda að ræða.
b) Bæjarbragur verksmiðju-
þorpsins mun hafa mótað bæjar-
brag kaupstaðarins a.m.k. i
fyrstu. Kaupstaðurinn fékk að
erfðum ýmis embætti, reglur og
mannvirki frá Innréttingunum.
Vatnspósturinn var áður nefndur,
svo og næturvarðarembættið.
Elzta erindisbréf yfir næturverði
var gefið út af Christensen kaup-
manni hinn 3. október 1778 fyrir
næturverðina Arna Þorsteinsson
og Svein Jónsson, og Skúli
Magnússon gefur Magnúsi Guð-
laugssyni næturverði erindisbréf,
dagsett í Viðey 16. april 1792.
Meðal eigna Innréttinganna við
úttektina 12.—15. ágúst 1799 eru
taldir 2 luktir fyrir næturverði og
2 morgunstjörnur, en það eru
gaddak.vlfur og eins konar
varnarvopn næturvarða. Þess má
geta, að hinn sami Christensen
gaf árið 1773 út reglur um með-
ferð elds i verksmiðjuþorpinu og
af bréfi frá Runólfi Klemenssyni
verksmiðjustjóra til stiftamt-
manns, dagsettu 4. júlí 1793, má
sjá, að með fálkaskipinu 1789
hafa verksmiðjurnar fengið
slökkvitæki, vatnsdælur, fötur,
slöngur og brunastiga og mun
þetta upphaf brunavarna I
Reykjavík.
Við báðum Lýð um að segja
okkur svolítið fleira unt nætur-
verðina, þörfina fyrir þá í bænum
og um slökkvitækin. — Vaktar-
arnir áttu aö labba um á nóttunni
og hringja kirkjuklukkunum á
hverjum heilum tíma. Síðan áttu
þeir áð syngja vaktaravísu, sem
ég hefi ekki getað fundið, sagði
Lýður. Þeir áttu svo að syngja
fyrir framan hús umsjónarmanns-
ins og eins nærri rúmi hans og
hægt var. Einnig víðar ef óskað
var efti'r. Þannig hafa Reykvík-
irigar' mátt Vakna við kirkju-
klukkurnar á hverjum klukku-
tíma. Vaktararnir áttu að lfta eft-
ir hvort eldur væri laus, hvort
nokkuð væri að bátum í höfninni
og sjá til þess, að lausu
bryggjurnar væru hæfilega langt
sögu Reykjavíkur
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNl 1974
33
frá og kalla út hjálparlið, ef eitt-
hvað var að.
— Vaktaraembættið var ekki vel
þokkað. Og 14. desember 1789 var
opnað fyrsti vínskenkurninn hérí
bænum. Ekkjufrú Angels opnaði
veitingahús þar sem nú er Aðal-
stræti 16. Þaó hafði víst ekkert
góð áhrif í bænum. 18. marz
kvartar framkvæmdastjóri Inn-
réttinganna undan því, að annar
vaktarinn fáist ekki til að gegna
st'arfi sínu lengur og sé farinn á
sjó. Vaktararnir áttu m.a. að gæta
þess, að ekki væri hávaði í bæn-
um á nóttunni og gekk honum
ekki vel að þagga niður i hávaða-
seggjunum eftir að vískenkurinn
kom. Var fremur hætt við, að
þeir, sem ollu hávaðanum, réðust
á hann. Var þá farið fram á, að
vaktararnir fengju opinbert
erindisbréf og heyrðu undir land-
fógeta, sem hafði á hendi lög-
reglustjórn í bænum. En fram að
því höfðu þeir verið á vegum Inn-
réttinganna. 1799 eru heimildir
fyrir því að vaktararnir voru
komnir með morgunstjörnur. Ég
hefði gaman af að sjá slíkan grip.
Því ég veit ekki til, að morgun-
stjarna sé nokkurs staðar til enn
hér á landi, sagði Lýður.
— Um brunavarnir er það að
segja, að elztu reglur um bruna-
varnir eru frá 1773. Þá var bann-
að að fara óvarlega með eld á
milli húsa. 1789 telur rentu-
kammerið þörf á að senda
slökkvitæki til landsins og eru
þau tiltekin, 4 talsins, því nú sé
hér ekki aðeins iðnaðar- og
verzlunarhús heldur líka hús í
opinberri eigu og einkaeigu. Þessi
tæki komu svo með fálkaskipinu.
Stiptamtmaður samdi tillögur að
mjög ítarlegri reglugerð um
slökkvilið og brunavarnir, sem
hann sendi rentukammerinu. Eg
hefi hvergi séð þær staðfestar, en
afrit af þeim eru í bréfasafni
stiftamtmanns.
Fyrsti iönskólinn
1 þriðju málsgrein segir Lýður í
erindi sínu:
c) Með rentukammersbréfi,
dagsettu 15. júlí 1783, voru Inn-
réttingarnar skyldaðar til að ráða
2 stúlkur og 1 pilt úr hverri af
eftirtöldum sýslum: Mýra-, Ár-
nes-, Rangárvalla-, Húnavatns- og
Eyjafjarðarsýslu, og kenna þeim
vefnað og spuna og af bréfum frá
Runólfi Klemenssyni til stiftamt-
manns, dagsettum 1. febrúar 1792
og 3. nóvember sama ár, má ráða,
að þar hafa líka stundað nám ung-
menni úr Borgarfjarðar- og Gull-
bringusýslu. Ungmenni þessi
fluttu verkkunnáttuna með sér
heim í hérað og vefstól að auki,
sem verksmiðjurnar úthlutuðu
þeim ókeypis. Innréttingarnar
eru þvf fyrsti iðnskóli Islands.
Er við spurðum Lýð nánar um
þennan fyrsta iðnskóla á Islandi,
kvað hann þörf á að fara nánar
ofan í þetta mál og rekja verk-
kunnáttu þessa fólks og þau áhrif,
sem það hafði heima I sveitunum,
þau gætu verið mun meiri en
menn hefðu viljað vera láta.
Að lokum skal aðeins vitnað í
eina málsgrein í erindi Lýðs
Björnssonar, sem hér hefur
aðeins verið gripið ofan í. Þar
segir:
Skúli játar I greinargerðinni til
Landsnefndar fyrri, að fyrir
vangá hafi þess ekki verið gætt að
reisa íbúðarhús yfir æðstu stjórn-
endur veraldlega innanlands,
landfógeta, amtmann og land-
lækni ásamt húsnæði fyrir apótek
í Reykjavík, en þar ættu slik hús
að 'vera í réttu lagi, enda væru
erfiðleikar með böðskipti milli
embættismanna, þ.e. umræður og
bréfaskipti, eitt þeirra atriða, sem
hindruðu framfarir á Islandt.
Hann hefur því um 1770 verið
þeirrar skoðunar, að heppilegt
væri að efla Reykjavík og gera
hana að éiris konar veraldlegi-i
stjórnsýSlumiðstöð innarilánds, og
má mikið vera, ef harin er ekki
höfundur þeirrar hugmyndar.
Nafngiftin Faðir Reykjavíkur
virðist því réttmætt.
Nú hefur Lýður, sem kunnugt
er, meiri þekkingu en flestir á
samskiptum Islendinga og Dana á
þeim öldum, sem ömurlegastar
voru hér og því spurðum við hann
I framhaldi af þessu, hvaða við-
horf hann hefði til samskipta
Dana og íslendinga.
— Eg vil að íslendingar leggi til
við norska stórþingið, að danska
þjóðin verði sæmd friðarverð-
launum Nóbels fyrir þetta ár
vegna þess fordæmis, sem hún
hefur síðustu áratugina gefið öðr-
um þjóðum um það hvernig eigi
að umgangast aðra þjóð, sem einu
sinni var hluti af hennar riki. Má
þar vísa beint I handritamálið.
Engir aðrir en Danir hafa gert
það, að skila því, sem þeir einu
sinni voru búnir að fá I söfn hjá
sér. Það er löngu kominn tími til
þess að við hættum að ala á Dana-
hatri. Það gerði sitt gagn — I
sjálfstæðisbaráttunni. En hún er
löngu búin gagnvart Dönum.
— Ekki þarf að fara langt ofan I
sögu Innréttinganna til að sjá hve
mikið konungur lét af hendi til
þessara mála, segir Lýður enn-
fremur. Og þegar ég var að vinna
að sögu sveitarstjórna á íslandi
fyrir tímabilið 1850—70, þá
þakkaði ég stundum fyrir að það
skyldi hafa verið danskur kóngur,
sem þá réð yfir íslandi og
stöðvaði t.d. samþykkt frumvarps
til laga frá Alþingi Íslendinga um
að takmarka leyfi til giftinga við
svo og svo mikla eign. T.d. átti
tómthúsmaður að vera formaður
á báti til að mega gifta sig. Var
þetta samþykkt með 17 atkvæðum
gegn 8. Á móti voru 3 konung-
kjörnir þingmenn og 5 þjóðkjörn-
ir, t.d. Jón Sigurðsson á Gautlönd-
um, Arnljótur Ólafsson, Bergur
Thorberg og Eirikur Kúld, sem
taldi samþykkt slíks frumvarps
hafa það eitt í för með sér, að
lausaleiksbörnum fjölgaði, enda
væri körlum og konum ekki bann-
að að elskast heldur aðeins að
giftast.
Þessi afstaða Eiríks gefur tíl
kynna hvaða skoðun Jón Sigurðs-
son forseti hefur haft á málinu.
Valdsmenn erlendis voru sumir
hverjir hinir nýtustu menn. Eg
álít t.d., að Thodal stiftamtmaóur,
sem reyndar var norskur, verð-
skuldi annað af hálfu íslendinga,
fyrir drengilega framkomu I
Móðuharðindunum og skörungs-
skap oftar, en að vera gerður að
hálfgerðu dusilmenni og er þetta
sagt af gefnu tilefni.
— Nú er Jörundur hundadaga-
konungur mikið I tízku og hver
um annan keppist við að gera
hann að frelsishetju. Hvað finnst
þér um hann?
— Ja, ég veit ekki hvað hefði
gerzt hér, ef hann hefði verið
lerigur við völd og vil ekki taka
neina ábyrgð á honum hér. En
hann gafst ekkert vel I Hobbart I
Tasmaníu, þar sem hann var lög-
reglustjóri sfðar á ævinni.
— Við viljum nú gjarnan gera
frelsisbaráttu úr komu hans?
— Já, og e.t.v. á það rætur að
rekja til einhvers konar minni-
máttarkenndar, en Íslendingar
þurfa yfirhöfuð ekkert að
skammast sln fyrir sjálfa sig á 18.
öldinni og fyrri hluta 19. aldar.
Ég held jafnvel, að á þessu tima-
bili hafi þeir unnið sln mestu
afrek og er þá tekið tillit til að-
stæðna. Þetta var alveg ge.vsilega
erfitt tímabil og raunar merki-
legt, að þjóðin skyldi lifa það af
og vera jafnframt sífellt að búa I
haginn fyrir komandi kynslóðir.
Og ef við nefnum 17. öldina, þá
megum við vera montin af því að
hafa aldrei gleypt hráar galdraof-
sóknir Evrópu. Galdraofsóknir 17.
aldar hér eru afsprengi alþjóð-
legrar hugmyndafræði þess tíma
og voru fluttar inn af nokkrum
menntamönnum. en ekki verður
séð, að þau vísindi hafi höfðað til
þjóðarinnar. Þarna er eitt svið,
sem mig langar að kanna, þ.e.
hugsanaheimurinn á bak við
galdrana, er raunar bvrjaður að
grúska I því, en vinna við sveitar-
stjórnarsöguna situr f.vrir. Verk
efnin eru alls staðar.
Þar með ljúkum við þessu
spjalli við Lýð Björnsson, sem
hófst með því, að við fórum að
grípa niöur erindi hans um Inn-
réttingarnar — E. Pá
— Glefsur úr sögu Reykjavíkur
VAL Helmut Schmidts
kanslara á Hans Dietrieh
Genscher, hinum nýja utanrík-
isráðherra Vestur-Þýzkalands,
var að áliti margra þeirra, sem
gjörla hafa fylgzt með stjórn-
málum þar I landi, harla sér-
kennilegt. Að visu valdi hann
mann I utanrikisráðherra-
embættið úr hópi frjálsra
demókrata, eins og Willy
Brandt hafði gert, en að þessu
sinni er um allt annars konar
persónuleika að ræða en hinn
vinsæla og virta stjórnmála-
mann Walter Scheel, sem nú er
orðinn forseti Vestur-Þýzka-
lands. Genscher er 47 ára að
aldri, þybbinn og að sumra
smekk þumbaralegur og rogg-
inn. Valið þykir fyrst og fremst
sérkennilegt sökum þess, að
Genscher hefur mjög litla
reynslu I utanríkismálum og
talar ekkert annað tungumál en
þýzku.
Genscher hafði verið innan-
ríkisráðherra frá árínu 1969. I
því embætti barðist hann fyrir
því, að lögreglu landsins væri
breytt I nútímalegra horf og
kom fram sem harðske.vttur
vörður laga og reglu ekki sízt
fyrir að ganga á milli bols og
höfuðs á Baader-Meinhof
glæpaflokknum. Einnig kom
hann því til leiðar. að kosninga-
aldur var lækkaður úr 21118 ár
og hóf markvissa umhverfis-
verndaráætlun. i skoðanakönn-
un, sem gerð var I april, var
hann þriðji vinsælasti stjórn-
málamaður landsins — næstur
Brandt og Seheel. Þess er vænzt
I Bonn að Genscher muni taka
við af Scheel sem formaður
flokks frjálsra demókrata I
haust.
Afskipti Genschersaf utanrík-
ismálum hafa, eins og fyrr seg-
ir, verið litil. en t.d. átti hann
sæti i sendinefnd frjálsra
demókrata, sem ræddi við
Kosygin forsætisráðherra
Sovétríkjanna I Moskvu árið
1969. og hann hefur einnig
hvatt til gagnkvæmra afvopn-
unarsáttmála við Varsjárbanda-
lagsrfkin.
Talið er. að Scmidt og
Genscher muni I stefnumálum
sínum og starfsaðferðum verða
talsvert frábrugðnir Brandt og
Scheel. Að minnsta kosti i tipp-
hafi er ekki á milli þeirra það
vináttusamband og gagnkvæm
virðing, sem ríkti á milli
Brandts og Scheel, hvað sem
sfðar verður. Jafnaðarmaður-
inn Schmidt hefur aldrei borið
sérlega hlýjan hug til
Genschers, hins fhaldssama
einkaframtaksmanns, og kann
að not-færa sér tengsi hans við
Guillaume-njósnahneykslið,
sem varð Brandt að falli. Það
var einmittGenschersemí emb
ætti innanríkisráðherra til-
kynnti Brandt I maí 1973, að
Guillaume, einn af nánustu
samstarfsmönnum kanslarans,
kynni að vera njósnari Austur-
Þjóðverja. Genscher kann þvi
að verða fyrir ásökunum um að
hafa ekki gert nógu gagngerar
ráðstafanir til að koma I veg
fyrir, að Guillaume ætti aðgang
aó leyniskjölum. Hann er eini
háttsetti ráðherrann I stjórn-
inni, sem tengdur er hnevksli
þessu og er enn við völd. Ekki
eru þó taldar miklar líkur á þvi,
að Schmidt muni revna að beita
Genscher þrýstingi. t.d. vegna
þess aó flokkur Genschers er i
I.vkilaðstööu á þingi.
i utanríkismálum er talið. að
Schmidt og Genscher muni
halda áfram .austur'-stefnu
Brandts og Scheel. en þó ekki
með jafnmiklum eldmóði.
Genscher flúði frá Austur-
Þýzkalandi árið 1952 og ber
ekki sama traust til ríkisstjórna
Austur-Evrópurikjanna og
Brandt og Scheel gerðu. Hvað
varðar Efnahagsbandalagið er
Genscher talinn mjög hlvnntur
auknu og nánara samstarfi
Evrópuríkja, en Sehmidt
kannslari hefur hins vegar
sagt, að stjórn sín muni vera
varkár f þeim efnum og ekki
tefla efnahag Vestur-Þýzka-
lands í hættu vegna Evróþu-
bandalags, sem kann svo að
revnast óstarfhæft. I varnar-
málum er Genscher fylgjandi
áframh'aldandi aðild að Atlants-
hafsbandalaginu og litur hann
á utanrikismál og varnarmál
sem mjög samtvinnaða mála-
flokka.
Hans-Dietrich Genscher er
lögfræðingur að mennt og gerð-
ist fljótlega eftir flóttann frá
Austur-Þýzkalandi flokksmað-
ur frjálsra demókrata. Frami
hans innan flokksins var skjót-
ur og hann hefur gegnt miklum
fjölda trúnaðarstaða fyrir
hann. Þingmaður varð
Genscher árið 1965 og vafafor-
maður flokksins 1968.
Genscher
*
Ovænt skipaður utanríkis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands