Morgunblaðið - 01.06.1974, Page 34

Morgunblaðið - 01.06.1974, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNI 1974 Bœndurnir í Haga í Grímsnesi Helgi Guðnason Fæddur 1. desember 1914 Dáinn 4. aprfl 1974 ,,Syrgir ekkja, sakna börn. Skaró er oröiö í skíldi sveitar- félags Grímsnesinga." Þessar setningar eru skráðar i 132 ára gamalli grafskrift um frænda okkar í Búrfellskirkju. Mér finnst þær gætu átt við enn í dag, þegar þau sorgartíðindi spurðust, að feðgarnir Helgi og Guðmundur í Haga væru allir. Hvernig mátti þetta verða? Þessir menn þekktu vatnið og staðhætti betur en flest- ir aðrir, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Helgi Guðnason var fæddur f Haga 1. desember 1914. Foreldrar hans voru Elísa Bjarnadóttir og Guðni Magnússon, sem bjuggu í Haga allan sinn búskap, en þessi ætt hefur nú búið f Haga á aðra öld. Olöf, amma mín, sem bjó í Vatnsholti, næsta bæ við Haga, sagði mér margar sögur af vin- áttu, tryggð og hjálpsemi þessa fólks. Þessir eiginleikar voru Helga i blóð bornir og veit ég, að margir Grímsnesingar telja sér eiga Helga skuld að gjalda. Helgi kvæntist Kristrúnu Kjartansdótt- ur frá Austurey í Laugardal, vor- ið 1943 og hófu þau búskap árið eftir í Haga. Helgi var mikill dugnaðarbóndi, fóðraði allan sinn fénað tíl hámarksafurða, smiður var hann ágætur og bera bygging ar í Haga þess vott, að þar fór saman hugur og hönd. Ibúðarhús sítt og útihús öli byggði Helgi á þessum 30 ára búskapartíma sín- um. Já, mörgum verkum kom Helgi af til bóta fyrir jörð sfna, t.d. var það ekki heiglum hent að gera 6 km langan veg upp að Haga upp á sitt einsdæmi, en þannig var Helgi, einbeittur, viljasterkur — snyrtimenni svo af bar —. Þau Helgi og Kristrún eignuðust þrjú börn, Ragnhildi, sem er gift Hafliða Sveinssyni og býr á Ósabakka á Skeiðum, Kjartan, kvæntur Erlu Sigurjóns- dóttur frá Stóru-Borg og býr í Haga og Guðmund, sem fór sína hinstu för með föður sínum. Guðmundur Helgason Fæddur 21. september 1948 Dáinn 4. apríl 1974 Guðmundur var fæddur í Haga 21. september 1948. Hann ólst þar upp með foreldrum og systkinum og vildi hvergi frekar vera en heima í Haga. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, segir gamalt máltæki og átti það vel við hér. Guömundur fór í íþróttaskólann f Haukadal til Sigurðar Greipsson- ar og lagði alla stund síðan rækt við íþróttir, einkum glímu og körfubolta. Þá lá leiðin að Hvann- eyri og lauk hann búfræðiprófi 1968. A Hvanneyri kynntist Guð- mundur konuefni sínu, Aslaugu Harðardóttur, ættaðri frá Hrygg í Hraungerðishreppi. Hún lauk kandidatsprófi í búfræði frá Hvanneyri, svo vel voru þau hjón undír lífsstarfið búin, búskapinn, sem hugur þeirra stóð til. Guðmundur og Áslaug voru ný- búin að byggja vandaö íbúðarhús í Haga og nú í vor ætluðu þeir bræður að ráðast í fjósbyggingu og voru búnír að kaupa mestallt efni og annan undirbúning, sem Elísabet Samúels- dóttir—Minning Helgi Guðnason t Tengdasonur okkar, GERARD A. BANNON jr„ starfsmaður Loftleiða h.f. á Kennedyflugvelli, lézt af slysförum 1 6. mal siðastliðinn. Jarðarförin fór fram I Uniondale, New York, 2 1 maí. Fyrir hönd dóttur okkar Hafdfsar Bannon. Jónína og Einar Símonarson. Guðmundur Helgason til þurfti, en enginn má sköpum renna. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að eiga Guð- mund að vini og félaga. Við störfuðum saman í Ungmenna- félaginu Hvöt, þar sem Guðmund- ur var formaður í 2 ár, en gaf ekki kost á sér lengur, þegar hann byrjaði á íbúðarhúsi sínu heima í Haga. Hann var samt alla tíð vel virkur félagi, en vildi vera heill en ekki hálfur i öllu. Við vorum vinnufélagar á skurðgröfu að sumarlagi, svo að ég á margar góðar minningar um góðan dreng, sem var kappsfullur að hverju sem hann gekk og vildi ekki láta sinn hlut eftir liggja. Guðmundur og Áslaug áttu einn son, Hörð Óla, 4 ára gamlan, augastein pabba og mömmu. Víð hjónin biðjum góðan Guð að styrkja þær Kristrúnu og Ás- laugu og annað heimilisfólk i Haga í þeirra djúpu sorg. Böðvar Pálsson. F. 18. ágúst 1913 D. 25. maí 1974 ' „Blessuð von i brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel. Lát mig sjá í ljósi þinu Ijómann dýrðir bak við hel“ Á ÖLLUM tímum bresta hlekkir í frænda- og vinakeðju. Ástvinir kveðja þennan heim, og hverfa sjónum okkar, sem eftir sitjum. Við vorum 7 systkinin, sem áttum þvi láni að fagna að hafa getað haldið sambandinu um 60 ára skeið, þó ekki hafi ætið legið saman leiðir. ViA áttum ástrika, góða og heiðarlega foreldra, sem innrættu okkur það bezta, sem gefur lífinu gildi — einnig yfir landamæri lifs og dauða. Við áttum skemmtileg æskuár, þar sem söngur var í há- vegum hafður, enda bæði for- eldrar og börn i kórum eftir þvi sem aldur og ástæður leyfðu. Það var því mikið sungið á heimilinu, og við systkinin 7 gátum um tíma átt okkar eiginn þríraddaða kór. Nú er ein röddin brostin — sú fyrsta, sem hverfur úr hópnum. Það verður ævinlega sérstakur tregablær, þegar fyrsti hlekkur- inn brestur í keðjunni. Það verður einnig tómlegt að koma í Túngötu 5 á isafirði, þar sem Bubba og eiginmaður hennar, Einar Gunnlaugsson hafa búió í yfir 40 ár. Hún var ætíð svo hress og mikið líf í kring um hana. Þegar við lítum til baka, þá finnst manni ekki svo ýkja langt síðan við lékum okkar barnaleiki, en svona er lífið, það er alltaf einhver að kveðja. En þegar árin færast yfir, og litið er yfir liðinn dag, þá eru svo ótal margar dásamlegar minningar, sem ylja um hjartarætur, að þakkir verða efst i huga. Við ræddum einmitt um þetta systurnar einn dag fyrir rúmum mánuði sfðan, þegar hún lá á Landakotsspítala. Annars var hún mjög dul, en mjög sterk. Við vor- um ásáttar um það, að okkur væri eiginlega ekkert að vanbúnaði. Við ættum yndisleg börn og barnabörn. Þau kæmu sér vel áfram og væru nýtir þegnar síns lands. Við ættum okkar barnatrú — værum sáttar við Guð og menn. Hvað meira er hægt að óska sér? Eg fann þó, að umhugsunin um eiginmanninn olli henni áhyggj- um — en einhver verður alltaf að verða eftir — tíminn er fljótur að líða, og hann er ekki einn. Samt -L t Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför mannsins míns, föður okkar. tengdaföður og afa. Eiginmaður minn og faðir okkar. JÓNS LÝÐSSONAR, TRYGGVI J. JÓAKIMSSON, Grettisgötu 73. ísafirði, andaðist miðvikudaginn 29. maí. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, læknum og hjúkrunarkonum, sem veitt hafa aðstoð í veikindum hans. Birna Sigurðardóttir og börn. Guðrún Glsladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir/áfí ÖCj lamgafi, / - , í t Beztu þakkir fyrir auðsýnda vináttu vegna fráfalls MAGNÚS SIGGEIR BJARNASON, ? EINARS VIGFÚSSONAR, cellóleikara. fyrrv. verkstjóri frá Smiðshúsum, Eyrarbakka, P í andaðist á Elli- oa hjúkrunarheimilinu Grund þann 30 mai ti; '■ ■ Si '2 • <1: (1(1 Guðrún Pállna Guðjónsdóttir, i ;§ Líney Pálsdóttir, böm, tengdabörn, barnabörn Guðrún Sveinsdóttir, Elfn Halldórsdóttir, og barnabarnabörn. % ■i Herdis Vigfúsdóttir, Valtýr Pétursson. .l(>/1 i; ; A<\ /Mijij'ííí.luit-ní: .> i 'uuiíhISIihI* ifO tu . í t SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR, t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför systur Hrauntungu 6. minnar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4 júní kl. 1 3.30. GUÐFINNU SIGURÐARDÓTTUR, Akurgerði 1 6. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Stefanía Ragnheiður Pálsdóttir. Ólafla Sigurðardóttir. gerði hún ekki uppskátt, að enda- lokin væru ef til vill ekki langt undan — en ef svo væri — þá er allt í hendi Guðs. Við söknum Bubbu — söknuður er mannlegur og gerir ætið vart við sig á skilnaðarstundum. En á bak við öll ský skín sólin. Á bak alls trega þorna tárin. Og að baki vonar er vissan — vissan um eilífa lífið, trúarvissan, sem er líftaug mannlegrar tilveru. Jesús sagði: Ég lifi, og þér munuð lifa — Trúið á Guð og trúið á mig — Sá, sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Efnislega séð hefur Bubba sungið þetta í kirkjunni sinni á Isafirði um 45 ára skeið — þetta var stór hluti af hennar lífi. Við þökkum elskulegri systur allar dásamlegu samveru- stundirnar. Við biðjum eigin- mann hennar, börnum, tengda- börnum og barnabörnum bless- unar Drottins. Við óskum Bubbu góðrar heim- komu og biðjum henni allrar blessunar. Með ástkærri kveðju frá systkinum. H.T. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði. að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Grein- arnar verða að vera vélritað- ar með góðu línubili. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, GUDMUNDA SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR, sem andaðist 24 maí að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju 5. júní kl, 1.30 e.h. Ólafur Sigurðsson, Sólrún Guðbjörnsdóttir. Hjörtur Þór Ólafsson, Jóhannes Hannesson, Guðmann Hannesson t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURUNNAR ÞORFINNSDÓTTUR, Blónduósi Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.