Morgunblaðið - 01.06.1974, Síða 42

Morgunblaðið - 01.06.1974, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1974 Sjö sögur af Villa Rudolf 0. Wiemer Þriðja sagan. „Þarna liggur eldspýtustokkur við hliðina á ofnin- um,“ segir Villi, þegar líður að kvöldi. „Það kemur sér vel.“ „Hvers vegna?“ „Ég ætla að leggja eld að hlöðu Jóns bónda.“ „Hvers vegna? Ekki hefur hann gert þér neitt.“ „Mér er sama, hvort það er Jón bóndi eða einhver annar, sem verður fyrir skaðanum. Slíkt gera ræningj- ar bara vegna þess, að þeim finnst það gaman.“ „En þá brennur hlaðan til grunna. Og ef til vill bærinn líka.“ „Auðvitað. 1 ljósum logum. Kemurðu með, skræfan þín?“ „Ég mundi þá hrópa hátt til að vekja Jón bónda,“ segir Hans. „Þú dirfist ekki að gera það. Þá kem ég ekki aftur inn í myndabókina þína.“ Villi dregur hattinn fram á ennið, tekur eldspýturnar og fer. Hann arkar yfir akrana og mýrina. Síðan til hægri upp með læknum i áttina að myllunni. Handan við pílviðartrén og við hliðina á myllunni er býli Jóns bónda. Niðamyrkur er yfir öllu. Hroturnar í Jóni bónda heyrast út á hlað. Tunglið hverfur á bak við ský og hægur vindblær berst frá haganum. Villi núir saman höndum. Þá er sagt skrækri röddu rétt hjá: „Gagg, gagg, hvað ert þú að gera hér?“ Villi hrekkur í kút, þvf hann er ósköp huglaus. Ræningjar eru það venjulega. Honum gremst aö hafa ekki veitt hananum athygli fyrr. Þetta er vesældarleg- ur og magur hani og hann vantar meira að segja nokkrar stélfjaðrirnar. „Ert þú vinnumaður hér á bænum núna?“ spyr haninn. „Ég? Vinnumaðir? Hvernig dettur þér það f hug?“ „Mér datt bara í hug, gagg, gagg, að þú ætlaðir að breyta um lifnaðarhætti.“ „Bull,“ segir Villi. „Nú eru varla nokkrir ræningjar til lengur og auk þess hefur Jón bóndi annan vinnu- mann.“ „Hann hafði vinnumann, sem hér Krulli,“ segir haninn, „en hann var rekinn, gagg, gagg, úr vistinni í dag.“ „Hvers vegna?“ „Vegna þess, að Krulli er latur og illgjarn. Hann sló hestana. Hann fleygði steinum í dúfurnar. Aldrei vék hann vingjarnlegu orði að Leó, varðhundinum, svo hann drapst úr gremju. Þar að auki sleit hann, gagg, gagg, stélf jaðrir af mér.“ Hvar eru tvíburarnir Hvað er spurt um he'r? — Geturðu fundið hvaða kallar með kúluhatt virð- ast vera tvíburar? — Þetta þarf að athuga mjög ræki- lega áður en nokkru verð- ur slegið föstu um það. c fJSÍonni ogcTVlanni Jón Sveinsson Þegar ég var kominn svo hátt upp í brekkuna, að engin Hkindi voru til, að nautið elti mig þangað, fór ég af baki og batt liestinn við nibbu á einum klettinum. Hann skalf enn af hræðslu. Ég strauk honum og klappaði til að gera hann rólegri, og þegar ég skildi við bann. var bann orðinn svo spakur, að bann lagðist. Nú tíndi ég hvassa og þunna smásteina í vasa mína. Þá ætlaði ég að nota fyrir vopn á móti nautinu, þvi að nú ætlaði ég ekki að hætta fyrr en ég gæti rekið það burt. Síðan læddist ég niður að steininum, þar sem ég hevrði Trygg vera að hamast í nautinu. Þegar ég kom svo nærri, að ég sá nautið, tók ég upp stein úr vasa mínurn og kastaði bonum í bola af ölJu afli. ( rn leið leit ég í kringum mig eftir stórum steini, sem ég gajti flúið upp á, ef liann ætlaði í mig. Þegar ég kastaði steininum, sá Manni mig aftur og kallaði bástöfum: Freysteinn Gunnarsson þýddi „Hættu, Nonni, hættu þessu! Farðu ekki svona nærri honum!“ Ég kallaði til bans aftur og sagði: „Vertu rólegur, Manni. Ég skal fara varlega“. Síðan stökk ég upp á næsta stein og kallaði: „Sjáðu nú, Manni. Nú er mér óhætt alveg ein6 og þér“. Þá var hann ánægður. En ég tók aftur stein úr vasa mínum og lét hann bylja á skrokk bolans. En það dugði lítið. Það var fullþykk á honum paran. Samt hristi hann sig ofur- lítið, þegar steinarnir buldu á lionum, en það var líka allt og sumt. Eg reyndi því að færa mig nær og flutti mig á ann- an stein. En boli kærði sig kollóttan um grjótkastið. Hann hugsaði ekki um annað en Manna og leit ekki einu sinni við mér. — Nei, herra forstjóri ... ég er ekki aó gera neitt sérstakt í kvöld ... »T' — Flýttu þér kona ... ann- ars komum viö of seint á grfmuhallió ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.